Morgunblaðið - 12.01.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991
Minning:
Eggert Gunnarsson
Vestmannaeyjum
Fæddur 4. september 1922
Dáinn 4. janúar 1991
Eggert Gunnarsson var afi minn.
Ég mun aldrei gleyma honum.
Hann var glaður og brosmildur og
vildi gera allt fyrir mig. Alltaf þeg-
ar ég kom til Eyja, mátti ég fara
með honum niður í slipp, þar
smíðaði ég margt og naut þá leið-
sagnar hans og hjálpar.
Oft fór ég með honum út á trill-
unni hans, Enok VE 8, mér og
honum til skemmtunar. Hann var
. fastur punktur í lífinu, það var
hægt að treysta honum fyrir öllu
og sá hann alltaf einhveijar góðar
hliðar á málunum.
Einhvernveginn get ég varla
hugsað mér Vestmannaeyjar án
góða og elskulega afa, en hann
verður þó alltaf í hjarta mínu og
honum mun ég aldrei gleyma. Bið
ég góðan Guð að vernda hann og
geyma.
Guðni Agnar
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þegar þau válegu tíðindi bárust
að morgni föstudagsins 4. janúar
sl. að Eggert Gunnarsson, skipa-
smiður, væri látinn, fannst okkur
ættingjum hans og vandamönnum
að vonum erfitt að sætta okkur við
að þetta væri raunveruleiki, svo
snöggt vann að þessu sinni hinn
óboðni gestur verk sitt.
Eggert Gunnarsson var fæddur
4. september 1922. Hann var sonur
þeirra þekktu ágætishjóna Gunnars
Marels Jónssonar og konu hans/
Sigurlaugar Pálsdóttur. Þau dugn-
aðar- og merkishjón bjuggu öll sín
búskaparár í Vestmannaeyjum,
lengst af á Vestmannabraut 1. Þau
eignuðust 12 börn og var Eggert
það sjöunda í röðinni. Allt frá því
að Dráttarbraut Vestmannaeyja var
stofnuð 1925 af samtökum margra
dugmikilla útvegsmanna í Vest-
mannaeyjum, var Gunnar Marel þar
yfirsmiður og framkvæmdastjóri.
Meðal margra góðra verka kom það
í hlut Gunnars að hleypa af stokk-
unum stærsta fiskiskipi sem til þess
tíma hafði verið smíðað á íslandi,
vélbátnum Helga. Má geta nærri
að börn Gunnars fylgdust með
vinnu föður síns og þarna átti eftir
að koma fram hið fornkveðna „hvað
ungur nemur sér gamall temur“.
Eggert ólst frá barnæsku upp
við hjartslátt Eyjanna, hafið, björg-
in og fiskibátaflotann. Hann mun
snemma hafa lært að meta þann
sterka hlekk sem flotinn var og er
í starfskeðju Eyjamanna. Hann
taldi það því sjálfsagða skyldu sína
að sinna kalli hvenær sem skip
þarfnaðist viðgerðar. Þá breytti það
engu á hvaða tíma sólarhringsins
það var. Sonur hafði lært skyldu-
rækni af föður.
Frá öndverðu hefur það verið
snar þáttur í lífi Eyjamanna að
nýta ser það sem fuglabjörgin gefa
til matar. Eggert mun snemma
hafa orðið liðtækur við sókn í björg-
in og sjaldan var hann með meiri
gleðibrag en þegar bann tók þátt í
umræðu um lundaveiði og eggja-
töku.
Eggert lærði skipasmíðar af föð-
ur sínum og lauk sveinsprófi árið
1944. Þótt hann starfaði lengst af
við smíðar stundaði hann alltaf sjó-
mennsku öðrum þræði. Kunni hann
vel þar til verka og handtökin voru
röskleg við almenn störf á sjávar-
slóð.
Nokkru eftir að Eggert lauk námi
sem skipasmiður varð hann þeirrar
gæfu aðnjótandi að kvænast eftir-
lifandi konu sinni, Jónu Guðrúnu
Ólafsdóttur frá Víðivöllum í Vest-
mannaeyjum. Foreldrar hennar
voru Ólafur Ingileifsson, þekktur
sjósóknari og aflamaður, og kona
hans, GuðfinnaJónsdóttirfrá Ólafs-
húsum, sómakært dugnaðarfólk.
