Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 Ást er... ... að vera í kallfærí nótt sem dag. TM Rag. U.S. Pat Off.—all ríghts rasarved • 1990 Los Angoles Times Syndicate Ég ætla að giska. - Þú hefur slökkt á ísskápnum tU að spara rafmagnið. Með morgunkaffinu Hvert eigum við að fara? HÖGNI HREKKVfSI JÁKVÆÐUR ÁRÓÐUR Til Velvakanda. Ég hef fengið hugmynd sem ég vil gjarnan skrifa um sem kalla mætti Jákvæðan áróður“ - það er að segja að með samverkan af fal- legri klassískri músík og fallegum stuttum hugnæmum köflum úr kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum (svipað og í gömlu Búnaðarbanka auglýsingunum sem voru sýndar fyrir nokkrum árum) og með hjálp tækni er ætlunin að koma boð- skapnum til skila. Boðskapurinn er eiginlega útfærsla af bókinni Vin- sældir og áhrif eftir Dale Camegie með nokkrum viðbótum. Hugmynd- in er að útfæra það fyrir stutta sjón- varpsþætti. Fyrst ætla ég að segja dæmisög- una um sólina og vindinn. Þau deildu um það hvort þeirra væri sterkara og vindurinn sagði: „Ég skal sanna að ég er sterkari. Sérðu gamla manninn þarna í frakkanum? Ég skal veðja að ég verð fljótari en þú að láta hann fara úr frakkan- um.“ Sólin faldi sig þá bak við ský og vindurinn herti á sér upp í hrein- asta fárviðri. En því meir sem hvessti, því fastar sveipaði gamli maðurinn að sér frakkanum. Að lokum gafst vindurinn upp og datt í dúnalogn. Þá kom sólin fram og skein brosandi á gamla manninn. Og ekki leið á löngu þar til hann þurrkaði sér um ennið og fór úr frakkanum. „Þarna sérðu að gæska og góðvild era alltaf sterkari en ofsi og ofbeldi," sagði sólin við vind- inn. Innihaldið í dæmisögunni er að ef þú sinnir velvild og góðsemi þá er hægt að komast hjá öllum deilum og illindum. Það er einmitt það sem jákvæða áróðrinum er ætlað að gera, að áminna okkur um að sýna tillitssemi og hlýju jafnt í'einkalífi sem og á vinnustaðnum. Meiningin er að koma af stað and-ofbeldisá- róðri með mörgum dæmisögum og áminningum í formi texta. T.d.: Það er athygli þín sem er það dýrmæt- asta sem þú getur gefið þínu barni. Velgengni í hjónabandi er mikið meir en það að finna góðan félaga, það er mikið frekar það að vera góður félagi. Hver skilur hvers vegna menn leggja sig alla fram að ná frama innan starfs eða við- skipta en láta tilviljun ráða hvort hjónabandið (eða sambúðin), mikil- vægasta ákvörðun lífs þeirra, steiti á skeri eða gangi vel. Síðar er ætlunin að flytja boð- skapinn út fyrir landsteinana. Ætl- unin er að koma með hlýju á mörg- um sviðum í lífinu. Og styðja og sameina fjölskylduna sem er horn- steinn þjóðfélagsins. Ef jákvæði áróðurinn verður að veruleika hef ég þá trú að hann komi til með að hafa mikil áhrif á samfélagið í framtíðinni. Það er staðreynd að næstum annaðhvert hjónaband endar með skilnaði. Oft er ástæðan deilur og ósættanleg sjónarmið sem oft væri hægt að milda ef áminnt er nægi- lega oft um tilgangsleysi deilna. Ég hafði hugsað mér tveir til þrír stuttir þættir á dag með miklu úr- vali þegar þetta er að fullu komið í gagnið. Og ennfremur að berjast gegn ofurvaldi sjónvarpsins. Þeir sem mest þurfa á svona áróðri að halda horfa mjög mikið á sjónvarp. Ef það tekst að byggja upp og sameina fjölskylduna mun glæpum og af- Til Velvakanda. í Morgunblaðinu hinn 14. október er löng grein um Petsamo-farana sem komu með Esju fyrir 50 áram síðan. Það var auðvitað mikil gleði hjá allri íslensku þjóðinni