Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 26 < pitrgiiwMalíil* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Umræður um stefnuræðu opin- bera ágreining eir fimm aðilar sem standa að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar gefa stundum til kynna að þeir ætli ekki að láta sér nægja að starfa saman út þetta kjörtímabil. í umræðun- um um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi á mánudags- kvöld var áberandi, hve flokk- amir vora ósamstiga, þegar rætt var um pólitíska stefnu varðandi brýnustu úrlausnar- efni. Sumir vora með álveri, aðrir á móti því. Sumir vildu að lánskjaravísitalan yrði afnumin, aðrir era á móti því. Sumir vildu að samstarfíð við Evrópubanda- lagið yrði sem nánast, aðrir era á móti því. Sumir vildu að gerð- ir yrðu búvörasamningar, aðrir era á móti því. Sumir vildu að opinberir fjármunir yrðu látnir renna í gamla húsnæðiskerfið, aðrir era á móti því. Þessi skortur á samræmdri pólitískri stefnumörkun ein- kenndi ræðu Steingríms Her- mannssonar. Ráðherrann talaði með jákvæðum hætti um nýja álverssamninga. Hann skýrði hins vegar ekki frá því, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að tryggja stuðning meirihluta Alþingis við þá. Forsætisráðherra sló úr og í þegar hann ræddi hvaða stefnu íslendingar ættu að taka við framkvæmd samningaviðræðna við Evrópubandalagið. Hann mælti ekki fyrir neinni sam- ræmdri stefnu ríkisstjómarinnar en andmælti harðlega hugmynd- um um aðild íslands að því. Forsætisráðherra gaf engin svör við spurningum um það, hvemig ríkisstjómin ætlaði að brqgðast við vanda byggingasjóða ríkis- ins, sem hann sagði stefna í gjaldþrot, eða hvemig ætti að taka á íjárhagsvanda Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Forsæt- isráðherra sagði að það kæmi í hlut nýrrar ríkisstjórnar næsta vor að afgreiða nýjan búvöru- samning og ýtti málinu þar með af borði núverandi ríkisstjórnar. Ríkisstjómin telur sér til tekna að þjóðarsáttin svokallaða hefur slegið rækilega á verð- bólguna. Astæðulaust er að gera Iítið úr þeim mikilsverða árangri en án framkvæðis annarra gæti ríkisstjómin ekki hælst um vegna þessa. Því fer hins vegar víðs fjarri, að efnahags- og at- vinnumálin séu í viðunarWi horfí og því miður hefur forsjárstefna ríkisstjórnarinnar, millifærslu- kerfí hennar, gert erfiðara en ella að takast á við grundvallar- vandann. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna, sagði í umræðunum um stefnuræðuna, að með því að beita opinberum sjóðum hefði ríkisstjómin framlengt dauð- astríð fjölmargra fyrirtækja og undirbúið með því víðtækustu þjóðnýtingu íslandssögunnar. Hér hefur hagvöxtur verið minni en í nágrannaríkjunum. Horfurnar era því miður ekki bjartari í þeim efnum. Forsætis- ráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni: „Auk þess telur Þjóðhagsstofnun ekki unnt að gera ráð fyrir meiri vexti lands- framleiðslu á næstu árum en um það bil 1,5% á ári að meðal- tali. Þetta stafar ekki síst af því að fiskimiðin eru nánast full- nýtt. Þetta er aðeins um helm- ingur af þeim hagvexti, sem gert er ráð fyrir í öðrum vest- rænum löndum. Lífskjörin, eins og þau era mæld á hinn hefð- bundna efnahagslega mæli- kvarða, mundu því falla veru- lega, borið saman við aðrar þjóð- ir.