Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 16

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 / / SLENDINGAR I UTLONDUM HOTELSTJORl A \V ll LÍ XHSHÓTEIJ • • I KVII’HWWIIOIV eftir Jóhannes Tómasson íslenskur hótelstjóri er um þessar mundir að taka við starfi hótel- stjóra á nýju lúxushóteli í Kaupmannahöfn sem opnað verður næsta vor. Þetta nýja hótel á að að sögn eigendanna taka fram öllum lúxus- hótelum sem hingað til hafa verið starfrækt í borginni, svo sem D’Angleterre, Hotel Scandinavia og Royal Hotel. Nýja hótelið heitir Fönix eða Phönix eins og það er ritað á dönskunni og er í eigu Arp-Hansen samsteypunnar sem rekur 9 hótel og nokkra hamborg- arastaði. Hótelstjórinn er Hlín Baldvinsdóttir og hún er langt frá því að vera byrjandi í faginu - hefur starfað að hótel- og ferðamálum í 25 ár. Hlín segir hvernig það hafi komið til að hún tekur nú við þessari stöðu: g flutti hingað til Kaupmanna- afnar árið 1975 Ig ætlaði fyrst að vera heimavinnandi en fór fljótlega að leita mér að vinnu sem reyndist ekki auð- velt. Hver vildi ráða konu með tvö börn sem kunni enga dönsku? Ég fékk þó vinnu hjá á Spies ferðaskrif- stofunni við bókhald og hafði ég umsjón með að allir hótelsamningar væru í lagi en þeir voru um 200. Hjá Spies vann ég í 7 ár - var álltaf á leiðinni heim - en mér var alltaf boðin kauphækkun þegar ég ætl- aði að hætta. Það kom þó að því og þá bauðst mér vinna hjá Arp-Hansen, starf hóteistjóra á Hotel Gentofte. Ég þáði það og kvaðst geta verið þar í þijú til fjögur ár en ætla svo heim. Árið 1986 kaupir hann Grand hotel og' bauð mér að taka við því og þar hef ég verið þar til ég flyt mig enn á nýtt hótel sem hann ráðgerir að opna í Á leiðinni heim Þú ert þá ekki á leiðinni heim lengur? „Jú, ég á tvo stálpaða unglinga sem eru langt komnir í námi og þegar þau eru búin ætla ég heim - það er ákveðið mál. Ég ætla ekki að taka þátt í að byggja upp fleiri hótel hér.“ Alf Arp-Hansen er múrara- meistari sem hefur gegnum árin keypt gömul hús, gert þau upp og selt. Þar er einnig um að ræða hótel og nú eru þau orðin 9: Ny- havn 71 hotel, Hotel Opera, Grand hotel, Hotel Astoria og Hotel Christan IV sem öll eru í hjarta Kaupmannahafnar, síðan Gen- tofte Hotel, Hotel Konstrup Mölle- kro í Holbæk og Hotel Kong Valdimar í Vordingborg. Arp- Ilansen er enn í fullu fjöri en son- ur hans, Henning, er framkvæmd- astjóri samsteypunnar. I ársbyijun var gengið frá samningum um kaup á húsnæðinu fyrir Hótel Phönix en það er á horni Bredgade og Dronningens Tværgade. Húsið er 300 ára gam- alt og þar hefur lengst af verið rekið hótel, þó ekki síðustu 40 árin. Um miðjan júní hófust tugir manna handa við að rífa niður innviði byggingarinnar og í ágúst- byijun hófst uppbyggingin. Er það dæmi upp á um 200 milljónir danskra króna eða nærri tveggja milljarða íslenskra. Alls verða 212 herbergi í Phön- ix, þar af 8 stórar svítur og 50 litlar. Hver svíta verður með gulli slegnum krönum á baði og þar verða öll hugsanleg þægindi og m.a. myndsenditæki fyrir þá sem þurfa að vinna. Anddyrið verður gríðarstórt og þar verða gos- brunnar og allt slegið marmara. Var hann sóttur til grísku eyjar- innar Tasos. En hvernig leggst það í Hlín að taka við þessu starfi? „Það leggst í sjálfu sér ágæt- lega í mig en samt finnst mér skrítið þegar ég hugsa til baka af hverju Islendingur skuli vera í þessari stöðu. Ég hef nú síðustu árin tekið sæti í stjórn Hótel- og veitingasamtakanna hér og sit þar í ýmsum nefndum og mér finnst það skrítnast af hveiju íslending- ur skuli sinna öllum þessum dönsku málefnum.“ Vantar hótelherbergi En hver er ástæðan fyrir að ráðist er í að byggja hótel sem þetta - eru þau ekki nógu mörg fyrir í Kaupmannahöfn? „Nei, í rauninni ekki. Kaup- mannahöfn á ekki í dag það sem maður myndi kalla verulega glæs- ilegt hótel - þau sem hafa verið það eru það ekki lengur því kröf- urnar eru alltaf að breytast. Heildarijöldi hótelherbergja er heldur ekki nægur. Fyrir nokkru var kannað hvort hægt yrði að halda hér alþjóðlegt rotaiy-þing árið 1994 en þá þurfti að útvega 6 þúsund manns gistingu.1 Það kom í ljós'að ekki var hægt að tryggja nægilegan herbergja- fjölda þannig að hér vantar enn talsvert á að hægt sé að halda fjölmennar alþjóðlegar ráðstefn- ur.“ Hlín Baldvinsdóttir segir að um þessar mundir sé sölustarfsemi fyrir Phönix að hefjast og þegar hefur starfsmaður tekið til við það verkefni. Aðrir starfsmenn, um 100, verða ráðnir á næstu vikum og mánuðum. Salan fer m.a. fram gegnum tölvuvætt bókunarkerfi, Supranational, sem Grand og fleiri hótel taka þátt í og nær til 450 hótela í 30 löndum, meðal annars íslandi. Gegnum þetta kerfi er hægt að bóka hótel um allan heim og fá allar upplýsingar um verð og annað en eitt af mörg- um verkefnum Hlínar hefur ein- mitt verið að sjá um daglega stjórn á þessu bókanakerfi. Verður erfitt að ná upp nýtingu á Phönix þar sem fjárfestingin er um það bil ein miiljón danskra króna á herbergi? Meðalnýting 62% „Það verður sjálfsagt erfitt en hins vegar má benda á að meðal- nýting á hótelum í Kaupmanna- höfn hefur verið um 62%_ en hún var 76% á Grand hotel. Ég vona að við getum fljótlega náð þeirri nýtingu sem þarf. Við munum til dæmis kynna hótelið rækilega fyrir starfsmönnum flugfélaga og ferðaskrifstofa en það er mjög mikilvægt að þeir hafi séð viðkom- andi hótel svo að þeir viti hvað þeir eru að selja.“ Ekki er að heyra að Hlín hafi tapað íslenskunni eftir 15 ár í Danmörku - danskan er þó oft komin fram á varirnar þegar hún leitar að rétta orðinu á íslensku. „Nei, ég hef ekki farið heim nema þrisvar á þessum tíma en hins vegar koma foreldrar mínir oft í heimsókn og ég les líka alltaf Morgunblaðið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.