Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C 227.tbl.78.árg. Nú geta konur pissað standandi KARLMENN geta vart höfðað öllu lengur til þeirrar sérstöðu að geta kast- að af sér vatni standandi því nú sténd- ur yfir í Chicago vörusýning þar sem sýnd er ný hönnun; migildi fyrir konur sem vilja ekki silja er þær þjóna kalli náttúrunnar. Svipar því til veggskálar sem hingað til körlum einum hefur verið kleift að nota. Kvennaskálin er þó „stillanleg" svo hún henti öllum stærðum og gerðum og af því tilefni er trektin á sveigjanlegum rana. Ljónsungi veldur ónæði í Brooklyn ÍBÚAR í Brooklyn-hverfinu í New York vörpuðu öndinni léttar í gær eftir að lögregla „handsamaði“ ljón í íbúð þar í hverfinu. Stóð þeim stuggur af öskri miklu í tíma og ótíma úr einni blokkar- íbúð og kölluðu á lögreglu. Reyndist þar inni sex mánaða gamall ljónsungi sem húsráðandi, innflytjandi frá Dóm- inikanska lýðveldinu, geymdi þar í búri sem gæludýr. Stranglega var bannað að hafa framandleg dýr í blokkinni og var ljónið því tekið og komið fyrir í sérstöku dýraathvarfi. Eigandi Scandinav- ian Star ákærður HENRIK Johansen, eigandi Danolini- ens-útgerðarfélagsins, hefur verið ákærður fyrir brot á hegningarlögum vegna brunans um borð í ferjunni Scand- inavian Star fyrr á þessu ári Ákæran byggist á því að Johansen hafi stofnað lífi og heilsu farþeganna í yfirvofandi hættu í ábataskyni. Refsing fyrir slíkt brot getur varðað allt að fjögurra ára fangelsisdómi. Kastró hættur vindlareykingum KASTRÓ Kúbuleið- togi hefur fyrirskip- að átak gegn reykingum í skólum landsins, allt frá leikskólum og upp í háskóla. Til þess að fara á undan með góðu fordæmi hefur hann sjálfur hætt reykingum. Var hann stórreykinga- maður og Havanavindlar hafa löngum verið vörumerki hans. Verður áróður gegn tóbaksreykingum skyldugrein í öllum menntastofnunum Kúbu næsta vetur. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pattstaða milli Bandaríkjaþings og ríkissljórnar: Ríkisútgjöld stöðvuð vegna skorts á fjárlagaheimildum Einungis allra nauðsynlegustu þjónustu haldið gangandi Washington. Reuter. Á MIÐNÆTTI aðfaranótt laugardags var byrjað að draga úr opinberum umsvif- um í Bandaríkjunum. Ástæðan er pattstaða sú sem komin er upp milli George Bush Bandaríkjaforseta og þingsins vegna afgreiðslu fjárlaga. Hætt var að selja aðgang að Frelsisstyttunni og öðrum ferðamannastöðum í gær, tafir urðu á toll- afgreiðslu og sorphirða var í lágmarki svo dæmi séu nefnd um þau áhrif sem skortur á fjárlagaheimildum hefur á starfsemi ríkisins. Aföstudagskvöld samþykkti þingið aukafjárveitingu til að halda starf semi hins opinbera gangandi í viku til við- bótar á meðan fundin væri endanleg lausn á deilunni um fjárlögin. Bush stóð hins vegar við orð sín og neitaði að leggja blessun sína yfir aukafjár- veitinguna. Hann vildi að þingið sam- þykkti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar eða kæmi með ný frumvarpsdrög ella. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar sem er niðurstaða mánaðalangra viðræðna ríkisstjórnar og þipgleiðtoga var gert ráð fyrir 500 milljarða dala niðurskurði fjár- lagahallans næstu fimm árin. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarpið hins vegar óvænt á fimmtudagskvöld. Richard Darman, forstöðumaður ijár- laga- og hagsýslustofnunar Banda- ríkjanna, sagði í gær í bréfi til forstöðu- manna ríkisstofnana að stöðva ætti alla starfsemi nema þá sem væri til þess fallin að „vernda líf og eignir“ manna. Það þýð- ir til dæmis að útgjaldastöðvunin kemur ekki niður á starfsemi Bandaríkjahers. Frídagur er í Bandaríkjunum á mánudag þannig að áhrif stöðvunarinnar verða ekki fullljós fyrr en á þriðjudag. Hafi lausn ekki fundist á fjárlagadeil- unni þá, er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn mæti samt til vinnu. Einungis allra nauðsynlegasta fólki verður síðan haldið í vinnu en hitt sent heim. Bush átti í gær fundi með leiðtogum þingsins til þess að finna lausn á deilunni og einnig voru báðar deildir Bandaríkja- þings boðaðar til þingfundar í gær. Er slíkt mjög óvenjulegt á laugardegi. miim iÞmpommi m WIDERÁÐ HRlMKOm LYKLA- 1C PESAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.