Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
27
Ferðamál til umræðu
á náttúruvemdarþingi
SJÖUNDA Náttúruverndarþing verður haldið dagana 26.-28. október
1990 á Hótel Loftleiðum. Þingið verður sett á föstudag kl. 16.00 af
formanni Náttúruverndarráðs, Eyþóri Einarssyni, en áður en almcnn
þingstörf hefjast flytur umhverfisráðherra, Júlíus Sólnes, ávarp og
tilkynnir skipan formanns og varaformanns Náttúrverndarráðs næstu
3 ár.
Samkvæmt lögum um náttúru- •
vernd nr. 47/1971 skal Náttúru-
verndarþing kvatt saman á þriggja
ára fresti til að fjalla um náttúru-
vernd og gera tillögur um verkefni
sem það telur brýn. Á þinginu verður
lögð fram skýrsla um störf Náttúru-
verndarráðs árin 1984-1990 og for-
maður ráðsins Eyþór Einarsson og
framkvæmdastjóri Þóroddur F. Þór-
oddsson géra grein fyrir henni.
Megin umræðuefni þingsins verða
ferðamál og gefur Náttúruvemdar-
ráð af því tilefni út fjölrit er lýsir
stefnu ráðsins í ferðamálum. Fram-
söguerindi flytja Jón Gauti Jónsson,
fulltrúi í Náttúruverndarráði og
Kristín Halldórsdóttir, formaður
Ferðamálaráðs.
Á síðasta degi þingsins verða
kosnir fulltrúar í Náttúruverndarráð
til næstu 3 ára og samþykktar álykt-
anir. Á þinginu eiga rétt til setu
rúmlega 140 fulltrúar en einnig er
boðið hópi áheyrnarfulltrúa er eink-
um tengjast ferðamálum.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
23. október.
FISKMARKAÐUR hf.
Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verft verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 96,00 80,00 93,67 2,898 271,456,00
Þorskur(ósf) 98,00 98,00 98,00 114 11.172,00
Ýsa 116,00 91,00 109,34 576 62.982,00
Ýsa(ósl.) 133,00 131,00 132,01 2,111 278.669,00
Smáþorsk. 69,00 69,00 69,00 680 46.920,00
Ufsi 51,00 51,00 51,00 695 35.445,00
Lúða 340,00 320,00 331,90 42 13.940,00
Keila 38,00 38,00 38,00 86 3.268,00
Karfi 39,00 23,00 32,52 42 1.366,00
Smáþorsk.(ósl.) 60,00 60,00 60,00 19 1.140,00
Ufsi(ósi.) 25,00 25,00 25,00 4 100,00
Steinb.(ósL) 49,00 49,00 49,00 9 441,00
Lýsa(ósL) 30,00 30,00 30,00 19 570,00
Langa(ósl.) 29,00 29,00 29,00 20 580,00
Keila(ósL) 30,00 30,00 30,00 18 540,00
Síld 8,20 6,00 7,06 160,027 1.129.625
Steinbítur 81,00 75,00 75,78 1,183 89.644,00
Langa 60,00 60,00 60,00 310 18.600,00
Samtals 11,65 168,853 1.966.458
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur . 121,00 94,00 108,43 13,291 1.441.207
Þorskur(ósl.) 96,00 90,00 91,51 1,693 154.922
Ýsa(sl.) 144,00 90,00 125,18 9,053 1.133.302
Ýsa(ósL) 84,00 79,00 92,45 0,756 62.335
Karfi 44,00 12,00 43,69 5,685 248.818
Ufsi 55,00 41,00 54,36 1,009 54.851
Steinbítur 94,00 76,00 82,77 9,477 784.434
Langa 84,00 76,00 81,19 2,557 207.598
Lúða 410,00 300,00 340,78 1.012 344.865
Grálúða 85,00 85,00 . 85,00 1,618 137.572
Keila 46,00 12,00 28,65 1,935 55.436
Lýsa 70,00 70,00 70,00 0,071 4.970
Reykturfiskur 390,00 370,00 374,00 .75,00 28.050
Saltfiskflök 114,00 75,00 95,65 0,413 • 39.504
Skarkoli 109,00 65,00 71,73 3,460 248.197
Undirmál 105,00 65,00 74,27 0.527- 38.510
Undirmál 70,00 45,00 69,34 2,199 152.480
Samtals 93,69 54,942 5.138.058
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 116,00 74,00 103,13 12,110 1.248.964
Ýsa 115,00 99,00 109,72 10,794 1.184.356
Karfi 49,00 48,0Ó 48,10 5,000 240.500,00
Ufsi 46,00 37,00 44,04 1,150 . 50.650,00
Hlýri 63,00 63,00 63,00 150 9.450,00
Langa 68,00 66,00 67,29 618 41.588,00
Keila 47,00 40,00 44,88 659 29.573,00
Lúða 410,00 300,00 398,36 162 64.535,00
Lýsa 60,00 57,00 57,51 361 20.750,00
Blandað 30,00 30,00 30,00 67 2.010,00
Steinbítur 80,00 55,00 73,40 178 13.065,00
Samtals 92,98 31,249 2.905.451
Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu átta vikur,
27. ág. - 22. okt., dollarar hvert tonn
BENSÍN
500
Q '
L7 m ^ i 328/
l^t325
V Y\
Diyiausi
304/
275 300
3l'.Á 7.S 14. 21. 28, 5£> 12. 19.
