Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 70

Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 IBOSCH; ■ ÞÝSKAR OG SVISSN ESKAR 1 I HÁGÆÐAVÖRUR | iðnaöarmannsins Desembertilboð 20-25% afsláttur til jóla HBH 2/20 RLE „sds“ BORVÉL með lofthöggi, þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500w Aukahlutir. Vinkilhaus Meitilstykki Meitlar kr 27.129 GSR 9,6 VE RAFHLÖÐU- BORVÉL 9,6 V í tösku með átaks- stilli þreplaus hraðastilling, afturábak og áfram, tveggja drifa. kr. 17.692 stgr. GKS 66 CE HJÓLSÖG 1600 w, hraðastilling 1800-4100 snún./mín. Skurðardýpt 0-66 mm. kr. 22.496 stgr. GGS 27 L FLÖSKUFRÆSARI 500 w, 27.000 snún./mín. Spindill að 8mm kr. 19.170 stgr. 1347-1348,7 SLÍPIROKKAR 620-900W, skífustærð 115-125 mm. 11.000 snún./mín. kr 9.456/13.360 stgr. 1506,1 JÁRNSKERI 500 w, klippir stál að 2,8 mm og ál að 3,5 mm. kr. 24.335 stgr. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 ■ Sími 680780 HANDKNATTLEIKUR / ALÞJOÐLEGT MOT KVENNA Morgunblaðið/KGA Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins gerir hér annað af tveimur mörkum sínum gegn Spáni í gærkvöldi. ísland tapaði 18:22. Sóknin brást ÞAÐ var öðru fremur sóknar- leikur íslenska A-landsliðsins sem brást gegn Spáni í gær. ísland tapaði með fjórum mörkum, 18:22. íleikhléivar íslenska liðið líka fjórum mörk- um undir, 7:11. Spánn gerði þrjú fyrstu mörk leiksins en svo komu þrjú íslensk mörk í röð. Eftir það var leikurinn jafn þar til undir lok hálf- I leiksins er spænska Hanna liðið náði fjögurra Katrín marka forskoti. Friðriksen Síðari hálfleikur var jafn, en íslenska liðið var þó ekki nálægt því að vinna upp muninn frá því í fyrri hálfleik. Varnarleikur íslenska liðsins var ágætur en í sóknarleiknum kom greinilega í ljós að samæfingin er ekki mikil. Leikstjórnandi liðsins, Inga Lára þórisdóttir var allt of oft sú eina sem sótti að marki Spánar, enda var hún 'langbest í íslenska liðinu. Rut Baldursdóttir var óörugg í fyrri hálfleik en átti góða spretti í þeim síðari. Þá gerði Björg Gils- dóttir falleg mörk af línunni undir lokin. Mörk Islands: Inga Lára Þóris- dóttir 5/1, Rut Baldursdóttir 4/2, Björg Gilsdóttir 3, Guðný Gunn- steinsdóttir 2, Inga Huld Pálsdóttir 1, Kristín Pétursdóttir 1, Brynhildur Þorgeirsdóttir 1, Andrea Atladóttir 1. Mörk Spánar: Dolorez Assin 4, Cristina Arqner 4/1, Paloma Sant- am 3, Montserrat Diaz 3, Julia Hoez 3/1, Vizcaino Torre 3/1, Esp- eranza Rolando 1, Amaio Ugartem- endia 1. Góður sig- ur hjá ungu stúlkunum ÍSLENSKA unglingalandsliðið vann góðan sigur á Portúgal í fyrsta leiknum á alþjóðlega mótinu íkvennahandknattleik sem hófst í gær. ísland sigraði 14:13 íbaráttuleikeftir að hafa einnig verið einu marki yfir í leikhléi, 6:5. Islensku stúlkurnar byijuðu mjög vel og voru fljótlega komnar með þriggja marka forskot. Mikil létt- leiki var í sóknarleik íslenska liðs- IIHH ins, leikfléttur Hanna Katrín gengu vel upp og Fríðríksen varnarleikurinn var skrífar sterkur. Um miðjan hálf- leikinn snerist dæmið við og þær portúgölsku sóttu í sig veðrið. Þær breyttu varnarleiknum, léku mjög framarlega og virtist það koma íslenska liðinu í opna skjöldu. Island gerði ekki mark síðustu fimmtán mínútur hálfleiksins og Portúgal lagaði stöðuna í 6:5 fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri. ísland byijaði af sama krafti og í fyrri hálfleik og um miðjan