Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 RAÐGREIÐSLUR RÍJMIÐ GRENSÁSVEGI 12, SÍMI 678840 Burt með öll álver — Vernd- um lífríki náttúrunnar eftirHuldu Bjarnadóttur Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum lýsti Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, því yfir í fjölmiðlum með mörgum og fögrum orðum að stjórnin ætlaði að láta náttúruverndarmálin til sín taka svo um munaðrog þau yrðu sett á oddinn. Illu heilli fékk iðnaðarráðherra þá flugu í höfuðið að eiturspúandi verksmiðja væri eina bjargráð ís- lendinga og hefur lagt til að risa- stórt álver verði reist hér á landi og hefur síðan barist fyrir þessari draumsýn sinni með hnúum og hnefum. En viti menn, iðnaðarráð- herra var ekki fyrr búinn að koma þessari hugljóman sinni á framfæri en karlveldið í landinu rauk upp til handa og fóta, nú skyldi gæsin gripin, hver og einn vildi fá álverið í sitt byggðarlag og síðan hafa þeir barist um hvar báknið eigi að standa. Skítt með alla mengun. Enda þótt því hafi verið lýst yfir að svo gæti farið að um 50 blómleg býli við Eyjafjörð myndu líða undir lok af völdum mengunar frá álver- inu og verða eyðingu að bráð virð- ast Eyfírðingar vera tilbúnir að færa svo dýra fórn fyrir eiturspú- andi álver, sem hefur þó ekki upp á meira að bjóða en sex hundruð stöðugildi. Skylt er þó að taka fram, að ekki eru allir Eyfírðingar þessari sök seldir, því frammámenn í sveit- arstjórn og félagsmálum í öllum sveitarfélögum Eyjafjarðarsýslu ut- an Grímseyjarhrepps, auk tveggja hreppa í Þingeyjarsýslu, alls á íjórða tug manna, hafa sent forsæt- isráðherra bréf, þar sem áiverinu er hafnað. Og nú rembist iðnaðarráðherra eins og ijúpan við staurinn að koma þessu álveri sínu á lappirnar, og bíður í ofvæni eftir álfurstunum til að stika út landið. Islenskum stjórnmáiamönnum er annað betur gefið en að semja við erlendar þjóðir og hættir til að semja af sér eins og dæmin sanna í gegnum árin. Fáránlegt er að við skulum enn vera að selja álverinu í Straumsvík raforku til að menga landið okkar og kominn tími til að við losum okkur við þennan klafa og segjum upp öllum samningum við fyrirtækið svo það geti horfið af landi brott hið bráðasta. Álveríð hefur verið ljótur blettur á landinu, fyrir nú utan mengunina sem af því hefur stafað. En stjómmálamennirnir hafa ekkert lært og eru enn við sama heygarðshornið. Furðulegt er að þeir skuli iáta sér detta í hug að reisa þetta margumtalaða álver með öllum þeim kostnaði sem það hefur í för með sér, og ætla svo í ofanálag að gera áratuga langa samninga við erlenda aðila án þess að vita neitt um hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er glæfraspil, sem engu tali tekur. Ég held að karlveld- ið í landinu sé búið að tapa glórunni. Sýknt og heilagt sér maður í sjónvarpinu starfsmenn álversins að verki og manni hrýs hugur við. Þetta er starf sem er hættulegt heilsu þeirra, sem við það fást og ekki mönnum bjóðandi. Nær væri að leggja þá peninga Hulda Bjarnadóttir „Ég held að karlveldið í landinu sé búið að tapa glórunni.