Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 27 Ólympíuskákmótið í Novi Sad: Sovétmenn í efsta sæti ___________Skák______________ Karl Þorsteins LOKASPRETTURÍNN er framundan á Olympíuskákmót- inu í Novi Sad í Júgóslavíu. Þegar fjórum umferðum er ólokið á mótinu er sovéska skáksveitin í efsta sæti með 28 vinninga en á hæla hennar kemur enska skáksveitin. V2 IV2 vinningur skilja að sveit- irnar en munurinn 'gæti minnkað þar sem enska sveitin á biðskák til góða. Keppnin er gríðarlega jöfn og eins og sjá má skilur að- eins einn vinningur sveitina_ í fjórða sæti og því fjórtánda. ís- lenska sveitin er í 9.-14. sæti með 24 vinninga og til samanburðar er vinningshlutfallið það sama og í Dubai fyrir fjórum árum, sællar minningar: 1. Sovétríkin 28 v. 2. England 26 V2 v. + biðskák. 3. Júgóslavía 25 V2 v. 4. Búlgaría 25 v. 5. -7. Bandaríkin 24 V2 v. Tékkó- slóvakía 24 V2 v. Júgóslavía-c 24 V2 v. 8. V-Þýskaland 24 v. + biðskák. 9. -14. A-Þýskaland 24 v., Svíþjóð 24 v., ísland 24 v., Portúg- al 24 v., Ungvetjaland 24 v. og Júgóslavía-b 24 v. Góður sigur í síðustu umferðun- um getur auðveldlega fleytt sveit- um upp um 10 sæti. Því er ekki að ósekju talað um að lokaumferð- irnar skipti höfuðmáli í mótum þar sem teflt er samkvæmt Monrad-kerfi. Meginmarkmið íslensku _ sveitarinnar á undan- förnum Ólympíuskákmótum hefur því beinst að því að koma í veg fyrir að sveitin mæti allra sterk- ustu sveitunum í síðustu umferð. Góður árangur framan af móti gæti auðveldlega farið í súginn við slíka viðureign! í Ólympíu- skákmótinu í Dubai 1986 mætti sveitin Spánverjum í viðureign þar sem báðir aðilar voru staðráðnir í að vinna stóran sigur. Það tókst hjá Islendingum og lyktir urðu 3V2-V2 fyrir jsland og 5. sætið var staðreynd. Á ólympíuskákmótinu í Þessalóniku tókst ekki jafn vel til. A-Þjóðvetjar voru andstæðing- ar sveitarinnar í síðustu umferð og viðureignin endaði með jafn- tefli 2-2 og sautjánda sæti varð niðurstaðan. Árangur sveitarinnar á mótinu nú er með ágætum þótt með örlít- illi heppni væri sveitin með fleiri vinninga. Góður stígandi hefur verið í taflmennskunni sem lofar góðu fyrir lokaumferðirnar. Það sem skort hefur á árangurinn er einkum stórir sigrar’'jegn sveitum sem álitnar eru nokkuð lakari en hið íslenska. Það var aðeins gegn Mexíkó í sjöundu umferð sem slíkur sigur vannst. I 10. umferð Umferð: TD . C ci c T3 « M | á 2 g C e 'Cð '-3 p, cs œ ,±í cS •R ,0 g. M .s- « s ^ o> ,5 e s * cS .S & 'C 'w 43 'O y, bo g Vinn. Skákir Helgi Ólafsson 0 1 >/2 0 1 1 0 >/2 4 8 Margeir Pétursson 0 >/2 1 1 */2 >/2 >/2 1 >/2 5>/2 9 Jón L. Árnason >/2 1 0 >/2 1 1 1 0 5 8 Jóhann Hjartarson 1 1 >/2 1 0 1 >/2 >/2 1 6>/2 9 Héðinn Steingrímss. 1 >/2 0 l>/2 3 Björgvin Jónsson 1 0 >/2 l>/2 3 l>/2 4 l>/2 2>/2 2>/2 2>/2 3>/2 2>/2 2 2 mótsins tefldi íslénska sveitin við þá bandarísku og lauk viðureign- inni með jafntefli 2-2. Þótt fyrir- fram teljist þau úrslit góð fyrir landann var útlit fyrir íslenskan sigur á meðan á viðureigninni stóð. Á tveimur efstu þorðunum lauk skákum Helga Ólafssonar við Seirwan og Margeirs Péturs- sonar við Gulko með jafntefli eft- ir fremur stuttar viðureignir. Á meðan yfirspilaði Jóhann Hjartar- son stórmeistari Fedorowicz á fjórða borði í kóngindversku tafli. Fedorowicz gafst upp eftir 40 leiki. Jón L. Árnason hafði tögl og halgdir í viðureign sinni gegn Benjamin á þriðja borði. Hann stóð til vinnings uns tímahrak kom til sögunnar. Jón urðu þá á alvarleg mistök sem gerðu væn-. lega stöðu skyndilega tapaða. Árangur íslensku skákmann- anna hefur verið misjöfn á mótinu eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Jóhann Hjartarson hefur besta vinningshlutfallið, rúm 72% og hefur teflt mjög sannfærandi á mótinu. Helgi Ólafsson vann góðan sig- ur í 6. umferð gegn filippeyska skákmeistaranum Torre. Hvítt: Torre (Filippseyjum) Svart: Helgi Ólafsson Frönsk vörn 1. e4 — cð, 2. Rf3 — e6, 3. c3 — d5, 4. e5 — b6, 5. d4 Skákin hefur tekið óvænta stefnu strax í upphafi. í stað hefð- bundinnar Sikileyjarvarnar er nú komin upp franskt tafl. Ég geri ráð fyrir að í undirbúningi fyrir skákina hafi hvorugan keppanda grunað að svo færi! 5. - Dd7, 6. Ra3 - Ba6, 7. Bxa6 — Rxa6, 8. Rc2?! Nú getur hvítur ekki vænst frumkvæðis. Eðlilegra var að leika 8. De2 — Rc7, 9- b3 og vera tilbú- inn að drepa til baka með riddara á d4. 