Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 Minning: Guðmundur Jónsson bakarameistari í dag, 30. nóvember, verður Guð- mundur Jónsson, faðir minn, borinn til hinstu hvílu. Hann lést 21. nóv- ember eftir löng og erfið veikindi. Mig langar í örfáum orðum að minriast hans. Minningarnar eru svo margar og góðar, allar ferðirnar serrt hann fór með okkur systkinin, þegar við vor- um lítil vestur í bæ á hveijum sunnudegi að kaupa ís og við ókum þaðan niður á bryggju til að sjá bátana koma og fara, sjórinn hafði alltaf sérstakt aðdráttarafl í lífi hans. Og allra gleðistundanna við matarborðið og þegar við fórum saman að kaupa rauðmaga eða grásleppu út á Ægissíðu, og hafa það nógu mikið, því þannig var hann alla tíð, sérstaklega gestrisinn ogjjóður heim að sækja. Eg veit að elsku pabba líður vel núna. Ég þakka samveruna. Við sjáumst væntanlega síðar. Hvíli hann í friði. Elsku mamma, ég bið góðan Guð að styrkja þig. Ingunn Guðmundsdóttir Með örfáum orðum viljum við minnast Guðmundar Jónssonar bakarameistara, fyrrverandi verk- stjóra og síðar eiganda og forstjóra sælgætisverksmiðjunnar Freyju. Við áttum því láni að fagna að búa undir sama þaki og fjölskylda hans árum saman. Synirnir, Ævar og Jón voru á líku reki og sonur okkar, en dóttirin, Ingunn, nokkuð eldri, enda forfrömuð, heitbundin og átti lítinn augastein, Júlíu, sem heitir í höfuðið á ömmu sinni. Einstakt samband var á milli okkar sambýlisfólksins og raunar næstu nágranna líka. Ósjaldan var setið í gróðursælum garðinum á góðvirðisdögum og var þá ekki að sökum að spyija að slegið var upp „veislu" með ríflegu meðlæti af ýmsu tagi og oft slógust nágrannar í hópinn. Guðmundur og Júlía voru ein- staklega samhent og bar heimili þeirra vott um myndarskap og glæsileik. Oft nutum við gestrisni þeirra og er okkur í fersku minni er þau biðu okkar með morgunverð- arborð fyrir allar aldir er við komum heim úr ferð til Bandaríkjanna sæll- ar minningar og einnig er við kom- um frá Kanaríeyjum nokkru síðar. Þessar „uppákomur" eru táknræn dæmi um meðfædda góðvild og höfðingsskap, enda verður okkur oft hugsað til áranna í Barmahlíð 45 og sambýlisins við þetta góða fólk. Ósjaldan var sælgætispoka lætt í litla lófa og séð til þess að börnin færu ekki í jólaköttinn, hvað slíkar „nauðþurftir" varðaði! Guðmundur starfaði árum saman hjá Viggó Jónssyni, mági sínum, sem verkstjóri og meðeigandi. Nokkru 'eftir fráfall Viggós eignað- ist Guðmundur og fjölskylda hans fyrirtækið. Synirnir, Ævar og Jón, sem menntaðir eru til annara starfa, hófu störf hjá fyrirtækinu snemma á áttunda áratugnum og stjórna nú rekstrinum, ásamt móður sinni, sem lengst af vann í Freyju meira og minna, eða þar til heilsu Guð- mundar hrakaði til muna. En þrátt fyrir erfið veikindi lét hann ekki deigan síga. Fyrir nokkrum árum réðst fjöl- skyldan í það þrekvirki að endur- skipuleggja reksturinn, byggði nýtt og glæsilegt verksmiðju- og skrif- stofuhúsnæði við Kársnesbraut í Kópavogi og endurnýjaði vélakost- inn. Guðmundur upplifði því þótt farinn væri að heilsu að sjá lang- þráðan draum rætast. Við kveðjum hann nú með sökn- uði og biðjum almættið að halda verndarhendi sinni yfir Júlíu og fjöl- skyldunni allri. Blessuð sé minning Guðmundar Jónsonar. Jón B. Gunnlaugsson, Regína Birkis. í dag, 30. nóvember, verður elsk- ulegur afi minn, Guðmundur Jóns- son, borinn til hinstu hvílu. Mig