Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 39

Morgunblaðið - 24.10.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 39 Alfreð Gíslason læknir - Minning Méð fáeinum orðum langar mig að minnast Alfreðs Gíslasonar læknis sem lést 13. þ.m. Veturinn 1963 réðu fjórir ungir læknanemar sig að Elliheimilinu Grund til að aðstoða lækni heimilis- ins við störf sín. Læknisstofa var opin á morgnana og skiptum við með okkur aðstoðarstörfunum. Þetta var annað árið okkar í læknisfræði og við lítt fróð um sjúklinga og sjúkdóma þeirra enda slíkt ekki kennt í fyrsta hluta náms- ins þá. Það var því bæði lærdóms- ríkt og spennandi fyrir áhugasama busa sem enn voru bundnir við bók- lestur að komast í beina snertingu við raunveruleg læknisstörf. Sú reynsla sem við fengum þarna var mjög fjölbreytileg og þrátt fyrir það að þeir sem leituðu læknis væru allir komnir nokkuð á efri ár gaf hún glögga mynd af erilsömu starfi heimilislæknisins. í reynsluleysi mínu þá fannst mér handleiðsla Alfreðs Gíslasonar öllu máli skipta og enn betur sé ég það nú hve mikils virði hún var okkur byijendum en Alfreð var læknir elliheimilisins um margra ára skeið. Alfreð var hæglátur, dagfars- prúður maður með góðlátlega kímn- igáfu. Hann hafði mótaðar skoðanir og sat reyndar á Alþingi á þeim tíma og ræddi þjóðmál sem önnur yfír morgunkaffínu þó hann Ieitaði ekki eftir ágreiningi. Hann sýndi sjúklingum sínum hlýju og vinsemd og ævinlega fyllstu virðingu. Það var sama hve manneskjan var elli- hrum eða hvernig hún var á sig komin, ávallt sýndi hann sama við- mót. Það virtist honum eðlislægt og sprottið af samkennd og skiln- ingi á mannlegum örlögum. Um leið og hann kenndi okkur að skoða sjúklingana, greina sjúkdómsein- kennin og beita meðferð sagði hann frá merkri lífssögu margrar gamall- Aðalgeir Valgeirs- son - Kveðjuorð Fæddur 5. september 1990 Dáinn 18. október 1990 Guð í náðar nafni þínu nú til hvíldar legg ég mig. Hvíl þú nú í hjarta mínu, helga það svo elsk’ ég þig. Góði Faðir gættu mín. Gefí blessuð mildin þín, að í friði sætt ég sofi síðan þig, er vakna, lofi. (Bænabók útg. '47 sb. nr. 548) Aðalgeir, systursonur okkar, var fimmta bam foreldra sinna Aðal- bjargar S. Einarsdóttur og Valgeirs Guðmundssonar á Akranesi, fal- legur, bjartur hnokki, heilbrigður og efnilegur. Með yndislegt bros sitt og íhugult augnaráðið, og með tilveru sinni allri hið örstutta ævi- skeið var hann sannkallaður gleði- gjafi. En í einu vetfangi var honum kippt í burtu, hann sofnaði vært að kveldi og vaknaði ekki meir. Flestir taka velgengni, lífi og heilsu sem sjálfsögðu, en nú höfum við aðstandendur Aðalgeirs litla á óvæginn hátt verið minnt á að „mennimir ætla en Guð ræður“. Við spyijum um tilganginn með þessu öllu, en við því er ekkert svar. Elsku Aðalbjörg, Valgeir, Einar, Guðmundur, Bergþóra og Valgerð- ur, megið þið öðlast styrk á sorgar- stundu. En er tárin heitu hrynja, harmi lostnu bijóstin stynja. Huggun fær sú vissa veitt, að ei verður heilög höndin hans er ástar tengdi böndin, stoð að veita stutt né þreytt. (Bænabók útg. ’47 sb. 379, 2) Við kveðjum lítinn frænda, hann veri Guði falinn. Auður og Freyja Fæddur 25. október 1922 Dáinn 15. október 1990 Haukur hóf störf hjá innheimtu- deild borgarsjóðs Reykjavíkur á árinu 1971 og starfaði þar óslitið síðan, þar til hann sagði upp störf- um á sl. sumri, sökum þess sjúk- dóms, er varð honum að aldurtila. Að loknu námi úr Verslunarskóla íslands starfaði Haukur hjá ýmsum fyrirtækjum, og gat sér ætíð gott orð, enda vom honum ætíð falin ábyrgðarstörf. Haukur reyndist