Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
Cornell University Press:
Rit um þýðingar á
íslenskum verkum
KOMIN er út í Bandaríkjunum og Bretlandi bókin Bibliography of
Modern Icelandie Literature in Translation, en í henni er að finna
yfirlit yfir íslensk bókmenntaverk, sem þýdd voru á erlendar tungur
árin 1971-1980, eða endurútgefin á þeim tíma. Bókin er gefin út af
Cornell University Press, íþöku í New York-ríki.
Vésteinn Benediktsson
Jónas Guðmundsson
Samvinnuháskólinn:
Vésteinn ráðinn rektor
VÉSTEINN Benediktsson við-
skiptafræðingur var ráðinn rekt-
or Samvinnuháskólans á Bifröst
á fundi skólanefndar nýlega en
hann er nú aðstoðarrektor skól-
ans.
Ráðgert er að Vésteinn taki við
rektorsstarfi í mars nk.
Jafnframt var Jónas Guðmunds-
son hagfræðingur ráðinn aðstoðar-
rektor frá sama tíma en hann er
nú lektor við skólann.
Fráfarandi rektor, Jón Sigurðs-
son, lætur af starfí að eigin ósk en
starfar áfram sem lektor við Sam-
vinnuháskólann.
Kenneth H. Ober tók ritið saman
og í inngangskafla bókarinnar segir
hann, að það sé í raun endalaust
verkefni að safna sjíkum upplýsing-
um. Þar kemur fram, að hann leit-
aði meðal annars til Landsbókasafns
íslands eftir upplýsingum og dvaldi
hér nokkrar vikur við heimildasöfn-
un. Hann segir íslenska rithöfunda
einnig hafa verið sér mjög hjálplegir.
I bókinni er upptalning íslenskra
verka, sem komu út árin 1971-1980
á ýmsum tungumálum, svo sem
búlgörsku, dönsku, ensku, eistnesku,
færeysku, fínnsku, þýsku, norsku,
rúmönsku, rússnesku og sænsku.
Nákvæm skrá er yfir þýðingar á
einstökum verkum. Sem dæmi má
nefna, að fram kemur að Atómstöð
Halldórs Laxness hefur á þessum
Nálaraugamyndavélar
og ljósmyndir í Gallerí 11
SÝNING á verkum bandaríska
listamannsins Charles Wellmann
stendur nú yfír í Gallerí 11 á
Skólavörðustíg 4ai
Á sýningunni eru 7 mismunandi
nálaraugamyndavélar (pinhole
cameras) og 24 ljósmyndir teknar
með slíkum vélum. Wellman smíðar
allar myndavélamar sjálfur og sýn-
ir þær sem sjálfstætt Iistaverk, en
fílmumar í þær gefír hann úr papp-
ír.
Skóey SF
strandaði
við Horna-
fjarðarós
Charles Wellman útskrifaðist
með meistaragráðu í ljósmyndun
frá háskólanum í Nýju Mexíkó árið
1971. Síðan þá hefur hann sýnt
verk sín vítt og breytt um suður-
hluta Bandaríkjanna auk þess sem
hann hefur skrifað fjölda greina um
ljósmyndun og stundað kennslu. Á
undanförnum árum hefur hann
gegnt prófessorsstöðu í listum við
háskólann í Flórída.
Sýningin á verkum Wellmans var
opnuð 19. október en lýkur 1. nóv-
ember 1990.
tíma verið gefin út á búlgörsku,
ensku, finnsku, frönsku, ítölsku,
hebresku, þýsku, rússnesku, jap-
önsku, portúgölsku, sænsku, tyrk-
nesku og eistnesku. Er þar ýmist
um fyrstu útgáfur að ræða eða end-
urprentanir.
Mikill fjöidi íslenskra verka hefur
verið gefinn út á erlendum tungu-
málum og í bókinni er talinn upp
fjöldi íslenskra höfunda. Má þar
nefna Bjarna Thorarensen, Dag Sig-
urðarson, Davíð Stefánsson, Einar
Braga, Einar Má Guðmundsson,
Einar Ólaf Sveinsson, Elísabetu Þor-
geirsdóttur, Guðberg Bergsson,
Gunnar Gunnarsson, Hallgrím Pét-
ursson, Hannes Pétursson, Jóhann
Hjálmarsson, Jóhannes úr Kötlum,
Jón Óskar, Jón úr Vör, Matthías
Johannessen, Nínu Björk Árnadótt-
ur, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Sigurð
A. Magnússon, Snorra Hjartarson,
Stefán Hörð Grímsson, Stein Stein-
arr, Svövu Jakobsdóttur, Thor Vil-
hjálmsson, Vilborgu Dagbjartsdótt-
ur, Þórberg Þórðarson og Þorstein
frá Hamri.
Ein mynda Wellmans tekin með
nálaraugamyndavél.
Sendiherra
í Japan
Ólafur Egilsson, sendiherra, af-
henti nýlega Akihito Japanskeisara
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
íslands í Japan með aðsetur í
Moskvu.
SKÓEY SF, 207 tonna síldveiði-
skip frá Hornafirði, strandaði á
sandeyri rétt innan við Horna-
fjarðarós á mánudagsmorgun.
Tókst að losa skipið um hálf tíu-
leytið í gærmorgun. Var það
óskemmt og hélt þegar í stað til
veiða á ný.
Að sögn Jóns Haukssonar stýri-
manns á Skóeynni, var ástæða þess
að skipið tók niðri sú, að siglt var
of norðarlega út úr ósnum. Á mánu-
dag var árangurslaust reynt að
draga það á flot með aðstoð jarðýtu
úr landi. Það losnaði svo úr sandeyr-
inni á flóðinu í gærmorgun. Skóey
er í eigu Hauks Runólfssonar hf. á
Höfn og er á síldveiðum.
--------------
RKÍ:
Askorun um
notkun endur-
unnins pappírs
UNGMENNAHREYFING Rauða
kross íslands hefur sent fyrirtækj-
um og stofnunum í Reykjavík sem
mest nota pappír, s.s. skólum,
bönkum og ráðuneytum, áskorun
um að tekin verði upp notkun á
endurunnum pappír og öðrum
vistarvænum vörum.
Vonast er til að um leið og þessir
aðilar taki málið til athugunar verði
það öðrum til eftirbreytni, segir í
fréttatilkynningu frá Ungmenna-
hreyfíngunni. „Þetta er gert í ljósi
stöðugt versnandi lífríkja jarðar og
nauðsyn þess að allir leggi sitt af
mörkum til að bæta ástandið.“
Sjöfn Haraldsdóttir
Sjöfn opnar
sýningu í
Gallcrí Borg
SJÖFN Haraldsdóttir opnar sýn-
ingu á olíumálverkum og gler-
myndum í Gallerí Borg við
Austurvöll fimmtudaginn 25.
október.
Sjöfn fæddist 1953, hún nam við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
frá 1969 til 1973, útskrifaðist þá úr
kennaradeild, 1973-1974 var hún í
myndlistadeild sama skóla. Sjöfn var
einnig í Keramikdeild Myndlista- og
handíðaskólans 1979-1980. Á árun-
um 1979-1984 var Sjöfn við nám í
Det kongelige danske kunstakademi
í Kaupmannahöfn.
Sjöfn hefur haldið nokkrar einka-
sýningar hér heima og einnig í Kaup-
mannahöfn og tekið þátt í samsýn-
ingum hér og erlendis. Sjöfn hefur
gert nokkrar veggmyndir, þar má
nefna í Sparekassen á Kongens Nyt-
orv 8 í Kaupmannahöfn og Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði og í St.
Fransiskuspítalanum í Stykkishólmi.
Sjöfn er félagi í Félagi íslenskra
myndlistarmanna og myndhöggvara
í Reykjavík.
Eins og áður segir verður sýning-
in opnuð næstkomandi fimmtudag
kl. 17-19. Sýningin er opin virka
daga frá kl. 10-18 og um helgar frá
kl. 14-18, en henni lýkur þriðjudag-
inn 6. nóvember.
Hrafnkell A. Jónsson,
formaður Verkamanna-
félagsins Árvakurs,
Eskifirði. Fæddur 1948.
Maki: Sigríður Magna
Ingimarsdóttir.
Arnbjörg Sveinsdóttir,
skrifstofustjóri, Seyðis-
firði. Fædd 1956. Maki:
Garðar Rúnar Sigur-
geirsson.
Stella Steinþórsdóttir,
fiskvinnslukona, Nes-
kaupstað. Fædd 1939.
Maki: Þórður Víglunds-
son.
Dóra M. Gunnarsdóttir,
húsmóðir, Fáskrúðs-
firði. Fædd 1943. Maki:
Guðmundur Hallgríms-
son.
Egill Jónsson, alþingis-
maður, Seljavöllum,
Austur-Skaftafellssýslu.
Fæddur 1930. Maki:
Halldóra H(jaltadóttir.
-------------------——
Prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins í Austurlandskj ördæmi
TIU gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi að kjördæmisráð komi saman á sunnudag til að ganga endanlega
sem haldið verður Iaugardaginn 27. október nk. Gert er ráð fyrir frá listanum.
Kristinn Pétursson, al-
þingismaður, Bakka-
firði. Fæddur 1952.
Maki: Hrefna Sigrún
Högnadóttir.
Rúnar Pálsson, umdæ-
misstjóri, Egilsstöðum.
Fæddur 1950. Maki: Jón-
ína Sigrún Einarsdóttir.
Einar Rafn Haraldsson,
framkvæmdarsljóri, Eg-
ilsstöðum. Fæddur 1946.
Maki: Guðlaug Ólafs-
dóttir.
Guðni Nikulásson,
rekstrarstjóri, Egils-
stöðum. Fæddur 1942.
Guðjón H. Þorbjörnsson,
framkvæmdastjóri,
Höfn. Fæddur 1962.
Maki: Christine Savard.