Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
29
UppstillingarnefndSjálfstæðisflokksms:
Lagt til að Halldór,
Tómas Ingi og Sig-
urður skipi efstu sæti
Morgunbladið/Rúnar Þór
Rokk, trúður og trylltar meyjar
Sýning með ofangreindu nafni var frumsýnd í Sjal-
lanum á laugardaginn var, við góðar undirtektir
áhorfenda. í sýningunni er fylgst með ungum sveita-
pilti, sem fer fyrstu ferð sína til höfuðborgarinnar.
Höfundur er Jóhannes Bachmann sem jafnframt fer
með hlutverk sveitapiltsins. Hann er íslandsmeistari
í rokki ásamt Maríu Huldarsdóttur, og rokkuðu þau
einmitt saman með tilþrifum í Sjalla-sýningunni.
Hljómsveitin Rokkbandið leikur, en söngvarar í sýn-
ingunni eru Bjarni Arason, Júlíus Guðmundsson,
Berglind Björk Jónasdóttir og Rúnar Þór, auk þess
sem kokkur hússins hljóp frá pottunum um stund,
stökk á svið og söng eitt lag. Kynnir og sögumaður
er Rósa Ingólfsdóttir. Á myndinni er sveitapilturinn
kominn í borgina og farinn að rokka á fleygiferð
við Maríu.
UNDIRNEFND uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norð-
urlandskjördæmi eystra leggur til að Halldór Blöndal, alþingismað-
ur, Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akureyri, og Sigurð-
ur Björnsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Olafsfirði,
verði í þremur efstu sætunum á lista flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra í alþingiskosningunum í vor, skv. heimildum Morgun-
blaðsins.
Undirnefndin leggur til að í
næstu sætum verði Kristján
Yngvason, framkvæmdastjóri,
Mývatnssveit, Margrét Kristins-
dóttir, húsmæðrakennari, og Halla
Loftsdóttir í Árnesi.
Lista- og
fræðimanna-
íbúð í Davíðs-
húsi úthlutað
LISTA- og fræðimannaíbúðinni
í Davíðshúsi hefur verið úthlut-
að til fimm aðila á næsta ári,
en eftir er að ganga frá úthlutun
fyrir síðasta hluta ársins.
Leikfélag Akureyrar hefur íbúð-
ina til umráða í upphafi árs, þá
tekur Þorvaldur Þorsteinsson
myndlistarmaður við. Jóhanni Ár-
elíus hefur einnig verið úthlutað
íbúðinni, en hann stundar ritstörf.
Næstur kemur Gunnar Bergmann, •
en hann hyggst nýta tímann á
Akureyri til að vinna að hluta.af
doktorsritgerð sinni við banda-
rískan háskóla, en hún fjallar um
öldrunarmál. Ragnheiður Jósúa-
dóttir mun einnig dvelja í ibúð-
inni, en hún ætlar að skoða og
skrá gamla járnkrossa í kirkju-
görðum á Norðurlandi.
Ekki hefur verið gengið endan-
lega frá úthlutun íbúðarinnar á
tímabilinu frá 15. október til 31.
desember á'næsta ári, en það verð-
ur væntanlega gert í febrúar næst-
komandi.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk einn
mann kjörinn við síðustu kosning-
ar. Halldór var þá í efsta sæti list-
ans og Björn Dagbjartsson í öðru
sæti. Tómas Ingi var i þriðja sæti
en Sigurður var ekki á listanum
síðast. Hann er formaður kjör-
dæmisráðs flokksins.
Uppstillingarnefnd sjálfstæðis-
manna, sem 30 manns skipa, hef-
ur verið boðuð til fundar í dag,
miðvikudag. Þar verður tillaga
undirnefndar tekin fyrir. Tillagan,
eins og uppstillingarnefndin af-
greiðir hana, verður síðan lögð
fyrir kjördæmisþing sem ákveður
endanlega hvernig listinn lítur út.
Kjördæmisþing sjálfstæðismanna
á Norðurlandi eystra verður vænt-
anlega haldið um miðjan nóvem-
ber.
Hlutafjársjóður tók tilboði __
Sæberg's í hlutabréf sín í HO
STJÓRN Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar samþykkti á fundi sínum
í gær að ganga að tilboði Sæbergs hf. í Ólafsfirði í hlutabréf sjóðs-
ins í Hraðfrystihús Ólafsfjarðar. Tvö tilboð bárust í bréfin eftir
að sjóðurinn auglýsti þau til sölu fyrir skömmu, frá Sæbergi og
Gunnari Þór Magnússyni fyrir hönd Sædísar og Stíganda. Tilboð
Gunnars Þór var hærra, en frá því var fallið nýlega.
Bjarki Bragason ritari stjórnar
Hlutafjársjóðs sagði að stefnt væri
að því að ganga frá sölu hlutabréf-
anna fyrir næstu mánaðamót. Sjóð-
urinn á 49% hlutafjár í H.Ó. sam-
tals að upphæð 96 milljónir króna
að nafnvirði. Tilboð Sæbergs hljóð-
ar upp á 48 milljónir og sagði
Bjarki að reiknað væri með að bréf-
in yrðu staðgreidd. Sædís og*
Stígandi buðu 48,5 milljónir króna,
en féllu frá tilboði sínu nýlega.
„Rökin fyrir því að selja hluta-
bréf sjóðsins í fyrirtækinu eru m.a.
þau að þarna verður um að ræða
hagræðingu í sjávarútvegi, þegar
tvö fyrirtæki verða að einu öflugu.