8. - Re7, 9. 0-0 - Rc6, 10. Bg5 - h6, 11. Bh4 - Be7, 12. Bxe7 - Dxe7,13. Rfel?! - cxd4, 14. cxd4 - 0-0, 15. Rd3 - Rab4!, 16. Rcxb4 Möguleikar svarts eru heldur betri þótt undir eðlilegum kring,- umstæðum væri jafntefli rökrétt úrslit í framhaldinu. Nú kom ekki síður til álita að leika 16. Rdxb4 - Rxb4, 17. Re3 - Rc6, 18. a3. 16. - Rxb4, 17. Rf4 - Dg5, 18. Re2 — Hac8, 19. a3 — Rc6, 20. f4? Eðlilegra var að leika 20. Dd3 't.d. 20. - Ra5, 21. Hacl - Rc4, 22. b3. Peðsfórnin í næsta leik er nær þvinguð því svartur hótaði 21. - De4. 20. - Dg6, 21. f5 - exf5, 22. Rf4 - Dg5, 23. Dd3 - Re7, 24. Hael - Rg6!, 25. Rxd5 - Hfd8, 26. Hxf5 - Dh4, 27. g3 - Dg4, 28. Rc3 Nú gekk ekki 28. Rf4? - Rh4!. Helgi hefði þurft að sjá endataflið fyrir þegar hann lék sínum 24. leik. 28. - Dxd4, 29. Dxd4 - Hxd4 í endataflinu hallar á hvítan. Peðið á e5 er veikt og svörtu hrók- arnir virkir. Mótspyrna Torre er fremur veik í framhaldinu, hann missir peðið bótalaust og stendur þá uppi með gjörtapaða stöðu. Besti möguleiki hans í stöðunni var líklega að leika 30. e6! — f6, 31. Hd5. Eftir 31. - Hxd5, 32. Rxd5 — Kf8, 33. Re3 er ekki útséð um úrslit. í framhaldinu er Helgi í essinu sínu. Úrvinnslan er hnökralaus og lærdómsrík. 30. HT2? - He8, 31. Hfe2 - He7, 32. h4 - h5, 33. Kg2 - Hd8, 34. Rb5? - Hd5!, 35. Rd6 — Hexe5, 36. Hxe5 — Rxe5!, 37. Re4 - f6, 38. He2 - Hd3, 39. Rc3 - Kf7, 40. Re4 - Rc4, 41. Rf2 - Hb3, 42. Rdl - Hd3, 43. Rf2 - Hd2!, 44. Hxd2 - Rxd2, 45. Rd3 - g5, 46. b4 - Ke6, 47. a4 — Rc4, 48. b5 — Re5, 49. Rb4 - Kd6, 50. Rc2 - Kd5, 51. Rb4+ - Kc5, 52. Rc2 - Rg6, 53. Kh3 - g4+, 54. Kg2 - f5, 55. Re3 - Re7, 56. Rc2 - Rd5, 57. Kf2 - f4, 58. gxf4 - Rxf4, 59. Kg3 - Rd5 Og hvítur gafst upp. Alexander Stefáns- son hættir á þingi ALEXANDER Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Vestur- landskjördæmi, hefur ákveðið að hætta þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. Alexander kom fyrst inn á þing sem varaþinginaður 1973 og sat nokkur þing sem slíkur en aðalmaður varð hann 1978 og hefur hann setið á þingi óslitið siðan. Hann var félagsmálaráðherra í ríkis- sljórn Steingríms Hermannssonar frá 1983 til 1987. „Niðurstaða mín var sú að skyn- samlegast væri að hætta þing- mennsku í vor því þetta er orðinn nokkuð langur tími,“ sagði Alexand- er. Alexander hefur starfað að félags- og stjórnunarmálum frá 1949, en þá varð hann kaupfélagsstjóri í Ólafsvík og tók sæti í sveitarstjórn 1953 þar sem hann sat óslitið til 1981, og varð oddviti og sveitarstjóri Ólafsvik- ur 1963 og var það óslitið til 1981. Þá er hann stofnandi og varaformað- ur í Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi frá 1969 og varaformaður í Hafnarsambandi sveitarfélaga. Hann hefur gegnt mörgum stjórnunar- störfum á Alþingi og sat meðal ann- ars í fjárveitingarnefnd frá 1978 að undanskildum ráðherraárunum. „Það verður vissulega eftirsjá að því að hætta á þingi en það er eigi að síður mikil ánægja að geta litið yfir farinn veg. Mér hefur fallið vel Alexander Stefánsson. að starfa á Alþingi og ber hlýjan hug til allra þingmanna og starfsmanna. Þetta hefur verið ákaflega góður tími,“ sagði Alexander. 1: SAMYO ff IVIDEO: Hvar sérðu það betra? VRD4890 kr. 117.873,- O W • Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd (PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt (Digital) o.fl. VHR 5700 kr. 65.025,- stgr. • HiFi Stereo • Nicam • Fullkomin kyrrmynd og hægspilun • Hleður sig á einni sekúndu • Audio-video • SCART-tengi o.fl. VHR 7350 kr. 48.690,- stgr. • Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra hausa • SCART-tengi • Hleður sig á einni sek- úndu VHR7100 kr. 37.980,- stgr. • Hraðstart, hleður sig á eínni sekúndu • SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki • Hraðstart • Fjölrása fjarstýring með upptöku- minni • Myndleitun í báðaráttir • Truflunarlaus kyrrmynd Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.