“ Því miður hefur ríkisstjórnin ekki bragðist skynsamlega við þessum vanda. Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokk- ins, benti á það í stefnuumræð- unum, að millifærslukerfí ríkis- stjómarinnar hefði leitt íslensk- an þjóðarbúskap í stöðnun og horfur væru á minnkandi kaup- mætti hér á næstu áram á með- an hann ykist annars staðar. Menn þurfa ekki að vera sér- fróðir til að átta sig á því, að bilið milli lífskjara hér og ann- ars staðar hefur aukist jafnt og þétt í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. í fyrstu stefnuræðu sem forsætis- ráðherra þessarar stjómar fyrir tveimur árum stærði Steingrím- ur sig af því, að hér yrði ekki fylgt vestrænum hagstjórnarað- ferðum. Þeir sem þannig tala eru í raun málsvarar hafta og stöðnunar. Á kosningaþingi eiga ágrein- ingsefni stjómar og stjórnarand- stöðu eftir að skýrast betur. Umræðurnar um stefnuræðu forsætisráðherra gefa einnig til kynna ágreining um meginmál milli stjórnarflokkanna sjálfra. Hann á eftir að setja sterkan svip á stjórnmálaumræðumar á næstunni. Er nú ekki nóg komið? Heimilisfólkið í Grímsnesi við nýja húsið. Sólheimar í Grímsnesi: Nýtt húsnæði vígft fyrir heimilisfólk eftir Gylfa Þ. Gíslason i Fyrst grein laganna um stjórn fískveiða hljóðar svo: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. LTthlut- un veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Þessi lagaákvæði eru skýr og auðskilin. Alþingi hefur ákveðið, að þjóðin í heild eigi þá auðlind, sem fólgin er í fiskistofnunum umhverf- is landið. í ákvörðuninni felst, að fiskistofnarnir geta ekki orðið einkaeign, enda yrði torvelt að beita einkaeignarréttarhugtakinu, svo mikilvægt sem það er, þar sem því verður við komið, að því er snertir fiskistofna, sem eru á sífelldri hreyfingu um hafið. Eign er fyrst og fremst fólgin í rétti til tekna af eigninni. Eign, sem gefur engar tekjur af sér, hvorki í nútíð né framtíð, er einskis virði. Tekjur af eign geta verið óbeinar, svo sem hagurinn, sem eigandi íbúðar hefur af því að búa sjálfur í henni. Og jafhvel þótt eign gefi alls engar tekjur af sér getur hún haft tilfinn- ingagildi fyrir eigandann. Þess vegna ber einnig að vemda slíkan eignarrétt. En fjárhagslegt gildi eignar grundvallast á þeim tekjum, sem hún gefur af sér, beinum eða óbeinum. Undir vissum kringumstæðum getur fiskur verið einkaeign. Það á t.d. við um lax og silung í veiðiám. Þá grundvallast einkaeignarréttur- inn á því, að hægt er að afmarka veiðisvæðið, veiðiréttinn. Einka- eignarrétturinn á laxinum og sil- ungnum byggist á eignarréttinum á ánni og því landi, sem hún rennur um. Veiðirétturinn er auðvitað verð- mætur af því að fiskurinn er verð- mætur. Eigandinn hefur tekjur aí eign árinnar, annað hvort með því móti að veiða sjálfur eða selja öðr- um veiðiréttinn. Öllum skynsömum mönnum er ljós sú þýðing, sem einkaeignarrétturinn hefur í þessu tilviki. Eigandinn hefur rétt til þess að takmarka veiðina og koma í veg fyrir, að áin sé eyðilögð með of- veiði. Jafnframt hefur hann tekjur af eign sinni. Ef öllum væri fijálst að veiða í ánni, yrði þess eflaust ekki langt að bíða, að áin tæmdist af