Morgunblaðið - 24.10.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 24.10.1990, Síða 14
14 MORGUNRLAÐIÐ - MIÐVIKUDAGUR. 24. OKTÓBER 1990 Kjördæmið Reykjavík eftirÞuríði Pálsdóttur í þjóðmálaumræðunni vill það oft gleymast, að Reykjavík er kjördæmi á sama hátt og landsbyggðakjör- dæmin, og að kjósendur velja sér þingmann úr röðum frambjóðenda til að vera sérstakur fulltrúi Reykjavíkur, þegar þeir ganga til kosninga. Landsmenn _búa ekki við jafnan atkvæðisrétt. í höfuðborg- inni, þar sem sjálfstæðisstefnan á mestan hljómgrunn, er vægi at- kvæða margfalt minna en á lands- byggðinni. Það er því mikilvægt, að þeir fulltrúar, sem kosnir eru á þing til að annast málefni Reyk- víkinga, sinni sínu kjördæmi ekki síður en þingmenn landsbyggðar- innar. Sá misskilningur er einnig uppi, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki flokkur launafólks heldur ein- ungis flokkur þeirra sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Ástæðan fyrir því, að ég ákvað að taka-þátt í framboði í Reykjavík er ekki sízt þessi mistúlkun á stefnu Sjálfstæð- isflokksins, ásamt þörf, sem er fyrst og fremst sprottin af þéirri löngun að reyna að sinna hagsmunum fólksins sem byggir þessa borg. Velferðarmál almennings í Reykjavík ættu að sitja í fyrirrúmi hjá þingmönnum Reykjavíkur. Við sjálfstæðismenn eigum aldrei aftur að láta það viðgangast að frama- gjarnir stjórnmálamenn í stólaleik með lítið fylgi landsmanna ráðskist hér með líf, heilsu og eignir okkar að eigin geðþótta. Við höfum horft upp á þessa menn hrifsa til sín völdin, við höfum beygt okkur und- ir gífurlega skattahækkun, við höf- um hlustað á rangfærslur og ósann- indi æ ofan í æ, og við látum það viðgangast, að hér á landi og eink- Einsöngur í Gerðubergi _________Tónlist_____________ JónÁsgeirsson Marta G. Halldórsdóttir og Jónas Ingimundarson fluttu ljóðatónlist í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi sl. mánudag og voru það fyrstu tón- leikamir af fimm sem ráðgerðir eru á vegum menningarmiðstöðvarinnar. Á efnisskránni voru söngverk eftir Bizet, Barber, Poulenc, Nin og Rak- hmaninov. Það er líkt og að bera í bakkafull- an lækinn, að hlaða meira lofi á þessa ungu og efnilegu söngkonu, en þegar hefur verið gert. Hún á svo margt skartið listar og góða kosti að ekki má annað sjá en glæsta framtíð. Rödd hennar er í mótun og þar verð- ur engu flýtt en allt annað er svo sem best verður á kosið, tónnæmi, einbeitni og listfengi, sem best kom fram í lögunum eftir Bizet. Margt var fallega gert í Einsetumanns- söngvum eftir Barber,' sem eru mitt á milli þess að vera framsaga og söngur en þar voru skemmtilegust lögin um munkinn og köttinn hans og síðasta lagið, er fjallar um þörfina Jónas Ingimundarson fyrir að gerast einsetumaður. í tveimur lögum eftir Poulenc og Joaquin Nin vantaði Mörtu þann raddþroska, sem beita þarf í þessum lögum, þó þau væru vel flutt og af öryggi. Sama má segja um íjögur lög eftir Rakhmaninov og þó síðasta lag- Marta G. Halldórsdóttir ið, „Vókalísan", væri mjög vel sung- in, er Marta ekki raddlega enn svo á vegi stödd, að hún léki sér að hljóm- • brigðum þess. En allt hefur hún ann- að til að verða mikil söngkona og röddin á eftir að mótast og þroskast og þá ... um í Reykjavík fari nú fram stór- felld eignaupptaka á öllum sviðum og hjá flestum aldurshópum. Við horfum þegjandi upp á það, að máður að norðan, sem verið hefur heilbrigðisráðherra undanfar- in fjögur ár, komi heilbrigðismálum Reykvíkinga í fullt óefni, loki sjúkradeildum og sendi fársjúkt gamalt fólk út á guð og gaddinn — og nú ætlum við líka að láta hann einan um að skammta fé úr lófa til spítalanna okkar. Með dyggri aðstoð Ijármálaráðherra ætlar nú sá hinn sami einnig að taka ófrjálsri hendi lífeyrinn, sem eldra folk á og hefur unnið fyrir alla sína starfs- ævi. Og í undirbúningi er að