Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 241. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosið í Pakistan: Líkur á að Bhutto haldi sínum hlut Islamabad, Lahore. Reuter. GHULAM Ishaq Khan, forseti Pakistans, réðst harkalega á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í gær og sagði hana hafa brot.ið reglur lýðræðisins. Forsetinn sagði þá ákvörðun sína að reka Bhutto úr embætti í ágúst eftir 20 mánaða stjórnartíma hafa verið í samræmi við vilja „margra milljóna manna“ sem ekki hefðu möguleika á að koma skoðunum sínum á framfæri. Kosið er til þings í dag og telja flestir stjórnmálaskýrendur að Bhutto muni halda sínum hlut. Khan, er nýtur stuðnings leiðtoga hersins, sagði ríkið þurfa á sterkri, þjóðhollri forystu að halda í heimi þar sem afdrifaríkar breytingar ættu sér nú stað. Andstæðingar Bhutto segja að hún hafi ekki verið EFT A-ráðherrar: Undanþágum verði fækkað Genf. Reuter. Utanríkisráðherrar ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) iýstu því yfir í gær að þeir gerðu sér grein fyrir nauð- syn þess að fækka undanþágum þeim sem ríkin vilja fá frá regl- um Evrópubandalagsins (EB) við framkvæmd samnings um Evr- ópskt efnahagssvæði (EES). Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sat síðari dag fundarins sem haldinn var í Genf. Ráðherramir sögðu ennfremur í yfirlýsingu sinni sem gefin var út í fundarlok að EB yrði í staðinn fyrir tilslakanir EFTA að fallast á að ákvarðanir sem vörðuðu efna- hagssvæðið allt yrðu teknar sam- eiginlega. EFTA-ráðherrarnir sögð- ust hafa lagt að samningamönnum ríkja sinna að herða róðurinn og undirbúa' pólitíska lausn í samn- ingaviðræðunum fyrir lok ársins. nægilega skelegg auk þess sem gífurleg spilling hafi einkennt stjórnarfarið. Þijár alþjóðlegar nefndir fylgjast með því hvort kosn- ingarnar fara lýðræðislega fram. Bhutto lauk kosningabaráttunni í borginni Lahore á mánudagskvöld með íjöldafundi og sögðu talsmenn Þjóðarflokks hennar að þátttakend- ur hefðu verið um 500.000. Borgin er eitt af helstu vígjum aðaland- stæðings Bhutto, Nawas Sharif, leiðtoga íslömsku lýðræðisfylking- arinnar. Sjá frétt á bls. 22-23. Reuter Bandarískir hermenn við skotpall fyrir Hawke-loftvarnaeldflaugar í eyðimörk Saudi-Arabíu. Dick Che- ney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að Irakar hefði klófest nokkrar flaugar af þessu tagi í Kúvæt. Fregnin hefur valdið verulegum áhyggjum hjá yfirstjórn bandaríska liðsins við Persaflóa. Cheney sagði óljóst hvort írakar kynnu að meðhöndla flaugarnar en þær eru mjög fullkomnar. ■ Edward Heath á heimleið með 38 breska gísla frá Irak: Iraska þingið samþykkir að sleppa 330 frönskum gíslum Líklegt að 700 Búlgarar fái einnig fararleyfi Bagdad. Reuter. ÍRASKA þingið samþykkti í gær- kvöldi þá tillögu Saddams Huss- eins forseta að sleppa öllum frönskum gíslum sem eru í haldi í írak og Kúvæt, alls 330 manns. Eru þeir meðal þúsunda vest- rænna manna sem írösk stjórn- völd hafa haldið sem gíslum frá því írakar réðust inn í Kúvæt 2. ágúst sl. Saddam sagðist í gær- kvöldi vilja að þingmenn ræddu möguleikann á að veita um 700 Búlgörum í írak fararleyfi. 14 bandarískum gíslum var leyft að fara til Amman í Jórdaníu í gær. Edward Heath, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, hélt í gærkvöldi til Amman og þaðan Hálf milljón Jemena hrakin frá Saudi-Arabíu: „Allali er mikill — Ilann gaf mér son - Þau devja í Jemen“ Sanaa í Jemen. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „FERÐIN var erfið og við þurftum að bíða í 35 stiga hita Saudi- Arabíumegin í tvo daga og fengum ekkert vatn. Margir eru að- framkomnir," sagði Fuad, einn af tíu til fimmtán þúsund Jemen- um sem fara daglega yfir til Jemens um landamærastöðina í Haradh. Fuad reyndist hafa lög að mæla, margir voru aðfram- komnir og sumir Iifðu ferðalagið í steikjandi eyðimerkurhitanum ekki af eins og ég átti eftir að verða vitni að. Saudi-Arabar hafa rekið um til Haradh með tveimur jemensk- háifa milljón Jemena úr landi fyr- ir þær sakir að þeim þykir stjórn- in í Jemen of höjl undir Saddam Hussein, forseta Iraks. Enn er um ein milljón Jemena í Saudi-Arabíu og sagði Fuad að hinir efnameiri reyndu að fá leyfi til að flytjast annað en til Jemens en þeirra hagur færi að þrengjast því flest Arabaríki hefðu nóg með sig og sitt. Ég kom eldsnemma morguns um starfsbræðrum. Halarófan af sveittu, þreyttu og æstu fólki virt- ist lengjast stöðugt þó jemenskir starfsmenn stöðvarinnar á óljós- um mörkum landanna kepptust við að ljúka formsatriðum. Flestir komu án þess að hafa annað meðferðis en í mesta lagi smá fatapinkil og fæstir höfðu fengið laun sín greidd síðustu tvo mánuð- ina. Haradh er í qyðimörkinni tæp- lega 200 kílómetra norðvestur af höfuðborg Jemens, Sanaa. Það var rok og steikjandi hiti og sand- urinn þyrlaðist víða upp í háa stróka. Flestir Jemenanna höfðu komið á vörubílum langar leiðir að og langferðabílar, sumir harla hrörlegir að sjá biðu þeirra Jemen- megin. Víða var ringulreið og háreysti þegar fjölskyldur voru að kalla sig saman. Nokkur hópur kvenna var að stumra yfir kornungri stúlku spottakorn í burtu. Eg gekk þang- að og sá að hún var að fæða barn. Ein kvennanna kom hlaupandi til mín og spurði hvort ég væri lækn- ir. „Mikið blóð. Hjálpaðu henni. Barnið er dáið.“ Þó ég hristi höfuðið dró hún mig nauðugá viljuga til stúlkunn- ar. Ég horfði skelfingu lostin á helbláa eftirlíkingu af barni milli blóðugra læra stúlkunnar og blóð- ið rann viðstöðulaust niður af henni. Augun æpandi af sársauka og ótta. Maðurinn hennar sat skammt frá, reri fram í gráðið og tuldraði bænir fyrir munni sér. „Allah er mikill. Hann gaf mér son. Þau deyja í Jemen. Mikill er Allah." Konurnar ráku upp hljóð. Ég leit sem snöggvast á dáin augu stúlkunnar og síðan á manninn hennar sem var enn að ákalla guð sinn en það var komin illska i bænarhróp hans. Ég lagðist á hnén í sandinum og fór að gráta. til London með 33 aldraða og sjúka Breta frá Irak. Fimmtugur Breti, Jim Thomson, sagði fréttamönnum rétt fyrir brott- förina frá Bagdad að hann hefði verið í hópi gísla sem haldið var föngnum við vopnaverksmiðju. Þeir hefðu gert uppreisn vegna lélegs og lítils matar auk slæmrar með- ferðar af hálfu varða sem haldnir væru kvalalosta. Sumir varðanna hefðu gert sér leik að því að berja gísla. „Við rifum niður girðingar, brutum rúður í öllum gluggunum og máluðum slagorð gegn Saddam á veggina," sagði Thomson. Verðir ráku mennina aftur inn í herbergi þeirra og enginn slasaðist. Sendiherra Saudi-Arabíu í Bandaríkjunum vísaði í gær á bug fregnum þess efnis að Saudar væru reiðubúnir að fallast á kröfur íraka um að þeir fengju að halda hluta af kúvæsku landssvæði gegn því að hverfa með innrásarheri sína frá Kúvæt. Hann sagði það ófrávíkjan- lega kröfu yfíi'valda í Ryadh að ír- akar drægju heri sína skilyrðislaust til baka. George Bush Bandaríkja- forseti ítrekaði einnig í gær að ekki kæmi til greina að semja um neina málamiðlun við íraka. Líkti hann innrás þeirra í Kúvæt við innrás heija Adolfs Hitlers í Pólland í síðari heimsstyijöld. Talsmaður frönsku stjórnarinnar sgaði að engin breyting yrði á af- stöðu hénnar þó svo írakar slepptu frönskum gíslum. Lýsti hann ákvörðun íraska þingsins sem nýrri tilraun Saddams til að reka fleyg í samstöðu vestrænna ríkja vegna innrásarinnar í Kúvæt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.