ÞOTUELDSNEYTI
1 \
J ( s
/ 1
J 1
-T 364/
■H-----1---1---1---1---1---1---H-
31.Á 7.S 14. 21. 28. 5.0 12. 19.
Sovéskir dagar framundan.
■ ÞJÓÐLAGA- og dansflokkur-
inn Súmbar frá Túrkmenistan,
einu af Mið-Asíulýðveldum Sov-
étríkjanna, er kominn til íslands.
Kemur flokkurinn fram á tónleikum
og danssýningum víða um land.
Súmbar-flokkurinn og nokkrir
frammámenn í menningarmálum í
Túrkmenistan koma hingað til lands
í tilefni Sovéskra daga MIR,
Menningartengsla íslands og
Ráðstjórnarrikjanna, en félagið
hefur efnt til slíkra daga undanfar-
in 14 ára og kynnt hveiju sinni
sérstaklega þjóðlíf og menningu
einstakra sovétlýðvelda. Túrkmen-
istan er 15. og síðasta lýðveldið sem
Sovéskir dagar MÍR eru þannig
sérstaklega helgaðir. Gestirnir frá
Túrkmenistan komu til íslands
þriðjudaginn 23. október. Sama
kvöld var opnuð sýning á Vatnsnes-
vegi 12 í Keflavík. Miðvikudaginn
24. október kl. 20.30 verður fyrsta
sýning Súmbar-flokksins í íþrótta-
húsinu við Sunnubraut í Keflavík.
Fimmtudaginn 25. október liggur
leið Túrkmenanna til Akureyrar og
verður sýning í Sjallanum um
kvöldið kl. 20.30. Daginn eftir,
föstudaginn 26. október, verður svo
sýning í íþróttahúsinu á Húsavík.
Eftir ferðina til Norðurlands verður
Súmbar-flokkurinn með sýningu í
félagsheimilinu Gunnarshólma í
Austur-Landeyjum kl. 14.00 su'nnu-
daginn 28. október og lokasýning
flokksins verður í Háskólabíói, sal
2, mánudagskvöldið 29. október kl.
20.30. Súmbar-þjóðlaga- og dans-
flokkurinn kemur frá Kara-Kalins,
fjallahéraði í Túrkmenistan. Flokk-
urinn var stofnaður 1976 og stafa
með honum konur og. karlar úr
ýmsum starfsgreinum. Á efnisskrá
flokksi'ns eru verk túrkmenskra tón-
skálda og tónskálda frá öðrum sov-
étlýðveldum svo og þjóðdansar frá
Túrkmenistan og víðar. Hefur ætíð
verið lögð áhersla á mjög vandaða
efnisskrá og sérstæða. Flokkurinn
hefur sýnt víða í Sovétríkjunum og
hlotið margvíslega viðurkenningu.
HINN 24. október 1990 verður
haldinn framhaldsaðalfundur fé-
lags UNIFEM á íslandi. Fundur-
inn verður haldinn á Hótel
Holiday Inn og hefst kl. 20.30.
Félag UNIFEM á íslandi var
stofnað 18. desember 1989 þegar
tíu ár voru liðin frá því að alþjóða-
samningurinn um afnám alls mis-
réttis gegn konum var samþykktur.
Þótti sá dagur hæfa vel sem
stofndagur félagsins þar sem til-
gangur félagsins er að styrkja kon-
ur í þróunarlöndunum til sjálfs-
bjargar. Það verðui- gert með því
að leggja fram fé til UNIFEM sem
er þróunarsjóður Sameinuðu þjóð-
anna fyrir konur.
UNIFEM starfar á þann hátt að
konum í þróunarlöndunum er veitt
fé til ýmissa vérkefna ýmist í formi
lána sem þær þurfa að greiða til
baka síðar eða í formi gjafa. Verk-
efni UNIFEM beinast einnig að því
að miðla þekkingu til kvenna í þess-
um löndum. Félag UNIFEM á ís-
landi getur ráðið því hvort fjárfram-
lög þess renna beint til UNIFEM
eða hvort það renni til ákveðinna
verkefna sem félagið telur sérstak-
lega mikilvæg.
