Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 I.J lympia- Laugavegi • Glæsibæ • Kringlunni IVÝKOIVIJVIR adidas ^ Fóðraðir nælon æfingagallar með rennilás á buxum. Stærðir 3-10. Verð 8.790,- ÚTIUF Glæsibæ, sími 82922. Sovézk framúrstefna ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson „Aldarlok“ er heitið á sýningu, sem nú stendur yfír í Listasafni íslands og er ætlað að kynna ný viðhorf í sovéskri myndlist. Eins og margur veit, þá eru Sovétríkin moldrík af hrifmikilli þjóðhelgri list og margur heims- þekktur nútímalistamaðurinn er af sovézkum uppruna og væri jafn- vel til of mikils mælst að telja öll nöfnin upp hér. Miðja Sovétríkjanna telst vera Rússland, og þaðan hafa þeir flest- ir komið, en þetta víðfeðma riki hefur þó öll skilyrði, til að fijálsar listir nái að blómgast þar í fram- tíðinni, er landið lyftist upp úr öldulág miðstýringaraflanna. Það var vel til fundið að efna til sovéskrar myndlistarsýningar á nútímahræringum hér á landi, en heldur hefði ég óskað, að sú sýn- ing hefði verið haldin í samanlögðu rými Kjarvalsstaða en í tveim söl- um Listasafns Íslands. Það er líka auðséð, að ekki hefur öll sýningin rúmast í salina og slík rýmun heildarmyndarinnar er vafasöm í meira lagi. Má það strax koma fram, að sýningin er alltof smá í sniðum og snubbótt til að geta gefið nokkra heildstæða mynd af þróun- inni í Sovétríkjunum á undanförn- um árum og að auki virðist hún vera rækilega miðstýrð í væntan- lega skoðendur 'a Vesturlöndum. En einhæft form sýningarinnar svo og sýningarskrá benda til þess, að hér sé um farandsýningu að ræða, því að textar eru allir á ensku. En það gæti eins vel bent til þess að sýningin hafi þræði til Svíaríkis (Sveaborgar) því að þar virðist enskan vera að verða aðal- málið, ef tekið er mið af listtímarit- inu Siksi, og fleira kringum fram- kvæmdina ber keim af trúboðinu þaðan. Kannski vita sovéskir framúr- stefnulistamenn ekki betur, en að hér sé fínna að nota ensku en þjóð- tunguna, enda hafa íslenzkir sam- heijar þeirra mestmegnis notað enska texta í myndir sínar. Einhvern veginn leggst það þó svo í mig, að það sé frekar klaufa- legt að bjóða okkur upp á kynning- arsýningu á sjálfu Listasafni Is- lands með sýningarskrá, sem er öll á ensku, og sérprentaðan form- ála, sem hefur nokkurn svip af áróðri frá einkalisthúsi frekar en hlutlægum upplýsingum um þróun sovézkrar listar á undanfömum árum. Strax á miðri fýrstu síðu erum við frædd um, að hinir eftirtektar- verðu listamenn Ilya Kabakov og Erik Búlatov, sem mikla athygli hafa vakið í vestrinu, séu erkik- lerkar konseptúalisma og sósíal- skrar listar í Moskvu! Ég hef aldrei séð þessum hug- tökum „konseptúalisma og só- síalskri list“ blandað saman á þennan hátt fyrr og á ekki von á því að gera það aftur, svo misv- ísandi sem það er, en slíkur mál- flutningur hefur æði sterkan svip af þeirri einstrengingslegu pólitík gærdagsins, sem nú er á bráðu undanhaldi í heiminum. Mér er og mikil spurn, hvaða erindi slíkur málflutningur á, sem er skyldur því, sem áður gat að líta í sovézkum áróðurspésum, sem ég hef lesið í kippum á ferðalögum mínum, í formála slíkrar kynning- ar á núlistum í Sovétríkjunum sem hingað ratar. Ásamt tilvísun til mikilleika og þýðingu sýnenda. Allt þetta og meginhluti sýning- arinnar minnir sterklega á nafla- skoðara hugmyndafræðilega tíma- bilsins á áttunda áratugnum, sem réðu sér ekki fyrir hrifningu á eig- in ágæti, og hatramar ómálefna- legar árásir þeirra á aðra lista- menn og samtímastefnur. Fyrir utan nokkrar myndir, sem eru eins og uppgjör við fortíðina og með vísun til sósíalrealismans, þá eru verkin líkast endurómi frá hinni hugmyndafræðilegu list áttunda áratugarins í vestrinu. Það eru þeir Vladimir Miron- enko, Sergei Mironenko, Andrei Filippov, Konstantín Reúnov og Oleg Tistol, sem eiga verk á þess- ari sýningu. Það er nokkuð umhugsunarefni að sumir listamennirnir virðast álíta „að listin hafí glatað kennslu- hlutverki sínu“ (!), að post-mód- ernisminn sé farsótt og sýkill á sköpunarþrá, og frumlegri hugsun og listastefnunni er líkt við so- véska hugmyndafræði fyrri ára. Öll er sýningin full af táknum og