Morgunblaðið - 12.01.1991, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991
Reglur staðfestar um greiðslu
fyrir stundakennslu í HI
Enginn vandi leystur segir Páll Halldórsson f ormaður BHMR
„ÉG GET ekki séð að neinn vandi sé leystur með þessu. Þarna
er ekkert sem bendir til þess að verið sé að gera kjör stundakenn-
ara aðgengileg,“ segir Páll Halldórsson formaður BHMR um regl-
ur sem menntamálaráðherra staðfesti í gær um greiðslu fyrir
stundakennslu við Háskóla íslands.
í fréttatilkynningu frá mennta-
málaráðuneytinu kemur fram að
við setningu þessara reglna hafi
ráðuneytið ekki talið fært að víkja
frá því gruridvallarsjónarmiði að
miða við almenn ákvæði er gilda
í kjarasamningum starfsmanna
ríksins um tímavinnu.
Meginbreytingin frá eldri regl-
um felst í því, að mati menntamála-
ráðuneytisins, að felld eru niður
ákvæði um að byijunarlaun verði
alltaf í lægsta launaflokki. Há-
skólaráði er falið að setja nánari
reglur um röðun í hvern flokk og
framgang milli flokka. Við ráðn-
ingu verður raðað í flokk eftir
hæfni viðkomandi á því sviði sem
VEÐUR
námskeiðið fjallar um sem viðkom-
andi kennir. Viðkomandi deild inn-
an HÍ hefur úrskurðarvald um það
hvort stundakennari sé færður
milli flokka.
„Með þessu er ekki verið að
koma til móts við þær kröfur sem
uppi hafa verið. Launamisrétti því
sem hefur verið í stundakennslunni
er ekki breytt í neinum grundvall-
aratriðum,“ sagði Páll Halldórsson
formaður BHMR.
Hann sagði einnig að BHMR
hefði alla tíð verið á móti því að
launakjör væru ákveðin með ráð-
herratilskipunum. „Það teljum við
einfaldlega ekki heyra undir tutt-
ugustu öldina,“ sagði Páll.
„Lausn háskólayfírvalda, að
§ölga yfírvinnutímum hjá háskóla-
kennurum, er engin lausn. Hún
breytir ekki þeim kj_örum sem
stundakennarar hafa. Ég tel mjög
mikilvægt, og skora á alla háskóla-
menn, að ganga ekki inn í störf
þeirra sem þama eru í deilu. Það
dregur málið á langinn og gerir
það erfiðara."
Páll vildi vekja athygli á að í
reglum ráðuneytisins væri fyrirvari
um að enginn skuli lækka í launum
miðað við haustmisseri 1990.
„Þetta á við um þá sem eru að
vinna en þeir sem koma nýir inn
myndu mögulega lækka. Slíkur
fyrirvari er ekki settur inn að
ástæðulausu," sagði Páll.
Deila þessi tekur ekki aðeins til
Háskóla íslands, heldur til allra
skóla á háskólastigi.
VEÐURHORFUR IDAG, 12. JANÚAR
Milli ísiands og Noregs er 985 mb lægð sem þokast norðaustur
og grynnist og 1004ra mb smálægð ó Grænlandshafi þokast
norðaustur í átt til landsins. Um 500 km austur af Nýfundna-
landi er víðáttumikil 955 mb dj«ip lægð sem þokast austnorðaust-
ur.
SPÁ: Hæg breytileg átt, víðast þurrt og nokkuð kalt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG:Suðaustanátt um allt land og hlýnandi
veður. Snjókoma og siðar slydda eða rigning um sunnanvert landið
en þurrt að mestu nyrðra.
HORFUR Á MÁNUDAG: Suðaustlæg átt og hlýtt. Skúrir um sunn-
an- og vestanvert landið en annars þurrt.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
f r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V
El
— Þoka
— Þokumóða
’, ’ Súld
OQ Mistur
—Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hlti +8 +6 veóur skýjað léttskýjað
Bergen 5 skýjað
Helsinkl +6 alskýjað
Kaupmannahöfn 6 hálfskýjað
Narssarssuaq +12 léttskýjað
Nuuk +12 hálfskýjað
Osló +7 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Þórshöfn +1 snjóéi á s.klst.
Algarve 17 skýjað
Amsterdam 8 skýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Berifn 8 skýjað
Chicago -r1 snjókoma
Feneyjar 9 þokumóða
Frankfurt 9 rigning
Glasgow 6 skúr á síð. klst.
Hamborg 7 skýjað
Las Palmas 21 heiðskírt
London 7 þrumuv. á s.klst.
Los Angeles 9 heiöskírt
Lúxemborg 7 rigning
Madríd 11 skýjað
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 16 hálfskýjað
Montreal +19 skýjað
NewYork +4 alskýjað
Orlando vantar
Parls 10 skýjað
Róm 16 þokumóða
Vln 6 þokumóða
Washington 0 þokumóða
Winnipeg +19 skýjað
Skíðalyftumar í Bláfjöllum verða gangsettar í dag.
