Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 37
'MORGUNBlWb 'fÖSTTÍdAGUIÍ !SÖ.' NÖ^EMÍkk1 iSfö
Æ
Islendingar hljóta verð-
laun á BERGEN 90
________Frímerki_______________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Dagana 15.-19. nóv. sl. var
haldin svonefnd þjóðieg (national)
frímerkjasýning í Björgvin í Noregi.
Hér á eftir verður greint nokkuð frá
sýningunni og þar að mestu stuðzt
við umsögn umboðsmanns sýning-
arinnar hér á landi, Ólafs Elíasson-
ar, en hann var jafnframt einn af
dómurum hennar.
Segja má, að BERGEN 90 hafr
verið óvenjuleg sýning að því leyti,
að þeir voru fleiri íslenzkir frímerkj-
asafnarar, sem tóku þátt í henni,
en áður hefur þekkzt erlendis, eða
alls tíu. Áttu þeir samtals 39 ramma
af þeim 607, sem þar voru, og að.
auki tvö verk í bókmenntadeild.
Sýningin var haldin í Grieg-tón-
listarhöllinni í Björgvin Er orðin
hefð, þegar Norðmenn halda lands-
sýningar sínar í Björgvin, að þeir
bjóði frímerkjasöfnurum frá vina-
bæjum bæjarins að taka þátt í þeim.
Koma þeir frá Árósum í Danmörku,
Ábæ í Finnlandi og Gautaborg í
Svíþjóð. Að auki er svo söfnurum
frá Færeyjum og íslandi boðin þátt-
taka. Voru því frímerkjasöfh frá
öllum Norðurlöndum á BERGEN
90. En af sjálfu sér leiðir, að norsk
söfn voru í miklum meiri hluta á
BERGEN 90.
Verðlaun íslenzku safiiaranna
skiptust þannig: Þorvaldur S. Jó-
hannesson fékk gyllt silfur (ver-
meil) fyrir íslenzka flugpóstsafii sitt
frá 1928-48. Sömu verðlaun hlaut
safn Sigurðar R. Pétursson af svo-
nefndum Tveggja kónga frímerkj-
um, sem út komu á árunum
1907-13. Umboðsmaður okkar á
sýningunni hefur tjáð mér, að hér
sé um mjög gott safn að ræða,
enda bendir verðlaunastigið eindreg-
ið til þess. Hefur enginn íslenzkur
frímerkjasafnari áður gert Tveggja
kónga merkin að sérsviði sínu, svo
að ég muni. Páll H. Ásgeirsson hlaut
stórt silfur fyrir flugsafn sitt frá
1945-60. Stórt silfur hlaut einnig
safn Jóns Aðalsteins Jónssonar:
Danmörk 1870-1912. Er þetta safn
af svokölluðum dönskum tvílitum
frímerkjum, sem notuð voru í Dan-
mörku á áðurgreindum tima. Þessi
frímerki eru afar vinsælt söfnunar-
svið, ekki sízt meðal danskra safn-
ara, enda varð upplag þeirra margra
geysistórt, um það er lauk, og end-
urprentanir margar með alis kyns
afbrigðum um lit og annað. Silfur
fékk Helgi Gunnlaugsson fyrir safn
sitt af frímerkjum með mynd Kristj-
áns konungs IX., sem út komu á
árunum 1902-04. Þetta safri hefur
ekki áður verið sýnt, en svið þess
er að ég hygg engu síður áhuga-
vert en Tveggja kónga merlganna,
sem leystu merki Kristjáns IX. að
miklu leyti af hólmi skömmu eftir
lát hans 1906. — Þá fékk safii Þórs
Þorsteins af svonefndum tollógild-
ingum einnig silfur. Notkun þeirra
er sérstakur kafli í póstsögu okkar,
sem fæstir safnarar hafa gefíð mik-
inn gaum fyrr en nú á allra síðustu
árum. Silfrað brons fékk átthaga-
safn Guðmundar Ingimundarsonar
frá Vestmannaeyjum. Þetta safn er
um margt hið merkasta, eins og
ísl. safnarar kannast við, en hins
vegar er svið þess mjög þröngt. Af
þeim sökum býst ég við, að það,
eins og mörg önnur átthagasöfn,
geti átt nokkuð erfítt uppdráttar til
verðlauna á sýningum og þá ekki
sízt erlendis. — Guðni F. Gunnars-
son sýndi hér í fyrsta sinni mótíf-
safn, sem nefriist Knattspyma. Ifyr-
ir það hlaut hann bronsverðiaun. —
Sigurður H. Þorsteinsson sýndi átt-
hagasafn úr Strandasýslu, og hlaut
það bronsnál. Þá átti hann í bók-
menntadeild verðlistann íslensk frí-
merki og fékk fyrir hann stórt silf-
ur. Enn fremur sýndi Rannveig
Gísladóttir í bómenntadeild bók-
fræðirit sitt um íslenzka póst- og
frímerkjasögu, sem nokkuð var sagt
frá í frímerkjaþætti 30. okt. sl. Fyr-
ir það hlaut hún stórt silfur og að
auki sérstakar hamingjuóskir dóm-
nefndar.
