Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990
----------------------------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990
31
Útgefandi
pramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson. •
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
f
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Verðbréfasjóður
fyrir erlend verðbréf
Settur hefur verið á fót verð-
bréfasjóður á vegum
Landsbréfa hf. — Heimsbréfa-
deild Landssjóðs hf. — sem Ijár-
festa mun í erlendum verðbréf-
um, skuldabréfum og hluta-
bréfum, eftir 15. desember nk.
þegar heimild þar að lútandi
tekur gildi. Sala bréfanna er
hafin og mun sjóðurinn geyma
fé sitt í innlendum verðbréfum
unz heimildin til fjárfestingar
erlendis tekur gildi. Landsbréf
hafa gengið til samninga við
brezka verðbréfafyrirtækið
Barclays de Zoete Wedd
(BZW), sem sér um sjóðastjóm-
un. BZW hefur aðstöðu í 75
löndum, m.a. í London, Tókíó
og New York, stærstu fjár-
málamiðstöðvum heims. — Að-
ur var stofnaður Fjölþjóðasjóð-
ur Fjárfestingarfélagsins, sem
fjárfestir i erlendum verðbréf-
um. Sá sjóður hefur gert sam-
komulag við Skandinaviska
Enskilda Banken, sem annast
mun kaup á bréfunum. Þá má
búast við að önnur verðbréfa-
fyrirtæki geri grein fyrir sínum
fyrirætlunum í þessum efnum
á næstunni.
Fagna ber því skrefi í frjáls-
ræðisátt, sem stigið er með
opnun þessa fjárfestingar-
möguleika. Morgunblaðið hefur
ítrekað lýst stuðningi við það
að íslendingum gefist kostur á
að eignast erlend verðbréf, eins
og almenningi í flestum vest-
rænum ríkjum.
Frelsi einstaklinga og fyrir-
tækja til að ráðstafa eigin
sparnaði og fjármunum á þenn-
an hátt er — eins og frjáls
gjaldeyrisviðskipti — liður í því
að brjótast út úr þeirn vítahring
verðbólgu og gengisfellinga,
sem við höfum verið föst í
síðustu tvo ártugi.
Almenningur eygir ekki að-
eins aukið viðnám gegn verð-
bólgu í þessu aukna frjálsræði.
Það gerir og stjórnmálamönn-
um erfiðara um vik í brenglun
á gengi krónunnar. Sé gengi
hennar of hátt skráð gæti
sparnaður leitað út úr landinu
þar eð sparifjáreigendur vilja
tryggja síg fyrir gengisfalli sem
ekki yrði komizt hjá þegar til
lengri tíma er litið.
Sameining Evrópu í einn
markað og hugsanlegt sameig-
inlegt myntkerfi gera slíka
breytingu enn brýnni en ella.
Ýmsir vilja að gengi krónunnar
verði tengt við Evrópumyntina.
Um það eru skiptar skoðanir.
En mergurinn málsins er að
íslenzkur fjármagnsmarkaður
fái og nái að bijótast út úr
þeirri einangrun sem hann hef-
ur verið og er í.
Þessi fjárfestingarmöguleiki
færir þjóðinni betur en ella
æskilega viðmiðun við erlendan
markað. Og skapar þann veg
aðhald í fjárfestingu á heima-
vettvangi, sem á stundum hef-
ur ekki haft arsðemissjónarmið
nægilega að leiðarljósi, sem
dæmin sanna, og bitnað hefur
á lífskjörum í landinu.
Það er og meira en tímabært
að Islendingum gefíst kostur á
því að eiga hlut í verðmæta-
sköpun og arði erlendra fyrir-
tækja, með hlutabréfakaupum,
og hagnast á því að leggja fjár-
muni í erlend skuldabréf. Það
er hins vegar vert að undir-
strika að slíkri fjárfestingu
fylgir alltaf áhætta — stundum
tap í stað hagnaðar — og að
hún krefst mikillar þekkingar
og yfirsýnar. Fjárfestar verða
sjálfir að taka áhættuna eins
og í öðrum viðskiptum. Það er
því engin ástæða til að óttast
að sparnaður flæði út úr
landinu, enda er áræði með
varúð og hófsemd trúlega bezti
kosturinn.
