Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
35
Byggðastefna — helstefna
íslensku þjóðarinnar
eftir Steinþór
Olafsson
í allri umræðunni um byggða-
stefnu hefur spurningunni um,
hvort „byggðastefnan" sé rétt og
skynsamleg aldrei verið svarað. Það-
er ekki sjálfgefið að dreifð byggð
í landinu sé hagkvæm og fjárhags-
lega skynsamleg. Hver eru hin
raunverulegu rök fyrir að viðhalda
dreifðri byggð í landinu? Hver eru
hin fjárhagslegu rök? Flest rök
mæla í raun á móti byggðastefnu.
í fyrsta lagi þá kostar byggðastefn-
an samfélagið óhemju fjármuni á
hveiju ári, t.d. með illa nýttum íjár-
festingum, í hafnargerð, vegagerð
(Ólafsfjarðargöngin), flugvalla-
gerð, skólabyggingum, heilsugæsl-
ustöðvum, stjórnsýsluhúsum o.s.
frv. í öðru lagi þá er byggðastefnan
okkur dýr vegna styrkja til lands-
byggðarinnar, jöfnunarsjóða, vegna
niðurgreiddra lána, vegna styrkja
Og fyrirgreiðslna í gegnum Byggða-
stofnun, glatað hlutafé í fyrirtækj-
um á landsbyggðinni, með styrkjum
til landbúnaðarins í formi búvöru-
samninga, niðurgreiðslna, o.s.frv.
Mér er ekki kunnugt um, að gerð
hafi verið heildarúttekt á þeim
kostnaði, sem samfélagið verður
Steinþór Ólafsson
„Markaðsöflun mun
ráða byggðamálum á
íslandi og allar þving-
unaraðgerðir munu
leiða til efnahagslegs
hruns.“
fyrir vegna byggðastefnunnar, sem
þó er fyllilega tímabært að gera.
Oft heyrist sú fullyrðing að lands-
byggðamenn afli megin hluta gjald-
eyristekna ríisins og því eigi þeir
að fá meir úr sameiginlegum sjóð-
um samfélagins en aðrir. Stað-
reyndin er sú að búseta skiptir engu
máli um hvert sjómenn fara til að
sækja aflann, eins og sést best á
kvótasölunum. Þess vegna væri
hægt að gera öll fiskiskip út frá
Reykjavíkr Núverandi kvótakerfi
hefur raskað byggð í landinu miklu
meir en flest annað, þ.e. með því
að kaupa upp kvótann og þar með
lífsviðurværið, í mö'rgum bæjum og
þorpum. Kvótastefnan og byggða-
stefnan stangast á. Sagan segir
okkur, að það er ekki hægt að
þvinga fram búsetu með valdboði,
eins og komið hefur fram í austan-
tjaldsríkjunum. Markaðsöflun mun
ráða byggðamálum á íslandi og
all'ar þvingunaraðgerðir munu leiða
til efnahaglegs hruns, enda er
byggðastefnan ótrúlega lík miðstýr-
ingarkerfi austantjaldsríkjanna.
Eina raunhæfa byggðastefnan
er að auka tiltrú landsbyggðarfólks
á tilveru sinni úti á landi og um
leið verður landsbyggðarfólkið að
vera raunsætt í mati á þeim aðstæð-
um sem það lifir við, þ.e. fámennið.
Það er staðreynd að 5% þjóðarinnar
býr á landsvæðinu frá Langanesi
til Skeiðarársands, sem er um 25%
af landrými íslands. 5% er aðeins
um 13.000 manns.
í dag er mikið rætt um 3ja stjórn-
sýslustigið, sem lausn á lands-
byggðarflóttanum. 3ja stjórnsýslu-
stigið stefnir að því að skipta
landinu upp í lén eða fylki. Þetta
getur reynst vel í milijónasamfélög-
um. En er þetta raunhæft í okkar
fámenna samfélagi?
í umræðunni er ekki sagt hvern-
ig á að skipta tekjum og gjöldum
á milli fylkja og ríkis. Skatttekjur
ríkisins fara hlutfallslega meir út
til landsbyggðarinnar en til höfuð-
borgarsvæðisins miðað við fólks-
fjölda. Það er hvimleitt að þurfa
að hlusta á stöðugar kvartanir og
kröfur frá landsbyggðinni á ríkis-
stjórnina um úthlutun á fyrirtækj-
um og stofnunum, án þess að
leggja fram skynsamleg fjárhags-
leg rök fyrir kröfunum. Kröfurnar
eru gerðar í rómantískri hugljómun
um byggðastefnu.
Grundvallaratriðið er samt þetta:
íslendingar verða að hefja umræður
um hvort byggðastefnan sé fram-
kvæmanleg og fjárhagslega skyn-
samleg. Jafnvel þótt grannþjóðirnar
reki byggðastefnuna með sömu
markmið og við, þá þýðir það ekki
endilega að hún sé af hinu góða
fyrir þjóðfélagið. All flest rök benda
aftur á móti til þess að hún geti
ekki annað en leitt íslensku þjóðina
í veruleg efnahagsleg vandræði,
jafnvel gjaldþrot. Islendingar verða
að liætta við byggðastefnuna og
láta íjárhagslegar forsendur stjórna
byggð í landinu.