skatt- leggja sparifé, sem hefur stóraukizt síðan verðtrygging var tekin upp og fólk þorði loks að leggja aurana úr sparibauknum í eitthvað annað en steinsteypu. Það hlýtur að segja sína sögu, að í íjárlagafrumvarpinu nýja gerir ríkissjóður ráð fyrir því að afla mikils lánsljár (fyrir utan afborganir af lánum, sem þegar hafa verið tekin), eða nærri fimm milljarða, á innlendum lánamark- aði. Það er óskiljanlegt, að sá aðili sem nýtur sparnaðarins, skuli beinlínis stefna að því að eyðileggja hann. Ótal margir einstaklingar búa við skert mannréttindi. Gamalmenni og öryrkjar þurfa að greiða fyrir lang- vistun á sjúkrahúsum. Ekkjur og fráskildar konur eftir áratuga bú- skap og barnauppeldi hafa víða engin lífeyrissjóðsréttindi, allt er í óvissu um réttindamál eldri sem yngri. Gjaldþrot fyrirtækja og ein- staklinga á öðru hveiju götuhorni, og svo má lengi telja. Mitt mat á pólitísku starfi er það, að kjörinn þingmaður eigi að fara út á meðal fólks og kynna sér af eigin raun þau málefni sem brenna á kjósendum. Ekki bara frá lagalegu sjónarmiði, heldur einnig Þuríður Pálsdóttir „Mitt mat á pólitísku starfi er það, að kjörinn þingmaður eigi að fara út á meðal fólks og kynna sér af eigin raun þau málefni sem brenna á kjósendum.“ frá því mannlega. Mannlegi þáttur- inn má aldrei gleymast, eins og svo mjög hefur viðgengizt í tíð ríkis- stjórnar „jafnréttis og félags- hyggju". Það þýðir ekkert að tala um hagvöxt, benda á stórhækkun skatta og versnandi lífskjör, ef rödd sjálfstæðisstefnunnar heyrist ekki fyrir hávaðaflaumi þeirra orðháka sem setið hafa að þjóðmálaumræð- unni undanfarin tvö ár. Reykvíkingar. Atkvæðisréttur okkar er mun minni en þeirra sem búa á landsbyggðinni. Þið sem fylg- ið sjálfstæðisstefnunni, notfærið ykkur atkvæðisréttinn! Sitjið ekki hjá. Tökum öll þátt í því að reyna að rétta við hag fólksins sem bygg- ir þessa borg. Höfundur er óperusöngkona og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna íReykjavík. Einangrun, víta- hringur, lífsflótti Gestur Einar Jónasson, Þráinn Karlsson og Hannes Blandon í hlutverkum sínum. _________Leiklist____________ Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar Leikritið um Benna Gúdda og Manna eftir Jóhann Ævar Jakobsson Leikstjórn: Sunna Borg Leikmynd: Hallmundur Kristins- son Lýsing: Ingvar Björnsson Mikið ber á opinberum umræð- um í samfélagi voru. Fjölmiðlar eru fleytifullir af vandamálaþáttum frá morgni til kvölds þar sem lærðir og leikir velta fyrir sér fjölbreyttum áhyggjuefnum samtímans, Er það í góðu skyni gjört, en svo fer oft um síbyljuna að hún deyfir og því verður fáum bjargað með orðunum. Fyrir kemur að listamönnum tekst að slá á þá strengi, sem ættu að vekja þjóðina eða þjóðirnar til aðgerða, sem geta breytt óæskileg- um lífsháttum til betri vegar. Þeg- ar á það er minnst, koma ýmis öndvegisverk íslenskra leikrita- skálda upp í hugann, t.d. Stundar- friður Guðmundar Steinssonar eða Lokaæfing Svövu Jakobsdóttur. Er ekki að efa, að þessi verk hafa hvatt marga til endurmats á lífsmynstri sínu án þess að nokkrar heimildir um árangur liggi raunar fyrir um það. Nýtt leikrit hefur verið frumsýnt á Akureyri um þijá sjúka lánleys- ingja, Benna, Gúdda og Manna. Sem bókmenntaverk stenst það engan samjöfnuð við fyrrgreind leikrit, en hefur eigi að síður krefj- andi boðskap að flytja, áleitinn og óþægilegan. Höfundurinn er hvorki reyndur leikhúsmaður eða rithöf- undur, en skortir þó ekki kjark til að hlýða löngun sinni að setja sam- án verk um ásækin vandamál í velferðarþjóðfélagi voru, einangrun og lífsflótta sem stefna mönnum til tortímingar. Sjálfsvíg eru algeng á íslandi hin síðari ár. Sjálfsvígstíðni ungi'a manna á aldrinum 15 til 24 ára er hærri hér en í nokkrum af þeim löndum sem skila inn upplýsingum um sjálfsvíg til Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Tíðni