fiski. Og þá hefði enginn tekjur af henni framar. Fiskveiðilögsögunni umhverfis ísland er ekki hægt að skipta í svæði með sama hætti og náttúran sjálf hefur skipt skilyrðum til lax- og silungsveiði á landi með því að dreifa ám með vissum hætti um landið. Þess vegna eru fiskistofnar í sjó hvarvetna skoðaðir sem sam- eiginleg auðlind. Meðan veiðigeta þeirra, sem saman eiga eignina, er ekki meiri en nemur náttúrulegum vexti fiskistofnanna, stafar þeim ekki hætta af sókninni. En þegar hún verður meiri, kemur hætta á ofveiði til skjalanna. Þá verður að takmarka sóknina. Það getur ríkis- valdið eitt. En jafnframt skapast viðkvæmt efnahagsvandamál. Þeg- ar sumir fá rétt til veiða, en öðrum er synjað um það, er hinum fyrr nefndu ívilnað. Veiðirétturinn á hafinu er auðvitað verðmætur eins og laxveiðirétturinn í ánni. Þess vegna á sá, sem veiðiréttinn fær, að greiða fyrir hann. Það á að vera jafnsjálfsagt og öllum þykir það sjálfsagt, að laxveiðimaðurinn greiði fyrir veiðirétt sinn. II Skynsama menn getur auðvitað ekki grein á um, að réttindi, opin- ber leyfi, til þess að veiða fisk í íslenzku fiskveiðilögsögunni, séu verðmæt. Verðmæti veiðiréttinda, sem ganga kaupum og sölum á markaði, má meta með hliðsjón af markaðsverði þeirra, rétt eins og venja er að meta verðmæti annarra markaðshæfra eigna. Eínn helzti sérfræðingur hér á landi um sjávar- útvegsmál og efnahagsmál sjávar- útvegsins er Ragnar Arnason, pró- fessor við Viðskipta- og hagfræði- deild Háskólans. Hann telur, að á núgildandi verðlagi megi áætla ár- legt heildarverðmæti veiðiréttind- anna á bilinu 12-18 milljarðar króna. Á ráðstefnu í Tromsö í Nor- egi mun norskur fiskihagfræðingur í sumar hafa greint frá athugunum á heildarverðmæti íslenzku kvót- anna og komizt að svipaðri niður- stöðu. Nú í ár var veiðiréttindunum, kvótunum, úthlutað til 632 skipa. Þeim var úthutað ókeypis. Um næstu áramót munu um 1500 smá- bátar einnig fá úthlutað kvótum, einnig ókeypis. Engar heimildir eru til um, hversu margir einstaklingar eiga þessi 632 skip, sem ráðstafa heildarkvótanum í ár. Sum skipin eru í eigu margra aðila. Hins vegar eru mörg skip í eigu eins og sama aðila. Það er þó augljóst, að það er ekki stór hópur manna, sem fengið hefur til ráðstöfunar rétt- indi, sem eru margra milljarða króna virði á ári. Þegar núgildandi kerfi til stjórn- unar á fiskveiðunum var tekið upp og takmarka varð réttinn til veiða við vissa aðila, var eflaust ekki önnur leið fær en að velja þá, sem hlutaðeigandi veiðar höfðu stundað, og binda veiðar þeirra við ákveðið mark, afla eða sókn. En þegar í stað hefði átt að huga að því, að þessi skipan festist ekki í sessi. Breytingin sem gerð var á fisk- veiðistjórninni, var svo gagnger; en jafnframt svo nauðsynlegt, að rétt- lætanlegt var að freista þess að komast yfír byijunarörðugleika með sem einföldustum hætti. En að halda áfram að binda veiðirétt- indin við þennan hóp aðila (og þá, sem gert var ráð fýrir að gætu komið í stað þeirra) erú svo alvar- leg mistök, að engu tali tekur. Mis- tökin eru ekki aðeins fólgin í því, að sóknargeta þessara aðila var þegar 1984 of mikil. Flotinn var þegar 1984 of stór, og hefur verð- mæti hans aukizt um 30% síðan. Um óhagkvæmnina, sem af því hlýzt, var rætt í fyrri grein. hér er ætlunin að vekja athygli á því óvið- unandi ranglæti, sem í því felst, ef þeim aðilum, og þeim aðilum einum, sem stundað höfðu veiðar í vissan tíma, áður en nýja kerfíð var tekið upp, verður tryggður áframhald- andi — að ekki sé talað um ævar- andi réttur til þess að hagnýta auð- lind, sem sjálf löggjafarsamkoman hefur ákveðið, að sé sameign allrar þjóðarinnar. III Ef einhver kynni að hafa dregið í efa, þegar kvótakerfíð var tekið upp 1984, að kvótarnir væru verð- mætir, þá verður slíku með engu móti haldið fram nú. Það hafa veiði- leyfíshafamir, eigendur fískiskip- anna sjálfír, auglýst rækilega fyrir þjóðinni. Viðskipti með veiðileyfi, kvóta, hafa verið mikil á undanförn- um árum. Því miður eru engar skýrslur til um það, hversu miklar fjárhæðir hafa farið milli eigenda veiðiréttinda í því sambandi. En hér er áreiðanlega um miklar fjárhæðir að ræða. Á þetta er ekki bent til þess að gagnrýna slík viðskipti. Þau eru ekki aðeins eðlileg, heldur stuðla þau jafnframt tvímælalaust að auk- inni hagkvæmni. Útgerðarmenn eru áreiðanlega yfírleitt skynsamir at- vinnurekendur. Kaupandi kvóta notar hann eflaust með hagkvæm- ara móti en seljandi hans hefði gert. Þess vegna auka kvótavið- skiptin hagkvæmni í sjávarútvegin- um. Á því er sannarlega ekki van- þörf. En skuggahliðin á kvótavið- skiptunum er fólgin í því, að með þeim safnast gífurlegur auður á hendur eigenda skipa sem upphaf- lega fengu úthlutað veiðiréttindum ókeypis. Það er ranglætið, sem fylg- ir ókeypis úthlutun kvóta, sem er ámælisvert. Og það er einmitt aðal- galli kvótakerfisins, eins og það er nú framkvæmt með ókeypis veiði- leyfum, að hróplegt ranglæti skuli eiga sér stað jafnhliða nauðsynlegri hagræðingu. Hinn 5. september síðastliðinn birtist í blaðauka Morgunblaðsins* Úr verinu athyglisvert viðtal við framkvæmdastjóra eins myndarleg- asta útgerðarfélags landsins, Skag- strendings hf. Blaðamaður segir, að aðferðir fyrirtækisins við mat á skipum þess hafi vakið spurningar. Framkvæmdastjórinn svarar: „Við höfum notað þá aðferð við mat á skipunum að skrá þau á 90% af tryggingarverðmæti, en venju- lega reglan er að miða við bókfært verð.“ Hann segir bókfært verð skipanna ásamt meðfylgjandi veiði- heimildum samkvæmt þessari reglu vera 350 milljónir, en bætir síðan við: „I raun er söluverð skipanna með veiðileyfum yfir 800 milljónir. Ef við hentum skipunum og seldum kvótann, sem er 7.000 tonn, fengj- um við þessa upphæð miðað við 120 kr. fyrir kílóið ...“ Nú spyr blaðamaðurinn: „Segir ekki í lögum um stjórn fískveiða, að kvótinn sé eign lands- manna allra. Eigið þið nokkuð með að færa kvóta skipa Skagstrend- inga til eignar?" Framkvæmdastjórinn svarar: „Erum við ekki hluti af lands- mönnum með 23 hluthafa og heilt sveitarfélag að auki? Það eru ekki fleiri eigendur að mörgum fyrir- tækjum í sjávarútvegi." Enn spyr blaðamaður: „Einhvern tíma gæti það gerzt, að þessi réttindi yrðu tekin af ykk- ur.