í starfi hjá Reykjavíkurborg sem annarsstaðar mjög áreiðanlegur og lagði allt kapp á að störf hans mættu vera óaðfinn- anleg. Haukur var félagslyndur, kátur og glaðlyndur alla jafna og tókst alltaf að koma auga á hinar skop- legu hliðar á tilverunni, svo einkar ánægjulegt var að eiga hann sem starfsfélaga. Hann átti þó sínar al- vörustundir í lífinu eins og aðrir dauðlegir menn, sem hann flíkaði lítt. Konu sína Dóm Líndal missti Haukur árið 1989 eftir langa og erfíða sjúkdómslegu hennar og saknaði Haukur hennar mjög. Við starfsfélagar Hauks söknum hans sem ágæts félaga og góðs drengs, ssem svo snöggt hvarf úr hópnum. Óllum aðstandendum sendum við alúðar samúðarkveðjur. Starfsfólk á Borgarskrifstofum ar konu eða manns, af nærfærni og samúð. Við lærðum þ'ví ekki einungis handbrögðin og æfðum augun við sjúkdómsgreininguna eða lögðum læknismeðferð á minnið heldur kenndi Alfreð okkur einnig með fordæmi sínu hvernig koma á fram við hveija manneskju af kurteisi og hlýju. Fyrir þetta verðmæta veganesti vil ég nú þakka af einlægni og sendi ættingjum og ástvinum Al- freðs Gíslasonar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðrún Agnarsdóttir Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargrein- ar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reylqavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Haukur Helgason fulltrúi - Minning BLOM SEGJA AILT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. bWémmdl Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi. Upplýsingarí síma 91-687111. tiOTEL ]g>LAND Breiðablik, nýja húsið fyrir aldraða. Neskaupstaður: Morgunbladid/Agúst Blöndal * Ibúðir aldraðra afhentar Nesk.aupstað. NÝLEGA voru teknar formlega í notkun hér 9 íbúðir fyrir aldr- aða í Breiðabliki, sjö þeirra voru byggðar á vegum Neskaupstaðar en sín hvor ibúðin á vegum Norð- fjarðarhrepps og Mjóafjarðar- hrepps. Við afhendingu íbúðanna fluttu ávörp Stefán Þorleifsson formaður byggingarnefndar hússins, Ásgeir Magnússon bæjarstjóri og sóknar- presturinn, séra Svavar Stefánsson, flutti bæn. Lúðvík Árnason bygg- ingarmeistari á Stöðvarfirði sá um uppsteypu hússins en ýmsir verk- takar hér um aðrar framkvæmdir. Nú er í Breiðabliki 21 íbúð fyrir aldraða. Talsverður fjöidi fólks var við athöfnina. - Ágúst t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJARTUR VILHJÁLMSSON húsasmíðameistari, Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 25. októ- ber kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sól- vang, Hafnarfirði. Þuríður Magnúsdóttir, Sigrún Sigurbjartsdóttir, Halldór Hjartarson, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, Ingólfur Halldór Ámundason og barnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls SIGRÍÐAR SIGURBJARNADÓTTUR Ásta Sigurbjarnadóttir, Soffía Sigurbjarna, Edda Herbertsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, dóttursonar og frænda, PÉTURS VALDIMARS SÆVARSSONAR, Perth, Ástralíu. Maggý Valdimarsdóttir, Grétar Jónsson, Elísabet Árnadóttir, Valdimar Jónsson, Guðný Valdimarsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa okkar PÁLS LÍNBERGS EMILSSONAR, Löngumýri 32, Akureyri. Þórhildur Skarphéðinsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Ásta Pálsdóttir, Rósa Pálsdóttir, Arnór Þorgeirsson, Páll Þ.Ó. Hillers, Guðmurfdur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, INDRIÐA HALLDÓRSSONAR, múrara. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Ketilbjarnar, Kolbrún Dóra Indriðadóttir, Guðmundur Guðveigsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.