Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 STEINAR WAAGE Fræðastörf í Eyjum SKOVERSLUN Jólaskórnir frá JIP Verð frá kr. 3.290.- Mikió úrval af spariskóm Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 21212 Bókmenntir Sigurjón Björnsson Rit Sögufélags Vestmannaeyja. Eyjaskinna 1-4, 1982-1988. Fylgirit I: Sóknarlýsingar Vest- mannaeyja, 1988. Fylgirit II: Bjargnyljar í Vest- mannaeyjum, 1990. Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið 1. maí, varð Sögufélag _ Vest- mannaeyja tíu ára gamalt. Á þess- um áratug hefur það gefið út sex framangreind rit. Vera má að það sjöunda,. 5. hefti Eyjaskinnu, sé út komið þegar þetta er ritað. Því var ætlað að koma út á þessu ári, en ég hef ekki orðið var við það. Sumir kunna að halda að Vest- manneyingar hugsi um fátt annað en fisk. Svo er aldeilis ekki. Þó að þeir séu og hafi löngum verið sjósóknarar djarfir og aflaklær miklar hafa lengi verið þar menn sem sinnt hafa andlegum hugðar- efnum. Margt hefur verið um Vestmannaeyjar og eyjaskeggja 20% VE RÐLÆKKUN VEGNA HAGSTÆÐRA MAGNINNKAUPA Skerar, tennur og undirvagnshlutir í CATERPILLAR, einníg i fiestar aðrar gerðir og tegundir vinnuvéia. T.D.: JCB « KOMATSU *> JOHN DEERE <• INTERNATIONAL HARVESTER FIATALLIS <• BANTAM <• CASE •> O&K <• LIEBHERR •> HITACHI <• POCLAIN AFSLÁTTURINN GILDIR EF PANTAÐ ER FYRIR 31. JANÚAR HEKLA ritað og rannsóknir gerðar. Sigfús M. Johnsen ritaði hina miklu Sögu Vestmannaeyja. Jóhann Gunnar Ólafsson safnaði Sögum og sögn- um úr Vestmannaeyjum og ritaði margt annað um Eyjar. Þorsteinn Jónsson frá Laufási ritaði hina kunnu bók, Formannsævi í Eyjum, og Norðlendingurinn Þorkell Jó- hannesson safnaði og birti Örnefni í Vestmannaeyjum. Þá er og íjöld- amargt bitastætt í Sjómannadags- blaði Vestmannaeyja sem komið hefur út samfellt frá árinu 1951. Ótalið er þó það sem kannski ber hæst hvað varðar sagnfræðilegan fróðleik: verk Þorsteins Þ. Víg- lundssonar skólastjóra. Þorsteinn hóf útgáfu ársritsins Bliks árið 1936. Komu alls út 34 árgangar. Ritið flutti geysimikinn fróðleik um Eyjar og eyjaskeggja og er einstök fróðleiksnáma. Auk þess stofnaði Þorsteinn Byggðasafn Vestmannaeyja og var óþreytandi sem safnandi og umsjónarmaður meðan hans naut við. Þegar Þor- steinn var að beijast við að koma upp húsi yfir gagnfræðaskólann, sem hann stýrði, lét hann gera bók eina, sem þeir skráðu nöfn sín í er styrkja vildu framkvæmdina. Bók þá skírði hann Eyjaskinnu. Rit Sögufélagsin heitir í höfuð henni og vísar það á náin tengsl. Þegar Þorsteinn Þ. Víglundsson hætti útgáfu Bliks laust fyrir 1980 tóku nokkrir áhugamenn sig sam- an um að láta ekki fræðastarfið niður falla. Þá var sögufélagið stofnað og Þorsteinn gerður fyrsti heiðursfélagi þess. Síðan er liðinn áratugur. Sögufélag Vestmannaeyja hefur unnið hljóðlátt starf, lítt borist á með auglýsingum eða sölu- mennsku og hin sex rit þess eru lítt áberandi á söluborðum bóka- verslana. Mér tókst þó að ná til þeirra og taldi rétt að vekja at- hygli á þeim