Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 273. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 Prentsmiðja Morguilblaðsins Búlgaría: Stjóm Andrejs Lúk- anovs seffir af sér Sofíu. Reuter. ^ STJÓRN Andrejs Lúkanovs, forsætisráðherra Búlgaríu, sagði af sér í gær eftir að allsherjarverkfall, sem efnt var til í því skyni að mótmæla matvælaskortinum í landinu, hafði staðið í fjóra daga. Lúkanov tiikynnti afsögnina er þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Sofíu og hrópuðu vígorð gegn stjórninni, sem var skipuð fyrrverandi kommúnistum Búist er við að bráðabirgðastjórn fari með völdin í landinu þar til efnt hefur verið til nýrra þingkosn- inga, líklega í mars á komandi ári. Lúkanov sagði í yfirlýsingu, sem Bretland: Major með gúðan byr búlgarska fréttastofan BTA birti, að helstu verkalýðssamtök landsins og stjórnarandstæðingar á þingi hefðu komið í veg fyrir að stjórnin kæmi umbótaáætlun sinni í fram- kvæmd. Stjórnarandstæðingar hafa efnt til fjölmennra útifunda í landinu undanfarnar vikur til að mótmæla alvarlegum matvæla- og eldsneytisskorti. Þeir sökuðu foryst- umenn Sósíalistaflokksins, sem hét áður Kommúnistaflokkurinn, um að hafa aldrei sagt skilið við komm- únismann. Reuter Peter Beron leiðtogi Sambands lýðræðisaflanna, helsta flokks stjórnarandstæðinga, fagnar afsögn Andrejs Lúkanovs forsætisráðherra Búlgaríu með stuðningsmönnum í Sofíu. Qryggisráð SÞ setur Irökum úrslitakosti vegna innrásarinnar í Kúvæt: Valdbeiting- heimiluð kalli Saddam lið sitt ekki heim Sameinuðu þjóðunum. Baghdad. Moskvu. Washington. London. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) setti írökum úrslitakosti á sögulegum fundi í gærkvöldi og samþykkti að færu þeir ekki með innrásarher sinn frá Kúvæt í síðasta lagi 15. janúar næstkomandi væri hinum fjölþjóðlegu hersveitum sem nú eru á Persaflóasvæðinu heimilt að hrinda innrás þeirra í Kúvæt með hervaldi. Tólf ríki sam- þykktu valdbeitingu en fulltrúar Kúbu og Jemens greiddu atkvæði gegn henni og Kínverjar sátu hjá. London. Reuter. Skoðanakannanir í Bretlandi benda til þess að íhaldsflokkurinn hafi rétt mjög úr kútnum meðal kjósenda eftir að John Major tók við forystunni af Margaret That- cher. I könnun Harris-stofnunar- innar, sem birt var í gær, sögðust 49% kjósenda styðja íhaldsflokk- inn en aðeins 38% Verkamanna- flokkinn sem haft hefur yfirburði í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Major vísaði í gær á bug gagnrýn- endum úr röðum Verkamannaflokks- þingmanna er segja að Thatcher muni áfram hafa úrslitaáhrif á stjórnina. Major sagðist gera ráð fyrir því að hagvöxtur myndi aukast þegar á næsta ári og verðbólga minnka veru- lega. Aðspurður sagðist hann ekki myndu samþykkja að tekinn yrði upp einn gjaldmiðill fyrir öll ríki Evrópu- bandalagsins. Sjá ennfremur „Gagnrýndur fyrir að skipa enga konu í ráð- herrastöðu" á bls. 29. Er þetta í annað sinn eftir stríð að Öryggisráðið heimilar beitingu her- valds; hið fyrra var 1950 eftir innrás Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu. Bresk fréttastofa, Press Association, sagði að hersveitum í Saudi-Arabíu hefði verið skipað í viðbragðsstöðu í gær af ótta við að írakar hefndu samþykktar ráðsins með loftárásum á fjölþjóðlegu sveitirnar. Urðu her- mennirnir að klæðast fatnaði til að veijast eiturefnaárás og bera súrefn- istæki. Saddam Hussein íraksforseti sagði í gær, að írakar myndu ekki láta undan þrýstingi SÞ og beijast ef á þyrfti að halda til þess að veija innlimun Kúvæt. Þeir hræddust ekki hinn fjölþjóðléga her sem kominn væri saman í námunda við landa- mæri Kúvæt. Norman Schwarzkopf, yfirmaður bandarísku hersveitanna á Persaflóasvæðinu, sagði hins veg- ar að búast mætti við að baráttu- vilji írösku hersveitanna hyrfi að fenginni samþykkt Öryggisráðsins. Hingað til hefðu bæði íraska þjóðin og hersveitir hennar getað leyft sér að efast um að Bandaríkjamenn myndu fylgja