Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 Sameining Þýskalands: Sprenging í emb- ættismamiakerfinu Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMEINING þýsku ríkjanna virðist ætla að verða þýskum embætt- ismönnum hin mesta búbót. Þrátt fyrir að fjárveitinganefnd þýska þingsins hafi nýlega skorið tillögu Theodors Waigels, fjármálaráð- herra, um fjölgun starfsmanna ríkisins, niður um þúsund stöðu- gildi, virðist ekkert lát vera á útþenslu ráðuneytanna í Bonn. All- ar tilraunir stjórnvalda til að hemja útþensluna hafa hingað til dugað skammt. Undir því yfirskini að í kjölfar sameiningarinnar þurfi að sinna ótal nýjum verkefnum hefur stöðugildum fjölgað hömlulaust. Fyrst ber auðvitað að nefna að samhliða sameiningunni var ákveð- ið að fimmtíu þúsund fyrrum emb- ættismenn Austur-Þýskalands myndu fá störf sem embættismenn í Þýska sambandslýðveldinu. Flestir hafa þeir fengið stöður mjög neðar- lega í kerfinu sem sjálfkrafa hefur orðið til þess að fjölga hefur þurft stöðum ofar í kerfinu. Þær stöður hafa þó í nánast öllum tilvikum fyrrum vestur-þýskir embættis- menn hlotið sem margir hveijir hafa loksins fengið uppfylltan lang- þráðan draum um stöðu- og kaup- hækkun. Er talið að mörg hundruð nýjar stöður allra efst í embættis- mannakerfínu, þar sem mánaðar- kaupið getur verið 400-600 þ'úsund íslenskar krónur, hafi orðið til að undanförnu. Allar þessar stöðuhækkanir hafa síðan sjálfkrafa orðið til þess ráða hefur þurft fjölda nýrra embættis- manna. Þegar til dæmis skrifstofu- stjóri í einhveiju ráðneytinu var settur í hærri nýtilbúna stöðu varð deildarstjórinn að skrifstofustjóra sem leiddi til þess að embættismað- ur neðar í kerfinu varð að deildar- stjóra og síðan koll af kolli þangað til neðst í kerfinu varð að ráða nýjan starfskraft. í íjármálaráðu- neytinu í Bonn einu og sér er talið að 119 háttsettir embættismenn geti reiknað með stöðuhækkun. í þýsku utanríkisþjónustunni má einnig reikna með verulegri þenslu vegna þess að íbúar þýska sam- bandslýðveldisins eru nú 79 milljón- ir í stað rúmlega 60 milljóna fyrir skömmu þrátt fyrir að hún þurfí ekki að sinna mörgum nýjum verk-' efnum. Hefur utanríkisráðuneytið farið fram á hátt á annað hundrað nýjar stöður ofarlega í kerfinu. Fyrrum starfsmenn austur-þýsku utanríkisþjónustunnar eiga þó ekki miklar framavonir. í nýlegu bréfi • til Hans-Dietrichs Genschers, ut- anríkisráðherra, mótmæltu þeir því sem þeir kölluðu „pólitíska nif- teindasprengju“ ráðherrans. Hann tæki vissulega yfir húseignir austur-þýsku utanríkisþjónustunn- ar en enga starfsmenn í hærri stöð- um en bflstjóra og dulmálssérfræð- inga. Enn er óvíst nákvæmlega hversu mikil útþenslan í ráðuneytunum í Bonn verður og hve mikið hún mun kosta. Stjómmálamenn flestra flokka virðast sammála um að hún sé varasöm en engar leiðir virðast vera til að stöðva hana. Peter Struck, einn talsmanna Jafnaðar- mannaflokksins (SPD) í ijármálum ríksins, hefur til dæmis sagt að það sé ljóst að öll ráðuneyti hafa misnot- að sameininguna til að komast að kjötkötlunum. Sams konar ummæli hafa einnig komið frá talsmönnum stjórnarflokkanna sem þar að auki benda á að gert sé ráð fyrir að all- ar nýju stöðurnar verið teknar til endurskoðunar næsta vor. Það er þó ekki talið líklegt að slíkar að- gerðir muni sporna við einu eða neinu. Eftir að fjárlögin