Aukið fijálsræði í viðskiptum
með erlend verðbréf er skref í
átt að almennara fijálsræði í
gjaldeyrisviðskiptum. Það var
mál að fækka þeim höftum sem
enn halda velli. íslenzka krónan
verður seint alvörugjaldmiðill
ef stjórnmálamenn eru stöðugt
að ráðskast með gengi hennar
og nýta sem stjórntæki í efna-
hagsmálum. Og á meðan ís-
lendingar geta ekki keypt og
selt erlenda gjaldmiðla fyrir
krónur öðlast þeir ekki nauð-
synlegt traust á eigin gjald-
miðli.
Það ber að fagna því að stig-
ið hefur verið skref til aukins
fijálsræðis borgaranna — til
'að ráðstafa eigin sparnaði og
ávaxta hann. Skref sem í senn
brýtur íslenzkum fjármagns-
markaði leið út úr þeirri ein-
angrun, sem hann hefur lengi
verið í, og lagar aðstæður hér
að hluta til að þeirri þróun sem
orðin er og fyrirsjáanlega verð-
ur í viðskiptalegu umhverfi
okkar báðum megin Atlantsála.
Öll slík spor eru heillaspor. Tími
úreltrar hafta- og forsjárstefnu
er liðinn.
HVAÐ SEGJA ÞEIR UM AFSTÖÐU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS TIL BRÁÐABIRGÐALAGANNA
Þorsteinn Pálsson:
Ríkisstjórninni ber að fara
fránúþegar
ÞORSTEINN Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að
ríkisstjórnin eigi að segja af sér
nú þegar, mynda eigi nýja ríkis-
stjórn og sú stjórn eigi að leita
eftir viðræðum við BHMR og
aðra aðila vinnumarkaðarins til
þess að leysa það vandamál sem
upp kynni að koma ef samningur
BHMR og ríkisins öðlist gildi.
Þetta segir hann verða að gerast
áður en til þess kemur að það
reyni á hvort bráðabirðalögin um
afnám samingsins -hafi meiri-
hluta á Alþingi. Hann segir Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir sitt leyti
vera reiðubúinn til slíkrar stjórn-
arþátttöku. Þetta kom fram á
blaðamannafundi í gær sem hald-
inn var af Þorsteini og Olafi G.
Einarssyni, formanni þingflokks
sjálfstæðismanna, vegna ákvörð-
unar þingflokksins um að greiða
atkvæði gegn bráðabirgðalögun-
um.
„Við vekjum hér athygli á því
að við búum í þingræðislandi. Sam-
kvæmt okkar stjórnarskrá gildir hér
þingræðisregla og ríkisstjórn verður
að hafa meirihlutá á bak við sig á
þinginu. Nú hafa þrír af hennar
þingmönnum lýst yfir því að þeir
ætli að greiða atkvæði gegn frum-
varpi sem ríkisstjórnin telur vera
fráfararatriði. Það þýðir van-
Þorsteinn Pálsson
traustsyfirlýsingu af þeirra hálfu,
ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta
á bak við sig til þess að koma sínum
málum fram og þá á hún að fara
irá,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði einkanlega tvö atriði
standa upp á ríkisstjórnina varðandi
framkvæmd kjarasamninganna
sem þjóðarsátt er kennd við. í fyrsta
lagi ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
leggja tveggja milljarða króna nýja
skatta á atvinnulífið, ríkisstjórnin
Ólafur G. Einarsson:
Spurning um hvort
virða eigi lýðræði í
landinu
ÓLAFUR G. Einarsson formaður
þingflokks Sjálfstæðsmanna,
segir að ákvörðun þingflokksins
á miðvikudag um að greiða at-
kvæði gegn samþykkt bráða-
birgðalaganna um BHMR samn-
inginn byggjast á því að virða
beri þingræði og lýðræði í
landinu, málið snúist ekki um
þjóðarsátt. Hann segir algeran
einhug hafa verið um þessa
ákvörðun í þingflokknúm. Þetta
kom fram á blaðamannafundi í
gær þar sem Óalfur og Þorsteinn
Pálsson formaður Sjáflstæðis-
flokksins gerðu grein fyrir þess-
ari ákvörðun þingflokksins.
