Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 27 Ólympíuskákmótið í Novi Sad: Sovétmenn í efsta sæti ___________Skák______________ Karl Þorsteins LOKASPRETTURÍNN er framundan á Olympíuskákmót- inu í Novi Sad í Júgóslavíu. Þegar fjórum umferðum er ólokið á mótinu er sovéska skáksveitin í efsta sæti með 28 vinninga en á hæla hennar kemur enska skáksveitin. V2 IV2 vinningur skilja að sveit- irnar en munurinn 'gæti minnkað þar sem enska sveitin á biðskák til góða. Keppnin er gríðarlega jöfn og eins og sjá má skilur að- eins einn vinningur sveitina_ í fjórða sæti og því fjórtánda. ís- lenska sveitin er í 9.-14. sæti með 24 vinninga og til samanburðar er vinningshlutfallið það sama og í Dubai fyrir fjórum árum, sællar minningar: 1. Sovétríkin 28 v. 2. England 26 V2 v. + biðskák. 3. Júgóslavía 25 V2 v. 4. Búlgaría 25 v. 5. -7. Bandaríkin 24 V2 v. Tékkó- slóvakía 24 V2 v. Júgóslavía-c 24 V2 v. 8. V-Þýskaland 24 v. + biðskák. 9. -14. A-Þýskaland 24 v., Svíþjóð 24 v., ísland 24 v., Portúg- al 24 v., Ungvetjaland 24 v. og Júgóslavía-b 24 v. Góður sigur í síðustu umferðun- um getur auðveldlega fleytt sveit- um upp um 10 sæti. Því er ekki að ósekju talað um að lokaumferð- irnar skipti höfuðmáli í mótum þar sem teflt er samkvæmt Monrad-kerfi. Meginmarkmið íslensku _ sveitarinnar á undan- förnum Ólympíuskákmótum hefur því beinst að því að koma í veg fyrir að sveitin mæti allra sterk- ustu sveitunum í síðustu umferð. Góður árangur framan af móti gæti auðveldlega farið í súginn við slíka viðureign! í Ólympíu- skákmótinu í Dubai 1986 mætti sveitin Spánverjum í viðureign þar sem báðir aðilar voru staðráðnir í að vinna stóran sigur. Það tókst hjá Islendingum og lyktir urðu 3V2-V2 fyrir jsland og 5. sætið var staðreynd. Á ólympíuskákmótinu í Þessalóniku tókst ekki jafn vel til. A-Þjóðvetjar voru andstæðing- ar sveitarinnar í síðustu umferð og viðureignin endaði með jafn- tefli 2-2 og sautjánda sæti varð niðurstaðan. Árangur sveitarinnar á mótinu nú er með ágætum þótt með örlít- illi heppni væri sveitin með fleiri vinninga. Góður stígandi hefur verið í taflmennskunni sem lofar góðu fyrir lokaumferðirnar. Það sem skort hefur á árangurinn er einkum stórir sigrar’'jegn sveitum sem álitnar eru nokkuð lakari en hið íslenska. Það var aðeins gegn Mexíkó í sjöundu umferð sem slíkur sigur vannst. I 10. umferð Umferð: TD . C ci c T3 « M | á 2 g C e 'Cð '-3 p, cs œ ,±í cS •R ,0 g. M .s- « s ^ o> ,5 e s * cS .S & 'C 'w 43 'O y, bo g Vinn. Skákir Helgi Ólafsson 0 1 >/2 0 1 1 0 >/2 4 8 Margeir Pétursson 0 >/2 1 1 */2 >/2 >/2 1 >/2 5>/2 9 Jón L. Árnason >/2 1 0 >/2 1 1 1 0 5 8 Jóhann Hjartarson 1 1 >/2 1 0 1 >/2 >/2 1 6>/2 9 Héðinn Steingrímss. 1 >/2 0 l>/2 3 Björgvin Jónsson 1 0 >/2 l>/2 3 l>/2 4 l>/2 2>/2 2>/2 2>/2 3>/2 2>/2 2 2 mótsins tefldi íslénska sveitin við þá bandarísku og lauk viðureign- inni með jafntefli 2-2. Þótt fyrir- fram teljist þau úrslit góð fyrir landann var útlit fyrir íslenskan sigur á meðan á viðureigninni stóð. Á tveimur efstu þorðunum lauk skákum Helga Ólafssonar við Seirwan og Margeirs Péturs- sonar við Gulko með jafntefli eft- ir fremur stuttar viðureignir. Á meðan yfirspilaði Jóhann Hjartar- son stórmeistari Fedorowicz á fjórða borði í kóngindversku tafli. Fedorowicz gafst upp eftir 40 leiki. Jón L. Árnason hafði tögl og halgdir í viðureign sinni gegn Benjamin á þriðja borði. Hann stóð til vinnings uns tímahrak kom til sögunnar. Jón urðu þá á alvarleg mistök sem gerðu væn-. lega stöðu skyndilega tapaða. Árangur íslensku skákmann- anna hefur verið misjöfn á mótinu eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Jóhann Hjartarson hefur besta vinningshlutfallið, rúm 72% og hefur teflt mjög sannfærandi á mótinu. Helgi Ólafsson vann góðan sig- ur í 6. umferð gegn filippeyska skákmeistaranum Torre. Hvítt: Torre (Filippseyjum) Svart: Helgi Ólafsson Frönsk vörn 1. e4 — cð, 2. Rf3 — e6, 3. c3 — d5, 4. e5 — b6, 5. d4 Skákin hefur tekið óvænta stefnu strax í upphafi. í stað hefð- bundinnar Sikileyjarvarnar er nú komin upp franskt tafl. Ég geri ráð fyrir að í undirbúningi fyrir skákina hafi hvorugan keppanda grunað að svo færi! 5. - Dd7, 6. Ra3 - Ba6, 7. Bxa6 — Rxa6, 8. Rc2?! Nú getur hvítur ekki vænst frumkvæðis. Eðlilegra var að leika 8. De2 — Rc7, 9- b3 og vera tilbú- inn að drepa til baka með riddara á d4. 