“ Og framkvæmdastjórinn svarar: „Mikið rétt og það sama á ná- kvæmlega við um aðrar eignir þær geta hækkað eða lækkað í verði. Ef þessi kvóti yrði tekinn, yrði eðli- lega að færa niður það fé, sem við höfum talið okkur til eigna. Stað- reyndin er sú, að verðmætið núna er 8-900 milljónir og við miðum við það meðan það á við og við höfum ráðstöfunarrétt á þessum verðmæt- um. Reyndar hef ég ekki nokkra trú á því, að breyting verði á þessu fyrirkomulagi.. Gylfi Þ. Gíslason „Verðmæti veiðirétt- inda, sem ganga kaup- um og sölum á mark- aði, má meta með hlið- sjón af markaðsverði þeirra.“ IV í þessu skilmerkilega samtali kemur í raun og veru fram kjarni þess, sem mig langar til að vekja athygli á með þessari grein. Þótt valið á þeim aðilum, sem úthlutað var veiðileyfum við upphaf kvótakerfisins, hafi verið eðlilegt og þótt veija megi, að kvótarnir hafi þá verið ókeypis, hafa það ver- ið og eru stórfelld mistök að hafa látið þessi upphafseinkenni kerfis- ins haldast. í kjölfar þess hefur siglt óhagkvæmni, eins og sýnt var fram á í fyrri grein. Og því fylgir óviðun- andi þjóðfélagslegt ranglæti. Það er ekki hægt að una því, að tekjur af auðlind, sem er sameign allra landsmanna, safnist á fáar hendur, að eigendur rúmlega sex hundruð skipa telji sig eiga aðalauðlind þjóð- arheildarinnar. Það mun orðið algengt, að út- gerðarfyrirtæki telji fiskveiðirétt- indi sín, kvótann til eignar. Fróðlegt væri að fá upplýst um hversu mikl- ar fjárhæðir hér er að ræða. Þessir eignaliðir í reikningum geta hafa orðið til á ýmsan hátt. Fyrirtæki getur hafa keypt kvóta af öðru, sem hafði fengið kvótanum úthlutað endurgjaldslaust. Fyrirtæki, sem selur kvóta, getur líka hafa keypt hann. Og nú undanfarið hafa kvót- ar verið keyptir af smábátum, sem hafa að vísu engan kvóta, en eiga að fá hann um áramót. Frá bókhaldssjónarmiði er ekkert við það að athuga, að réttindi, sem greitt hefur verið fyrir séu færð til eignar, enda hefur ríkisskattstjóri samþykkt það. Hann hefur meira að segja fallizt á, að slík eign sé afskrifuð einsog skip. í lögunum segir, að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Samræmist sú skipan mála, sem verið hefur að komast á, að því er snertir reikn- isskil útgerðarfyrirtækja og skatt- greiðslu þeirra, þessum lagaákvæð- um? V Það þjóðfélagslega ranglæti, sem verið hefur að skapast í kjölfar ókeypis úthlutunar á veiðileyfum, er ekki aðeins fólgið í því, að eig- andi fískistofnanna, almenningur í landinu, fær ekki beinan arð af eign sinni. Það er einnig fólgið í hinu, að jafnræði milli útflutningsgreina er stórlega raskað. Sjávarútvegur aflar um helmings gjaldeyristekn- anna. Hins helmingsins aflar iðnað- ur og ýmiss konar þjónustustarf- semi. Meðan sjávarútvegurinn greiðir ekki fullt verð fyrir afnot sín af aðalauðlind þjóðarinnar, er hallað mjög ranglega á aðrar út- flutningsgreinar. Því Jengur sem það er dregið að bæta úr þessu ranglæti, þeim mun erfiðara verður málið viðfangs. VI Fjölmargir hagfræðingar og raunvísindamenn hafa nú árum saman bent á nauðsyn þess, að sjáv- arútvegurinn sé með einhverjum hætti látinn greiða fyrir afnot sín af auðlindum hafsins. Það eru meira en tíu ár síðan ég skrifaði fyrstu blaðagrein mína um þetta efni. Enginn stjórnmálaflokkur hefur samt mótað stefnu í þessu efni. Og við afgreiðslu fiskveiðilöggjafarinn- ar undir lok síðasta þings ríkti mik- ið sundurlyndi og ringulreið. Nauð- syn