Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 21 Valgerður Sverrisdóttir; Landsbyggðin þarf 1.400 ný störf á ári UNGT fólk á landsbyggðinn þarf 1.400 ný störf á hverju ári, ef spyrna á við fótum gegn þeirri þróun, að öll ný störf í landinu verði til á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram i ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, þingmanns Framsóknarflokks í Norðurlandskjördæmi eystra, í umræð- um um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi á mánudagskvöld. Valgerður sagði sömu þróun hafa orðið hér á landi undanfarin ár og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum og öðrum þjóðum með svipuð lífskjör, en þróunin hefði komið fram seinna hér á landi. Störfum fækki í fram- leiðslugreinum en aukningin sé í opinberri starfsemi og þjónustu. Hér á landi hafi orðið til 15 þúsund ný störf á síðustu átta árum. „Segja má að þessi störf séu nánast öll í opinberri starfsemi og þjónustu," sagði Valgerður. Hún sagði að af þessum 15 þús- und störfum hafi 12.500 fallið til á höfuðborgarsvæðinu, 2.500 á lands- byggðinni. „Allt bendir til að þessi þróun verði óbreytt á næstu áratug- um ef ekkert verður að gert,“ sagði hún. „Það er því ijóst að hér verður að taka á málum. Við getum ekki horft aðgerðarlaus á að öll ný störf verði til á höfuðborgarsvæðinu, það er hvorki höfuðborg né dreifbýli í hag. Á landsbyggðinni þarf hvorki meira né minna en 1.400 ný störf fyrir ungt fólk á hveiju ári,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir. Halldór Blöndal: Skattar hækkuðu um 120 þúsund milli ára HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi á mánudagskvöld að lífskjör hér á landi hefðu versnað um 15% í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og að skattar fjögurra manna fjölskyldu hefðu hækkað um 120 þúsund krónur milli áranna 1988 og 1989. Halldór sagði sérhvern ræðumann ríkisstjórnarflokkanna vilja þakka sér þjóðarsáttina. „Ef ég lofa mig ekki sjálfur, sagði karlinn, gerir eng- inn það. Hvemig var nú ástandið þegar þjóðarsáttin var gerð?“, sagði Halldór. Hann sagði að síðastliðin þrjú ár hefði landsframleiðsla okkar íslend- inga dregist saman um 8%, á sama tíma hefði landsframleiðsla í löndum OPEC hækkað um 9%. Síðan ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar fór frá völdum hafi lífskjör á íslandi versnað um 15%. „Og hvemig er ástandið í skattamálum? Einungis á milli ár- anna 1988 og 1989 voru skattar hækkaðir sem svarar 120 þúsund krónum á fjögurra manna fjöl- skyldu," sagði hann. „Formaður Alþýðuflokksins var að hrósa sér af því að hann hefði sett lög um staðgreiðslukerfi skatta. Auðvitað skjátlaðist honum þar. Þau lög vom sett meðan Þorsteinn Páls- son var fjármálaráðherra. Þá settum við okkur það mark að skattleysis- mörk skyldu vera við 42 þúsund krónur sem er sama og 63.836 krón- ur nú hjá einstaklingi. En í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar eru það 55.576 krónur. Þar skakkar 8 þúsund hjá einstaklingum, 16 þús- und hjá hjónum og núna er skattpró- sentan 39,79% en var 35,2% í tíð Þorsteins Pálssonar," sagði Halldór Blöndal. Grænfriðungar gegn kjarnorkumengnn: Oskað eftir samvinnu við íslensk stjómvöld FLAGGSKIP Greenpeace samtakanna á Atlantshafi, MV Greenpeace, er statt við Sundahöfn í Reykjavík. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna baráttu samtakanna fyrir kjarnorkulausum höfum og banni gegn kjarnorkuknúnum skipum. Forsvarsmejin áhafnarinnar boðuðu fréttamenn til fundar í _gær. „Þetta er fyrsta vináttuheimsókn skips á vegum Greenpeace til Islands. Við viljum vekja athygli á þeirri bar- áttu _sem samtökin standa fyrir í umhverfisvernd og benda á þá ógn sem íslendingum stafar af kjarnorkuknúnum skipum og kafbátum sem hlað’nir eru kjarnorkuvopnum á Norður Atlantshafi," sögðu talsmenn hópsins. í dag hyggjast þeir ganga á fund forsætisráðherra og um- hverfisráðherra og kváðust vonast til að eiga fund með utanríkisráð- herra á morgun. Þá er almenningi boðið um borð í skipið á milli kl. 13 og 18 í dag. Skipið kemur til Reykjavíkur að nýafstaðinni mótmælasiglingu til Novaja Zemlja 1 Barentshafi sem beindist gegn fyrirhuguðum kjarn- orkuvopnatilraunum Sovétmanna. Ulrich Juergens, skipstjóri MV Gre- enpeace, sagði að tekist hefði að koma fjórum úr áhöfn skipsins á land á Novaja Zemlja þar sem þau mældu mikla geislavirkni á gömlu tilrauna- svæði. Skipið lenti í útistöðum við sovétmenn sem fylgdust grannt með ferð Greenpeace og reyndu að hefta för þess. Skipið var síðan tekið með vopna- valdi og dregið til Murmansk. Þau fjögur sem komust í land voru einn- ig handtekin og var skipinu vísað út úr sovéskri landhelgi. John Large, kjarnorkuverkfræð- ingur frá Bretlandi, rakti þá hættu sem stafaði af siglingu kjarnorku- knúinna skipa og kafbáta við ísland og sagði að líkumar á alvarlegum kjarnorkuslysum gætu verið miklar. Hann sagði að ef eitthvert stórveld- anna missti kjarnorkukafbát á haf- svæðinu á milli íslands og Færeyja og geislavirk efni bærust í hafið mætti búast við mikilli geislavirkri mengun sem hefði afdrifaríkar af- leiðingar fyrir vistkerfí sjávar og fiskistofna og gæti þess orðið vart innan örfárra ára eftir slysið. Benti hann á að viðbúnaður gegn kjarn- orkuslysum væri miklum takmörkun- um háður og auk þess væri eftirlit með þessum málum væri lítið og farið væri leynt með þau óhöpp sem orðið hafa. „ísland er umkringt kjarnorku- kafbátum og við vonumst til að geta átt samvinnu við íslensk stjórnvöld í baráttu okkar fyrir kjarnorkulaus- um höfum, enda eiga íslendingar beinna hagsmuna að gæta í þessu stórmáli," sögðu talsmenn samtak- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.