Eggert og Jóna sýndu fljótt í verki
hve samstæð þau voru á lífsbraut-
inni. Með dugnaði og ráðdeild komu
þau-sér upp glæsilegu heimili og
má fullyrða að húsmóðirin, sú prúða
og hljóðláta kona, hefur þar staðið
fyrir sínu. Það fór ekki á milli mála
að hún taldi að sinn staður væri
við hlið eiginmannsins og þar hefur
hún verið honum styrk stoð í blíðu
og stríðu alla tíð.
Þegar heilsu Gunnars Marels fór
hnignandi og vinnuþrekið brast tók
Eggert við Dráttarbrautinni og var
framkvæmdastjóri hennar allt til
dauðadags.
Þeir sem kynntust Eggerti vissu
að hann var gæddur sterkri trú.
Hann var fullviss um að ekki værie
öllu lokið þótt við kveddum þetta
jarðvistarh'f. Skammt var liðið á
vinnudaginn hinn fjórða janúar sl.
þegar síðasta kallið kom. Ef til vill
er það mikilvægast fyrir atorku-
mann að ganga þannig úr fullu
starfi rakleitt á vit skapara síns,
búinn til fullrar þjónustu um alla
eilífð. Það má hveijum ljóst vera
að ekki er hægt að segja mikið um
æviferil Eggerts í einu stuttu
kveðjuerindi. Ef til vill eru þau líka
best orðin sem aldrei eru sögð. Þó
ber að minnast hér á eitt í fari
Eggerts sem hvað aðdáunarverðast
var en það var hve honum var
umhugað um heimili sitt, þar mátti
aldrei neitt vanta. Það fór ekki
framhjá neinum sem þekkti hann
hve innilega hann elskaði konu sína,
börnin og heimilið.
Hans traustu og indælu eftiriif-
andi konu, Jónu Guðrúnu Ólafsdótt-
ur, sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur, einnig börnum
þeirra, systkinum og frændliði.
Aðeins Guð einn getur veitt
mönnum styrk í sorginni.
Við biðjum hann að stijúka burt
tárin, blessa og varðveita ykkur öll.
Hafsteinn Stefánsson
í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju ástkær faðir okkar,
Eggert Gunnarsson, skipasmíða-
meistari. Hann var sonur hjónanna
Sigurlaugar Pálsdóttur og Gunnars
Marels Jonssqnar. Pabbi ólst upp í
foreldrahúsum, einn af mörgum
systkinum sem áttu heima á Horn-
inu, eins og það var kallað, við
Vestmannabraut.
Fregnin um lát pabba kom svo
óvænt og erfitt er að átta sig á því
að hann sé ekki lengur hér á meðal
okkar. Hann pabbi sem alltaf var
svo heilsuhraustur og hann var
okkar klettur í lífsins ólgusjó, vak-
andi yfir velferð okkar.
Minningamar fljúga í gegnum
hugann. Heima á Víðivöllum var
margt brallað hjá okkur krökkunum
og oft tók pabbi þátt í því. Hann
var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur
um það sem okkur vanhagaði um
og það gerði hann af heilum hug.
Hápunktur jólaundirbúningsins var
tengdur pabba, en það var að fara
með honum að versla niður á Tanga.
Á Tanganum var margt til sem
barnshugurinn girntist og það skildi
pabbi vel og við komum oft með
mikið meira heim úr verslunarferð-
inni en akkúrat það sem við áttum
að kaupa.
En ekki voru öll jól haldin á Víði-
völlum. Mamma og pabbi byggðu
okkur fallegt heimili á Sóleyjargötu
12. Pabbi var mikill hagleiksmaður
og ber heimili þeirra þess glöggt
vitni. Heima á Sóló er allt gert eft-
ir kúnstarinnar reglum og þar lagði
hann sig fram úm að búa sem best
um okkur öll og hafa allt sem vand-
aðast og fallegt.
Fyrir tveimur árum festu foreldr-
ar okkar kaup á sumarbústað rétt
fyrir utan Reykjavík. Þar sýndi
hann okkur enn einu sinni hve annt
honum var um að búa okkur öllum
fallegan stað þar sem við gætum
eytt okkar frítíma.
