Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
Sameinaðir iðnverktakar hf.:
Málmiðnaðarfyrirtæki
sameinast vegna stóriðju
37 fyrirtæki með um 900 starfsmenn standa að félaginu
STOPNAÐ hefur verið hlutafélag-
ið Sameinaðir iðnverktakar hf.,
en að því standa 37 málmiðnaðar-
fyrirtæki og samtök þeim tengd.
Hið nýja hlutafélag hefur yfir að
ráða um 900 starfsmönnum og eru
þeir dreifðir um land allt. Mark-
mið með stofnun þessa hlutafélags
er að afla verkefna á sviði þjón-
ustu-, verktaka- og framleiðslu-
starfsemi innan lands sem utan
og að auka samstarf íslenskra iðn-
fyrirtækja þeirra í millum og við
erlenda samstarfsaðila.
íslensk málmiðnaðarfyrirtæki eru
nú ekki í stakk búin til að taka að
sér þau krefjandi verkefni sem vænt-
anlegum stóriðjuframkvæmdum
fylgja og því var að frumkvæði þeirra
aðila sem standa að verkefninu
„Málmur ’92“ stofnað til áðumefnds
hlutafélags. Á blaðamannafundi þar
sem nýja hlutafélagið var kynnt kom
fram að vegna nýsmíði við byggingu
og uppsetningu álvers á Islandi væri
gert ráð fyrir um 870 mannárum í
málmiðnaði, en að auki væri reiknað
með tæplega 650 mannárum vegna
byggingar kerskála. Á íslandi væru
um 1500 starfandi málmiðnaðar-
menn, þar af um 800 á suðvestur-
hominu.
Þau málmiðnaðarfyrirtæki sem
standa að Sameinuðum iðnverktök-
um em víðs vegar að af landinu, frá
höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum,
Akranesi, Siglufirði, Akureyri,
Húsavík, Seyðisfirði og Vestmanna-
eyjum. Sérstök áhersla verður lögð
á að dreifa verkefnum um landið,
þannig að þensluáhrifum verði að
nokkru létt af höfuðborgarsvæðinu.
Á þennan hátt em verkefnin flutt á
heimaslóð í stað þess að flytja starfs-
fólkið á Reykjanesið. Saman hafa
fyrirtækin yfir stórum hluta þess
fagmenntaða starfsfólks í málmiðn-
aði að ráða, sem nýta þarf við upp-
byggingu stóriðju, eða samtals um
900 starfsmönnum, þar af um 600
iðnaðarmönnum og 40 tæknimönn-
um. Eitt af fyrstu verkefnum Samei-
naðra iðnverktaka verður að útbúa
greinargóð gögn um það sem fyrir-
tækin hafa upp á að bjóða, en mark-
miðið er að stofna til samstarfs við
þá erlendu aðila sem væntanlega
koma til með að bjóða í verkin.
Ætlunin er að samstarf fyrirtækja
fari fram í svokölluðum fyrirtækja-
netum og verður leitað aðstoðar er-
lendra sérfræðinga á því sviði. Þá
er stefnt að því að breikka fagsvið
félagsins með því að bjóða öðrum
félögum og fyrirtækjum úr öðrum
iðngreinum þátttöku í Sameinuðum
iðnverktökum.
VEÐURHORFUR í DAG, 24. OKTÓBER
YFIRLIT í GÆR: Við Hvarf er 990 mb iægð á hreyfingu austur en
skammt suðvestur af frlandi er 994 mb iægð sem þokast norðvest-
ur og munu þær sameinast suður af landinu sfðdegis á morgun.
Yfir sunnanverðri Skandinavíu er 1030 mb hæð sem þokast suð-
austur.
SPÁ: Suðaustlæg átt, víðast gola eða kaldí en heldur vaxandi vind-
ur suðvestaniands þegar líður á daginn. Déiítil rigning eða súld
sunnanlands og vestan og þokuloft á Austfjörðum en annars þurrt
og nokkuð bjart veður norðaustanlands. Htýtt verður áfram.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Austlæg eða suðaustlæg átt og hiýtt f
veðri. Dálitii rigning eða súid um sunnanvert landið og á Austur-
landi en þurrt norðanlands og á Vesxfjörðum.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Austiæg eða norðaustlæg átt og heldur
kólnandi í bili. Dálítil súld um austanvert landið og Ifklega einnig á
Norðurlandi en þurrt vestaniands.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind-
á stefnu og fjaðrirnar
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.