hafa verið samþykkt eru stöðurnar skipaðar æviráðnum embættismönnum og ekki verður hægt að hrófla við þeim fyrr en þeir falla frá eða fara á eftirlaun. Bandaríkin: Sérsveitir í sérþjálfun Reuter Liðsmenn sérsveita sovéska hersins, speznas, við karate-þjálfun. Myndin var tekin á æfingu í borginni Weimar í Þýskalandi í vikunni og er þetta í fyrsta sinn sem fjölmiðlum er leyft að fylgjast með æfingum þessara sveita Rauða hersins. Bush segir kynþáttakvóta ekki verða til að bæta kjör svertingja Kennedy sakar stjórnina um að vera á móti borgaralegum réttindum Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti beitti á mánudag neitunarvaldi gegn lagafrumvarpi sem miðar að því að auka möguleika þeldökkra og kvenna á vinnumarkaði. Bush segir að frumvarpið í núverandi mynd knýi vinnuveitendur til að taka upp kvóta við ráðningu starfsfólks og því sé hann andvígur. Líklegt þykir að með þessari ákvörðun baki Bush sér reiði kvenréttindasamtaka og baráttumanna fyrir réttindum blökkumanna. Yrði frumvarpið að lögum hefði það sennilega rík áhrif á bandarískan vinnumarkað. Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur dæmt á þann veg að launþegar sem verða fyrir mismunun vinnuveitanda sökum kynferðis eða kynþáttar eigi rétt á tryggingabót- um. Samkvæmt frumvarpinu ættu þeir rétt á skaðabótum að_auki og greiðslu tapaðra launa. Einnig myndu ákvæði frumvarpsins torvelda vinnuveitendum að veija ákvarðanir sem auka launamun milli kynjanna eða ólíkra kynþátta. Bush sagðist harma að þurfa að beita neitunarvaldinu því margt gott væri í frumvarpinu. Hann sagði að það væri ætíð mikil freisting fyrir stjómmálamann að styðja frumvarp sem kennt væri við borgaraleg rétt- indi en samviska sín byði sér að beita neitunarvaldinu. „Þegar vel meint viðleitni okkar leiðir til þess að tekn- ir verða upp kvótar þá stuðlar það síst að jafnrétti," sagði forsetinn. Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður demókrata, er einn helsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann gagnrýndi Bush harðlega og sagði það óforsvaranlegt bragð að höfða til fordóma og kenna frumvarpið við kvóta. Þegar öllu væri á botninn hvolft væri ríkisstjórnin „á móti borgaralegum réttindum". John Conyers, þeldökkur öldunga- deildarþingmaður demókrata, tók í sama streng og sagði að með þess- ari ákvörðun hefði forsetinn í raun treyst böndin milil blökkumanna og Demókrataflokksins. Líklegt er talið að frumvarpið verði hitamál í þing- kosningunum 6. nóvember næstkom- andi. Þetta er í fimmtánda skipti sem Bush beitir neitunarvaldi gegn frum- vörpum þingsins. Þingið getur hnekkt neitunarvaldinu með því að samþykkja frumvörp á ný með tveim- ur þriðju hlutum atkvæða en til þess hefur ekki komið í forsetatíð Bush. Yfirmaður KGB: Gordíjevskíj ekki refs- að snúi hann heim Moskvu. Daily Telegraph. VLADÍMÍR Krjútsjkov, yfirmaður sovésku Ieyniþjónustunnar, KGB, segir að njósnarinn Oleg Gordíjevskjj verði ekki dreginn fyrir rétt og honum refsað snúi hann til Sovétríkjanna. Kijútsjkov sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu á mánudag að Gordíjevskíj væri fijálst að snúa til Sovétríkjanna. „Honum stendur til boða að sameinast ijölskyldu sinni, búa sem fijáls maður í Moskvu og stunda þar atvinnu,“ sagði yfírmað- ur KGB. Talið er að burtséð frá þessum loforðum hafí KGB áhuga á að