lagasetningar var þó ótvíræð og allar breytingar, sem gerðar voru á eldri löggjöf til bóta. Það er ómótmælanleg staðreynd, að fiskiskipaflotinn er alltof stór og að því hlýtur að fylgja mikil óhagkvæmni, sem rýrir lífskjör þjóðarinnar. Og nú má öllum vera ljóst, að kvótarnir, sem skipum er úthlutað ókeypis, eru mikil verð- mæti sem útgerðarfyrirtæki eru tekin að telja til eignar í reikningum sínum. Ranglætið sem öðrum út- flutningsgreinum en sjávarútvegi er sýnt með því að veita honum afnotarétt af auðlindum sjávarins án þess að han greiði rétt verð fyr- ir, verður æ tilfínnanlegra. Er nú ekki kominn tíma til þess, að stjórnmalaflokkarnir, og þá um leið sjálf löggjafarsamkoman, taki með alvöru og festu á þeim mikla vanda, sem her hefur verið að skapazt, og æ erfíðara verður að leysa úr, því lengur sem það dregst, að fengizt sé við hann? Höfundur er prófessor. í TILEFNI af 60 ára afmæli heimilisins Sólheima í Grímsnesi á þessu ári var vígð ný heimilis- eining á Sólheimum sl. sunnudag. Margrét Heinreksdóttir formað- ur stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar vígði húsið og sr. Tómas Guðmundsson prófastur í Árnessýslu flutti húsblessun. Um er að ræða 212 fermetra hús teiknað af Árna Friðrikssyni arki- tekt. Hr. Ólafur Skúlason biskup tók fyrstu skóflustunguna 22. júlí 1989 og hófust framkvæmdir sl. haust, I húsinu eru sex einstakl- ingsherbergi auk stafsmannaíbúð- ar. Framkvæmd þessi er fjármögnuð með stuðningi einstaklinga, líknar- samtaka og fyrirtækja og hafa þeg- ar safnast rúmlega níu milljónir, en áætlaður byggingakostnaður er um ellefu og hálf milljón. Fjársöfn- un verður haldið áfram á næstu vikum og mánuðum uns settu marki varðandi fjármögnun byggingar- innar hefur verið náð. Á undanförnum fimm árum hefur verið unnið að endurbyggingu á húsnæðisaðstöðu heimilifólks Sól- heima. Á þessu tímabili hafa verið byggðar fjórar heimiliseiningar fyr- ir 27 af 39 heimilismönnum. Stjórn Sólheima og heimilisfólk vill koma á framfæri innilegu þakk- læti til allra þeirra aðila sem lagt hafa heimilinu lið við þessa fram- kvæmd og þannig stuðlað að bætt- um aðbúnaði íbúa Sólheima. Þeim áfanga hefur nú verið náð í endurbyggingu húsnæðis á Sól- heimum að allir heimilismenn búa í nýlegu húsnæði. í næsta bygging- aráfanga er fyrirhugað að rýmka um heimilisfólkið með því að reisa þjónustuíbúðir fyrir sambýlisfólk og einstaklinga. (Fréttatilkynning) Fjárlagafrumvarpið; Engin fjár- veiting til Skákskólans Forsvarsmenn Skáksambands íslands sakna framlags til Skák- skóla Islands í fjárlagafrumyarpi næsta árs, en það framlag átti að vera þar samkvæmt lögum um skákskólann, sem Alþingi samþykkti sl. vor. „Stofnkostnaðurinn, ein og hálf milljón sem átti að koma úr ríkis- sjóði samkvæmt lögum, finnst ekki í frumvarpinu og menn í ríkiskerf- inu kannast ekki við að gert sé ráð fyrir þessari upphæð,“ sagði Þráinn Guðmundsson skólastjóri og fyrr- verandi formaður Skáksambands Islands við Morgunblaðið. Hann sagði að í lögum um skák- skólann sé gert ráð fyrir ríkið greiði stofnkostnað og leigu á húsnæði fyrir skólann og eitt stöðugildi skólastjóra. „Og Skáksambandið hefur ekki peninga til að greiða þetta ef ef sú fjárveiting