Ólafur sagði boðað til fundarins
þar sem svo virtist sem samþykkt
þingflokksins hafi komið. ýmsum á
óvart og einnig sé , jafnvel látið liggja
að því að við höfum brugðist ríkis-
stjórninni sem við þó höfum verið í
andstöðu við, frá upphafi og erum
enn. Svo er jafnvel vísað á Sjálfstæð-
isflokkinn ábyrgð á því að ný verð-
bólguskriða kunni nú að fara á stað. "
Þessu vísuðum við að sjálfsögðu á
bug. Forsætiráðherra hlýtur að eiga
það við sitt lið, hvort það bregst
honum, hvort það hafi skrökvað að
honum, eða hann að þingi og þjóð,
en annað hvort hlýtur að hafa gerst.“
Ólafur sagði ákvörðun þingfiokks-
ins núna vera tekna einfaldlega .
vegna þess að það dragi af því að
málið verði afgreitt úr þingnefnd.
„Og leit svo út í gær að það yrði
gert núna fyrir helgi. Þegar að fyrri
ástæðu var ekki ástæða til að bíða
með það lengur, að taka um það
endanlega afstöðu og formlega
ákvörðun.
Auk þess hefur forsætisráðherra
verið með yfirlýsingar um það, bæði
í gær og í fyrradag að hann muni
ekki tala við einn eða neinn um það
hvort hann muni fylgja þessu frum-
varpi ríkisstjórnarinnar. Okkur sýn-
ist að það út~af fyrir sig bendi til
þess að forsætisráðherra vilji losna
Ólafur G. Einarsson
út úr þessari ríkisstjórn. Það getur
auðvitað ekki verið viðfangsefni
þingflokks sjálfstæðismanna að telja
þá aðgerð.
Við höfum haldið því fram frá
upphafi að það beri að virða samn-
inga. Þetta er ekki spurning um það
hvor haldi beri hina svonefndu þjóð-
arsátt. Þetta er spurning um það,
hvort virða eigi þingræði í landinu
og lýðræði, hvort Alþingi eigi að
ráða eða einhver samtök sem ekki
er kostið til í almennu kosningum."
Ólafur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að einhugur hefði verið í þing-
flokkknum um þessa ákvörðun. Fjar-
verandi voru Eyjólfur Konráð Jóns-
son vegna forfalla, Guðmundur H.
Garðarsson, Ingi Björn Albertsson,
Ragnhildur Helgadóttir og Salóme
Þorkelsdóttir, sem öll voru erlend-
is.Ólafur sagði, að ekki væri ástæða
til að ætla annað en að þau, sem
fjarverandi voru hefðu sömu afstöðu.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins urðu nokkrar umræður um þetta
mál og var ekki gerður ágreiningur
um að greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögunum.
hafði enga grein gert fyrir því
hvernig þetta verði gert í samkomu-
lagi við aðila vinnumarkaðarins.
Hitt atriðið sagði hann lúta að
bráðabirgðalögunum á samninga
BHMR. Hann sagði alla tíð hafa
verið ljóst að sjálfstæðismenn hafi
varað við samningunum og þegar
við gerð samninganna hafi verði
bent á að allar efnahagslegar for-
sendur skorti fyrir þeim.