“ til landbúnaðarins, sem ætlaðir eru álverinu, því landbúnaðinn verður að efla eins og kostur er. ísland hefur brauðfætt okkur íslendinga hingað til, bæði til lands og sjávar. Við eigum bestu fískimið í heimi og við eigum besta kindakjöt í heimi, ef það er rétt meðhöndlað og ekki haft of feitt og yrði vanda- laust að selja það til útflutnings rétt eins og fískinn okkar, ef rétt er á haldið. Verði landbúnaðurinn lagður í rúst hefur ísland misst ásjónu sína. Heimurinn er að farast vegna mengunar af eiturspúandi verk- smiðjum hvarvetna í heiminum. í lífríki náttúrunnar fækkar tegund- unum jafnt ogþétt. Heilu landflæm- in þorna upp og skógamir skrælna og eyðast og allt er þetta af manna- völdum. Mennirnir hafa brotið lög- mál náttúrunnar, og enginn veit hver endalokin verða. Vísindamenn- irriir hafa ekki kunnað sér hóf með öllu brambolti sínu og geimflauga- skotum út í geiminn, án þess að vita hvaða dularöfl þeir kunna að hafa leyst úr læðingi með þessu háttalagi sínu. Kannski eru afleið- ingarnar að koma í ljós, ef marka má nýjustu fréttir um hættuiegt „rusl“ sem fundist hefur í himin- hvplfínu. ísland hefur fengið orð á sig fyr- ir að vera ómengað land og ef það fær haldið því áliti í augum heims- ins mun Islendinga ekki skoila verkefni. Hvað er það, sem við ís- lendingar getum stært okkur af? Það er hreint vatn og tært loft. Við skulum ekki vanmeta það. Við höf- um séð á skjánum skolpið, sem fólk- ið í vanþróuðu löndunum verður að leggja sér til munns og okkur hryll- ir við. Hvorki menn, dýr né gróður - fá lifað án vatns. Allan heiminn þyrstir í vatn; hreint vatn, lífsins vatn, en það eigum við. Við eigum auðlind sem gæti bjargað lífheimin- um og það er hreina vatnið okkar, og ef við höfum vit á að nýta okk- ur það til útflutnings erum við á grænni grein, því ekki myndi skorta eftirspurnina. Það yrði slegist um vatnið okkar, einnig fískinn og kjöt- ið því heiminn vantar mengunarlaus matvæli. Atvinnuvegir landsmanna myndu blómstra frá fjalli til fjöru. Látum alla áldrauma lönd og leið og snúum okkur að raunhæfari verkefnum og ábatasamari. Við kjósum ekki þá menn til Al- þingis, sem ætla sér að gera Island að mengunarsvínastíu með stóriðju- draumum sínum. Hefjumst handa! Við getum gert ísland að gósen- landi, ef við höfum vit til. Höfundur hefur um árabil skrifað um baráttumál kvenna. Aðalfundur Barnaheilla í dag FYRSTI aðalfundur samtakanna Barnaheilla verður haldinn 24. október á degi Sameinuðu þjóð- anna í Lágmúla 5, 4. hæð, kl. 20.30. Samtökin voru stofnuð fyrir réttu ári til að vinna að öllum hagsmuna- og réttindamál- um barna. Að loknum hefðbundnum aðal- fundastörfum mun Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra greina frá leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um málefni barna og Arthur Morthens varaformaður Barnaheilla mun segja frá ferð á aðalfund Red Barnet í Danmörku. Samtökin héldu fyrstu ráðstefnu sína 27. apríl sl. þar sem vakin var sérstaklega athygli á því að íslend- ingar legðu meiri ábyrgð á ung börn en heppilegt er fyrir þroska þeirra og öryggi. Innan tíðar verða haldnar ráðstefnur um réttindi barna, vegalaus börn og barnaslys. Hollenska söngkonan Elly Amel- ing og undirleikari hennar Dalton Baldwin halda jólatónleika til styrktar samtökunum í Háskólabíói 16. desember nk. Einnig mun barnakór Öldutúnsskóla syngja á tónleikunum. Á dagskrá verða ýmis _ lög eftir Schubert og Brahms svo og jólalög frá Þýskalandi, Spáni og fleiri stöðum. Ný sending af glæsilegum9 þýskum rúmum frá LIPARI ..*.. ■ WMTW.'B'l.a !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.