Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 -------------------:------------v HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálT/irkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. (®) ^ meiri ánægja^ IÞESSARI FYRIRSÖGN UM BÓKINA „AHA! EKKI ER ALLT SEM SÝNISF ERU 150RÐ 1ÞE55AFI FYRIRSOáAO- VMBÓKMA (&) „AiCfid EK& eracot SEKsrtr&r" eru ±s . fi'á Á myndinni eru 14 orð í setningunni. Þess vegna hlýtur hún aö vera (ísönn. Þar af leiöandi hlýtur andstæöa hennar aö vera sönn. —--------*•------------------ Iþ£SSART .fHURSoVyj , OMBÓmm. >i\' Eöa hvað? Þessi setning hefur nákvæmlega 15 orö. Hvaö er til ráöa? Rökleysur, þversagnir og andstæður eru efniviöurinn í bók Martins Gardners, Aha! Ekki er allt sem sýnisf. Lengi vel hafa þessar sömu þversagnirvaldiö mönnum miklum heilabrotum. I bókinni eru sett upp fræg dæmi um slíkar þversagnir og útskýrö í íslenskri þýöingu Benedikts Jóhannessonar. Stærðfræöi hefur oft veriö óskiljanlegt torf i hugum margra, en hér gefur aö lita nýja og óvenjulega hlið á þeirri grein. Sannarlegur ánægjuauki i hversdagsumræöuna á aöeins 1.300,- krónur. Gefið út af Talnakönnun, Síöumúla 1, simi 91-68 86 44. ^ Fæst í bókabúöum. TALNAKÖNNUNHF. Síöumúla 1, sími 91-68 86 44 Dómkirkjan í Reykjavík. Aðventukvöld í Dómkirkj- unni NÚ ER aðventan að ganga í garð, og er fyrsti sunnudagur í að- ventu á morgun. A aðventunni koma menn saman til þess að búa huga og sál undir komu jólanna og fæðingu frelsarans. Aðventan er mikilvægur tími hugleiðingar um hina stærstu gjöf, sem mannkyni var gefin, þegar frelsari heimsins fæddist í Betle- hem. Af því tilefni koma menn sam- an í kirkjum sínum á aðventunni og stilla saman hugina. Á morgun verður aðventusam- koma í Dómkirkjunni og héfst hún klukkan 20.30. Það er Kirkjunefnd kvenna Dó/nkirkjunnar, sem stend- ur fyrir aðventukvöldinu eins og undanfarna áratugi. Ræðumaður kvöldsins verður Hulda Jensdóttir, fyrrverandi for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Sigríður Gröndal óperusöngkona syngur einsöng. Kór Austurbæjarskóla syngur undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel Dómkirkjunnar og stjórnar auk þess söng Dómkórsins. Dóm- kirkjuprestarnir flytja ávarp og lokaorð og einnig verður almennur söngur. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Dómkirkjuna annað kvöld og eiga með okkar góða stund, nú þegar aðventan gengur í garð með sínum björtu fyrirheitum til allra manna. Hjalti Guðmundsson Aðventusam- koma í Breið- holtskirkju HIÐ árlega aðventukvöld Breið- holtssafnaðar verður að þessu sinni haldið í Breiðholtskirkju á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá: Kór Breiðholtskirkju og barnakór kirkjunnar syngja að- ventu- og jólasöngva undir stjórn Daníels Jónassonar, Ámýjar Al- bertsdóttur og Önnu Björnsdóttur. Signý Sæmundsdóttir syngur ein- söng. Lesin verður jólafrásaga, fermingarbörn flytja stutta dagskrá og frú Vigdís Einarsdóttir flytur hugleiðingu. Kvöldið verður svo endað með stuttri helgistund við kertaljós. Á eftir verður safnaðarheimilið til sýnis og Kvenfélag Breiðhoits mun selja veitingar vægu verði, til fjáröflunar vegna þeirra fram- kvæmda sem nú standa yfir. Eru sóknarbúar hvattir til að fjöl- menna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins. St. Gísli Jónasson Fríkirkjan í Reykjavík. Aðventusam- komaí Fríkirkjunni FYRSTI sunnudagur í aðventu höfðar sérstakiega til Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík. Auk þess að vera þar, sem í flestum kristnum söfnuðum öðrum, hald- inn hátíðlegur sem fyrsti dagur nýs kirkjuárs, er þess minnst að fyrsta