Þorsteinn sagði ríkisstjórnina
hafa sleppt tækifærum til að hefja
viðræður við BHMR um lausn máls-
ins þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar
um nauðsyn þess. „Ef forsendur
samninga breytast, þá hljóta samn-
ingsaðilar að óska eftir því, að þeim
verði breytt og í réttarríki gera
menn það með því að óska eftir
viðræðum um endurskoðun. Þessu
var hafnað í ríkisstjórninni."
Þorsteinn sagði sjálfstæðismenn
vera reiðubúna til þátttöku í ríkis-
stjórn sem yrði mynduð eftir að
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar segði af sér og sú ríkisstjórn
myndi taka upp viðræður við BHMR
og aðra aðila vinnumarkaðarins til
þess að leysa mál á þann hátt, að
ekki stefndi þjóðarsátt í voða. Hann
sagði hins vegar að það væri alfar-
ið á ábyrgð forsætísráðherra komi
til þess að bráðabirgðalögin verði
felld í þinginu. Hann sagði forsætis-
ráðherra hafa lýst því yfir, að hann
ætlaði ríkisstjórninni að sitja áfram,
þrátt fyrir að meirihluti á þingi sé
ekki fyrir hendi og þrátt fyrir að
bráðabirgðalögin verði ekki stað-
fest.
Ef frumvarpið fellur þá munu
samningar BHMR taka gildi frá
þeim degi þegar bráðabirgðalögin
hætta að gilda, það er frá þeim
degi sem þau yrðu felld, fari svo.
„Það er auðvitað mál ríkisstjórn-
arflokkanna hvernig þetta fer. Þeir
tókust á hendur þá ábyrgð að koma
málinu í gegn. Félagsdómur komst
að þeirri niðurstöðu í dómsorði, að
aðferð ríkisstjórnarinnar hefði verið
ólögmæt og við teljum það siðferði-
lega rangt að framkvæmdavaldið,
annar aðili þessa samnings, setji
síðan bráðabirgðalög á þá dómsnið-
urstöðu. Við teljum óverjandi að
þannig sé staðið að framkvæmd
mála,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Ásmundur Stefánsson:
Hringrás launahækk-
ana með ófyrirséðum
afleiðingum
ÁSMUNDUR Sýefánsson, forseti ASÍ, segir að ef bráðabirgðalögin
verða felld úr gildi séu allar líkur á að hefjist samfelld hringrás
launahækkana. Verðlagsforsendur fari úr skorðum, gefið verði eftir
í gengismálum og hringrásin fari af stað. „Ef lögin verða felld
hækka hskólamenn hjá ríkinu um 4,5%, flugumferðarsljórar liækka
töluvert meira og hugsanlega fleiri hópar, nema BHMR taki afstöðu
sína til endurskoðunar," segir hann.
„Þegar við sömdum síðast liðinn
vetur vorum við með skýran fyrir-
vara um að ein af forsendum samn-
ingsins væri að launahækkanir ann-
arra hópa yrðu þær sömu og okk-
ar. í sumar staðfestu atvinnurek-
endur fyrir sitt leyti að það væri
réttur skilningur á samningnum og
bjuggu sig undir að gera samning
um sambærilega hækkun til okkar
og þá stóð lynr dyrurn," sagði Ás-
mundur.
Hann sagði að næsta skrefið í
atburðarásinni yrði því væntanlega
4,5% hækkun til Agl-félaga. „Sam-
anburðarákvæði í samningum
BHMR myndi því næst leiða til að
þeir gerðu tilkall til þeirrar hækkun-
ar sem við höfum samið um 1. des-
ember, auk þeirrar 4,5% hækkunar
Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur BHMR:
Verðbólgulij ólið fer
ekki af stað nema VSÍ
bjóði sömu hækkun
BIRGIR Björn Sigurjónsson hagfræðingur . BHMR segir, að þótt
bráðabirgðalögin um afnám samnings BHMR og ríkisins verði felld
á Alþingi og BHMR-samningurinn öðlist þar með gildi þurfi það
ekki að þýða að þjóðarsátt sé stefnt í voða með víxlhækkunum
launa. „Hjólið fer ekkert af stað nema Vinnuveitendasamband ís-
lands ákveði að bjóða öllum launþegum sömu hækkunina. Hún er
ekki samningsbundin í þeirra samningum, VSÍ valdi að gera það í
sumar og taldi sig vera í stöðu til að þvinga ríkisstjórnina til að
rjúfa samninga á starfsmönnum sínum,“ segir hann.
„4,5% hækkun á launum þrú þús-
und manns hefur hverfandi áhrif á
framfærsluvísitöluna, einkum vegna
þess að væntanlega mundu opinberu
fyrirtækin ekki hækka þjónustu sína
og þá sé ég ekki bein verðlagsáhrif
af því að laun BHMR- manna hækki.
Það er öðru vísi en á hinum almenna
markaði, að fyrirtækin yfirleitt
stefna öllum kostnaðarhækkunum
beint út í verðlagið," segir Birgir
Björn.
Verði bráðabirgðalögin felld segir
hann 4,5% hækkunina vera gjald-
fallna frá 1. september, þegar bráða-
birgðalögin afnámu hana. „Þá mundi
auðvitað líka reyna á ákvæði samn-
ingsins um launaleiðréttinguna sem
ekki hefur verið efnd ennþá,“ segir
hann. „Nú eru engir aðrir launamenn
í sjálfu sér, frekar en í sumar, með
samninga um að þeir fái allar hækk-
anir sem BHMR fær og samningar
hjá launafólki almennt eru ekki laus-
ir fyrr en í ágúst, september á næsta
ári. Þannig að aðrir laúnamenn eiga
ekki samningsbundinn rétt á að fá
þessar hækkanir sem BHMR fær,
hins vegar kom upp þessi staða í
sumar, að þegar við fengum þessi
4,5% þá töldu allir aðrir launamenn
sig eiga rétt á því sama.“
Hann segir síðan Vinnuveitenda-
sambandið hafa upplýst ríkisstjórn-
ina um það í júlílok að VSÍ mundi
greiða þessi 4,5% ef BHMR fengi
þau. „Ríkisstjórninni var þannig
ógnað með þessu, að ef hún tæki
ekki aftur samninginn sem hún sjálf
hafði gert við starfsmenn sína, þá
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Enginn mun hafa neitt
upp úr þessu nema
verðbólgu
„ÞAÐ mun enginn hafa neitt upp úr þessu, hvorki BHMR né aðrir,
annað en verðbólgu," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
í samtali við Morgunblaðið í gær um afleiðingar þess, ef frumvarp til
staðfestingarlaga um BHMR-bráðabirgðalögin svonefndu verður fellt.
Steingrímur kvaðst ekki trúa því, að ábyrgir þingmenn leggi í að fella
frumvarpið eftir að þeir hafi skoðað það málefnalega. Frumvarpið er nú
í nefnd og ekki ljóst hvenær það verður afgreitt þaðan.
'Steingrímur sagði blasa við nú,
að ljúka meðferð þessa máls í þing-
nefnd og koma því síðan til af-
greiðslu í þinginu eins og stjórnar-
skráin geri ráð fyrir. „Stjórnar-
skráin setur þær skyldur á herðar
ríkisstjórn sem setur bráðabirgða-
lög, að koma málinu fyrir þing sem
fyrst. Hún segir ekkert um að það
skuli út af fyrir sig tryggja meiri-
hluta, enda hljóta þingmenn að
meta málið á málefnalegum
grundvelli og með þjóðarhag í
huga en ekki á einhveijum
pólitískum forsendum,“ sagði
hann.
