Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur áhuga á að hrinda nýj-
um hugmyndum þínum í fram-
kvæmd. Talaðu um það við yfír-
menn þína. Einhver í hðpi þinna
nánustu veldur þér áhyggjum í
kvöld..
Naut
(20. apríl - 20. maí) tffö
Hittu ráðgjafa þinn að máli í
dag. Þú ferð í snögga viðskipta-
ferð. Sinntu bókhaldinu og hafðu
opin augun fyrir tækifærum til
menntunar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ræddu viðskipti og íjármál \ dag.
Þú þarft á allri þinni dðmgreind
að halda til að meta hvaða skuld-
bindingar þér sé óhætt að taka
á þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HI8
Hjón taka höndum saman um að
gæta velferðar bamsins síns.
Samstarf er það sem gildir núna.
Þú getur lent í orðasennu við ein-
hvem ættingja þinna í dag.
LjÓtl
(23. júlí - 22. ágúst)
Skynsamleg framganga þín færir
þér ávinning heima fyrir sem í
starfi. Þú átt skilið að slappa af
og fara út að skemmta þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Sköpunarkraftur þinn er með ein-
dæmum mikill í dag og það ættir
þú að notfæra þér til hins ítrasta.
Þú lendir í rómantísku ævintýri
án þess að hafa óskað eftir því.
VOg -rte
(23. sept. - 22. október)
Þetta er heppilegur dagur til inn-
kaupa og ákvarðanatöku í þágu
heimilisins. Gesti ber óvænt að
garði hjá þér. Leitaðu umsagnar
vina þinna áður en þú snýrð þér
til sérfræðinga.
Sporðdreki
(23. okt. — 21. nóvember) Hjj0
Sinntu mikilvægu símtali í dag
og byrjaðu á skapandi verkefni.
Truflun sem þú verður fyrir kem-
ur í veg fyrir að þú komir eins
miklu í verk í vinnunni og þú
ætlaðir.
Bogmadur
(22. nóv. — 21. desember)
Fjármálaumræður ættu að vera
trúnaðarmál. Sinntu andlegum
efnum og Ijúktu af undirbúnings-
verkefni sem þú ert mtíð í takinu.
Smávægilegur misskilningur get-
ur orðið til þess að spilla sam-
bandi þínu við náinn ættingja.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Þú nýtur þess að taka þátt í örv-
andi skoðanaskiptum við vin þinn
í dag. Þú ert að leita að farvegi
fyrir sköpunargáfu þína og setur
þér ný markmið til að keppa að.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú verður ef til vill að hafna
heimboði í dag til að hafa tíma
til að Ijúka rannsóknarverkefni
sem þér hefur verið trúað fyrir.
Hugur þinn er skýr og innsæi
þitt eins og best verður á kosið.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú hefur samband við vin sem
býr í fjarlægð. Hittu ráðgjafa
þína og umboðsmenn að máli.
Taktu þátt í félagslífinu í kvöld,
en farðu að öllu með gát.
AFMÆLISBARNIÐ á auðvelt
með að vinna með öðru fólki og
lendir oftlega í stöðu ráðgjafans
í hópnum. Læknisfræði, lögfræði
og sálfræði eru svið sem vakið
gætu áhuga þess. Það hefur leik-
ræna framkomu og gæti þvi einn-
ig náð langt sem skemmtikraft-
ur. Það verður óeirið ef það hefur
ekkert að gera og til að vera
ánægt þarf það helst alltaf að
vera á kafi í verkefnum. Þegar
áhuginn er fyrir hendi stendur
ekki á að það leggi fram alia
krafta sina.
Stjömuspána á aó lesa sem
dœgradv'ól. Spdr af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindategra staðreynda.
V
DYRAGLENS
LJÓSKA
SMÁFÓLK
PiD I TELL YOU? I VE
DECIDED TO RUN FOR
CLA55 PRE5IDENT..
Var ég búinn að segja þér það? Ég
hef ákveðið að bjóða mig fram til
bekkjarformanns.
''PI6PEN/' YOURE 5UCH A
ME55 I WOULPN'T V0TE F0R
YOUFOR FR06 CATCHER'
„Sóði“, þú ert svo hræðilegur að ég
myndi ekki kjósa þig sem froska-
veiðara!
Hundaveiðara, gildir einu.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Austri leist ekki á blikuna
þegar hann blindur kom upp.
Hann yrði að fínna sex afköst í
þéttan spaðalitinn. Þann þryst-
ing gæti hann ekki staðið af sér.
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ ÁKDG109
V7
♦ K984
*G3
Vestur Austur
♦8432 .. ♦-
V63 ♦ KG109852
♦ 32 4 01076
+ Á10654 ♦ K9
Suður
♦ 765
VÁD4
♦ ÁD5
♦ D872
Vestur Norður Austur Suður
— 2 spaðar 3 hjörtu 3 grönd
Pass 4 grönd Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
Utspil: hjartasexa.
í NS voru Bandaríkjamenn-
imir Russ Ekeblad og Ron Suk-
oneek, sem gerðu það gott í svei-
takeppni HM í Genf, komust í
fjórðungsúrslit í sveit George
Rapee. Spil dagsins er frá fyrri
stigum HM í tvímenningi. Opnun
norðurs á 2 spöðum sýndi spaða
og tígul og 11-16 HP. Þegar
Sukoneck lyfti þremur gröndum
í fjögur, þóttist Ekeblad vita að
hann ætti þéttan spaðalit. Eke-
blad sagði samt frekar sex grönd
en sex spaða, því hann taldi
þyngra fyrir vestur að finna út-
spil í laufi.
Það reyndist rétt mat. Eke-
blad fékk fyrsta slaginn á hjarta-
drottningu og tók sex sinnum
spaða. Austur gat enga björg
sér veitt, henti í fjórum hjörtum
og Kx í laufi. Ekeblad gat þá
sótt hér 12. slaginn á lauf.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Ostende í
Belgíu í september kom þessi
staða upp í skák sovézku stór-
meistaranna Krasenkovs (2.535)
sem hafði hvítt og átti leik, og
Tukmakovs (2.520).
26. Hxg7! og svartur gafst upp,
því eftir 26. - Bxg7 27. Bxf5
tapar hann drottningunni eða
verður mát. Sigurvegari á mótinu
varð hinn ungi hollenski stór-
meistari Jeroen Piket, sem hlaut
7'A v. af 9 mögulegum. Næstir
komu sovézku stórmeistararnir
Vladimirov, Tukmakov og Kras-
enkov, ensku alþjóðameistararnir
Peter Wells og Keith Arkell, stór-
meistarinn Tony Miles og alþjóð-
legi meistarinn Cifuentes frá
Chile, allir með 7 v.