Bláfjöll:
Skíðasvæðið opnað í dag
^KÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum verður opnað í dag. Opið verður frá
klukkan 11.00 til 17.00 laugardag og sunnudag. Fjórar lyftur,
stólalyftan í Kóngsgili, borgarlyftan, gillyftan og barnalyftan við
Biáfjallaskálann verða í gangi. Búið er að ryðja 4,5 kílómetra
langa gönguskíðabraut á svæðinu. Ekki liður á löngu þar til hægt
verður að opna skíðasvæðið í Skálafelli.
„Við höfum verið að ýta snjónum
til að undanfömu og ætlum að
opna á laugardag þótt snjórinn sé
í algjöru iágmarki," sagði Þorsteinn
Hjaltason, forstöðumaður Bláfjalla,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann bað fólk um að fara að öllu
með gát vegna snjóleysisins en
kvaðst búast við að bætti á snjóinn
á næstunni svo hægt yrði að lengja
opnunartímann og hafar opið frá
klukkan 10.00 til 18.00 á daginn
og á þriðjudags-, miðvikudags- og
fimmtudagskvöldum til 22.00 eins
og verið hefði. Sætaferðir verða frá
BSÍ, Kópavogi og Hafnarfirði í
Bláfjöll klukkan 10.00 og 13.30
um helgina og heim aftur klukkan
17.00. Upplýsingar um veður og
færð má fá í símsvara Bláfjalla í.
síma 80111.
Bláfjallanefndin rekur skíða-
svæðið í Skálafelli í vetur og sagði
Þorsteinn að ekki liði á löngu þar
til hægt yrði að opna það. í Skála-
felli eru þijár lyftur, tvær toglyftur
og ein stólalyfta.
Skíðaleiga og veitingasala verð-
ur í Bláfjöllum eins og undanfarna
vetur.
Niðurstöður loðnu-
leitar eftir helgina
HJÁLMAR Vilhjálmsson leiðang-
ursstjóri í loðnuleitarleiðangri
Hafrannsóknastofnunar sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að ekkert væri enn hægt að segja
um loðnugengd fyrr en eftir
helgi, þegar niðurstöður rann-
sókna leiðangursins hafa verið
metnar. Bræla var austur af
landinu þar sem Hjálmar var
staddur um borð í rannsókna-
skipinu Bjarna Sæmundssyni og
slæm leitarskilyrði.
Hjálmar var spurður hvort verið
gæti að loðnan sé til- staðar þótt
hún fínnist ef til vill ekki við leit
og styngi skyndilega upp kollinum
síðar. „Þetta er nú kannski tal sem
kemur upp af og til þegar að þreng-
ir og menn sjá ekki þær tölur sem
þeir vilja sjá,“ sagði hann.
„Það koma auðvitað svona til-
felli, en þau eru nú yfirleitt miklu
frekar bundin við sumarið heldur
en haustið og veturinn þegar við
mælum. Það er ástæðan fyrir því
að þeir tímar ársins hafa verið vald-
ir. Það er auðvitað líka alltaf þann-
ig, að maður þarf að reyna að sjá
þegar verið er að þessu hvort að-
stæður eru brúklegar eða ekki.
Ýmislegt getur valdið því að manni
mistekst, veður, ís og fleira, og við
dæmum þessar mælingar alltaf
gildar eða ógildar meðan við erum
á slóðinni. Ef litið er á þær mæling-
ar sem við höfum dæmt gildar og
þær bomar saman við aðrar mæl-
ingar á sömu stofnhlutum, þá fæ
ég nú ekki annað séð en að í lang-
flestum tilfellum séu niðurstöðurnar
samkvæmar sjálfum sér,“ sagði
hann.
Hjálmar sagði ótímabært að
ræða í hvaða mæli loðnu hefði orð-
ið vart, fyrr en eftir helgina.
Víkingbrugg:
Lokun hefur
ekki enn áhrif
hjáÁTVR
LOKUN Víkingbruggs á Ak-
ureyri hefur ekki enn haft
áhrif hjá ÁTVR, en mun gera
það innan tíðar ef verksmiðj-
an verður lokuð áfram. Fyrir-
tækið hefur verið innsiglað
vegna vangoldinna opinberra
gjalda síðan á þriðjudag.
Að sögn Svövu Bemhöft, inn-
kaupastjóra ÁTVR, hefur Lö-
'venbrau-bjórinn fengist í útsöl-
um til þessa.
„Við þurfum að panta bjór að
utan og erum alltaf með mikið
í pöntun. Það þarf að sérpakka
fyrir okkur og setja sérstaka
miða á flöskumar þannig að
þetta tekur allt sinn tíma. En
áhrifa lokunar Víkingbruggs er
ekki farið að gæta hjá okkur,“
sagði Svava.