Þannig á það sér betri lífsvon,"
sagði Bjarki.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar á 70í
í Útgerðarfélagi Ólafsfjarðar ser
gerir út togarann Ólaf Bekk ÓF
en hann hefur um 1700 tonn
þorskígildis kvóta. Togarinn er ein:
af Japanstogurunum svokölluðu oj
var mikið endurnýjaður fyrir þrem
ur árum. Sæberg gerir út tvo tog
ara, frystitogarann Mánaberg oj
ísfisktogarann Sólberg, sem hefu
um 2.200 tonna kvóta.
Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur Landssambands iðnaðarmanna:
Eitt pennastrik værinóg til að
stórauka útflutning Islendinga
EITT pennastrik er allt sem þarf, til að stórauka útflutning íslend-
inga, að sögn Guðmundar Guðmundssonar, verkfræðings Landssam-
bands iðnaðarmanna. Hann nefndi þetta atriði í erindi á ráðstefnu sem
Landssambandið og Svæðisskrifstofa iðnaðarins á Norðurlandi héldu
á Akureyri um helgina, og átti við þjónustu við erlend skip sem eru
á veiðum í kringum ísland.
Guðmundur taldi að þessu atriði
hefði alltof lítill gaumur verið gefinn.
„Hér er á ferðinni einfaldasta leiðin
fyrir okkur til að stórauka útflutning
okkar. Allt sem til þarf er eitt penna-
strik. Við verðum að átta okkur á
að þessi skip eru þarna hvort sem
okkur líkar betur eða verr. Þau sækja
mikla þjónustu til nágrannalanda
okkar, sem þau í mörgum tilfellum
myndu sækja hingað ef hindranir
væru ekki í veginum," sagði Guð-
mundur.
Hann sagði að hér væri um að
ræða viðgerðir ogendúrbætur á skip-
um og búnaði um borð, viðgerðir og
kaup á veiðarfærum, kost, vatn,
læknisþjónustu, áhafnaskipti „sem
þýðir viðskipti við hótel og flugfélög,
auk þess sem vinnsla í landi gæti
keypt, af þeim afla í vissum tilvikum.
Hér er ekki aðeins tækifæri fyrir
iðnfyrirtæki og fiskvinnslu, heldur
ferðaþjónustu og verslun og ætti því
að vera sameiginlegt hagsmunamál
allra þessara atvinnugreina. Sjávar-
útvegsráðuneytið túlkar lög númer
33 frá 1922 á þann hátt að þetta
sé óheimilt en fyrir utan það að sú
túlkun stendur lögfræðilega séð á
brauðfótum, er áralöng hefð fyrir
því að erlend skip komi hér inn án
þess að sækja um leyfi. Þessi túlkun
samrýmist á engan hátt nútíma við-
skiptaháttum og er raunar höfð að
athlægi erlendis. Það má geta þess
í þessu samhengi að Landssamband-
ið hefur fengið óformlegar fyrir-
spurnir frá rússneskum aðilum um
hvort þeir megi koma með fyrirfram
nafngreind skip inn til þjónustu. Við-
brögð sjávarútvegsráðuneytisins
voru neikvæð og. finnst manni sem
þíðan í austri hafi ekki náð hingað
enn, en segja má að með því að
hafna þessu séum við orðnir rússn-
eskari en Rússar sjálfir eða eins og
sumir segja, kaþólskari en sjálfur
páfinn,“ sagði Guðmundur.
Alþjóðahyggja
Guðmuridur sagði einnig í erindi
sínu að hann teldi þjóðhagslega mjög
mikilvægt að fiskvinnslan í landinu
og framleiðendur véla og tækja „taki
höndum saman og meti stöðuna og
reyni síðan að finna leiðir í samein-
ingu til að lækka tilkostnað vinnsl-
unnar og gera hana samkeppnis-
hæfa. Þetta er lífsspursmál fyrir
báðar þessar atvinnugreinar því hætt
er við til langs tíma litið að ef vinnsl-
an færist úr landi muni þekking sem
byggist á nálægð við notandann glat-
ast og þá blasir stöðnun við í þróun
tækja og búnaðar.“ Guðmundur
sagði mjög jákvætt að eitt samnorr-
ænt samstarfsverkefni væri hafið,
en markmið þess væri að auka sjálf-
virkni í vinnslu.
Guðmundur sagði einnig að fram-
leiðendur véla og tækja þyrftu að
tileinka sér aukna alþjóðahyggju.
„Þau verða að fara meir í samstarf
við erlend fyrirtæki, jafnvel á ólíkum
sviðum því þau búa oft yfir tækni-
þekkingu og fjármagni og mannafla,
sem er Akkilesarhæll innlendra fyrir-
tækja við skiplagt þi-óunarstarf.“
Hann sagði norðlensk iðnfyrirtæki
hafa verið til fyrirmyndar að þessu
leyti, en þau hafa um langt skeið
haft með sér samstarf við markaðs-
setningu á vörum „sem styðja hvora
aðra, og á ég þar við Quality Fis-
handling-hópinn, sem Slippstöðin,
Vélsmiðjan Oddi og Plasteinangrun
mynda. Ótvíræður árangur hefur
verið í gegnum árin af þessu starfi.“
Þessi fyrirtæki taka einnig þátt í
þróunarverkefninu HALIOS, sem
snýst um þróun búnaðar í „fiskiskip
framtíðarinnar“, en HALIOS er sam-
starfsverkefni Frakka, íslendinga og
Spánveija innan EVREKA-áætlun-
arinnar. „QF-hópurinn hefur nú þeg-
ar notið góðs af samstarfi við fyrir-
tæki í þessum löndum varðandi þróun
sjálfvirks lestarkerfis um borð í skip,
þar sem franskur samstarfsaðili hef-
ur mikla og sérhæfða þekkingu á
flutningatækni í óskyldum atvinnu-
greinum. Verkefnið verður unnið í
samstarfi við innlenda útgerðarað-
ila,“ sagði Guðmundur að lokum.