Persóna pabba verður seint lýst
en við vitum að hann var sterkur
persónuleiki með mjög sérstakan
og skemmtilegan frásagnaranda.
Hann hafði gaman af góðum frá-
sögnum og sagði sjálfur mjög vel
frá, tók skemmtilega til orða þann-
ig að sögurnar urðu ljóslifandi.
Pabbi hafði sterka trú, var víðlesinn
og fy+gdist vel með mönnum og
málefnum.
Faðir okkar var ungur að árum
þegar hann hóf störf í slippnum,
þar starfaði hann í yfir fimmtíu ár
og þar var hann þegar kallið kom.
Trú hans var sú að það væri æðra
líf eftir dauðann og við erum þess
fullviss að það hafi verið vel á
móti honum tekið.
Missirinn er mikill, ekki síst fyrir
móður okkar og biðjum við algóðan
Guð að styrkja hana og vernda.
Okkur er efst í huga virðing og
innilegt þakklæti til föður okkar.
Minninguna um hann varðveitum
við í hjörtum okkar og hana munum
við hafa að leiðarljósi um ókomna
tíð..
Guð blessi hann og varðveiti.
Óli, Svava, Gunnar,
Guðfinna, Silla og Óskar
Það var um kvöld, föstudaginn
4. janúar síðastliðinn, að mér bár-
ust þau tíðindi að föðurbróðir minn
hefði látist þá um morguninn, 66
ára að aldri. Mig setti hljóðan við
þá fregn, því í mínum huga var
Eggert maður sem ekkert fékk
beygt né bugað og alltaf til staðar
þegar á þurfti að halda, að vísu er
dauðinn leið okkar allra að lokum,
en samt fannst mér sem það ætti
ekki við Eggert og það verður erf-
itt að sætta sig við að hitta hann
ekki þegar ég fer til Eyja. Alltaf
var hressandi að lenda í spjalli við
Eggert, því hann hafði skoðanir á
öllu sem um var talað og fór ekki
í launkofa með álit sitt. Eg veit að
í bernsku eftir að faðir minn fórst,
þá gat ég gengið inn til hans og
Karólína Friðriks-
dóttir—Minning
Fyrir rúmum fjórum árum, vor-
um við svo heppin að fá leigða íbúð-
ina við hiiðina á íbúð Köllu. Yndis-
legri manneskju í sambýli er erfitt
að hugsa sér. Þó Kalla hafi verið
að komast á tíræðisaldurinn var hún
ávallt ung í anda og oft var erfitt
að muna að hún væri hartnær sjötíu
árum eldri en við. Æðruleysi hean-
ar verður okkur vonandi til eftir-
breytni og ávallt verður okkur
minnisstætt hversu auðvelt hún átti
með að sjá spaugilegu hliðarnar,
bæði hjá sjálfri sér og öðrum.
Karólína var ekki tilbúin til að
gefast baráttulaust upp fyrir elli
kerlingu. Meðan hún dvaldi í Ból-
staðarhlíð'mni hélt hún áfram að
fara ein um stigana þrátt fyrir ráð-
leggingar um annað. Ekki er hægt
að neita því, að dft fór um okkur
við að koma að henni í miðjum stig-
anum, en eftir á getum við ekki
annað en dáðst að þessum einbeitta
vilja til að taka þátt í lífinu meðan
það varði. Karólína var vel heilsu-
hraust og ern fram undir það
síðasta fyrir utan að heyrnarleysi
var farið að há henni allnokkuð.
Við þökkum fyrir þann tíma sem
við áttum með Köllu og vottum
Hönnu og Kidda ásamt öðrum að-
standendum samúð okkar.
Elísabet og Einar
Látin er föðursystir mín, Ka-
rólína Friðriksdóttir frá Litlu-Hól-
um, tæplega 94 ára. Foreldrar
hennar voru Halldóra Magnúsdóttir
og Friðrik Björnsson bóndi á Litlu-
Hólum. Tvo bræður átti Karólína,
Þorstein og Nikulás, sem báðir eru
látnir. Ung giftist Karólína Valdi-
mar Jónssyni og hófu þau búskap
á Litlu-Hólum. Þar bjuggu þau þar
til hann lést 1939. Hélt hún áfram
búskap til ársins 1946.