langar til að minnast hans í örfáum orðum. Þar er of langt að telja upp allar minningarnar sem ég á um elsku afa, en mér eru sérstaklega minnisstæðar allar ferðirnar sem hann fór með mig upp í Óskjuhlíð þegar ég var lítil, þar fengum við okkur langan göngutúr og skoðuð- um fallega umhverfið þar og sáum flugvélarnar koma og fara. Hann hafði einstaklega gaman af göngu- ferðum og veiðitúrum, einnig hafði hann alltaf mikið dálæti á sjónum og fór oft með mig að skoða bátana niður á bryggju. Það var alltaf jafn yndislegt að koma heim til afa og ömmu þar var öllum tekið opnpm örmum og gest- risnin og hlýjan sat ávallt í fyrir- rúmi. Þrátt fyrir löng og erfíð veik- indi var afi minn ávallt í góðu skapi og leið mér ákaflega vel í návist hans. Elsku afi minn gaf mér mikið með návist sinni þennan tíma sem við áttum saman og mun minning hans ávallt lifa björt í hjarta mín- um. Guð blessi hann og varðveiti og megi elsku afi hvíla í friði. Elsku amma, guð styrki þig í sorg þinni og megi góðar minningar gera söknuðinn léttbærari. Júlía B. Arnadóttir í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Jonsson bakarameist- ari hér í borg. Borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur sem hér hefur búið og starfað við góðan orðstír alla ævi, framan af að iðn sinni, og seinna við sælgætisgerð. Góður og gegn borgari sem skilur eftir sig ágætt ævistarf og vammlaust lífs- hlaup. Guðmundur var starfsamur meðan heilsan entist, en átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu ár ævinnar. Hann lést 21. nóvem- ber sl. Guðmundur fæddist í Reykjavík 28. apríl 1918. Foreldrar hans voru Guðrún Sveinsdóttir og Jón Guð- mundsson. Bæði Reykvíkingar. Þau bjuggu fyrst á Stóra-Seli í Reykja- vík, þar sem Guðrún var einnig fædd og uppalin. Nokkru síðar fluttu þau að Brekku við Sogaveg. Þar hafði Jon nokkurn búskap, þó í dag sé Sogavegurinn inni í miðri borg. Svona hefur Reykjavík stækkað síðan þetta var. Seinna bjuggu þau svo á Frakkastíg 19. Systkinahópurinn var nokkuð stór. Elst var Anna Björnsdóttir, hálf- systir Guðmundar, þá Sigríður. Guðmundur var næstur í röðinni, þá Magnús, en hann fórst 1944 og Sveinn. Yngst í fjölskyldunni var Esther Jónsdóttir kjördóttir hjón- anna, en dóttir Önnu. Guðrún móð- ir Guðmundar lést árið 1945 en Jón Guðmundsson 1967. Guðmundur Jónsson var af þeirri kynslóð íslendinga sem upplifði stórkostlegar breytingar og tók með ævistarfi sínu þátt í að skapa hér nýtt og betra þjóðfélag. En Guð- mundur var sér vel meðvitaður um það umhverfi sem hans kynslóð var sprottin úr og var að hverfa um það leyti sem hann sleit barnsskón- um. Ekkert mótar manninn eins og það uppeldi sem hann hlýtur í æsku. Því má líkja við jarðveg sem hann er vaxinn upp úr. Margt kemur til; ekki síst það mannlíf sem lifað er þar sem hann er að vaxa úr grasi. Ekki síður það lífsviðhorf sem að honum er haldið í æsku og upp- vexti og mótar gildismat hans til langframa. Ekki á þetta eingöngu við um það uppeldi sem menn hljóta i foreldrahúsum, heldur einnig í leik og þeim störfum sem þeir vinna sem unglingar. Sé jarðvegurinn fijósam- ur og áhrifin jákvæð verða æskuár- in góður skóli og duga mönnum sem orkulind alla ævi. Og rótleysi verður ekki til staðar. Svo var um Guð- mund Jónsson. Hann átti djúpar rætur í þeim jarðvegi sem hann var vaxinn upp úr hér í Reyjavík, með- an oærinn var allt í senn, sjávar- þorp, sveit