sjálfs- víga íslenskra karlmanna á þessum aldri er t.d. tvisvar sinnum hærri en í Svíþjóð, sem þó er með tíundu hæstu sjálfsvígstíðnina. Um_ það bera opinberar skýrlur vitni. í ný- birtri úttekt á þessari óhugnanlegu staðreynd er á það bent, að víða megi leita ástæðna til sjálfsvíga og þær sagðar bæði flóknar og einstaklingsbundnar. Þar er vakin athygli á því, að meðal eldra fólks megi nefna geðsjúkdóma, langvar- andi drykkjusýki, lífefnisfræðilega þætti og viðvarandi þunglyndi. Samverkan þeirra þátta. er lýst í leikriti Jóhanns Ævars Jakobsson- ar um Benna, Gúdda og Manna. Gömlu mennimir tveir, Benni og Gúddi, hafa báðir orðið fyrir höf- uðáverkum í slysum, sem sviptu þá geðheilsu og leiddi þá út í of- drykkju. Þeir hafa búið sér stað í kofaskrifli á öskuhaugum heima- bæjar síns og leita sífellt einhvers, sem þeir vita ekki hvað er. Inn í þessar ömulegu aðstæður kemur ungur maður, skaddaður á höfði, ráðvilltur og leitandi eins og gömlu mennirnir, er taka hann að sér og hann fylgir þeim til sameiginlegs endadægurs, sem annar gömlu mannanna ákveður og þeir höfðu áður gert samning um. Víst mun einhveijum þykja viðvaningslega að þessu leikverki staðið, en höf- undurinn er hógvær og einlægur í viðtali, sem .birtist í leikskrá, og játar að hann hafi notið stuðnings starfsfólks leikhússins. Hins vegar er hann lífsreyndur maður, kveðst hafa kynnst mörgum utangarðs- mönnum af eigin raun; bæði í upp- vextinum í Vestmannaeyjum, við störf hjá lögreglunni og við gæslu á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hann hefur tekið eftir viðbrögðum og samskiptum þeirra, sem hafa g;latað voninni og yrkir út frá þeirri reynslu. Verkið nálg- ast absúrdisma á þann veg að dramatísk framvinda er næsta lítil lengst af, en látæði og athafnir persónanna eru ekki beinlínis tákn- bundnar í átakanlegum fáránleika sínum. Umgerðin, leikmyndir í öll- um þáttunum þrem, er mjög vel gerð og útfærð áf Hallmundi Krist- inssyni myndlistarmanni. Hann lyftir minnilega undir sýninguna með verkum sínum, lífgar og skerp- ir svip hennar. Samvinna hans og Ingvars Björnssonar er traust og markviss sem fyrr. Sunnu Borg hefur verið vandi á höndum að leik- stýra svo bláþráðóttu verki og þá ekki síst í lokin, þegar það á að rísa hæst, en verður óneitanlega dálítið annarlegt og lítt sannfær- andi. Því er að sjálfsögðu erfitt að breyta, nema með myrkri, kulda og þögn, sem hefði verið í samræmi við það, sem á undan fór. Leikhús boðar ekki sjálfsvíg sem ljúfa lausn í gullnum bjarma, heldur vekur það samfélagið til andófs gegn þeirri óáran í þjóðarlíkamanum, sem knýr menn til óyndisúrræða. Leikritið um Benna, Gúdda og Manna er lítill hluti af stórri mynd, en skörðótt myndbrot, sem hefur algjörlega rofnað úr tengslum við meginmyndina. Það krenkit' boð- skap verksins. Það er hins vegar til bóta, hversu vel leikararnir skila hlutverkum sínum. Gestur Einar Jónasson leikur unga manninn, Manna, af mikilli vandvirkni og tilfinningu — andleg- ir annmarkar hans verða trúverð- ugir, gervi, hreyfingar, svipbrigði tjá úrræðaleysi og hraða hrörnun á sannfærandi hátt. Þráinn Karls- son skilar hlutverki Benna af ör- yggi og þeirri gamansömu hlýju, sem honum er lagið að laða fram án nokkurra öfga. Hannes Blandon stendur vel fyrir sínu við hlið þeirra, þótt nokkuð skorti á að hann nái jafn mótuðum blæbrigðum. Af- skræmislegt andlitsgerfi hans er vel gert og hann lýsir tilfinning- aríku og brotnu karlmenni á sann- færandi hátt. Samleikur þeirra þre- menninganna er prýðilegur. Jón St. Kristjánsson staldrar skamma stund við á sviðinu í gervi póstmanns. Leikritið um Benna, Gúdda og Manna mun ef til vill vekja fólk til gagnlegrar hugsunar um óheilla- þróun í íslensku samfélagi sem er á vissan hátt hijáð af sundrungu og firringu í mannlegum samskipt- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.