Steingrímur var spurður um
hættuna á að þjóðarsátt svonefnd
bresti, ef bráðabirgðalögin verða
fellt. „Mér virðist, ef ég má vísa
í Einar Odd, að hann telji hana
brostna ef þetta verður fellt og
ég hugsa að hann sé betri að
meta það en nokkur annar. Enda,
ef þetta er fellt, liggur í augum
uppi að þá fá BHMR menn sína
4,5% hækkun og VSÍ og VMS
höfðu þegar samþykkt kröfu ASÍ
um sams konar hækkun fyrir þá
og síðan eiga BHMR menn sam-
kvæmt 15. grein rétt á leiðréttingu
á þessu aftur með hækkun sem
Ásmundur Stefánsson.
sem við fengjum til að jafna bilið
gagnvart þeim. Þannig mynd.ast
hringrás sem ekki yrði séð fyrir
endann á.,“ sagði hann.
Ásmundur sagði aðspurður að sá
fyrirvari sem ASÍ gerði um hlið-
stæðar launahækkanir væri bund-
inn í 9. lið, 10. greinar kjarasamn-
ingsins. Orðrétt segir þar: „Launa-
þróun annarra verði sú sama og
gert er ráð fyrir í samningi þess-
um.“
-Kæmi til greina að falla frá
þessum fyrirvara?
„Ég fæ ekki séð að sættir geti
náðst um það,“ sagði hann og
minnti á óljóst væri hver heildar-
hækkun BHMR-manna yrði því
4,5% hækkunin væri bráðabirgða-
greiðsla en annar áfangi launa-
hækkana þeirra umfram aðra ætti
að koma til framkvæmda í sumar.
„Þegar kjarasamningur okkar var
afgreiddur á sínum tíma vóg þetta
skilyrði mjög þungt í afstöðu félg-
anna til samningsins og því hljótum
við að vera skuldbundin til að halda
okkur við þá viðmiðun. Samningur
BHMR gerir ráð fyrir að háskóla-
menntaðir hækki meira en aðrir,"
sagði Ásmundur.
Hann sagði ennfremur að áður
en kjarasamningar voru gerðir í
ársbyrjun hafi ASÍ lagt áherslu á
við BHMR að þeirra samningur
yrði tekinn til endurskoðunar þar
sem allir nytu þeirra ávinninga sem
febrúarsamningarnir fælu í sér.
Þessi afstaða hafi verið ítrekuð í
sumar. „Allan tímann höfum við
því vonast til að samningalausn
fyndist á þessu máli,“ sagði hann.
Birgir Björn Sigurjónsson
mundu vinnuveitendur hleypa af
stað þessari óðaverðbólgu, því að
þeir buðust til að borga öllum öðrum
þessi 4,5%, sem þeir höfðu ekki sa-
mið um.“
Samningurinn við BHMR var
gerður 18. maí 1989 og segir Birgir
Björn hann hafa falið í sér að leið-
rétta ætti laun háskólamenntaðra
manna hjá ríkinu, miðað við laun
annarra háskólamanna, í áföngum,
annað hvort á þremur árum eða á
fimm árum ef leiðréttingartilefni
yrðu meiri. Gildistími samningsins
var fimm og hálft ár.
Samkvæmt 1. grein samningsins
átti, að sögn Birgis Björns, að endur-
skoða kjör háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna og jafna þann mun sem
kynni að reynast á þeim kjörum og
þeirra háskólamanna sem starfa á
almennum markaði. Nefnd var sett
á laggirnar til að kanna þennan sam-
anburð. Nefndin hefur ekki lokið
störfum. Ef þessi kjarasamanburð-
arnefnd hefði ekki lokið störfum
sínum fyrir 1. júlí síðastliðinn, kvað
samningurinn á um að þá skyldu
laun BHMR félaga hækka um 4,5%
sem Birgir Björn segir hafa átt að
vera nettó uppígreiðslu upp í bilið
milli BHMR-félaga og annarra há-
skólamanna á vinnumarkaði.
Ríkisstjórnin óskaði eftir því, þeg-
'ar nær dró 1. júlí, að fallið yrði frá
þessari hækkun af hálfu BHMR. „En
ákvað síðan einhliða að taka hana
af okkur, með einföldu bréfi, sem
var dagsett til okkar 12. júní," segir
Birgir Björn.
4,5% hækkunin var síðan greidd
BHMR-félögum í kjölfar úrskurðar
Félagsdóms frá 23. júlí um að
BHMR-félögum bæri að fá hana.
Ríkisstjórnin ákvað síðan 3. ágúst
að afnema 4,5% hækkunina frá 1.
september síðastliðnum að telja,
einnig að afnema úr samningnum
ákvæðin um leiðréttingu launanna.
Jafnframt var felld út úr samningn-
um verðtryggingin sem í honum var
og miðaðist við að BHMR-félagar
fengju hliðstæðar launahækkanir og
aðrir launþegar.
Birgir Björn segir BHMR hafa
boðið í sumar að taka upp viðræður
um 15. greinina, sem fjallar um
víxlhækkanirnar, og binda launa-
hækkanir BHMR við verðlag í stað
þess að binda þær við launahækkan-
ir annarra. „Ríkisstjórnin hafði hins
vegar ekki áhuga á breytingu á þess-
ari grein.“
Steingrímur Hermannsson
þessu samsvarar og ég held að
hver maður geti séð hvað af því
leiðir. Það mun enginn hafa neitt
upp úr þessu, hvorki BHMR né
aðrir, annað en verðbólgu.“
Hann var spurður um líkur fyr-
ir meirihluta eða að frumvarpið
falli. „Ég vil enn ekki trúa því,
að þegar menn skoða þetta mál-
efnalega og án þess að láta ein-
hveija pólitíska fordóma ráða, að
þá leggi ábyrgir þingmenn í að
fella málið, ég trúi því ekki.“
Steingrímur segir yfirlýsingu
Geirs Gunnarssonar um að hann
muni greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögunum koma sér á óvart.
„Mér hafði skilist það að hann
hefði að minnsta kosti áður í svona
málum lýst yfir því að þó að hann
kynni að vera á móti því, þá mundi
hann láta flokkssamþykkt ráða,“
sagði Steingrímur. „En ekki skal
ég rengja Geir Gunnarsson, hann
er vandur að sínum orðum, ég hef
aldrei staðið hann að því að fara
með rangt, svo að þetta er eflaust
misskilningur hjá mér og þá fleir-
um reyndar.“
Sjálfstæðismenn hafa haldið því
fram að annað hvort hafi forsætis-
ráðherra farið rangt með þegar
hann sagði meirihluta á þingi fyr-
ir lögunum, eða að einhver hefði
sagt honum ósatt um afstöðu þing-
manna. „Ég sagði satt, ég taldi
að það væri meirihluti fyrir þeim,
en það er ekki aðalmálið, því að
jafnvel minnihlutastjórn hefur
leyfi til að setja bráðabirgðalög
og það er síðan þingmannanna að
meta hina brýnu nauðsyn sem lá
til grundvallar bráðabirgðalögun-
um, þannig að ég trúði því að vísu
að þau hefðu meirihluta og Stefán
Valgeirsson sló úr og í, þegar vic
hann var talað, þannig að það gal
farið á báða vegu, enda byggi ég
ekki mikið á honum í svona máli,“
sagði Steingrímur Hermannsson.
Einar Oddur Kristjánsson:
Þingheimur veit að hér
er um algjöran voða að
ræða
EINAR Oddur Kristjánsson,
formaður Vinnuveitendasam-
bands íslands segir að öðlist
kjarasamningur rikisins við
BHMR gildi á nýjan leik, hafi
allt starf aðila vinnumarkaðar-
ins verið unnið fyrir gýg. „Það
niáttu állir vita, að grundvöllur
þess að þjóðarsáttin héldi var
sá að allir þýddu allir. Það var
alltaf ljóst að launþegar myndu
aldrei líða að fimm ár í röð
hækkuðu félagar i BHMR meira
í launum en aðrir launþegar,
eins og samningur þeirra gerir
ráð fyrir,“ sagði Einar Oddur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Það er rétt að minna á að það
var ríkisstjórnin sem stóð fyrir þess-
um heimskulega samningi við
BHMR. Samningi sem við gerðum
strax öllum grein fyrir að gat aldrei
staðist. Það var því ríkisstjórnarinnar
að standa við fyrirheit sín og loforð
um að afnema þennan samning. Það
gerði hún með bráðabirgðalögunum
og við hljótum að krefja ríkisstjórn-
ina þess, að hún standi við loforð sín
og handsöl um að samningurinn við
BHMR verði tekinn úr sambandi. Því
trúum við ekki öðru en stjórninni
takist að hafa til þess meirihluta að
þessi lög verði staðfest. Allt annað
væru hin herfilegustu svik,“ sagði
formaður VSÍ.
Einar Oddur sagði að það væri
fásinna að segja að atkvæðagreiðsla
á Alþingi um BHMR samninginn
hefði engin áhrif á þjóðarsáttina,
yrðu bráðabirgðalögin felld. „Að trúa
slíku er óendanleg sjálfsblekking.
Það er öllum alþingismönnum mæta-
vel um það kunnugt að forsenda
febrúarsamninganna er sú að við
höfum heitið launþegum því að aðrir
fái ekki meira. Það eru handsöl og
svardagar við verkalýðshreyfinguna
um að ef þetta verður svikið og
BHMR fær sinn samning í gildi, þá
rnuni aðrir fá samskonar hækkanir
og þeir. Þetta höfum við margítrekað
og þetta vjta aðrir launþegar. Verði
sú raunin, þá gerist það að BHMR
fær sjálfvirkar hækkanir í kjölfar
almennra hækkana á vinnumarkaðn-
um. Tæknilega er því hægt að
ímynda sér að þjóðfélagið spryngi í
loft upp á örfáum klukkutímum,"
sagði formaður VSÍ. „Hér er því um
algjöran voða að ræða og það þýðir
Einar Oddur Kristjánsson
ekki fyrir nokkurn alþingismann a(’
þykjast ekki vita þetta.“
Einar Oddur sagði að í upphaf
hefðu aðilar vinnumarkaðarins verii
•sannfærðir um að þeir hefðu stuðn-
ing ríkisstjórnarinnar við þetta efna-
hagsprógi-amm og þessa samninga
gerð. Til dagsins í dag hefðu þeii
trúað því og treyst, að svo væri
„Við höfum ekki vitað annað en Sjálf-
stæðisflokkurinn styddi hina svoköll-
uðu þjóðarsátt heilshugar. Við höfun
alltaf vitað um afstöðu Kvennalistans
og ekki gert okkur rellu út af henni
en það er náttúrlega skelfilegt ti
þess að vita, ef aðrir aðilar, sem vií
höfum hingað til trúað og treyst
ætla að bregðast okkur. Það skiptii
ekki máli hvort það eru menn úi
stjórn eða stjómarandstöðu."
Einar Oddur var spurður hvort
VSÍ hefði talið sig hafa vilyrði frá
Sjálfstæðisflokknum, þess efnis að
flokkurinn myndi ekki beita sér gegn
því að bráðabirgðalögin yrðu staðfest
á Alþingi: „Við höfum vitað að éin-
staka þingmenn hafa talað um að
„af siðferðilegum ástæðum“ treystu
þeir sér ekki til annars en greiða
atkvæði gegn þessum lögum. Af því
höfum við ekki haft neinar sérstakar
áhyggjur, en vera kann að sumir
þessara þingmanna þjáist af minnis-
leysi, en það látum við liggja á milli
hluta. En við höfum alls ekki látið
okkur detta í hug að þingflokkurinn
sem heild, færi að bindast slíkum
böndum að gera allt til þess að fella
þessi lög. Okkur er óskiljanlegt hvaða
nauð rekur þá til þeirra hluta."