8. - Re7, 9. 0-0 - Rc6, 10. Bg5 - h6, 11. Bh4 - Be7, 12. Bxe7 - Dxe7,13. Rfel?! - cxd4, 14. cxd4 - 0-0, 15. Rd3 - Rab4!, 16. Rcxb4 Möguleikar svarts eru heldur betri þótt undir eðlilegum kring,- umstæðum væri jafntefli rökrétt úrslit í framhaldinu. Nú kom ekki síður til álita að leika 16. Rdxb4 - Rxb4, 17. Re3 - Rc6, 18. a3. 16. - Rxb4, 17. Rf4 - Dg5, 18. Re2 — Hac8, 19. a3 — Rc6, 20. f4? Eðlilegra var að leika 20. Dd3 't.d. 20. - Ra5, 21. Hacl - Rc4, 22. b3. Peðsfórnin í næsta leik er nær þvinguð því svartur hótaði 21. - De4. 20. - Dg6, 21. f5 - exf5, 22. Rf4 - Dg5, 23. Dd3 - Re7, 24. Hael - Rg6!, 25. Rxd5 - Hfd8, 26. Hxf5 - Dh4, 27. g3 - Dg4, 28. Rc3 Nú gekk ekki 28. Rf4? - Rh4!. Helgi hefði þurft að sjá endataflið fyrir þegar hann lék sínum 24. leik. 28. - Dxd4, 29. Dxd4 - Hxd4 í endataflinu hallar á hvítan. Peðið á e5 er veikt og svörtu hrók- arnir virkir. Mótspyrna Torre er fremur veik í framhaldinu, hann missir peðið bótalaust og stendur þá uppi með gjörtapaða stöðu. Besti möguleiki hans í stöðunni var líklega að leika 30. e6! — f6, 31. Hd5. Eftir 31. - Hxd5, 32. Rxd5 — Kf8, 33. Re3 er ekki útséð um úrslit. í framhaldinu er Helgi í essinu sínu. Úrvinnslan er hnökralaus og lærdómsrík. 30. HT2? - He8, 31. Hfe2 - He7, 32. h4 - h5, 33. Kg2 - Hd8, 34. Rb5? - Hd5!, 35. Rd6 — Hexe5, 36. Hxe5 — Rxe5!, 37. Re4 - f6, 38. He2 - Hd3, 39. Rc3 - Kf7, 40. Re4 - Rc4, 41. Rf2 - Hb3, 42. Rdl - Hd3, 43. Rf2 - Hd2!, 44. Hxd2 - Rxd2, 45. Rd3 - g5, 46. b4 - Ke6, 47. a4 — Rc4, 48. b5 — Re5, 49. Rb4 - Kd6, 50. Rc2 - Kd5, 51. Rb4+ - Kc5, 52. Rc2 - Rg6, 53. Kh3 - g4+, 54. Kg2 - f5, 55. Re3 - Re7, 56. Rc2 - Rd5, 57. Kf2 - f4, 58. gxf4 - Rxf4, 59. Kg3 - Rd5 Og hvítur gafst upp. Alexander Stefáns- son hættir á þingi ALEXANDER Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Vestur- landskjördæmi, hefur ákveðið að hætta þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. Alexander kom fyrst inn á þing sem varaþinginaður 1973 og sat nokkur þing sem slíkur en aðalmaður varð hann 1978 og hefur hann setið á þingi óslitið siðan. Hann var félagsmálaráðherra í ríkis- sljórn Steingríms Hermannssonar frá 1983 til 1987. „Niðurstaða mín var sú að skyn- samlegast væri að hætta þing- mennsku í vor því þetta er orðinn nokkuð langur tími,“ sagði Alexand- er. Alexander hefur starfað að félags- og stjórnunarmálum frá 1949, en þá varð hann kaupfélagsstjóri í Ólafsvík og tók sæti í sveitarstjórn 1953 þar sem hann sat óslitið til 1981, og varð oddviti og sveitarstjóri Ólafsvik- ur 1963 og var það óslitið til 1981. Þá er hann stofnandi og varaformað- ur í Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi frá 1969 og varaformaður í Hafnarsambandi sveitarfélaga. Hann hefur gegnt mörgum stjórnunar- störfum á Alþingi og sat meðal ann- ars í fjárveitingarnefnd frá 1978 að undanskildum ráðherraárunum. „Það verður vissulega eftirsjá að því að hætta á þingi en það er eigi að síður mikil ánægja að geta litið yfir farinn veg. Mér hefur fallið vel Alexander Stefánsson. að starfa á Alþingi og ber hlýjan hug til allra þingmanna og starfsmanna. Þetta hefur verið ákaflega góður tími,“ sagði Alexander. 1: SAMYO ff IVIDEO: Hvar sérðu það betra? VRD4890 kr. 117.873,- O W • Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd (PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt (Digital) o.fl. VHR 5700 kr. 65.025,- stgr. • HiFi Stereo • Nicam • Fullkomin kyrrmynd og hægspilun • Hleður sig á einni sekúndu • Audio-video • SCART-tengi o.fl. VHR 7350 kr. 48.690,- stgr. • Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra hausa • SCART-tengi • Hleður sig á einni sek- úndu VHR7100 kr. 37.980,- stgr. • Hraðstart, hleður sig á eínni sekúndu • SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki • Hraðstart • Fjölrása fjarstýring með upptöku- minni • Myndleitun í báðaráttir • Truflunarlaus kyrrmynd Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.