Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990
29
John Major markar stefnu sína:
Gagnrýndur fyrir að skipa
enga konu í ráðherrastöðu
London. Reuter, Daily Telegraph.
MESTA fögnuðinum sem mætti nýkjörnum leiðtoga íhaldsflokksins
og forsætisráðherra Bretlands, John Major, er nú að linna og grár
hversdagsleikinn að taka við. Efnahagsvandinn er mikill, lægja þarf
öldurnar eftir baráttuna um leiðtogasætið og fall Margaret Thatc-
her. í gær var Major harðlega gagnrýndur fyrir að skipa enga konu
í ráðherraembætti. Kjöri Majors er fremur vel tekið utan Bretlands
og Francois Mitterrand Frakklandsforseti sagði í heillaóskaskeyti
til forsætisráðherrans að hann vænti þess að þjóðirnar tvær héldu
áfram „þróttmiklu og ómetanlegu samstarfi sínu.“
Einn af þingmönnum íhalds-
flokksins, Teresa Gorman, var harð-
orð í gær. „Fjöldi karla telur enn
að konur geti aðeins verið barn-
fóstrur eða ástmeyjar en ekki raun-
verulegir starfsfélagar sem unnið
geti við hlið þeirra,“ sagði Gorman.
SkortUrinn á konum í nýrri óg
breyttri ríkisstjórn íhaldsmanna
þykir enn undarlegri fyrir þá sök
að kona hefur verið í forystu fyrir
flokknum í ellefu og hálft ár. Gor-
man sagðist vera „öskureið" yfir
því að engin kona væri í stjórninni
og varaði við því að þetta gæti
kostað flokkinn fylgi.
Major mun nú fylkja ráðherrum
sínum, sem eru alls 22," í bar-
áttunni gegn verðbólgu en hann er
eitilharður talsmaður þess að hvergi
sé látið undan síga í þeim efnum.
Sjálfstæð rannsóknarstofnun spáir
því að verðbólga, sem nú mælist
10.9% á ársgrundvelli, verði komin
í 4.9% í lok næsta árs. Opinberar
hagtölur gefa til kynna að vextir
lækki úr 14% í 12% en atvinnuleysi
aukist nokkuð og verði tvær milljón-
ir í ársbyijun 1992.
Aukakosningar voru í gær í tveim
skoskum kjördæmum, sem Verka-
mannaflokkurinn ræður nú. That-
cher hefur aldrei verið vinsæl. í
Margaret Thatcher tók sér í gær sæti aftarlega á bekkjaröðum breska
íhaldsflokksins á þingi, þar sem óbreyttir þingmenn sitja, eftir að
hafa verið í forystu fyrir flokknum í 15 ár. Thatcher sést hægra
megin á myndinni og hallar hún undir flatt meðan hún hlýðir á
umræður.
Skotlandi eða Norður-Englandi og vafa um að fall hennar myndi bæta
John Workman, frambjóðandi stöðu flokksins þar. „Ég held að
íhaldsflokksins í öðru kjördæ- brottför hennar hafi fært okkur
manna, Paisley South, var ekki í 2.000 atkvæði í viðbót,“ sagði hann. .
SKEMMTILEGAR OG ÞR0SKANDI
BARNABÆKUR Á FRÁBÆRU VERDI!
LEIKUR AÐ ORÐUM
hvað eh
KLUKKAN?
^Bókaflokkurinn LEIKUR AÐ ORÐUM:
BÆKUR FYRIR LÍTIL BÖRN OG UPPALENDUR.
HVAÐ ER KLUKKAN? - VILTU VERA MEÐ MÉR?
eru harðspjaldabækur með framúrskarandi
litríkum og skemmtilegum teikningum.
Skemmtilegar bækur, skýrt og greinargott letur.
Stefán Júlíusson þýddi.
Verð hvorrar bókar er
Stórt letur og litmyndir
Bókaflokkurinn VILTU LESA MEÐ MÉR:^
ARILÆRIR AÐSYNDA,
GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR
í þessum skemmtilegu bókum kemur
mynd stundum í stað orðs. Þá er staldrað
við og rétta orðið fundið. Leikur sem
skerpir athygli og skilning. Stefán
Júlíusson þýddi. Cflfl |#M
Verð hvorrar bókarer ||ÖU Iml ■
590 kr.
WOOSOO WHSIA
Stórt letur og litmyii
ÆVINTÝRABÓKIN
Ævintýrabókin í þýðingu
Rúnu Gísiadóttur
inniheldur 9 litrík ævintýri.
Þau eru:
Stígvélaði-kötturinn,
Hans og Gréta,
Frú Hulda,
Hugrakki skraddarinn,
Dvergurinn,
Froskakóngurinn,
Litlu systkinin,
Kiðlingarnir sjö
og Rauðhetta.
Verð
690 kr.
A
2 BABARBÆKUR
BABAR FER í FERÐALAG - BABAR FER Á FÆTUR eru 2 nýjar
harðspjaldabækur um uppáhaldsf ílinn Babar. Ekki mun það draga úr
vinsældum hans að allt næsta ár verða vikulegir þættir um Babar og
félaga í ríkissjónvarpinu. Þýðandi er ÞrándurThoroddsen.
Verð hvorrar bókar er
SETBERG
490 kr.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA