Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 17

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÖBER 1990 17 Þörungavinnslan; Starfsemin gengur vel Miðhúsum. í LOK september voru 12.360 tonn af blautu þangi komin á land en á sama tíma í fyrra var búð að landa 11..355 tonnum af blautu þangi. Bæði í ár og í fyrra aflað- ist frekar lítið af þangi í septem- ber vegna óhagstæðrar veðráttu. Markaður fyrir þangmjöl er sæmilegur og sölumálin ganga fyrir sér-svipað og í fyrra. Verksmiðjan hefur gengið vel í sumar og lítið um bilanir enda var gert mikið í verksmiðjunni síðstliðinn vetur. Ætlunin er að endurbæta enn frekar í vetur. Framkvæmdastjóri Þörungaverk- smiðjunnar er Páll Ágúst Ásgeirsson og formaður stjórnar er Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri Reykhól- um. - Sveinn. Hótelstjóra- skipti á Hótel Húsavík Húsavík. Hótelstjóraskipti urðu við Hót- el Húsavík um síðustu mánaða- mót. Þórdís Hrönn Páisdóttir lét af störfum og flutti suður. Við starfi hennartók fram að áramótum Auður Gunnarsdóttir, sem málum hótelsins er vel kunnug, því að hún var þar áður, fyrst móttökustjóri og síðan hótelstjóri í nokkur ár, en hefur síðustu árin verið gjaldkeri hjá Samvinnubankanum. Nýting hótelsins í sumar var góð og nú í haust hafa svo að segja um hveija helgi verið haldnar einhveij- ar ráðstefnur og verður svo fram að veturnóttum a.m.k. - Fréttaritari. Tæplega 30 danskir framhaldsskólanem- endur á söguslóðum 28 danskir nemendur úr Silke- borg Amts Gymnasium hafá uná- anfarna daga dvalist hér á landi í boði Fjölbrautarskólans í Ár- múla. Ungmennin hafa dvalist á heimilum dönskunemenda við fjölbrautarskólann, farið á sögu- slóðir í fylgd kennara og nú er hópurinn staddur í Þórsmörk í fylgd jarðfræðikennara. Að sögn Michaels Dals, dönsku- kennara við fjölbrautarskól- anna, stendur til að framhald verði á þessum samskiptum skólanna því ráðgert er að 20 nemendur fjöl- brautarskólans haldi til Jótlands í febrúar á næsta ári til að endur- gjalda heimsóknina. Hann sagði að ferðirnar væru styrktar úr samnorr- ænum sjóðum og væri heimsókn dönsku nemendanna mikil lyfti- stöng fýrir dönskukennsluna í skól- anum. Nemendurnir hefðu átt í bréfaskriftum á undirbúningst- ímanum og tilhlökkunin væri mikil í íslenska hópnum að skoða aðstæð- ur jafnaldra sinna í Danmörku. Sten Svava Olsen, kennari og fararstjóri danska hópsins, sagði að gestrisni íslendinga væri það sem hefði komið þeim mest á óvart hér á landi. Ferðin hefði tekist í alla staði mjög vel og ánægja var mikil með ferð Borgarfjörð sem hópurinn var nýkominn úr, á slóðir Egilssögu. Nemendur hans höfðu einmitt lesið Egilssögu áður en haldið var af stað til íslands. Hann sagði að danskar bókmenntir hefðu ekki upp á hliðstæða lesningu að bjóða, og að það hefði verið sérstök upplifun að koma á sögustaðina og efnið hefði færst nær í tíma og rúmi. Michael sagði að áhugi fyrir dönskunámi væri svona upp og ofan meðal nemenda en samskiptin við Silkeborg Amts Gymnasium væri mikil lyftistöng og ljóst að þau skil- uðu sínu í árangri þegar upp væri staðið. Meðfylgjandi mynd er af dönsku nemendunum ásamt kennurum með stórsýningunni: ásamt stórhljómsveit sem leikur fyrir dansi eftir sýningu ásamt söngvurunum Eyjólfi Kristjánssyni og Miðaverð kr. 3.900,- Borðapantanir ísíma 77500 BCEIEVANGIK SÍMI77500 I /HJCDD G*1 O

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.