LIF gaf heiðursverðlaun á BERG-
EN 90, útskorinn ask með merki
sýningarinnar, gerðan af einum fé-
laga okkar, Sveini Ólafssyni mynd-
skera. Þessi verðlaun hlaut Daninn
Preben Gravesen fyrir safn sitt
„Dönsk fylgibréf 1851-1930“, en
því voru dæmd stór gyllt silfurverð-
laun.
Samkv. umsögn Ólafs Elíassonar
var BERGEN 90 í háum gæða-
Úr sýningarsal BERGEN 90.
flokki. Það má t.d. marka af því,
að af 127 söfnum og ritum, sem
dæmd voru til verðlauna, hlutu 64,
eða réttur heimingur, stórt silfúr og
þaðan af hærri verðlaun.
Aðsókn að sýningunni var mjög
góð allan tímann, en þar mun veðr-
ið trúlega hafa stuðlað nokkuð að,
því að lítt viðraði tii útiveru þessa
sýningardaga. Þá var aðgangur
ókeypis, og það hefur öruggiega
einnig haft sín áhrif til aukinnar
aðsóknar. Ólafur segir, að BERGEN
90 hafí á allan hátt heppnazt mjög
vel og verið öllum þeim til sóma,
sem að henni stóðu.
FRÍMEKKI91
Þættinum hefur borizt tilkynning
um það, að á vegum LÍF verði hald-
in landssýning, FRÍMERKI 91, dag-
ana 15.-17. febníar nk. í húsakynn-
um þess í Síðumúla 17.gamefnd
skipa Guðni F. Gunnarsson formað-
ur, Jón Zalewzki, Kjartan Þórðar-
son, Rúnar Þór Stefánsson og Sigf-
ús Gunnarsson.
Tilgangur þessarar landssýningar
er fyrst og fremst sá að veita ýms-
um frímerkjasöfnurum, sem vitað
er að eiga frambærilegt sýningar-
efni, en hafa af ýmsum ástæðum
ekki tekið þátt í sýningum áður,
tækifæri til að koma því hér á fram-
færi. Þetta efni verður skoðað og
metið af íslenzkum dómurum. Ef
mat þeirra verður jákvætt, vinna
sýpendur sér rétt til að taka þátt í
NÓRDIU 91 á rtæsta sumri. Gert
er ráð fyrir, að á þessari sýningu
verði 60-70 rammar. Jafhframt
veiður þetta tækifæri notað til að
kynna NORDIU 91 í skólum á
höftiðborgarsvæðinu.
Á FRIMERKI 91 verður notuð
ný gerð ramma eða hin sama og
nota á á NORDIU 91. Þeim, sem
munu vinna við NORDIU 91, gefst
hér því gott tækifæri til að þjálfa
sig í uppsetningu safna í þessa nýju
ramma, en þeir koma frá Noregi.
Umsóknarfrestur til þátttöku í
FRÍMERKI 91 er til 20. desember
nk., og munu umsóknareyðublöð
liggja frammi í félögum og klúbbum
LÍF.
Einingabréf 2
eru eignarskattsfrjáls
Einingabréf 2 eru ávöxluð í sjódi sem
saman stendur af ríkisskuldabréfum
og húsbréfum. Þar af leidandi Jiurfa
eigendur Einingabréfa 2 ekki að
gretða efgnarskatt af þeim.
Ekkert innlausnargjald er af Eininga-
bréfum 2 sé filkynnt um innlausn
þeirra ineð 60 daga fyrlrvara.
Sé ekki tilkynnt um inniausn er
gjaldið 0,5%.
Eigendur húsbréfa gela skipt hús-
bréfum sínum hjá Kaupþingi og
fengið í staðinn Einingabréf 2. Með
því móti sleppa þeir við að fylgjast
með útdrætli húsbréfanna fjórum
sinnum á ári.
Kaupir þú Einingabréf 2 fyrir áramót
býrðu við öryggi,
færðu mjög góða ávöxtun og síðast
en ekkí síst nýlur þú eignarskatts-
frelsis.
Elnlngabréf 2 færðu meðal annars h|á Kaupþlngl hf. Kringlunni 5. Reykjavík - Kaupþingi Norðurlands hf.. Akureyri ■ Sparisjóöi Bolungarvíkur •
Sparisjóði Hafnarfjarðar ■ Sparisjóðnum í Keflavík • Sparisjóði Kópavogs ■ Sparisjóðl Reykjavíkur og nágrennis ■
Sparisjóði Vestmannaeyja ■ Sparisjóði Vélstjóra og hjá Búnaðarbanka (slaiids
'M
‘^t,-
KAUPÞING HF
Kringlunni 5. simi 689080