kemur ekki,“ sagði Þráinn. Gj örgæslu deild Borg- arspítalans 20 ára eftir Ólaf Þ. Jónsson Um þessar mundir eru 20 ár frá því að gjörgæsludeild Borgarspítal- ans var opnuð en það var 20. októ- ber 1970. Nafnið lætur kunnuglega í eyrum því margir hafa dvalist þar sem sjúklingar, fjöldi aðstandenda hafa komið þar til að heimsækja hina veiku og slösuðu og deildin er títt nefnd í fjölmiðlum og þá einkum í sambandi við alvarleg slys, en þar hafa dvalist flestir hinir mest slös- uðu landsmenn á þessu tímabili. Deildin er til húsa á 6. hæð í E-álmu spítalans í húsnæði sem upphaflega mun hafa verið ætlað sem starfsmannabústaður. Þannig ber húsnæðið það með sér að ekki var gert ráð fyrir sjúklingum og er óhentugt að mörgu leyti og þrengsli eru mikil. Hins vegar er útsýni mikið og fagurt. Starfsemi deildarinnar er tvíþætt. Annars vegar þjónar hún sem almenn gjörgæsludeild fyrir allar deildir spítalans og hins vegar fyrir sjúklinga sem koma úr skurð- aðgerðum og þurfa nákvæmt eftir- lit allt upp í sólarhring á eftir. Á deildinni eru 6 rúm fyrir gjörgæslu- sjúklinga og 5 rúm fyrir uppskurð- arsjúklinga. Frá því að deildin opnaði hafa verið skráðir rúmlega 8 þúsund gjörgæslusjúklingar, legudagar eru um 39 þúsund og rúmanýting hefur verið 90-100% seinni árin. Meðal- legutími er um 5 dagar. Þeir sjúkl- ingar sem eru styst eru aðeins nokkrar klukkustundir en allmargir hafa verið í um 3 mánuði og marg- ir þeirra hafa náð fullum bata þrátt fyrir gífurleg veikindi. Eins og áður sagði er sérstök vökunareining í húsnæði deildarinnar og er sama starfsfólk á báðum þessum eining- um. Frá upphafí hafa komið þar yfír 51 þúsund sjúklíngar til eftir- Iits eftir skurðaðgerðir og eru 550-650 yfir nótt á hverju ári. Þannig hafa tæplega 60 þúsund sjúklingar vistast í húsnæði gjör- gæsludeildar frá opnun 1970. Flestir þeir sjúklingar sem koma á deildina ná sér að fullu eða að mestu leyti. Hins vegar er það svo að allmargir látast á deild þar sem veikustu og mest slösuðu sjúkling- arnir vistast. Það fer því ekki hjá því að ýmsir eiga erfíð spor þegar þeir vitja dauðvona eða látinna skyldmenna. Slíkt reynir ekki síður á starfsfólkið einkum þegar börn og fólk í blóma lífsins deyr. Það þarf sterkar taugar til þess að ann- ast slíka sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þegar þannig stendur á hef- ur verið mikill styrkur frá prestum spítalans þeim Sigfinni Þorleifssyni, sem hóf störf fyrir nokkrum árum, Ólafur Þ. Jónsson og nú síðar Birgi Ásgeirssyni. Þeir hafa áunnið sér traust sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Ástæður þess að sjúklingar vist- ast á gjörgæsludeild eru margar en þær algengustu eru eftirfarandi: Höfuðslys, meðvitundarleysi, lyfja- misnotkun, hjartastopp, alvarlegir hjarta- og lungnasjúkdómar, heila- blæðingar, öndunarbilun, nýrnabil- un, alvarlegar blæðingar frá melt- ingarfærum, alvarlegar sýkingar, lost, fjöláverkar og eftir miklar og langar skurðaðgerðir. Deildin er allvel búin tækjum. Má telja hjartarafsjár, tæki sem mæla blóðþrýsting, miðbláæða- þrýsting, lungnaslagæðaþrýsting, þrýsting í höfukúpu, öndunarvélar, blóðsíunarvélar, sjálvirkar vökva- dælur, blóð- og vökvahitara, súrefn- ismæla, hjartarafloststæki