fá Gordíjevskíj í heimsókn til höfuðstöðva sinna í Ljúbjanka- fangelsinu til að rifja upp fyrri tíma. Gordíjevskíj er æðsti maður so- vésku leyniþjónustunnar sem flúið hefur til Vesturlanda. Hann var á sínum tíma yfirmaður KGB í Bret- landi en tók þá ákvörðun að flýja 1985 þegar honum varð ljóst að KGB væri komin á slóð hans. Gordíjevskíj var bresk „moldvarpa“, hafði verið á mála hjá bresku leyni- þjónustunni og veitt henni mikil- vægarí upplýsingar síðustu 11 árin sem hann starfaði fyrir KGB. Þingkosningar í Pakistan: Þungum áróðri beint gegn Benazir Bhutto Quetta í Pakistan. Frá Davíð Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL áhugi er hér í Pakistan á þingkosningunum sem fram fara í dag, miðvikudag, að öllu óbreyttu. Hvað sem kosningunum líður verður ekki sagt að Pakistan sé lýðræðisríki; forsetinn, Gulam Ishaq Khan, og hernaðaryfirvöld stjórna þessu landi. Blaðamenn og ritstjór- ar, sem fréttaritari hefur rætt við eru allir á sama máli; meirihluti þjóðarinnar styður Benazir Bhutto, sem rekin var úr embætti forsæt- isráðherra í byijun ágúst, sökuð um spillingu, og flokk hennar, Þjóð- arflokkinn. En þungum áróðri er beint gegn henni. Benazir Bhutto berst fyrir þyí að velferðarþjóðfélagi að vestrænni fyrirmynd verði komið á í Pakistan. Hún höfðar einkum til bænda og lágstéttanna í þjóðfélaginu. En kerfið er að sönnu furðulegt. Hér borgar enginn tekjuskatt og þeir sem eiga að greiða skatta koma sér undan því. Velferðarþjóðfélag kall- ar á skattakerfi en nú eru aðeins greiddir skattar af bifreiðum og munaðarvarningi allt að 100%. Sagt er að herinn taki allt að 60 prósent af þjóðartekjunum, eitt prósent fari til menntamála og eitt prósent í heilbrigðiskerfið. Þessi forgangs- röðun hefur vitanlega sín áhrif enda er barnadauði um 20%. Heróínsmygl til Vesturlanda í þessu landi er ekkert skipulagt nema herinn. Hermennirnir eru vel menntaðir og kjósa að halda ástandinu óbreyttu. En þessi mála- flokkur er fjárfrekur og það er á allra vörum hér að herinn stundi gífurlegt heróínsmygl til Vestur- landa. Einn helsti styrkur heraflans er forsetaembættið og um það hef- ur hann alltaf staðið vörð. Fullyrt er að yfirmenn heraflans reyni að skapa sundrungu í þjóðfélaginu til að tryggja eigin völd. Sýnt þykir að á meðan herinn er þetta sterkur muni Benazir Bhutto aldrei ná markmiðum sínum fram. Að undanförnu hefur-mjög verið um það rætt að kosningunum verði frestað. Þar með tækist að skapa sundrungu og hleypa af stað óeirð- um og upplausn sem eru kjörlendi herafla Pakistans. Ráðamenn innan hersins og eiturlyfjamafían beijast af öllum mætti gegn Benazir Bhutto. Ákærur þær sem beint var gegn henni mætti heimfæra upp á flesta ef ekki alla í stjórnkerfi lands- ins. Herinn reynir einnig að höfða til ómenntaðara múslima og því er haldið fram að samkvæmt íslamskri trú geti konur ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Bhutto hefur sem kunnugt er barist fyrir auknum áhrifum og frelsi kvenna í Pakistan og hún setti einnig á stofn ráðu- neyti til höfuðs eiturlyfjamafíunni. Kosningasvik og sigurvissa Viðmælendur Morgunblaðsins voru á einu máli um að stórfelld kosningasvik færu jafnan fram hér í landi, fé væri borið á menn til að tryggja að þeir kysu rétt og eftir- lit, t.a.m. af hálfu Sameinuðu þjóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.