þegar Esja lagðist að bryggju hér. Það mér finnst skrítið við þessa grein er hve lítið er getið hinn djörfu og hugrökku sjómanna okkar sem fóru þessa ferð. Jafnvel eftir 50 ár gætu einhveijir þeirra verið á lífi. Alla brotum fækka fljótlega í kjölfarið. Ég hef boðið báðum sjónvarpstöðv- unum þetta efni en báðar afþökk- uðu. Ég hef ekki hugmynd að svo mörgum þáttum í höfðinu nú þess vegna er það mikilvægt að sem flestir leggi fram sinn skerf og skrifi niður fái hann hugmynd að stuttum kafla úr skáldsögu, kvik- myndum eða leikriti sem mögulegt sé að nota í sambandi við jákvæða áróðurinn. Það er einnig mikilvægt að fjárhagstuðningur komi til til að teikna dæmisöguna um sólina og vindinn. Það skildi þó ekki vera að þetta sé ljósið í spádómnum hans Steingríms. Björgvin Ómar Ólafsson. vega hefðu nöfn þessara manna átta að koma fram. Það eru reynd- ar þijár myndir í þpssari grein en mjög óskírar - merkilegt hve nútím- amyndir er oft óskírar en myndir sem teknar voru um aldamótin mik- ið betri. Það var líka stutt fregn um Petsamoferðina í Sjónvarpinu og myndin þar mjög fljót að líða hjá en það er oft með íslenskar Guðný Jónsdóttir Bieltvedt. Petsamoferðin: Hugrakkir sjómenn Víkverji skrifar egar Steingrímur Hermanns- son var forsætisráðherra 1983-87 hleypti hann af stað viða- miklu starfi, sem átti að verða til leiðsagnar um framtíðarviðfangs- efni þjóðarinnar til ársins 2010. Voru þá gefnar út skýrslur um ýmsa málaflokka. Starfinu lauk ekki að fullu áður en Steingrímur hætti sem forsætisráðherra en eftir að hann tók við embættinu að nýju í september 1988 sagði hann að unriið yrði áfram að málinu. Á sínum tíma var þetta starf notað töluvert til að draga athyglina að forsætisráðherranum og skýrt frá því, að hann hefði fengið þessa hugmynd frá Jimmy Carter Banda- ríkjaforseta og mönnum sem störf- uðu á hans vegum. Fyrir skömmu kom út skýrsla í þessari ritröð. Víkveiji hefur ekki orðið var við blaðamannafund henn- ar vegna eða annað hefðbundið auglýsingastarf á vegum ráðherra og ráðuneyta. xxx Skýrslan sem hér um ræðir heitir Menntun og skólastarf á ís landi í 25 ár 1985-2010 og er Jón Torfi Jónasson lektor við Háskóla íslands höfundur hennar. Hann lauk við að rita skýrsluna í mars 1988 og segir í einskonar eftirmála við formála sinn frá þeim tíma: „Af ýmsum ástæðum hefur útgáfa þess- arar ritgerðar dregist. Síðan hún var skrifuð hafa ýmsar breytingar orðið í menntamálum þjóðarinnar. Ritgerðin er hér samt sem áður birt í upphaflegri mynd, en ráðgert er að endurskoða hana innan fárra ára.“ Víkveiji þekkir það af eigin raun að ákaflega leiðigjarnt er að skrifa eitthvað um samtímann svo að ekki sé talað um framtíðina, sem síðan fæst ekki birt fyrr en eftir dúk og disk. Sú staða myndast fljótt, að höfundi finnst annað hvort nauð- synlegt að umskrifa verkið allt eða hrófla ekki við neinu en nota aðferð Jóns Torfa Jónassonar og setja al- mennan fyrirvara við verkið. XXX Almennt er Víkveiji þeiiTar skoðunar að gildi framtíðar spár af þessu tagi felist einkum í því að menn leita að staðreyndum um samtímann og reyna að gera sér grein fyrir þeim og draga af þeim skynsamlegar ályktanir um framtíðina. Hitt er alveg vonlaust að sjá 25 ár fram í tímann. Væri það hægt hefði áætlunarbúskapur marxismans ekki kallað þær hörm- ungar yfir hundruð milljónir manna, sem nú blasa við öllu mann- kyni. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.