ogfleira. Tölvuprentari er á deildinni þannig að upplýsingr um blóðrannsóknir berast jafnharðan. Læknisfræðileg yfirstjórn hefur frá upphafi verið í höndum lækna svæfingadeildar. Fyrsti yfírlækhir var Þorbjörg Magnúsdóttir, til árs- loka 1987 er hún lét af störfum, en síðan Ólafur Þ. Jónsson. Einn sérfræðingur er alltaf við deildina á daginn og á nóttunni er reyndur aðstoðarlæknir í húsinu og síðan bakvakt sérfræðings. Hins vegar halda þeir sérfræðingar sem leggja sjúklinga á deildina áfram að fylgja þeim eftir, eins óg áður. Þegar um alvarlega veika eða slasaða sjúkl- inga er að ræða eru vandamálin hins vegar mjög oft margþætt og flókin og eru þá kallaðir til sérfræð- ingar í hinum ýmsu sérgreinum eftir því sem tilefni er til, en spítal- inn hefur á að skipa hinum hæf- Ustu læknum eins og kunnugt er. Læknar segja fyrir um meðferð og rannsóknir og hafa náið sam- band við sjúklinga og aðstandend- ur. Hins vegar er hjúkrunarþáttur- inn mjög mikilí og mikilvægur við meðferð gjörgæslusjúklinga. Á gjörgæsludeild Borgarspítalans hafa valist hæfir hjúkrunarfræðing- ar og þar hefur tekist að halda mjög góðum starfsanda þannig að eftirsóknarvert er talið að starfa þar og mannaskipti eru sjaldgæf. Störfín eru oftast mjög krefjandi, sérhæfð og flókin. Hér er um að ræða almenna umönnun svo sem að halda sjúklingum hreinum, lyfja- tiltektir og lyfjagjafír með fjölda lyfja, meðferð ýmissa yfírvökunar- tækja og þrýstingsmæla, meðferð öndunarvéla, samskipti við aðstand- endur og margt margt fleira. Það er álit flestra að frammistaða hjúkr- unarfræðinganna sé hin glæsileg- asta. Hjúkrunardeildarstjórar hafa aðeins verið þrír frá upphafí. Fyrst Kristín Óladóttir í mörg ár, síðan Þóra Elín Guðjónsdóttir og núna seinustu árin Kristín Davíðsdóttir. Hún er nú í leyfi og starfar fyrir Rauða krossinn í Afganistan. Störf- um hennar gegnir Kristín Gunnars- dóttir. Hjúkrunarframkvæmda- stjóri er Margrét Björnsdóttir. Aðr- ir starfsmenn deildarinnar hafa Borgarspítalinn í Reykjavík. einnig átt mikinn og farsælan þátt í starfseminni. Það eru sjúkraliðarn- ir sem vinna við umönnun sjúkling- anna við hlið hjúkrunarfræðinga, starfsstúlkur sem sjá um að halda deildinni hreinni og þrifalegri og ritarar. Sjúkraþjálfarar sjá um öndunar- og sjúkraþjálfun og meinatæknar og röntgentæknar sinna störfum sínum daglega á deildinni. Að lokum mætti spyija hvað af- mælisbarninu kæmi best á þessum tímamótum. Margt væri sjalfsagt kærkomið, en það sem mest krepp- ir að er plássleysið og tækjakostur mætti vera meiri. Oft vantar pláss fyrir sjúkling og aðstaða fyrir að- standendur er ófullkomin og sama má segja með ýmsa aðstöðu starfs- fólks. Akveðnar tillögur hafa verið lagðar fram til lausnar þessum vanda en ekki hefur fengist fé til þeirra breytinga ennþá en þær eru í tengslum við breytingar á skurð- ■ stofuaðstöðu spítalans. Öll sú að- staða er fyrir löngu orðin ófullnægj- , andi. Óskandi væri að ráðamenn ] sæju sér fært að leggja því máli! lið. Það er von mín að ýmis aðstaða á deildinni batni og takast megi sem hingað til að fá hið hæfasta fólk til starfa. Höfundur eryfirlæknir gjörgæsludeildar Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.