"CáfÉl Léttskýjað / / / / / / / Rigning
A / / /
T~eik Hálfskýjað * / *
A / * / * Slydda
S Skýj8ð / * /
* * *
Alskýiað * * * * Snjókoma * # *
■I00 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
fT Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hW veður
Akureyri 10 léttskýjað
fieykjavik 10 þokumóða
Bergen 1® léttskýjað
Helsinki 7 atekýtóð
Kaupmannahófn « tóttskýjað
Narssarssuaq. 0 kornsnjór
Nuuk sknað
Ostó '0 þokumóða
Stokkhóimur 8 léttskýjað
Þórshöfn llll þoka
Algarve vantar
Amsterdem 11 iéttskýjað
Barcetona 20 skýjað
Sertín 10 helðskirt
Chloago +1 heiðskirt
Feneyjar liii tettskýjað
Frankfurt 12 féttskýjað
Qlasgow 11 skýjað
Hamborg 11 téttskýjað
Las Palmas vantar
London llll skýjað
LosAngeles 16 helðskirt
Lúxemborg lill tettskýjað
Madrid 13 alskýjað
Mataga 20 skýjað
Mallorea 21 hálfskýjað
Montrea! • 5- atekýjað
NewYork lill rigntog
Orlando 22 þokumóða
Parfs 19 skýjað
Róm 17 Þokumóða
Vín heiðskírt
Washington 18 rignlng
Winnipeg þokumoða
Morgunblaðið/Sigurður Hjálmarsson
Göngubrúin á Jökulsá í Lóni endurbyggð. Gamla brúin var notuð
sem vinnupallur og hangir undir nýju brúnni.
Lón:
Göngubrúin á Jök-
ulsá endurbyggð
BRÚARSMIÐIR Vegagerðar
ríkisins endurbyggðu í haust
göngubrú á Jökulsá í Lóni við
Kollumúla. Brú þessi var upp-
haflega byggð fyrir gangna-
menn en á síðari árum hefur
ferðafólk á leið inn í Öræfi
mikið notað brúna.
Upphaflega var kláfferja á
Jökulsá við Kollumúla en eftir
.1940 var byggð þar göngubrú.
Hún var orðin fúin og því var
ráðist í endurbygginguna í haust.
Aðstæður til að koma efni að
brúarstæði eru mjög erfiðar. Við
fyrri brúarsmíðina fluttu kunn-
ugir heimamenn efnið yfir ófær-
umar á homfírskum hrossum en
í þetta sinn leysti þyrla þarfasta
þjóninn af hólmi. Jón Valmunds-
son yfírbrúarsmiður sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að brúar-
smiðirnir hefðu gengið frá bílum
sínum á byggingastað kvölds og
morgna.
Skák:
Björgvin í öðru sæti
á heimsmeistaramóti
BJÖRGVIN Jónsson varð í 2. sæti
á heimsmeistaramóti stúdenta
sem lauk í gær i Odessa í Sov-
étríkjunum.
Björgvin hlaut 6 vinning af 9
mögulegum en sigurvegari varð Tri-
fonov frá Búlgaríu með 7 vinninga.
Nokkrir skákmenn urðu jafnir í 3.
sæti með 6 vinninga.
Heimsmeistaramót stúdenta er
haldið árlega og er þátttakan bundin
við stúþenta 26 ára og yngri. Talið
er að þessi árangur Björgvins tryggi
honum alþjóðlegan meistaratitil.
Hann er í landsliði íslands sem teflir
á Ólympíuskákmótinu í Grikklandi í
haust.
Bifreiðaskráning:
Nýskráning o g eigenda-
skipti hækka um 24,5%
GJALD fyrir nýskráningar ökutækja og skráningar eigendaskipta
hækkar um næstu mánaðamót um 24,5%, þar sem þá verður byrjað
að innheimta virðisaukaskatt af þessum gjöldum.
í frétt fdrá Bifreiðaskoðun íslands þessari skatthéimtu.
hf. segir að fyrirtækið hafi ekki inn-
heimt virðisaukaskatt af gjöldum
fyrir skráningu ökutækja, það er
nýskráningu og skráningu eigenda-
skipta, þar sem talið hefði verið að
um væri að ræða opinbera skráningu
ökutækja, sem væri undanþegin
í fréttinni segir að nú hafi ríkis-
skattstjóri ákvarðað að innheimta
skuli virðisaukaskatt af þessum
skráningum og því hækkar gjaldið
fyrir þær um 24,5% frá og með 1.
nóvember næstkomandi að telja.
Koivisto gaf Vigdísi
fræ í heilan skóg
Helsinki. Frá Einari Fal Ingólfssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands og Mauno Koivisto forseti
Finnlands áttu óformlegan fund í gær og snæddu saman hádegis-
verð. Við það tækifæri gaf Finnlandsforseti Vigdísi 5 kg af lerki-
fræum sem ætti að duga til að rækta heilan skóg á íslandi.
Vigdís tekur fræin með sér til maður á ráðstefnu í Hana-
Genfar þar sem hún verður í holmen-menningarmiðstöðinni i
nokkra daga vegna handritasam- Esbo. Rástefnan ber yfirskriftina
keppni. í gær var Vigdís ræðu- Det nordiska identitet.
t