Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 45
1 Kirkjudagur Árbæjarkirkju Árlegur kirkjudagur Árbæjarsafn- aðar verður haldinn 1. sunnudag í aðventu, hinn 2. desember nk. Er það í 20. skiptið sem slíkur dagur er haldinn í sókninni og hefur safnað- arfólk jafnan fjölmennt til kirkju sinnar þennan dag og sýnt hug sinn til hennar í verki. Dagskrá kirkjudagsins verður með hefðbundnum hætti. Um morguninn verður bamaguðsþjónusta og kirkju- dagsguðsþjónusta kl. 14. Elín Osk Óskarsdóttir syngur einsöng og kirkjukór Árbæjarsóknar syngur undir stjórn organistans. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Vígður verður nýr hátíðamessu- skrúði í athöfninni. Eftir messu kl. 15 hefst kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar í safn- aðarheimili kirkjunnar. Kirkjudags- kaffi kvenfélagskvenna er óþarft að kynna, svo rómuð hefur rausn þeirra verið á umliðnum áram. Aðventuhátíð safnaðarins verður síðan sunnudaginn 9. desember kl. 20.30 í Árbæjarkirkju með fjöl- breyttri dagskrá í tali og tónum. Verður hún nánar auglýst síðar. Safnaðarmenn í Árbæjarsókn eru hvattir til að fjölmenna í Árbæjar- kirkju á kirkjudaginn og helja að- ventuundirbúninginn með því að eiga saman helga stund í kirkjunni sinni við upphaf jólaföstu. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson Árbæjarkirkja Kaffisala Kvenfélagsins Hringsins á Hótel íslandi Hringskonur hafa jafnan efnt til jólafagnaðar fyrsta sunnudag í að- ventu og verður svo einnig í ár á Hótel íslandi á morgun kl. 14. Þar verður selt kaffi og glæsilegt kaffí- hlaðborð stendur til boða með heimabökuðu meðlæti, einnig verð- ur happdrætti með góðum vinning- um, þar á meðal flugferð til útlanda. Kvenfélagið Hringurinn hefur unnið mikið og gott starf í þágu barna á Islandi og verður það seint þakkað. Þær settu sér snemma það markmið að koma upp sérstökum og sérhæfðum barnaspítala og var Ijóst að þarfir sjúkra barna eru aðrar en fullorðinna. Þegar viðbygging Landspítalans var á teikniborðinu upp úr 1950 lögðu þær fram fé til upphafsfram- kvæmda með því skilyrði að barna- deild væri ætlaður staður í nýbygg- ingunni og heitir sú deild Landspít- alans Barnaspítali Hringsins. Allt frá upphafí hefur Kvenfélag- ið Hringurinn verið stoð og stytta Barnaspítalans. Hringskonur hafa fýlgst með spítalanum og bókstaf- ULLARPEYSUR í MIKLU ÚRVALI LACOSTE lega tekið hann í fóstur. Þær hafa fært spítalanum stórgjafír og bætt úr brýnni þörf fyrir ný tæki og búnað en þarfir spítalans eru miklar og vaxandi. Börn fram til 15 ára aldurs eru fjórðungur þjóðarinnar, þau eru framtíð þessa lands. Hringskonur vinna fyrir framtíðina, vinna fyrir okkur öll. Okkur ber að styðja þess- ar dugmiklu konur og þess vegna vil ég hvetja alla til að líta inn á Hótel ísland á sunnudaginn og sýna með því stuðning við gott málefni sem kemur okkur öllum við. í undirbúningi er nú hönnun og bygging nýs barnaspítala í tengsl- um við Landspítalann. Þar verður markið sett hátt og reynt að gera hann eins vel úr garði og unnt er. Hringskonur munu ábyggilega eiga sinn þátt í þeirri framkvæmd. Veitum Hringskonum lið með því að mæta á Hótel íslandi á sunnu- daginn, njóta góðra veitinga og styrkja gott málefni. Björn Júlíusson barnalæknir. 1 Y T, zÉr UTIUF Glæsibæ, sími 82922. ,SAMO\ Tækin sem stilla þig inn á góða skapið STILHREINT FERÐATÆKI Útvarps og kasettutæki með fullkomnum vekjara. Stafræn klukka, innbyggður hljóðnemi, og margir fleiri kostir. Verð kr. 15.250,- RM 7400 UTVARPSVEKJARI með tveimur aðskildum hringingum, stilltur á rafhlöðu sem tekur _ við ef rafmagnið slær út. Verð frá 2.830, RP 8800 _ Verð frá 4.050," ELDHÚSTÆKHÐ VINSÆLA Sterkt og gott tæki með þægilegum hljómi. M 1740 FERÐATÆKI Útvarp og kassettutæki með sterku útvarpi og góðum hljómi. Verð kr 5.850,- . t M 7033 FERÐATÆKI Verð kr 7'800’' Sterk, fáanlegt í þremur litum, innbyggður hljóðnemi og stereo sem gefur því góðan hljóm. VASADISKÓ MGR78 í miklu litaúrvali og mörgum stærðum. — . Verð frá 2.450,“ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.