Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1990 23 Indland: RHdsstjóm Singhs missir stuðn- ing þjóðemissinnaðra hindúa Nýju Delhí. Reuter. VISHWANATH Pratap Singh, forsætisráðherra Indlands, sagði í gær að ekki kæmi til greina að hann léti af embætti þrátt fyrir að flokk- ur þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, hefði snúið við hon- um baki. Flokkurinn hefur ásamt kommúnistum varið minnihluta- stjórn undir forystu flokks Singhs, Janata Dal, varaði við við því að alvarlegar trúarbragðadeilur væru að brjótast út í landinu milli hindúa og múslíma. Flokksmenn Hindúaflokksins við minnihlutastjórn Singhs vegna ákváðu að afturkalla stuðning sinn þess að leiðtogi flokksins Krishan Tékkóslóvakía: Fyrrverandi flokksleið- togi dæmdur i fangelsi Prag. Daily Telegraph. MIROSLAV Stepan, fyrrum leið-- togi kommúnistaflokksins í Prag, var dæmdur í 30 mánaða fangelsi i gær fyrir að misnota völd sín gegn lýðræðissinnum. Stepan var gefið að sök að hafa fyrirskipað lögreglunni að leysa upp Samráð austurs og vesturs í um- hverfismálum Vín. Reuter. FYRSTA umhverfisráð- stefna Evrópu með þátttöku fulltrúa úr austri og vestri hófst í gær í Vínarborg. Ráð- stefnan er haldin á vegum Evrópuráðsins. Tilgangurinn er sá að fara í kjölinn á þeim umhverfisvanda- málum sem blasa við Evróp- uríkjum og að ræða sameigin- lega stefnu til að kljást við þau. Búist er við að gerð verði drög að lokaskjali þar sem verð- ur að finna leiðbeiningar um umhverfisvernd í Evrópu. friðsamleg mótmæli lýðræðissinna í október 1988. Hann er sagður hafa m.a. skipað svo fyrir að spraut- að var vatni á fólkið með háþrýsti- dælum og varpað að því táragas- sprengjum. Dómarinn dæmdi ekki í öllum ákæruatriðum og fór þess m.a. á leit við ríkissaksóknara að hann legði fram gleggri sannanir þess efnis að unglingum hefði verið ekið upp í sveit og þeir skildir þar eftir í reiðileysi í brunagaddi áður en afstaða yrði tekin til þeirra kæruat- riða sem eftir stæðu. Litið hefur verið á mál Stepans sem prófmál á vilja dómstóla til að draga fyrrum kommúnistaleiðtoga til ábyrgðar. Hann er sá eini af fyrrum valdhöfum kommúnista sem sætt hefur málshöfðun frá því veldi kommúnistaflokksins var hnekkt í Tékkóslóvakíu í fyrravetur. Hins vegar er búist við að senn verði lögð fram ákæra á hendur fleirum, m.a. fulltrúum sem sátu í stjórn- málaráði kommúnistaflokksins, einkum þeim sem báðu Sovétmenn að senda hersveitir til Tékkósló- vakíu 1968. Þegar dómarinn kvað upp úr- skurð sinn sagði hann m.a. að Step- an og hans líkar hefðu verið hættu- legir samfélaginu. Advani, hafði verið handtekinn. Það voru stjórnvöld í ríkinu Bihar á Norður-Indlandi sem handtóku Advani til þess að stöðva viðleitni hans til að byggja hindúamusteri þar sem nú stendur 16. aldar moska múhameðstrúarmanna í ríkinu Uttar Pradesh. Hindúar segja að moskan hafi verið reist á helgum stað hindúa. Þessi áform Advani hafa vakið ótta á Indlandi við að skerist í odda milli hindúa og múslíma. Það er erfitt að segja til um hver áhrif ákvörðun Bharatiya Janata-flokksins hefur á minni- hlutastjórn Singhs. Fram til þessa hafa kommúnistar og Bharatiya Janata-flokkurinn varið stjórnina vantrausti. Sumir spá því jafnvel að flokkur Singhs, Janata Dal, velji sér nýjan formann til þess .að vinna ríkisstjórninni fylgi. „ANC féllst á að fundur fram- kvæmdastjórnar hreyfingarinnar og miðstjórnar Inkatha-frelsisflokksins færi fram áður en langt um líður, með þátttöku Mangosuthus But- helezis og Nelsons Mandela," sagði í yfirlýsingu frá ANC á mánudag. Buthelezi féllst á tilboðið en hann hafði áður neitað að ræða við fiilltrúa ANC fyrr en hann fengi fund með Mandela. AN.C hefur ekki viljað ganga að þeim skilyrðum fyrr en nú og sakað Inkatha-hreyfinguna um að hafa komið af stað átökum í byggðum blökkumanna í landinu. Þeim ásökunum hefur Inkatha- hreyfingin vísað á bug og sagt að ANC hafi reynt að útiloka aðrar Reuter Lal Krishen Advani leiðtogi Bharatiya Janata-flokksins. hreyfingar blökkumanna frá viðræð- um við stjórn F.W. de