og vísir að borg. Hann unni æskuslóðum sínum eins og flestir og hér í Reykjavík átti hann eftir að ala allan sinn aldur. Hann kynntist ungur þeim störfum sem hér voru undirstaða tilverunnar og tengdust sjó og fiski, en einnig skepnum og búskap. Honurri var kennt að öllum störfum bæri að sinna af vandvirkni og nokkru kappi, og láta ekki sitt eftir liggja. Ánægjan af vel unnu verki væri verðug verkalaun í sjálfu sér, en alvöru lífsbaráttunnar bæri samt að hafa ofarlega í huga. Lífshlaup Guðmundar Jónssonar einkenndist síðan alla tíð af þessum lærdómi. hann var skyldurækinn, svo af bar og ósérhlífinn. Af sjálfu leiddi að lífsviðhorf hans var jákvætt og ein- kenndist af sjálfsbjargarviðleitni og áhuga á að búa í haginn fyrir sína nánustu. Honum var svo farið sem mörg- um af hans kynslóð sem eyða löng- um vinnudegi innan dyra við vélar eða skrifborð, að hjá honum gætti nokkurs ’ trega eftir nánara sam- bandi við lífið utandyra, við náttúr- una, og þau störf sem tengduSt henni á sjó eða landi og höfðuðu til starfa uppvaxtaráranna. Mér fannst þetta það áberandi í fari Guðmundar að þótt hann sinnti ævistarfi sínu af stakri trúmennsku og alúð, þá grunar mig að honum hefði líkað vel' að standa í brú afla- skips í mokfiski. Reyndar var Guðmundur tölu- verður fiskimaður. Alla ævi hafði hann mikið yndi að veiðiskap hvers konar og þeirri útiveru sem honum fylgdi. Eflaust á þetta áhugamál sér upphaf í fjörunni fyrir neðan Stóra-Sel, í Selsvörinni, eða þá að hann hefur aflað sinna fyrstu fiska með því að dorga við bryggjusporð eða róa á skektu í Reykjavíkurhöfn. En síðar á ævinni renndi hann fyr- ir lax og silung í ám og vötnum og var það hans helsta tómstunda- gaman og áhugamál. Hann sinnti þessu áhugamáli sínu af alúð, og var með elstu félög- um í Stangveiðifélagi Reyjavíkur. Af öðrum félagsstörfum hans ber að nefna Frímúrararegluna, þar sem hann starfaði um árabil. Guð- mundur var félagslyndur að eðlis- fari og naut þess að hitta kunn- ingja og gleðjast með góðum vinum. Hann var glaðvær í vinahópi, hafði ríka kímnigáfu og kom gjarnan auga á hið skoplega í fari manna, og kunni frá því að segja svo aðrir nútu með honum. Guðmundur var tryggur vinur vina sinna. Eins og áður sagði fór Guðmund- ur ungur að sinna þeim störfum sem buðust. Vinnuframboð á kreppuár- unum var ekki fjölbreytt, en 1935 hóf hann nám í bakaraiðn hjá Óskari Thorberg Jónssyni á Lauga- vegi 5. Hann lauk því námi árið 1940 og reyndist mjög hæfur fag- maður. Hann starfaði síðan við iðn sína óslitið í 20 ár, oftast með rekst- ur á eigin vegum. Árið 1960 verða þáttaskil hjá Guðmundi Jónssyni. Viggó Jónsson, mágur hans, keypti þá Sælgætis- gerðina Freyju, og hóf rekstur hennar. Hann fékk Guðmund til starfa sem verkstjóra. Þar hafði Viggó réttan mann á réttum stað, og má segja að' hér hæfíst annað ævistarf Guðmundar, því þessu fyr- irtæki helgaði hann krafta sína meðan þeir entust. Nokkru eftir lát Viggós skipuðust mál á þann veg að Guðmundur og fjölskylda hans keyptu Freyju. Að eignast fyrirtæk- ið og koma rekstri þess fyrir á nýj- um stað var Grettistak. En með samstilltu átaki fjölskyldúnnar tókst það, og Freyja er nú blómlegt fyrirtæki í höndum sona Guðmund- ar og Júlíu. 