Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 50
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Sænsku blöðin óhress með útreiðina:
„Skammist ykkar,
Djurgárden"
SÆNSKU blöðin voru ekki ýkja
hrifin af leikjum liða sinn í
Evrópukeppninni íknatt-
spyrnu. Djurgárden, sem gerði
jafntefli við Fram, þótti þó slak-
asta liðið og fyrirsögn á grein
i Svenska Dagbladetvar
„Skammist ykkar, Djurgárd-
en.“
Blaðið segir að tap Djurgárden
hafa verið það stærsta hjá
sænsku liði í 35 ára sögu Evrópu-
keppninnar. Það segir að liðsupp-
stillingin hafi verið
Logi Bergmann heimskuleg og
Eiösson aldrei nein pressa á
skrifarfrá Fram
SWþjóð j Dagens Nyheter
kemur fram að tap Djurgárden á
leikjunum tveimur hafi verið hátt í
tvær milljónir ÍSK. Blaðið segir
einnig að vörnin hafi verið kæru-
leysisleg og Fram auðveldlega get-
að unnið. „Haust er greinilega ekki
árstími Djurgárden. Liðið hefur
nánast klúðrað öllu síðustu vikur.“
Aftonbladet íjallar um leikinn í
fimm línum og í Expressen er langt
viðtal við Jón Sveinsson og mynd
þar sem hann stendur úti á velli
með íþróttatöskuna um öxlina. Þar
segir að einn besti varnarmaður
Fram hafi skotist í leikinn úr skól-
anum en fari svo aftur til Banda-
ríkjanna og verði svo ekki með í
næstu umferð, enda mikið að borga
1.000 dollara flugfargjald fyrir einn
leik. Blaðið segir að leikaðferð
Djurgárden hafi verið einföld og
Fram aldrei átt í vandræðum.
ÚRSLIT
Úrslit í nokkram leikjum á Evrópumótun-
um í knattspymu höfðu ekki borist er geng-
ið var frá íþróttasíðu blaðsins í fyrrakvöld.
Hér birtast þau úrslit er vantaði:
Keppni meistaraliða
Dresden, Þýskalandi:
Dynamo - Union (Luxembourg)............3:0
Jaehnig (18., 45.), Guetschow (34.) Áhorf-
endur: 8.500
■Dynamo Dresden vann 6-1 samanlagt.
Dublin, írlandi:
St. Patrick’s - Dinamo (Kúmcníu).......1:1
■Dinamo Búkarest vann 5-1 samanlagt.
Craigavon, N-írlandi:
Portadown - Porto (Portúgal)...........1:8
■Porto vann 13-1 samanlagt.
Keppni bikarhafa
Neuchatel, Sviss:
Xamax - Estrela Amadora (Portúgal) .1:1
Sutter (49.) - Valerio (83.) Áhorfendur:
12.800
■Estrela vann 4:3 samanlagt.
Genoa, Ítalíu:
Sampdoria - Kaiserslautern (Þýskal.) .2:0
Roberto Mancini (7. vsp), Branca (74.)
■ Sampdoria vann 2:1 samanlagt.
Barcelona, Spáni:
Barcelona - Trabzonspor (Tyrklandi) .7:2
■Barcelona vann 7:3 samanlagt.
Aberdeen, Skotlandi:
Aberdeen - Famagusta (Kýpur)....3:0
■Aberdeen vann 5-0 samanlagt.
Tórínó, Ítalíu:
Juventus - Sliven (Búlgaríu)....6:1
■Juventus vann 8-1 samanlagt.
UEFA-keppnin
Verona, Italíu:
Inter Mílanó - Rapid Vín (Austurr.)....3:1
(eftir framlengingu; 2:1 eftir 90 mín.)
Nicola Berti (67., 84.), Jiirgen Klinsmann
(101.) - Weber (88.)
■inter vann 4:3 samanlagt.
Lissabon, Poiiúgal:
Benfica - AS Roma (Ítalíu).............0:1
- Guiseppe Giannini (27.)
■AS Roma vann 2:0 samanlagt.
Edinborg, Skotlandi:
Ilearts - Dnepropetrovsk (Sovétríkj.)..3:l
■Hearts vann 4-2 samanlagt.
Valencia, Spáni:
Valencia - Iraklis (Grikklandi).......2:0
■Valencia vann 2:0 samanlagt.
Saloniki, Grikklandi:
PAOK - Sevilla (Spáni)................0:0
(eftir framlengingu).
■Samanlögð úrslit 0:0. Sevilla vann 4:3 í
vítaspyrnukeppni.
Mechelen, Belgíu:
KV Mechelen - Sporting (Portúgal)....2:2
■Sporting Lissabon vann 3-2 samanlagt.
Guimaraes, Portúgal:
Vitoria - Fenerbahce (Tyrklandi).....2:3
■Fenerbahce vánn 6-2 samanlagt.
Jón Sveinsson
Athygli vekur að ekkert blaðanna
sér ástæðu til að ijalla um grófan
leik sænska liðsins, né frammistöðu
dómarans. Rauða spjaldið sem Pét-
ur Ormslev fékk er þó sagt sann-
gjarnt. Undirtónninn í flestum
greinunum er sá að ágætt sé að
Djurgárden sé úr leik, enda engin
ástæða fyrir liðið að fara í 2. um-
ferð.
UtíÉm
FOLX
■ HALLDÓR B. Jónsson, for-
maður knattspyrnudeildar Fram,
flaúg beint frá Stokkhólmi til
Genfar í Sviss, til að vera viðstadd-
ur dráttinn í Evrópukeppninni sem
fram fer í dag.
■ HÉÐINN Gilsson gerði íjögur
mörk þar af tvö úr vítaköstum er
lið hans, Diisseldorf, sigraði Wup-
pertal, 14:15, á útvelli í 2. deild
vestur-þýska hand-
boltans um síðustu
helgi. Héðinn lék
með liðinu í 30
mínútur. Hameln er
efst í deildinni hefur unnið alla þrjá
leiki sína.
■ NORÐMAÐ URINN Ahlsen,
sem lék áður með Brann, spilaði
fyrsta leik sinn í vestur-þýsku
knattspyrnunni með Diisseldorf
um helgina. Hann þótti standa sig
vel og var besti leikmaður liðsins.
Hinn Norðmaðurinn í liðinu,
Björn Andersen, hefur hins vegar
ekki náð sér á strik það sem af er
keppnistímabilinu.
FráJóni
Halldórí
Garöarssyni
f Þýskalandi
■ TIU lnndsliðsmenn Kúvæt í
knattspyrnu létu lífið í innrás íraka
í landið. Þetta kom fram í vestur-
þýskum ijölmiðlum.
H FIFA, Alþjóða knattspyrnu-
sambandið, hefur viðrað þá hug-
mynd að mörkin á knattspyrnuvell-
inum verði stækkuð. Hugmynd
þessi kemur fram vegna þess að
skoruð mörk í HM hefur sífellt
fækkað í gegnum árin. Mörkin eru
7,32 metrar á breidd'Og 2,44 metr-
ar á hæð og hafa verið það allar
götur síðan 1866. Hugmyndin er
að breidd marka verði stækkuð um
30 sentímetra og hæðin um 10 sm.
Forráðamenn FIFA segja að knatt-
spyrnan verði skemmtilegri ef fleiri
mörk verði skoruð í leikjum og vilja
að þessi breyting verði komin á
fyrir HM í Bandaríkjunum 1994.