tilvitnunum, enda skiptir gerð og innihald meira máli en bygging og útfærsla. Þeir sjá bjarma fyrir nýrri list, sem skal fæðast með nýju árþús- undi, en gleyma því um leið, að ný list verður til milli handa lista- mannsins, en ekki samkvæmt dag- skipunum né áætlunum. Og ný list er jafnan það, sem er ferskt og lifandi og í takt við geijun tímanna, en er í sjálfu sér tíma- laus. Væri ekki farsælla að sovézkir listamenn leituðu til eigin uppruna og arfs fortíðarinnar og byggðu á honum, en í bland við lifandi púls samtíðarinnar og þá að sjálfsögðu vestræn áhrif sem austræn. En ég hef satt að segja lítinn áhuga á að fá smáútgáfur af listamönn- um Vestur-Evrópu og Ameríku í stríðum straumi frá Sovétríkjun- um á komandi árum. Það er ekki í takt við samtíð sína og umhverfí að lýsa því, sem er að gerast og Saga Akureyrar Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Hjaltason: SAGA AKUR- EYRAR 890-1862. I. bindi. 228 bls. Útg. Akureyrarbær. 1990. »Sögurit verða umfram annað að vera sannleikanum samkvæm mg þannig skrifuð að einhver nenni að lesa þau,« segir höfundur í for- mála. Síst skal það í efa dregið. Ekki geta þó allir fallist á það. Til eru sögurit þar sem skemmtunin hefur orðið út undan; stundum líka sann- leikskrafan! Sem betur fer fara þess háttar annarleg viðhorf hal- loka í seinni tíð. Og í þessu riti gætir þeirra ekki. Þvert á móti fela fyrrgreind orð í sér prýðilega lýsingu á Akureyrarsögu þessari. I texta sínum blandar Jón Hjalta- son saman hreinni sagnfræði og þjóðlegum fróðleik; og tengir hvort tveggja saman svo úr verður mis- fellulaus heild. Hann er hvergi smeykur að byggja á persónusögu þar sem efnið leyfir. Raunar er ógerningur, hvað sem hver segir, að skrásetja nokkra íslandssögu án persónusögu þar sem flestar heimildir, eldri og yngri, eru ein- staklingum tengdar. Ekki snið- gengur Jón Hjaltason heldur rétt- arfarsskýrslur. Enda lýsa þær snöggtum fleira en því hvernig menn komust í kast við lögin. Margs konar fróðleikur um dag- legt líf og almannahag hlaut að fljóta með þegar maður varð að svara til saka fyrir rétti. Akureyri byggðist upp sem höndlunarstaður og því settu kaupmenn í fyrstunni svip á bæ- inn. Vistarband og fleira olli því að erfítt var fyrir lausa og liðuga að setjast þar að. En höfundur upplýsir að yfírvöld hafí hyllst til að horfa framhjá hefð og lagabók- staf í þeim efnum. Hafí þeim þá vart gengið annað til en að efla byggð í kaupstaðnum. Akureyri hefur alltaf verið svo í sveit sett að þar hefur margur átt leið hjá garði. Því mun verts- húsum hafa verið komið þar á fót fyrr en annars staðar. Maður nokkur fékk vottorð um að hann »ræki ágæta greiðasölu þar sem boðið væri upp á skikkanleg rúm fyrir bændalýðinn og önnur góð og hreinleg handa umreisandi prestum og embættismönnum.« Og snemma örlar á því að Akur- eyringar vilji fegra umhverfi sitt. Bæjarbragur hefur verið fijálsleg- ur. En stundum hefur verið þar nokkuð sukksamt eins og verða vildi í kringum verslanir! Furðusnemma virðast Akur- eyringar hafa tekið að líta á bæ sinn sem höfuðstað Norðurlands, og þá gjama sem arftaka Hóla- staðar. Það kom meðal annars fram í baráttu þeirra fyrir eigin prentsmiðju um miðja síðustu öld. Til að hefja prentsmiðjurekstur þurfti leyfi yfirvalda sem var hvergi auðsótt. En Akureyringar skírskotuðu til Hólaprents og höfðu sitt fram. Um svipað leyti reistu Akureyringar sína fyrstu kirkju. Og höndlunarstaðurinn fékk kaupstaðarréttindi, öðru sinni. Þar er látið staðar numið í þessu fyrsta bindi. Texti Jóns Hjaltasonar er hvar- vetna ljós og lipur. Prentvillur hnaut ég um. En þær eiga helst engar að sjást í riti sem þessu. Miðað við aðra kaupstaði eru Akureyringar nokkuð seint á ferð með þetta verk. Margir, ef ekki flestir kaupstaðir landsins, hafa þegar látið skrásetja sögu sína. Samanburður er því nærtækur. Þótt allar séu sögumar vel unnar ber hver og ein sín sérkenni, kosti og galla. Þessi getur vart talist öðmm slíkum fremri í fræðilegum skilningi. En hún er þeirra skemmtilegust. Myndaval og myndprentun hefur líka tekist eins og best verður á kosið. I ••
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.