guðsþjónusta safnaðarins var haldin þennan sama dag. Það var fyrsta sunnudag í að- ventu árið 1899, að söfnuðurinn boðaði til sinnar fyrstu guðsþjón- ustu í Góðtemplarahúsinu í Reykja- vík. Á morgun er boðið til guðsþjón- ustu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11.00.1 guðsþjónustunni hjálpast öll börnin að við að tendra fyrsta aðventuljósið á kransinumí kórnum. Gestgjafi í söguhominu verður Iðunn Steinsdóttir, rithöf- undur og kennari. Almenn guðsþjónusta verður kl. 14.00 og að henni • lokinni býður kvenfélag safnaðarins kirkjugest- um til hátíðarkaffis. í guðsþjón- ustunni og yfír kaffibollunum verð- ur mikill söngur. Auk kórs kirkjunn- ar verður RARIK-kórinn á báðum stöðum. Einnig verður einsöngur, Guðrún Ingimarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Þuríður Sig- urðardóttir syngja. Til þessarar samvemstundar eru allir boðnir velkomnir. Ceeil Haraldsson. Kirkjuhátíð í Bústaðakirkju Fyrsta sunnudag í aðventu er kirkjudagur í Bústaðakirkju. Þann dag árið 1971 var kirkjan vígð. Þeirra tímamóta í starfí safnaðarins hefur síðan verið minnst með veg- legum hætti ár hvert. Nú ber 1. sunnudag í aðventu upp á 2. desember næstkomandi. Enda þótt 19 ár séu frá vígslu Bústaðakirkju verður enn haldin vígsluhátíð. Nýtt glæsilegt pípuorg- el verður vígt til þjónustu fyrir söfn- uðinn. Orgelið er 31 rödd smíðað af danska fyrirtækinu Frobenius o g Sönner, einkarglæsilegt og ríku- lega búið hljóðfæri. Með tilkomu þessa orgels má segja að verið sé að ljúka byggingu kirkjunnar. Að vanda verður barnaguðsþjón- usta klukkan 11.00 árdegis. Klukk- an 14.00 verður hátíðarguðsþjón- usta. Þar mun biskupínn yfir ís- landi, herra Ólafur Skúlason, vígja hið nýja orgel og prédika við guðs- þjónustuna. Er það vel, að sá prest- ur er í aldarfjórðung þjónaði Bú- staðasöfnuði skuli sem biskup geta sótt söfnuðinn heim á þessum tíma- mótum. í guðsþjónustunni syngur einsöng Ingibjörg Marteinsdóttir. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala Kvenfélags Bústaðakirkju í safnaðarheimilinu. Kvenfélags- konur hafa ávallt lagt fram mikið starf í þágu kirkjunnar og er þessi dagur árlegur fjáröflunardagur þeirra. Konur í sókninni hafa ávallt lagt lið með því að gefa kökur til þessarar kaffisölu. Tekið verður á móti kökum í safnaðarheimilinu á laugardag milli kl. 11.00 og 13.00 og á sunnudag frá klukkan 11.00. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í orgelsjóð kirkjunnar. Um kvöldið verður aðventuhátíð í kirkjunni og hefst hún klukkan 20.30. Fjölbreytt tónlist verður flutt og eru einsöngvarar: Ingveldur Hjaltested, Kristín Sigtryggsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Stefanía Val- geirsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. í lok samverunnar verða ljósin tendruð. Organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, stjórnar kórum kirkjunnar áamt Ernu Guðmunds- dóttur. Barnakór, bjöllukór og kirkjukór koma þar fram með veg- lega tónlistardagskrá bæði í há- tíðarguðsþjónustunni og á aðventu- hátíðinni. Sóknarbörn Bústaðakirkju og velunnarar hennar hafa ætíð fjöl- mennt á 1. sunnudegi í aðventu til kirkju. Enn kallar kirkjan og býður samfylgd til móts við hátíð ljóss og friðar. Með blessunaróskum. Pálmi Matthíasson sóknarprestur. Langholtskirkja. Aðventuhátíð í Langholts- kirkju KIRKJUDAGUR Langholtssafn- aðar er sunnudaginn 2. desemb- er, fyrsta sunnudag í aðventu upphafs nýs kirkjuárs. Verður þess minnst með guðsþjónustu, tónleikum og sérstakri kvöld- hátíð á fyrsta aðventukvöldi. í frétt frá sóknarnefnd Lang- holtssafnaðar segir m.a., að hátíðin hefjist klukkan 11 með guðsþjón- ustu barnanna, Óskastundinni, í umsjá Þórs Haukssonar guðfræð- ings og Jóns Stefánssonar, organ- ista. Hátíðarguðþjónusta hefst svo kl. 14.00. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson predikar og þjónar fyrir altari. Lesarar ritningagreina verða Ragnheiður Finnsdóttir og Ólafur Örn Ámason. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Lúðrasveitin Svanur heldur tón- leika sem hefjast kl. 17.00. Stjórn- andi er Robert Darling og einleik- ari er Berard Wilkison. Lokahátíðin verður í kirkjunni kl. 20.00 að kvöldi hins fyrsta sunnudags í aðventunni. Hefst hún með ávarpi Sigríðar Jóhannsdóttur, formanns sóknarnefndar, sem stjórnar hátíðarsamkomunni. Því næst verður Lusíuleikur barna úr Óskastundinni undir stjórn Þórs Haukssonar guðfræðings. Ræðu- maður kvöldsins verður biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperu- söngkona syngur einsöng og Margrét Guðmundsdóttir leikkona flytur ljóð. Kór Langholtskirkju syngúr undir stjórn Jóns Stefáns- sonar organista. Samkomunni í kirkjunni lýkur með helgistund í 'umsjá séra Sigurðar Hauks Guð- jónssonar. Að hátíðinni í kirkjunni lokinni býður kvenfélagið veislukaffi til sölu í safnaðarheimilinu. Neskirkja Aðventuhátíð í Neskirkju Eins og gjarnan í upphafí að- ventu er meira haft umleikis í helgi- haldi sunnudagsins en að jafnaði. Svo er einnig að þessu sinni. Við byijum hátíðisdaginn með barnastarfinu að vanda, sem hefst með föndri og leik með litlu börnun- um kl. 10. Bamasamkoman byijar svo kl. 11 í kirkjunni, þar sem fræðst er, sungið, fluttur helgileikur og sitthvað fleira. Klukkan tvö er fjölskylduguðs- þjónusta, sem væntanleg ferming- arbörn sjá um að mestu leyti, í lestri, bæn og boðun. Öll bera þau ljós til kirkju og kveikt er á aðventu- kransinum. Klukkan 5 hefst síðan aðventu- samkoma í kirkjunni með fjöl- breyttu efni. Kirkjukór Neskirkju og barnakór Melaskóla syngja, Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Or- yrkjabandalagsins flytur hugleið- ingu, Edda Heiðrún Backman les upp, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardaeu flytja flautudúett. Auk þess verður almennur söngur og organisti kirkjunnar leikur á hljóð- færið. Ekki er að efa að margir leggja leið í kirkju sína þennan dag, svo sem venja hefur verið á liðnum árum. Reynslan sýnir að gjöful er stundin og vel varið sem leiðir hug- ann að því sem heyrir til kristninn- ar boðun í orði og söngvum á jóla- föstu: Þig nálgast góður gestur þinn Guð og vinur bestur. Guðmundur Óskar Ólafsson Áskirkja Aðventukvöld í Askirkju Fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember, verður aðventusamkoma í Áskirkju kl. 20.30. Ræðu flytur Kristján J. Gunnars- son fv. fræðslustjóri. Esther Helga Guðmundsdóttir syngur einsöng og nemendur hennar úr Nýja kórskól- anum syngja aðventu- og jóla- söngva ásamt kirkjukór Áspresta- kalls en söngstjóri hans er Kristján Sigtryggsson. Ennfremur verður almennur söngur og samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. Eftir samkomuna mun kirkju- gestum boðið uppá súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkj- unnar. Ibúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar stendur til boða akstur til og frá kirkjunni í tengslum við samkom- una. , Undanfarin ár hafa þessar sam- komur í upphafi aðventu verið vel sóttar og reynst mörgum dýrmætur undirbúningur undir komu jólanna. Er það von mín að sú verði einnig raunin nú. Komu aðventunnar mun og fagn- að í guðsþjónustum sunnudagsins í Áskirkju, en barnaguðsþjónusta er kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.