Klerks forseta um afnám aðskilnaðarstefnunnar. Mandela er á ferð um Suðvestur- Asíu og Ástralíu og kemur til Suður- Afríku í bytjun næsta mánaðar. Hann fór í gær í fússi úr ástralskri útvarpsstöð, þar sem hann var í við- tali, þegar stjómandi þáttarins reyndi að fá hann til að ræða við Mangosuthu Buthelezi í síma. „Var þetta Buthelezi? I hreinskilni sagt, þá hefðir þú átt að segja mér frá þessu fyrirfram," sagði Mandela, augljóslega gramur. Hann kvaðst ekki vilja ræða við Zulu-höfðingjann og gekk út úr hljóðstofunni. Buthelezi fellst á viðræður við Afríska þjóðarráðið Jóhannesarborg, Canberra. R©uter. TVÆR helstu hreyfingar blökkumanna í Suður-Afríku, Afríska þjóðar- ráðið (ANC) og Inkatha-hreyfingin, hafa fallist á að hefja viðræður til að binda enda á átök, sem kostað hafa um 800 blökkumenn lífið frá því um miðjan ágúst. Nelson Mandela, varaforseti ANC, tekur þátt í viðræðunum og þannig gekk hreyfingin að helsta skilyrði Mangosut- hus Buthelezis, leiðtoga Inkatha-hreyfingarinnar og höfðingja Zulu- manna, fyrir slíkum viðræðum. H PARÍS - Hundruð dómara, saksóknara og stjórnenda fangelsa í Frakklandi fóru í verkfall í gær og varð það til að lama allt dóms- kerfið í landinu. Verkfallsmennirnir lögðu blómsveiga á tröppur dóms- húsa í helstu borgum landsins og sögðu franska dómskerfið dautt. Þeir krefjast meðal annars aukinna fjárveitinga til dómskerfisins, hærri launa og betri tækjabúnaðar. ■ TIRANA - Stjórnvöld í Al- baníu kynntu í gær nýja kosninga- löggjöf, þar sem gert er ráð fyrir því að kjósendur geti valið um fram- bjóðendur í leynilegum kosningum. Þetta þykir framfaraskref fyrir Al- bani þótt ekki sé það stórt miðað . við þróunina í öðrum Austur-Evr- ópuríkjum. Öðrum flokkum en kommúnistaflokknum verður ekki leyft að bjóða fram. ■ BÚDAPEST - Fundi Var- sjárbandalagsins, sem ráðgert var að halda í Búdapest í byijun næsta mánaðar, hefur verið frestað að beiðni sovéskra stjórnvalda, að því er austur-evrópskir stjórnarerind- rekar skýrðu frá í gær. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hafði lýst því yfir á sunnudag að hann hygðist leggja til að sameiginleg herstjórn bandalagsins yrði lögð niður og sögðust stjómarerindrek- arnir telja að þau ummæli hefðu valdið frestuninni. Reuter Nelson Mandela, varaforseti Afríska þjóðarráðsins í Suður- Afríku, veifar til fólks sem safn- aðist saman til að fagna honum við þinghúsið í Canberra í Ástr- alíu í gær. Mandela er í fimm daga heimsókn í landinu. Reuter Benazir Bhutto á leið til lögreglustöðvar í Karachi í gær en þar er eiginmaður hennar, Asif Ali Zardari, í haldi, sakaður um fjársvik og pólitíska spillingu. anna, gæti aldrei komið í veg fyrir það. Fyrirkomulag kosninganna er einnig sérkennilegt. Kosningarétt hafa allir sem staddir eru í landinu á kjördag. Afgani sem fór í leyfis- leysi yfir landamærin í morgun má því greiða atkvæði. Vandinn sem herinn stendur frammi fyrir er sá að Bhutto er eini leiðtoginn sem þjóðin getur sameinast um. Líklegt þykir að hún verði sigurvegari kosninganna líkt og 1988 er flokkur hennar fékk 93 menn kjörna en á þingi sitja 217 fulltrúar. Þjóðarflokkurinn kann á ný að verða stærsti flokkur landsins en talsmenn íslamska lýðræðis- bandalagsins, flokks andstæðinga Bhutto, segjast ekki kví’ða úrslitun- um. Sjálf hefur Benazir Bhutto lýst yfir því að flokkur hennar fái hrein- an meirihluta á þingi en jafnframt sakað andstæðinga sína um gróf kosningasvik. I I I 1 „ Hvernig bætum við LÍFSKJÖRIN? Hittum Guðmund H. Garðarsson ásamt Kristjáni Guðmundssyni formanni Óðins og Magnúsi L. Sveinssyni formanni VR í dag klukkan 17:30 í Veitingahöllinni (Húsi verslunarinnar) til að ræða málin. Lífeyrismál aldraðra er eitt stærsta hagsmunamálið Legðu þitttil málanna STYÐJUM öll Guðmund H. í PRÓFKJÖRINU Guómundur H. Garöarsson er 5. þingmaður Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik Kosningaskrifstofan er á jarðhæð Húss verslunarinnar. Gengið inn frá Miklubraut. Simar 38730,38761 og 38765. Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.