hálfleikinn virtist stórsigur vera í höfn. Þá kom aftur slæmur kafli í sóknarleiknum jafnframt því sem þær portúgölsku komust betur inn í leikinn. Þær minnkuðu muninn í eitt mark og sá munur hélst til Ieiksloka. Hulda Bjarnadóttir, Auður Her- mannsdóttir og Herdís Sigurbergs- dóttir voru bestar íslensku stúlkn- anna. íslenska liðið lék í heild ágæt- lega og verður varla auðunnið þeg- ar það mætir A-liði íslands í Keflavík í kvöld. Mörk Islands: Hulda Bjarna- dóttir 5, Halla Helgadóttir 3, Svava Sigurðardóttir 3, Auður Hermanns- dóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1 og Heiða Erlingsdóttir 1. Mörk Spánar: Julia Calado 4, Maria Carvalho 4, Lusia Oliveiro 3 og Ligia Gonveia 2. í kvöld Tveir leikir verða í kvöld á alþjóðlega móti kvenna í handknattleik. Leikið verður í Keflavík og kl. 18.30 mæt- ast Spánn og Portúgaþ og kl. 20.15 leikur a-landslið Islands við unglingalandsliðið. ÍÞtírnR FOLK ■ HEIMSMEISTARAKEPPN- IN í golfi verður haldin á Ítalíu á næsta ári á Le Quirce vellinum í lok október. Heimsmeistarakeppnin var síðast haldin á Flórída en þar kepptu Ulfar Jónsson og Sigurjón Arnarsson fyrir hönd Islands. Þeir stóðu sig mjög vel og má búast við að Islendingum verði boðið að senda lið. ■ HARRY Butch Reynolds og John Barnes, sem voru báðir dæmdir í tveggja ára ára bann af alþjóða fijálsíþróttasambandinu vegna lyíjanotkunar, hafa ákveðið að áfrýja. Reynolds á heimsmetið í 400 metra hlaupi og Barnes í kúluvarpi en hvorugur þeirra vill kannast við að hafa tekið inn ólög- leg lyf. ■ PORTUGALSKA liðið Sport- ing Lissabon hefur keyptu búlg- arska landsliðsmanninn Krasimir Balakov frá Etur Tirnovo. Hann samdi til þriggja ára en verðið var ekki gefið upp. Beckenbauer Montana ■ BERNARD Tapie, forseti franska knattspyrnuliðsins Mar- seille, segist hafa fundið menn til að taka við af Franz Beckenbau- er, ákveði hann að hætta. „Hann er frábær þjálfari og hefur eins og Beckenbauer orðið Evrópumeist- ari,“ sagði' Tapie, en neitaði að gafa upp nafnið. Beckenbauer hefur oft sagt að hann geti ekki ■ sætt sig við afskipti Tapies af þjálf- un liðsins og hætti ef forsetinn bætir ekki ráð sitt. ■ JOE Montaim var valinn íþróttamaður ársins af bandaríska blaðinu Sports Illustrated. Hann er leikstjórnandi San Francisco 49ers sem sigraði í NFL-deildinni í vor og er nú með bestan árangur liða í deildinni. KNATTSPYRNA Nýrvöllur er eina von Ajax Ajax í Hollandi, sem má muna sinn fífil fegri þrátt fyrir að hafa meistaratitil að verja, er að byggja nýjan knattspyrnuvöll, sem á að taka 50.000 áhorfendur í sæti og á að vera tilbúinn árið 1993. „„Nýr völlur er lífsspursmál fyrir Ajax,“ sagði Uri Coronel, formaður félagsins, í gær. „Við viljum komast á toppinn í Evrópu á ný og það er ómögulegt við núverandi aðstæður." Verið er að bjóða út hlutabréf til að ijármagna leikvanginn, sem á ekki aðeins að vera heimavöllur Ajax heldur fjölnota. Hlutabréfin eru frá 90.000 ISK til 9 millj. ÍSK. Dýrustu bréfunum fylgir réttur til að leigja sérstök herbergi á leikjum, en ódýr- ustu bréfin tryggja eigendum sæti fyrir aftan mörkin á hóflegu verði. De Meer-völiurinn, heimavöllur Ajax, er rúmlega hálfrar aldar gam- all og tekur 20.000 áhorfendur, en færri komast að en vilja. Nýja mann- virkið verður reist í úthverfi Amsterd- am, um fjóra km frá gamla vellinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.