6. júní 1942 gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi konu sína, Júlíu Sigurðardóttur frá Skuld í Vest- mannaeyjum. Með þeim var jafn- ræði og hjónaband þeirra gott og farsælt. Skuldarheimilið í Vest- mannaeyjum var annálað að mynd- arskap. Fjölskyldan stór, en þar að auki margt aðkomumanna á vertíð ár hvert. I Skuld var gestrisni meiri en gengur og gerist. Á þessu mynd- arheimili var Júiía alin upp, og má um hana segja eins og Guðmund, að lengi býr að fyrstu gerð. Það var því að vonum að á heim- ili þeirra Guðmundar og Júlíu var allt með þeim hætti að það varð þekkt fyrir rausnarskap og gest- risni, ásamt hlýhug til þeirra mörgu sem þar hefur borið að garði. Þau hjón voru einstaklega samhent í þessu viðhorfi. Einnig því að vilja búa bömum sínum öruggt æsku- heimili. Börnin urðu fjögur. Elstur var Reynir, sem lést 1967, öllúm mikill harmdauði, næst Ingunn, þá Ævar, kvæntur Ingibjörgu Bjarna- dóttur, Jón, yngstur, kvæntur Guð- rúnu Ólafsdóttur. Þau hlutu gott uppeldi á góðu heimili og hafa reynst foreldrum sínum vel. Um Guðmund Jónsson hygg ég að sagt verði að þar hafi farið góð- ur maður. Góðvildin var ríkur þátt- ur i fari hans. Hann kom mér fyrir sjónir sem hið mesta ljúfmenni, sem vildi greiða götu hvers manns, og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hann hefur reynst Ijölskyldu minni góður frændi og fyrir það skal þakkað nú. Júlíu, börnum þeirra Guðmundar, tengda- og barnabörnum færi ég og Guðrún kona mín einlægar sam- úðarkveðjur. Sverrir Sveinsson JSkTVI N WnMAUGL YSINGA R Eyrarbakki Umboðsmaður óskast á Eyrarbakka frá og með 1. janúar. Upplýsingar í. símum 98-31155 og 91- 691122. „Au pair“ „Au pair“-stúlku vantar, sem fyrst, á heimili í New Jersey í Bandaríkjunum, til heimils- starfa og barnagæslu. Þeir, sem hafa áhuga, eru vinsamlegast beðnir að hringja milli kl. 15.00 og 19.00 að íslenskum tíma f síma 901-201-528-8663. Húsvörður Stórt fjölbýlishús í borginni vill ráða húsvörð til starfa. Leitað er að barnlausum hjónum á aldrinum 45-55. Konan getur unnið aðra vinnu. 2ja herbergja íbúð fylgir. Góð laun eru í boði. Tilboð, merkt: „Húsvörður - 8772“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Verkamaður Óskum eftir að ráða verkamann til ýmissa starfa sem fyrst. Upplýsingar um-starfið gefur Gísli Páll í síma 98-34289 milli kl. 11.00 og 12.00 alla virka daga. Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, Hveragerði. WélagslÍf I.O.O.F. 12 = 1721 1308’/h = 9.III. I.O.O.F. 1 = 17211308'/2 = □ HELGAFELL 599011307 IVA/ H. & V. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstraðti 22. Askriftarslml Ganglera er 39673. í kvöld kl. 21.00 flytur Ævar Jó- hannesson erindi: „Er til jurtalyf gegn krabbameini?", í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag, er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræðum kl. 15.30. Á fimmtudögum kl. 20.30 er hugleiöing og fræðsla um hugrækt fyrir byrjendur. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. KFUK KFUM Suðurhóladeildin 20-40 ára Samvera fyrir fólk á aldrinum 20-40 ára í kvöld kl. 20.30 í Suðurhólum 35. Gunnar J. Gunn- arsson flytur inngangsspjall að kvikmyndinni „Er þetta ekki mitt líf?" Eftir sýninguna verða um- ræður. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. H ÚTIVIST -ÁFIHHI1 • REYKJAVÍK - SÍMIAÍMSVARI H60f Aðventuferð Útivistar Athygli skal vakin á því að Úti- vist nýtir allt gistirými í skálum félagsins í Básum um helgina vegna aöventuferðarfélagsins. Sjáumstl Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.