Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990
„ Gei -eg gert af þ/í þó ra-fmagn sr-eikn-
Ihguank komi á afinaeUsdagínn þinn ?"
Með
morgunkaffmu
Ég... Ég... þig ef þú
segir enn einu sinni góðan
daginn vinur þegar ég
geng fram hjá þér ...!
HÖGNI HREKKVISI
_E^—
,,£G SB UM HI2ESS/MC3UNA. • '
Þessir hringdu ...
Gott kjöt
Húsmóðir hringdi:
„Ég vil hæla kjöti sem ég keyti
og tilreitt var af kjötversluninni
Höfn á Selfossi. Þetta var
léttreykt, rauðvínslegið lambalæri
og mikil gæðavara. Eini gallinn
var að þegar bagginn var skorinn
niður vildu sneiðarnar detta í
sundur og litu þá ekki nógu vel
út. Ég hafði samband við fram-
leiðandann og efast ég ekki um
að ráðin verður bót á þessu.“
Renningur
Rauður renningur tapaðist 22.
nóvember af svölum við Vestur-
götu 7. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 29196.
Geisladiskar
Vegna misskilnings voru fjórir
geisladiskar ásamt ritgerð settir
inn í Citrogenbifreið aðfaranótt
sunnudags. Vinsamlegast hringið
í síma 78698.
Armband
Gullarmband tapaðist 4. nóv-
ember, í Fóstbræðraheimilinu eða
á Melunum. Finnandi er vinsam-
legst beðinn að hringja í síma
10486.
Gullnæla
Gullnæla með steini og
öryggislæsingu týndist á leiðinni
frá heilsugæslustöð Hlíðasvæðis,
Drápuhlíð 14., að strætisvagna-
stöðinni á mótum Miklubrautar
og Lönguhlíðar, þriðjudaginn 20.
nóvember. Vinsamlegast afhend-
ist á Lögreglustöðina eða Hjalta-
bakka24,1 hlæðt.h. Fundarlaun.
Gefið upp verð
Lesandi hringdi:
„I ritdómum um bækur erlend-
is tíðkast að gefið er upp verð
bókana ásamt blaðsíðúfjölda, og
jafnframt er tekið fram hvort
bókin sé bundin eða óbundin.
Þessa starfshætti ættu þeir sem
fjalla um bækur í íslenskum blöð-
um einnig að taka upp og bæta
þannig þjónustu sína við almenn-
ing.“
Gleraugu
Gleraugu eru í óskilum í versl-
uninni Báru, Hverfisgötu 50, og
getur eigandinn vitjað þeirra þar.
Víkverji skrifar
Víkveiji dagsins hefur verið að
lesa ævisögu Franz Liszts,
sem Jóh. Gunnar Ólafsson íslenzk-
aði og bókaútgáfan Óðinn gaf út í
Reykjavík 1946. í bókinni notar
þýðandinn orðið hljómleikur í ein-
tölu í stað hljómleikar í fleirtölu.
„Hugsanir hans hvörfluðu til hljóm-
leiksins í Ödenborg", og á öðrum
stað segir: „Og hinir duglegu for-
eldrar hans fengu því áorkað að
hljómleikur var haldinn." Og þá
segir: „Á hljómleiknum spilaði Hans
es-dúr slaghörpuþátt Liszts."
Víkveiji veltir því fyrir sér hvort
fellur betur að íslenzku máli að
nota orðin hljómleikur og tónleikur
o.s.frv. Til dæmis mætti hugsa sér
að nota tónleikur um einn sinfóníu-
tónleik en sinfóníutónleika ef um
tónleikaröð er að ræða.
Reyndar hefur Helgi Hálfdanar-
son notað þetta orð en ekki í sömu
merkingu. í Lé konungi stendur:
„Fjarlægur hljómleikur heyrðist.“
Og Helgi segir á öðrum stað: „Kem-
ur með hljómleik og söng.“ Og einn-
ig talar hann um „mildan hljómleik-
inn“.
í Orðabók Menningarsjóðs er
orðið hljómleikur í eintölu gefið með
spumingamerki, sem í skýringum
er sagt vera vont mál, orð eða
mérking sem forðast beri í íslenzku.
Víkveiji sættir sig við að þetta sé
ekki málvenja en erfiðara þykir
honum að kyngja því að þetta geti
talizt rangt mál eða vont.
x 'xx
Víkveiji ætlar að staldra aðeins
lengur vjð tónlist og taka
undir orð Jóns Ásgeirssonar tónlist-
argagnrýnanda Morgunblaðsins í
siðustu viku, þar sem hann talar
um bláa tónleikaröð sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, þar sem flytja skal
eingöngu nútímatónlist. „Sú tilhög-
un að „sortera" tónlist eftir stíl er
ekki líkleg til árangurs, því þá þarf
fólk að velja og hafna í stað þess
að velja um allt eða ekkert.“
Á öðrum stað hefur Jón spurt
og hefur Víkveiji hvergi séð svar
við þeirri spurningu: „Fróðlegt væri
að vita um ástæðuna fyrir breyttum
tónleikatíma Sinfóníunnar frá því
sem verið hefur í áratugi. Hveija
spurðu forráðamenn hljómsveitar-
innar ráða? Spurðu þeir verzlunar-
fólk, sem vinnur við afgreiðslu til
klukkan 18 eða 19? Spurðu þeir
verkamanninn, sem í bezta falli er
kominn heim eftir erfíðan vinnudag
klukkan 18 eða 19, var einstæða
móðirin spurð, sem að afloknum
vinnudegi þarf að koma barni sínu
fyrir til þess að komast á tónleikana
klukkan 20? Eða húsmóðirin, sem
ennþá er svo gamaldags að vilja sjá
um soðninguna ofan í eiginmann
og börn? Hveijir voru spurðir?“
xxx
Ekki verður betur séð en slökkvi-
liðið í Reykjavík hafí unnið
mikið afrek þegar það slökkti eldinn
í Landsímahúsinu sl. laugardag.
Eldur logaði í öllu þaki hússins og
hann var byijaður að teygja sig
niður á neðri hæðir þegar slökkvilið-
inu tókst að ráða niðurlögum hans
á undraskömmum tíma. Þetta er
uppreisn æru fyrir slökkviliðið, sem
lá undir ámæli eftir brunann í Rétt-
arhálsi um árið.
Þá voru viðbrögð Pósts og síma
ekki síður snögg. Síma- og fjar-
skiptasambandi var komið í lag á
skömmum tíma eftir brunann. Og
endurbygging þaksins tók mettíma.
Meira að segja var bytjað að panta
efni í þakið á meðan enn rauk úr
því! Líklega eru engir nema íslend-
ingar jafn fljótir að afgreiða hlutina
þegar mikið liggur við.
x x x
Ifréttum Stöðvar 2 nýlega talaði
fréttamaður um „útbreiðslu
landhelginnar"!!