Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 60
Atvin n urekstra rtrýgging /Ó>6 >xTryggðu öruggan \ atvinnurekstur l y. t .^-v ~<sm' SJÓVÁnfiALMENNAR kkkkkkk Landsbanki íslands FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. mmmmmmmmmmmommmmmmmmmmmmmaammmmam Slysaalda í umferðinni í gær: NOKKUR alvarleg umferðarslys urðu í Reykjavík síðdegis í gær og í gærkvöldi, og voru sjö fluttir á slysadeild með áverka. Mjög harður árekstur tveggja bif- reiða varð á gatnamótum Iiinguhl- íðar og Miklubrautar kl. 19.42 og var þrennt flutt á slysadeild. Stúlka, sem var ökumaður annarar bifreiðar- innar hlaut áverka á hálsi og höfði, en tveir piltar sem voru í hinni bif- reiðinni sluppu með minniháttar meiðsl, og fengu þeir að fara heim Trygginga- bætur hækka TRYGGINGABÆTUR hækka 1. desember næstkomandi í takt við hækkanir á hinum almenna vinnu- markaði. Tekjutrygging, heimilis- uppbót og sérstök heimilisuppbót hækka um 2,83% og auk þess verð- ur greiddur út 20% tekjutrygging- arauki ofan á fyrrgreindar bætur ► eins og þær voru í nóvember. Tekjutrygging var fyrir tekju- lausan einstakling 20.572 kr. í nóv- emberen verður21.154 kr. ídesemb- er. Með tekjutryggingarauka verður þessi upphæð 24.686 kr. Heimilis- uppbót var að hámarki í nóvember 6.993 en verður 7.191 kr. og með tekjutryggingarauka 8.391 kr. Seljendur vilja frjálst fiskverð Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, sem haldinn var í gær- morgun, lögðu fulltrúar seljenda I ráðinu, útgerðarmanna og sjó- manna, fram sameiginlega til- lögu um að fiskverð verði gefið frjálst frá 1. desember nk. Fulltrúar kaupenda í Verðlags- ráði tóku sér frest til þriðjudags í næstu viku til að kanna hug fisk- vinnslumanna tjl fijáls fiskverðs en þeir höfðu boðið hækkanir á físk- verði í samræmi við þjóðarsáttar-, samningana svokölluðu. Fiskverð var frjálst um tíma á árinu 1987 en síðan hefur Verðlagsráð ákveðið lágmarksverð. Fulltrúar útgerðarmanna í Verð- lagsráði telja sig ekki vera að ganga gegn vilja aðalfundar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, sem haldinn var fyrir skömmu, með því að koma með tillögu um að fiskverð verði gefið fijálst. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisstj’órnin hefur ekki meiri- hluta og á nú þegar að fara frá Við höfum ekki vitað annað en Sjálfstæðisflokkurinn styddi hina svokölluðu þjóðarsátt heilshugar,“ segir Einar Oddur Kristjánsson ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þar sem útlit sé fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta á Alþingi eigi hún að segja af sér nú þegar, mynda eigi nýja ríkis- stjórn og sú stjórn eigi að leita eftir viðræðum við BHMR og aðra aðila vinnumarkaðarins til þess að leysa það vandamál sem upp kynni að koma ef bráðabirgðalögin verði felld og samningur BHMR og ríkisins öðlist gildi. Forystumenn atvinnurekendasamta- kanna gagnrýna þingflokk sjálfstæðismanna í samtölum við Morg- unblaðið fyrir að ákveða að greiða atkvæði á móti staðfestingu bráðabirgðalaga á samninga BHMR. „Við höfum ekki vitað annað en Sjálfstæðisflokkurinn styddi hina svokölluðu þjóðarsátt heils- hugar,“ segir Einar Oddur Kristjánsson formaður Vinnuveitenda- sambands Islands. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist til þessa hafa talið að meirihluti væri á Al- þingi fyrir bráðabirgðalögunum. Hann kvaðst ekki trúa því að ábyrgir þingmenn felli frumvarpið eftir að hafa skoðað það málefna- lega, enda hljóti þeir að meta mái- ið með þjóðarhag í huga, en ekki á einhveijum pólitískum forsend- um. Hann sagðist aðspurður vera sammála Einari Oddi Kristjánssyni um að þjóðarsáttin væri brostin verði bráðabirgðalögin felld, og enginn hefði neitt upp úr því nema verðbólgu. Þorsteinn Pálsson sagði sjálf- stæðismenn vera reiðubúna til þátttöku í ríkisstjórn sem yrðu mynduð eftir að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar segði af sér og sú ríkisstjórn myndi taka upp viðræður við BHMR og aðra aðila vinnumarkaðarins til þess að leysa mál á þann hátt, að ekki 'stefndi þjóðarsátt í voða. Það væri hins vegar alfarið á ábyrgð forsæt- isráðherra komi til þess að bráða- birgðalögin verði felld í þinginu. Einar Oddur segir að öðlist kjarasamningur ríkisins við BHMR gildi á nýjan leik hafi allt starf aðila vinnumarkaðarips verið unnið fyrir gýg. Hann sagði að það væri fásinna að segja að atkvæða- greiðsla á Alþingi um BHMR samninginn hefði engin áhrif á þjóðarsáttina, yrðu bráðabirgða- lögin felld. „Að trúa slíku er óend- anlega sjálfsblekking," sagði Einar Oddur. Víglundur Þorsteinsson, form- aður Félags íslenskra iðnrekenda, • sagði m.a.: „Mér finnst þetta fljót- færnisleg vinnubrögð. Eg trúi því og treysti að Sjálfstæðisflokkur- inn, sem ábyrgur og leiðandi stjórnmálaflokkur í þessu landi endurskoði .afstöðu sína.“ Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands, sagði m.a.: Ef það ástand á að skapast sem lögunum var ætlað að upp-, hefja, það er að segja að allir fái fjögurra og hálfs prósents launa- hækkun, sem tekin verður aftur jafnhraðan með gengisfellingu og verðbólgu, er það efnahagslegt slys, sem ég tel að þurfi að af- stýra.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að nú væri þjóðarsáttin endanlega úr sögunni. „Þetta er óskiljanleg af- staða. Það þýðir lítið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að segja að hann styðji þjóðarsáttina og eyðileggja hana svo með þessum hætti,“ sagði Guðmundur. Sjá fréttir bls. 26, miðopnu og 35. Listmunauppboð Gallerís Borgar; Mynd eftir Sigurð mál- ara seldist á að lokinni rannsókn á slysadeild. Annar árekstur varð á þessum sömu gatnamótum kl. 17.22 í gærdag, en að sögn lögreglunnar var hann ekki alvarlegur. Klukkan 17 í gærdag var ekið á unglingspilt á Seilugranda og hlaut hann höfuðáverka sem taldir voru mjög alvarlegir. Skömmu síðar ók bifreið í veg fyrir lögreglumann á bifhjóli, sem var á leið á slysstað við Seilugranda. Lögreglumaðurinn slapp með mar og skrámur. Um svipað ieyti var ekið á gang- andi konu á gangbraut á Suðurgötu á móts við aðalbyggingu Háskólans. Konan var flutt á slysadeild, og að sögn lögreglunnar var hún talin vera alvarlega slösuð, en þó ekki lífshættulega. Frá slysstað við Lönguhlíð. Slösuð kona flutt á sjúkrabörum frá bílnum. Morgunblaðið/Júlíus Sjö fluttir á slysa- •deild með áverka Gallerí Borg: Sölusýning á 24 olíu- myndum eftir Erró SÖLUSÝNING á 24 olíumyndum eftir Erró verður haldin í Gallerí Borg um helgina, og opnar hún kl. 14 á laugardag. Myndirnar eru úr einkasafni og hafa þær aldrei verið sýndar. áður hér á landi, en þær eru flestar frá árinu 1983. Að sögn Úlfars Þormóðssonar hjá Gallerí Borg eru myndirnar úr stóru einkasafni, en aðspurður vildi hann ekki gefa upp hvort safnið væri í eigu innlends eða erlends aðila. Hann sagði að flest- ar myndanna væru 50 x 37 sm að stærð, en tvær þeirra væru 100 x 70 sm, og hefði ein slík mynd selst nýlega á uppboði í París fyr- ir jafnvirði 1,6 milljóna króna. Ein myndanna eftir Erró sem verður á sölusýningu Gallerís Borgar. 1,6 milljónir ANDLITSMYND af stúlku eftir Sigurð Guðmundsson málara seldist fyrir 1,6 milljónir króna á listmunauppboði Gallerís Borg- ar, sem fram fór á Hótel Sögu í gærkvöldi. Tvær myndir eftir Sigurð voru boðnar á uppboðinu, og seldist hin myndin á 800 þús- und krónur. Næst dýrasta myndin sem seldist á uppboðinu var málverk af Reykjavíkurhöfn eftir Gunnlaug Blöndal, en hún seldist á 900 þús- und krónur. Olíumynd eftir Þórar- inn B. Þorláksson seldist á 650 þúsund, og Þingvallamynd eftir Ásgrím Jónsson seldist á 460 þús- und krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.