eftir hótunum um að beita hervaldi en það gætu þær ekki lengur. George Bush Bandaríkjafor- seti sagðist staðráðinn í að sýna Irökum fram á að þeir kæmust ekki upp með þann yfirgang er þeir hefðu sýnt með innrásinni í Kúvæt. Talsverð hækkun varð á gengi dollars á gjaldeyrismarkaði um heim allan. Mun væntanleg samþykkt Öryggisráðs SÞ hafa ráðið þar mestu og er búist við að dollarinn eigi enn eftir að hækka. -------*_*_♦----- Calfa biður um milljarð marka Bonn. Reuter. MARIAN Calfa forsætisráðherra Tékkóslóvakíu fór þess á leit við Helmut Kohl kanslara Þýskalands í gær, að Þjóðverjar veiti Tékkum milljarðs marka lán til þess að reisa efnahag landsins við. Calfa sagði að með sameiningu þýsku ríkjanna hefðu Tékkar orðið af mikilvægum viðskiptum og til þess að geta tekist á hendur mikil- vægar umbætur í efnahagsmálum og komið á fijálsu nmrkaðskerfi þyrftu þeir á erlendri fyrirgreiðslu að halda. Lánið sem hann óskaði eftir jafngildir 37 milljörðum ÍSK. Calfa sagði að á fundi þeirra Kohl í gær hefði orðið samkomulag um að þjóðirnar hæfu viðræður um vin- áttusamning í byijun næsta árs og gerðu menn sér vonir um að hægt yrði að undirrita slíka samninga næsta sumar. Þjóðverjar bregðast vel við hjálparbeiðni Sovétmanna Bonn. Berlín. Reuter. VIÐBRÖGÐ Þjóðveija við hjálparbeiðni Sovétmanna hafa verið mjög góð. Þegar hefur mikið fé safnast og fyrstu matarpakkarnir fóru af stað í gær frá Hannover til Moskvu. Horst Teltschik, ráð- gjafi Helmuts Kohls kanslara I utanríkismálum, segir að birgðir, sem yfirvöld í Berlín söfnuðu af ótta við að herkví Sovétmanna fyrir fjörutíu árum endui-tæki sig, yrðu sendar til Sovétríkjanna. Samkomulag náðist hins vegar ekki á fundi embættismanna Evrópu- bandalagsins í Brussel á miðvikudag um aðstoð við Sovétríkin. ítal- ir og Þjóðverjar vilja láta hendur standa fram úr ermum en mörg önnur ríki segja að vandamálið sé fyrst og fremst skipulagsleysi í Sovétrílyunum og svartamarkaðsbrask. Teltschik sem kom í gær frá Moskvu þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um skipulagn- ingu neyðaraðstoðar sagði að vara- birgðir Berlínar yrðu sendar til Sovétríkjanna. Kohl myndi líklega staðfesta þessa ákvörðun í dag og þá væri hægt að hefja flutninga eftir tvær vikur. Eftir að Sovét- menn héldu borginni í herkví árin 1948-49 söfnuðu yfirvöld birgðum sem nægja áttu 2,8 milljónum íbúa í eitt ár. Meðal annars er um að ræða 66.000 tonn af rúgi, 26.000 tonn af nautakjöti, 7.500 tonn af smjöri, 3.000 tonn af svínakjöti og 1.600 tonn af eggjadufti. Teltschik vildi ekki segja nákvæmlega til um hvað Sovétmenn vildu mikla aðstoð en dagblaðið Bild segir að Gorb- atsjov hafi farið fram á 500.000 tonn af kjöti, 500.000 tonn af jurta- olíu, 100.000 tonn af núðlum og 50.000 tonn af mjólkurdufti. Viðbrögð íjóðveija við sjón- varpsdagskrá á miðvikudagskvöld þar sem þeir voru hvattir til að koma Sovétmönnum til bjargar hafa verið með eindæmum góð. Til dæmis berast um 6.000 rnatar- pakkar Rauða krossinum daglega. Dæmigert innihald slíks pakka er reykt pylsa, hrísgtjón, sykur, súkkulaði, súpa í dósum og súrkál. Margir gefa þá skýringu á hjálp- fýsi sinni að Þjóðveijar éigi Gor- batsjov og Sovétmönnum skuld að gjalda því þeir hafi gert sameiningu Þýskalands mögulega. Um helm- ingur aðstoðarinnar berst frá fólki sem man þá tíð er Þjóðveijar réð- ust inn í Sovétríkin og vilja bæta fyrir það. Embættismaður hjá Evrópu- bandalaginu sagði í gær að þar vildu menn fá skýrari mynd af stöð- unni í Sovétríkjunum áður en tekin yrði ákvörðun um meiriháttar að- stoð. Danska dagblaðið Politiken segir að Sovétmenn hafi beðið EB um að taka á móti tveimur til þrem- ur miiljónum miðaldra launþega og sjá þeim fyrir viðurværi og eftir- menntun. Búist er við að þessi at- riði verði ofarlega á baugi á leiðtog- afundi EB um miðjan desember. Sjá „Gorbatsjov vill að ég verði áfram á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.