Iíöfundur er sölumadur á
fasteignasölu.
Árni Jónsson,
tannlæknir og læknir
Hef opnað tannlækningastofu í Austur-
bæjarapóteki, Háteigsvegi 1.
Viðtalsbeiðnum er veitt móttaka í síma
626035.
Hið opinbera
og byggðaröskun
eftir Pétur Bjarnason
Keilisnes hefur verið valið undir
álver. Sú ákvörðun er byggðaþróun-
ariegt slys. Álverið mun skapa
1.800 ný störf á atvinnusvæðinu í
og umhverfis Reykjavík, þar af
munu 600 manns starfa í álverinu
sjálfu. Til viðbótar koma svo tíma-
bundin störf vegna byggingarfram-
kvæmda.
Áhrifin af þessari ákvörðun verða
tvenns konar, þensla eykst á
Reykjavíkursvæðinu, þar sem
þenslan er mest fyrir. Atvinnu-
ástand út um land mun daprast,
og má síst við því.
Gagnaðgerðir hins opinbera
Yfirvöld hafa ráð til þess að
milda áhrif þessa slyss, sem ákveð-
ið hefur verið. Yfirvöld hafa allt frá
fyrstu tíð ýtt óeðlilega mikið undir
byggð í Reykjavík. Þannig er það
regla að ef hægt er að koma því
við að staðsetja opinberar stofnanir
í Reykjavík, þá er það gert. Oháð
því hvort einhver sérstök rök hníga
að því eða ekki. Yfirvöld geta nú,
alveg eins og þau áður hafa sett
störf á vegum hins opinbera niður
í Reykjavík, ákveðið að flytja þau
út á land. Það er eðlilegt markmið
að flytja 1.800 opinber störf út á
land í fyrsta áfanga.
Væri það gert myndu þenslu-
áhrif álversins á Reykjavíkursvæð-
inu mildast, og þar með myndu
erfiðleikar þeirra vegna minnka.
Hins vegar myndu ýmsir þéttbýlis-
staðir út um land styrkjast og fá
kjölfestu, sem tilfinnanlega hefur
vantað.
Flutningur ríkisstofnana
Það er mikilvægt að vanda vel
ákvarðanir varðandi flutning opin-
berra starfa út á land. Verkið þarf
að vinnast markvisst og markmiðin
skýr. Margrét Tómasdóttir forstöð-
umaður hjúkrunardeildar Háskól-
ans á Akureyri upplýsti nýlega á
fundi, að ef fjöldi lækna og hjúkr-
unarfræðinga í opinberri þjónustu
einnig höfuðborgarinnar gætu ekki
fundið þarfara verkefni en að finna
markmið og leiðir til þess að dreifa
þeim störfum, sem þeir hafa vald
yfir um landið. Þarf nokkuð nema
vilja til þess?
Höfundur er markaðsstjóri hjá
Istess hf.
Pétur Bjarnason
„Yfirvöld geta nú, al-
veg eins og þau áður
hafa sett störf á vegum
hins opinbera niður í
Reykjavík, ákveðið að
flytja þau út á land.“
væri hlutfallslega, miðað við íbúa-
fjölda, sá sami á Akureyri og er í
Reykjavík, þá þyrfti læknum að
fjölga um 43 á Akureyri og hjúkr-
unarfræðingum um 74. Afleidd
störf af slíkri ijölgun sérmenntaðs
fólks á Akureyri yrði 185. Sambæri-
legar tölur fyrir Sauðárkrók væru
17 læknar og 30 hjúkrunarfræðing-
ar, og fyrir Húsavík 16 læknar og
34 hjúkrunarfræðingar.
Væri það ekki verðugt markmið
í heilbrigðismálum að stefna á að
stöðugildi lækna og hjúkrunarfræð-
inga á helstu þéttbýlissvæðum
landsins yrði svipað og í Reykjavík,
með því að flytja verkefni á heil-
brigðisgeiranum út á land?
Verkefni Alþingis
Þingmenn og þingmannakandid-
atar landsbyggðarinnar og reyndar
M^
M
M
M
►4
M
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
M
► 4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
► 4
►4
►4
►4
M
► 4
M
►4
►4
M
►4
M
►4
M
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4..
tA.AAAAAAAAAAAAAikAA.AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
STORSYNINGIN DYRIÐ GENGUR LAUST
RÍÓ TRÍÓ í 25 ÁR
ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar
Stórkostleg 18 manna sýning - Glæsilegur matseðill
- Skemmtistaðurá heimsmælikvarða -
'öCltiO seýir:
,Þvílík skemmturt. “„ Við höfum ekki skemmt okkur e/ns velífleiri ár. “
„Stemningin var rosaleg. “
Borðapantanir í símum 77500 og 78900
Miðaverð kr. 3.900,-. Eftir kl. 23.30 kr. 700.-
Snyrtllegur klæðnaður
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi
ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni
HllfVAMII
SÍMI77500 I MJCDD C
k I*' 1
•74
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
►4
M
M
►4
M
►4
►4
>►4
►4
M
W4