í þessu bókaspjalli, þó að um ritdóm geti auðvitað ekki verið að ræða. í hinum Ijórum heftum Eyja- skinnu er á fjórða tug ritgerða, þátta, minningargreina o.fl., sem vissulega bregða ljósi á líf og störf eyjaskeggja og annarra sem við sögu koma. Sumar ritgerðanna eru merkt sagnfræðilegt framlag og ein þeirra er vísindaleg greinar- gerð Margrétar Hermannsdóttur um fornleifarannsóknir í Heijólfs- dal. Með þeim rannsóknum hafa sögufélagsmenn fylgst vel — og reynt að styðja þær. Fyrra fylgiritið — Sóknarlýsing- Þorsteinn Þ. Víglundsson ar Vestmannaeyja — er endur- prentuð á þremur sóknarlýsingum, sem nú eru löngu ófáanlegar (Giz- ur Pétursson: Lítil tilvísun um Vestmannaeyja háttalag og bygg- ing. Þessi lýsing er frá öndverðri 18. öld. Jón Austmann: Útskýring- artilraun yfir Vestmannaeyjar. Sú ritgerð er frá miðri 19. öld. Brynj- ólfur Jónsson: Lýsing Vestmanna- eyja. Hún er frá síðasta hluta 19. aldar.) Framan við sóknarlýsing- arnar er ritgerð (endurprentuð úr Árbók Landsbókasafnsins) Jó- hanns Gunnars Ólafssonar um elstu sóknariýsinguna. Þettá fylgi- rit er þannig eins og gefur að skilja gagnleg og merk heimild. Síðara fylgiritið, sem út kom á þessu ári, er annars eðlis. Það fjall- ar um Bjargnytjar í Vestmanna- eyjum og er samið af Kristjáni Eiríkssyni. Þetta er sjálfstæð rannsókn og eftir því sem ég best veit, hluti af mun stærri rannsókn höfundar af bjargnytjum víða um land. Að mínu viti er þetta merkt fræðilegt og þjóðmenningariegt •framlag. Sögufélag Vestmannaeyja á miklu hlutverki að gegna, því að saga Vestmannaeyja er orðin löng og geymir margt sem ekki má falla í fymsku. Vonandi tekst sögufélaginu að halda dampinum og fá þann stuðning sem það á skilið. Þess vil ég geta að lbkum að Hermann Einarsson kennari er formaður sögufélagsins og Áki Heinz Haraldsson er gjaldkeri þess og geymir sjóð sem væntanlega er fremur léttur. Þjófurinn eftir Göran Tunström ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Þjófurinn eftir sænska rithöfundinn Göran Tunström í þýðingu Þórarins Eldjárns. Bókin ætti að höfða til Islend- inga, því hún fjallar um þjófnað á gömlu handriti þ.e. Silfurbiblíunni í Uppsölum. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Aðalsöguhetjan er afstyr- mið Jóhann, þrettánda barn Idu og Friðriks í kumbaldanaum á Torfunesi í sænska bænum Sunne.. Við fylgjumst'með lífshlaupi hans frá örbirgðinni í Sunne á sjötta áratugi þessarar aldar til Uppsala og þaðan suður á Ítalíu þar sem leikurinn berst allt aftur á sjöttu öld, til Ravennu þar sem Þjóðrekur mikli ríkir yfir Gotum. Jóhann þráir hefnd fyrir þá auðmýkingu sem hann hefur mátt þola og viskudrykkurinn sem hann bergir á er göróttur. Frásögn Tunströms er sérlega litrik og lífleg, kátleg og harm- þrungin í senn. Áður hefur komið Göran Tunström út á íslensku skáldsagan Jólaór- atorían eftir saman höfund.“ Bókin sem er 339 bls. er prent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Ragna Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.