Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990
23
að við tryggum okkur öll sameigin-
lega gegn sjúkdómum og hugsan-
legum áföllum. Við greiðum iðgjöld
í samræmi við efni og ástæður og
allir greiða a.m.k. lágmark, sem
tryggir rétt til þjónustu, þegar á
þarf að halda. Hvað fæst fyrir ið-
gjaldið þarf að vera vel skilgreint
og hugsánlega gætu komið til við-
bótartryggingar, sem einstaklingar
keyptu sér. Tryggja þarf eðlilega
valddreifingu í tryggingakerfinu
t.d. á grundvelli kjördæma. Hlut-
verk þess opinbera á eingöngu að
vera að setja reglur og staðla um
gæði og sjá um að þeim sé fylgt.
Afnám ríkisrekstrar
Rekstur þjónustunnar þarf að
byggjast á viðskiptalegum grunni
og á alls ekki að vera í höndum
ríkisins nema að litlu leyti. Verð-
skyn neytenda og veitenda þarf að
vekja á þann hátt að taka upp hlut-
fallsgreiðslur fyrir sem flesta þjón-
ustu, þannig að alltaf sé ljóst hvað
hún kostar í hverju tilfelli. Leita
þarf betri leiða til að dæma afköst
heilbrigðisstofnana og greiða fyrir
þjónustu þeirra eftir magni og
gæðum en ekki eftir pólitískum
geðþótta, eins og gert hefur verið.
Að sjálfsögðu þarf að vera öryggis-
net fyrir alla og þeir sem á mestri
þjónustu þurfa að halda fái hana
sér að kostnaðarlausu. Ekki er víst
að beinn peningalegur sparnaður
verði af ofannefndu fyrirkomulagi
en það ætti að tryggja hagkvæman
rekstur þannig að við fáum góða
og eðlilega heilbrigðisþjónustu fyrir
það fé sem til er kostað. Jafnframt
þarf að vera tryggt að samlags-
menn fái þjónustu þegar á þarf að
halda og réttur þeirra stendur til,
en þurfi ekki að bíða árum saman
eftir sjúkrahúsvist eins og nú er í
allt of mörgum tilvikum.
Höfundur er yfirlæknir á
Lnndnkoti ogá sæti í heilbrigðis-
og tryggingnmálanefnd
Sjáifstæðiflokksins.
------M-»------
Orðmennt:
Félag til
eflingar
orðabókar-
starfsemi
STOFNAÐ hefur verið félag sem
hefur þann tilgang að efla hag-
nýta og fræðilega orðabókar-
starfsemi auka skilning á gildi
orðabóka í samfélaginu og stuðla
að framförum í gerð íslenskra
orðabóka. Félagi var stofnað í
byrjun nóvembermánaðar og ber
heitið Orðmennt.
í fréttatilkynningu frá Orðmennt
segir að hvatinn að stofnun félags-
ins sé meðal annars sá að fólki sem
vinni að orðabókagerð á einn eða
annan hátt hafí fjölgað jafnt og
þétt undanfarin ár. Orðabókastarf
Háskóla Islands hafi eflst verulega
og útgáfufyrirtæki hafi sýnt vax-
andi áhuga á gerð og útgáfu orða-
bóka.
Þá segir að áhugi hafi vaknað á
víðtæku samstarfi norrænna orða-
bókamanna. Verið sé að vinna að
stofnun félags orðabókamanna á
Norðurlöndunum og í maí á næsta
ári haldi orðabókadeild norrænu-
stofnunar háskólans í Osló ráð-
stefnu um orðabókagerð á Norðurl-
öndum, þá fyrstu sinnar tegundar,
undir yfírskriftinni Leksikografí i
Norden.
Orðmennt hefur á stefnuskránni
að gangast fyrir fræðslufundum og
miðla upplýsingum um orðabækur
og orðabókagerð. A stofnfundi fé-
lagsins greindu Dóra Hafsteinsdótt-
ir og Sigríður Harðardóttir frá ís-
lensku alfræðiorðabókinni sem bók-
aforlagið Órn og Órlygur hefur
gefið út.
Bók um Vatnsdalsá
ÚT er komin bókin Vatnsdalsá,
Vatnsdalur-Þing. Gísli Pálsson
bóndi á Hofi í Vatnsdal annaðist
útgáfuna.
I formála bókarinnar segir Gísli
m.a.: „Vatnsdalsá er ein af eftirsótt-
ustu iaxveiðiám landsins, ekki síst
vegna hins fagra umhverfis, þar
sem hún liðast eins og silfurband
um grænar lendur, á leið sinni til
sjávar. Bók þessi hefur að geyma
greinargóðar lýsingar á helstu veið-
istöðum, gerðar af þaulkunnugum
veiðimönnum, sem veitt háfa í ánni
til fjölda ára. Þá eru viðamiklar
upplýsingar um lífríki árinnar, um
netaveiðina fyrir tíma stangveiðinn-
ar og um náttúruhamfarir við Skíð-
astaði og Bjarnastaði á sextándu
og átjándu öld. Einnig er sagt frá
ábúendum og veiðiréttareigendum,
sem og þremur leigutökum, og íjall-
að um sögu Veiðifélags Vatnsdalsár
o.fl.“
Fimmtán höfundar skrifa bókina,
þeir eru: Hjördís Gísladóttir, Jón
Torfason, Grímur Gíslason, Magnús
Ólafsson, Páll Ásgeir Tryggvason,
Tómas Árnason, Guðmundur Gunn-
arsson, Gylfi Gunnarsson, Skúli
Skarphéðinsson, Geir Thorsteins-
son, Gylfi Pálsson, Pálmi Gíslason,
Vilmundur Jósefsson, Þorsteinn
Gunnarsson 'og Tumi Tómasson.
Bókin um Vatnsdalsá kemur út
samtímis á íslensku og ensku. Hún
er gefin út af bókaútgáfunni
Dyngju á Hofi. Bókin er liðlega 200
blaðsíður að stærð, prýdd ijöldá
mynda.
Gísli Pálsson.
Lögreglan
leitar vitna
Slysarannsóknadeild lög-
reglunnar lýsir eftir vitnum
að árekstri sem varð á bíla-
stæði við Miklagarð við Sund
milli klukkanhálfátta og átta
að kvöldi fimmtudagsins 16.
þessa mánaðar.
Ekið var á kyrrstæðan silf-
urgráan Peugeot 405 og
skemmdist hann á vinstri hlið
og að framanverðu vinstra meg-
in. Tjón eigandans er tilfinnan-
legt en sá sem tjóninu olli fór
af vettvangi án þess að gefa sig
fram.
f , * V
•' V ÁifSíVV'.x * '
f r ■ *> ,
S. • •',1 -V ; . " ” ■' -.. , , ,
1 '■
KEA hari«ikjötið er mtíðhöndlað samkvæmt
norðlonskri hefð af færustu kjötiðnaðar-
mönnum. KEA hangikjötið, bragðgott
og ilmandi eins og jjiö viljið hafa jiað
— á jólum!
d t l:ir ? í * i « t * ft 4 % fe *. 4 A fc í fc