Tilgangurinn með framhalds-
stofnfundi félags UNIFEM á ís-
Iandi er að kynna stafsemi þess og
afla fleiri félaga. Dagurinn 24.
október varð fyrir valinu þar sem
sá dagur er dagur Sameinuðu þjóð-
anna sem er 45 ára á þessu ári.
Þótti það vel við hæfi að afla stuðn-
ings við UNIFEM þann dag þar sem
UNIFEM er sjóður á vegum Sam-
einuðu þjóðanna.
Á fundinum verður félagið og lög
þess kynnt. Knútur Hallsson ráðu-
neytisstjóri flytur fyrirlestur um
Námsstefna
um kynferðis-
legt ofbeldi
gegn börnum
DAGANA 25. og 26. október
heldur Barnageðlæknafélag Is-
lands námsstefnu um kynferðis-
legt ofbeldi gegn börnum. Eins
og kunnugt er hefur það komið
í ljós, að kynferðislegt ofbeldi
fyrirfinnst mun víðar en áður
hefur komið fram, segir í frétt
frá félaginu.
Barnageðlæknafélagið vill með
þessari námsstefnu stuðla að auk-
' inni umræðu milli hinna ýmsu
stofnana og einstaklinga sem kom-
ast i snertingu við mál af þessu
tagi. Til þess hefur verið fenginn
þekktur barnageðlæknir, Tjlman
Furniss, sem tengst hefur rann-
sóknum og meðferð slíkra mála um
árabil í Bretlandi.
Námsstefnan hefust kl. 8.30 í
Borgartúni 6, Reykjavík.
Framhaldsstofnfund-
ur félags UNIFEM
Margræðar vís-
ur í fornsögum
FÉLAG íslenskra fræða efnir til
opins fundar í Skólabæ, á horni
Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs,
í kvöld, fimmtudaginn 25. októ-
ber, kl. 20.30.
Fyrsti gestur félagsins á þessum
vetri er Bretinn Stephen N. Trant-
er, sem varð doktor frá háskólanum
í Freiburg árið 1985 fyrir ritgerð
um Sturlunga. Ritgerðin kom út
1987 og nefnist Sturlunga Saga:
The role of the Creative Compiler.
Hann hefur síðan starfað í Freiburg
að miklu rannsóknarverkefni um
munnlega hefð á miðöldum og sam-
spil hennar við ritmenningu, og
hefur m.a. skrifað um list drótt-
kvæða og írskan kveðskap. Stephen
Tranter mun í kvöld tala á ensku
um margræðar vísur í Grettis sögu
og Egils sögu.
Sameinuðu þjóðirnar og Björn Dag-
bjartsson framkvæmdastjóri Þróun-
arsamvinnustofnunar fyrirlestur
um þróunarverkefni Islendinga í
Suðvestur-Afríku. RARIK-kórinn
flytur nokkur lög og Helga Thor-
berg verður með upplestur.
(Fréttatilkynning)
■ FORELDRAFELAG mis-
þroska barna stendur fyrir fundi
miðvikudaginn 24. október nk. kl.
20.30 í Æfingadeild Kennarahá-
skóla íslands. Þar mun Finnbogi
Scheving ráðgjafarfóstri halda
fyrirlestur um hegðun misþroska
barna og þörfina fyrir ráðgjöf.
Rætt verður um hegðunarvand-
kvæði misþroska barna, foreldra-
ráðgjöf, viðbrögð foreldra og þörf
þeirra fyrir ráðgjöf.
A-k
Ábendingar ffrá
LÖQREQLUNNI:
Geymsla og meðferð
skotvopna
í lögum segir m.a. að eigendum skotvopna sé óheimilt að
lána til afnota skotvopn sín nema þeim, sem leyfi hafa til
að nota sams konar skotvopn. Það hefur hins vegar viljað
brenna við að skotvopn séu lánuð öðrum en þeim sem heimilt
er samkvæmt ákvæði þessu. Ekki þarf að fjölyrða um þá
hættu, sem af slíku kann að skapast.
I sömu lögum segir að eigendur og umráðahafendur skot-
vopna og skotfæra skuli ábyrgjast vörslu þeirra og sjá svo
um að óviðkomandi geti ekki náð til þeirra. Þegar skotvopn
og skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn annars vegar
og skotfæri hins vegar geymd í aðskildum hirslum. Áríðandi
er að eigandi skotvopna geri sér ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð,
sem á honum hvílir í þessum efnum. Aukið öryggi felst í því
að geyma vopnhluta aðgreinda (boltalás, skotgeymi, forskefti
o.s.frv.)
í upphafi skotveiðitímabila vilja verða slys þar sem óviðkom-
andi ná á auðveldan hátt í skotvopn og skotfæri, jafnvel börn
og unglingar. Orsökina má yfirleitt rekja til hirðuleysislegs
frágangs Þessara hluta.
Vinsamlegast hafið þetta í huga þegar skotvopn og skot-
færi eru annars vegar.