Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 CB FORHITARAR MIÐSTÓÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 Tónlistar-bar Vitastíg 3, sími 623137 Miðvikud. 24. okt. kl. 20-01 Kl. 21.30: BLÚSKVÖLD K.K. Kristján Kristjánsson gítar, söngur, Ásgeri Óskársson trommur, Eyþór Gunnarsson hljómborð, Sigurður Flosason saxafón, Þorleifur Guðjónsson bassi. Það borgar sig að mæta timanlega i kvöld! Fimmtud. 25. okt. kl. 20-01 Kl. 21.30: KÁNTRÝKVÖLD SVEITIN og ný íslensk kántrý- söngkona sem hefur gert það gott í Sviþjóð SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Kvöld sem margir hafa beðið eftir! Föstud. 26. okt. kl. 20-03 STONES-KVÖLD kl. 22: SVEITIN MILLISANDA byrjar á þægilegu órafmögnuðu efni (a la Crosby, Stills, Nash, Young) og upp úr miðnætti æsist leikurinn og þá verða mörg af þekkstustu lögum Rolling Stones flutt. Pottþétt föstudagskvöld: Laugard. 27. okt. ÍSLENSKUR TÓNLISTARDAGUR I tilefni dagsins kl. 16-18: Hinn óviðjafnanlegi VALGEIR GUÐ- JÓNSSON, tónle:kar. Kl. 21.30-03: BLÁIR ENGLAR, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ÞORLEIFUR GUÐJÓNSSON Komið tímanlega! Sunnud. 28. okt. kl. 20-01 BLÁTTKVÖLD VINIR DÓRA — blúskvöld eins og þau gerast best! Púlsinn - Lofar góðu! Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!____________x fclk í fréttum ILMEFNI Omar Sharif framleiðir ilmvatn Nú hefur Omar Sharif, egypski hjartaknúsarinn góð- kunni, steypt sér af fullum þunga í ilmvatns fram- leiðsluna og fyrir skömmu var ilmurinn hans, „Omar Sharif pour femme“, kynntur í íburðarmiklu hófi í Lund- únum og fækkar óðum þeim Hollywood-leikurum sem ekki hafa sullað saman ilmvatni í eigin nafni og grætt á því á tá og fingri. Fregnir herma að ilmur Ómars sé „blómlegur" án þess að það sé útskýrt nánar. Aftur á móti er verðið á hreinu, í hófinu var 50 ml glas boðið á 35 pund. Ómar hefur auk þessa ekki setið auðum hönd- um í kvikmyndabransanum, því nýlega lauk hann upp- tökum á „The Rainbow Thief“ þar sem hann leikur á Omar Sharif brosir sínu blíðasta. móti Peter O’Toole, en þeir eru gamlir mátar og léku meðal annars saman í hinni frægu mynd um Arabíu-Lár- us. Um 60 börn Frjálsíþróttadeild Fjölnis í Graf- arvogi og blómabúðin Blóma hafið við Gullinbrú gengust fyrir götuhlaupi í Grafarvoginum fyrr í þessum mánuði og kepptu fjölmörg börn og unglingar enda var leikur- inn til þeirra gerður. Fylltu kepp- HLAUP í götuhlaupi endur sjötta tuginn, enda mikil bamahverfi á þessum slóðum. Alls var keppt í sex flokkum og urðu þessi hlutskörpust, hvert í sinni grein: Ásdís Sigurðardóttir í hnátuflokki, Þorsteinn Þorsteinsson í hnokkaflokki, Elín Rut Guðnadótt- Grafarvogi ir í stelpnaflokki, Magnús Öm Guð- mundsson í strákaflokki, Laufey Stefánsdóttir í telpnaflokki og Steinar Guðmundsson í piltaflokki. Hlaupið var 1,5 km. Hér eru samankomnir verðlaunahafarnir í götuhlaupinu í Grafarvogi. Gitte á góðri stundu með móður sinni. OFRIÐUR Gitte og nýi eiginmaður- inn flugust á opinberlega Leggjalanga kynbomban Gitte Nielsen hin danska er jafnan óheppin í ástum eins og marghefur komið fram. Kunnasta dæmið er mislukkað hjónaband hennar og Sylvesters Stallone sem rann sitt skeið á enda fyrir mörgum misser- um, en síðan hefur Gitte reynt fyr- ir sér með hinum og þessum, en ekkert hefur gengið. Aftur á móti hefur henni gengið bærilega í skemmtanageiranum og sannast þar orðtakið heppin í spilum, óhepp- in í ástum og svo framvegis. Nú hriktir sem sé í stoðum nýj- asta. hjónabandsins með John nokkrum Copeland sem tók við sem maðurinn í lífi Gitte á eftir ruðn- ingströllinu Mark Gastineau. Orð- rómur var kominn á kreik um að þau Gitte og John eyddu æ meiri tíma í rifrildi og áflog og þótti mönnUm það sannast er þau flu- gust á opinberlega fyrir skömmu fyrir utan næturklúbb. Rigndi höggum og gífuryrðum úr báðum áttum og varð að kveðja til lögregl- una til að skilja hjónakornin. Voru þau handtekin, tekin af þeim skýrsla, en síðan sleppt og það fylg- ir sögunni að Gitte hafi leitað á náðir vina, að minnsta kosti það sem eftir lifði þeirrar nætur. Göngugarparnir á ísafirði. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson UTIVERA Vetrargönguferð ísfirðinga ísafirð; Heilsurækt og útivera á sífellt meiri vinsældum að fagna meðal íslendinga. í síðustu viku var greint frá því í Vestfirska fréttablaðinu á ísafirði að í undir- búningi væri að koma á göngu- ferðum um nágrennið og var væntanlegum þátttakendum bent á' að koma að kapellunni í Engid- al klukkan tvö á laugardaginn. ólium til mikillar undrunar mættu þar nærri 40 manns á öllum aldri. Var síðan gengið inn Engidalinn, komið við hjá Sigurgeiri jónssyni bónda í Engidal, sem síðan fór fyrir hópnum að rafstöðinni innst í dalnum. Skýrði Sigurgeir fyrir göngufólki hvernig búsetu var háttað í dalnum síðustu öldina og gat fjölda örnefna. í lok ferðarinnar var ákveðið að fara álíka gönguferð hvern fyrsta laugardag í mánuði í vet- ur. Var þriggja manna göngu- nefnd kosin til næstu ferðar sem verður laugardaginn 3. nóvember. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.