Leiðir okkar Jágu oft saman
gegnum tíðina. í æsku dvaldi ég
jafnan sumarlangt á Litlu-Hólum í
Mýrdal, hjá Köllu frænku, eins og
hún var venjulega kölluð. Þar bjó
hún ásamt ömmu minni Halldóru
og tveim fósturbömum sínum, Jó-
hönnu og Guðmundi. Ég á góðar
minningar frá þessum tíma. Kalla
hafði einstaklega gott Iag á börnum
og átti auðvelt með að Iaða það
besta fram í þeim. Enda var hún
mjög skapgóð kona, en gat samt
verið ákveðin ef með þurfti. Kalla
hafði góða kímnigáfu sem entist
henni ævina út, en heyrnardeyfð
háði henni síðustu æviárin. Hún
hafði mikið yndi af bókum og ekki
má gleyma öllum fallegu vettling-
unum sem hún pijónaði. Aldrei
gleymi ég því, síðasta sumarið mitt
í sveitinni, þegar hún bauð mér að
fá vinkonu mína í heimsókn um
mánaðartíma. Það var sannarlega
skemmtilegur mánuður og ánægju-
legustu stundirnar gjarnan við mat-
arborðið í eldhúsinu, enda var mat-
urinn hjá Köllu frábær. Þegar hún
hætti búskap fluttist hún til
Reykjavíkur ásamt ömmu á heimili
foreldra minna, Rögnu og Nikulás-
ar. Þar áttum við svo sannarlega
margar góðar stundir. Eftir að ég
giftist fór Kalla oft með okkur í
ferðalög og var þá stundum farið
á fornar slóðir í Mýrdalinn. Eftir
að Kalla fluttist til Reykjavíkur bjó
hún lengst af í Bólstaðarhlíð 37, í
sama húsi og Jóhanna dóttir hennar
og Kristinn tengdasonur, sem ávallt
reyndust henni vel, ekki síst þegar
halla tók undan fæti. Síðustu æviár-
in var hún á dvalarheimilinu Felli
og naut hún þar góðrar umönnunar
starfsfólks. Ég og fjölskylda mín
þökkum kærri frænku margar góð-
ar stundir.
Hvíli hún í friði.
Halla Nikulásdóttir
hinna föðursystkirta minna sem ég
ætti heima þar, leikið mér við börn-
in hans, Guðfinnu, Gunnar og
Svövu, sem voru á svipuðum aldri
og ég og gerðu þá hvorki Eggert
né Jóna upp á milli mín og sinna
barna. Og enn þann dag í dag man
ég hve erfitt og þungt mér fannst
að kveðja þau öll er ég á tíunda
ári varð að flytja burt úr Vest-
mannaeyjum. Oft fann ég það
seinna hversu mikinn styrk og
stuðning þau höfðu veitt mér.
Allt frá því ég man fyrst eftir
Eggert þá vann hann í Slippnum í
fyrirtæki föður síns og tók svo við
rekstrinum eftir að afi hætti og rak
siðan til dauðadags. Þar var hann
líka þegar kallið kom. Af augljósum
ástæðum gat hann ekki starfað þar
í gosinu, en þó gerði hann út vöru-
bíl og vann ótrauður við uppbygg-
ingu Vestmannaeyja og fræg er sú
mynd sem tekin var af honum er
hann var að sópa tröppurnar við
húsið sitt og askan lá yfir öllu í
kring. Aldrei hvarflaði það að hon-
um að fara þaðan og hann var
meðal þeirra fyrstu sem fluttu bú-
ferlum til Eyja aftur eftir gos, og
hóf rekstur Slippsins að nýju ásamt
því að vinna á vörubílnum f hjáverk-
um. En eitt setti Eggert þó ofar
öllu, það var ijölskylda hans, kon-
an, börnin og heimilið. Oft fann ég
hvers ég sjálfur hafði farið á mis
er ég sá og fann þann samhug og
hlýju sem ríkti milli hans og barna
hans. Og ég held að samhentari
hjón séu vart fundin og hlýja sú
og"virðing sem þau báru hvort til
annars var alveg sérstök og heimili
þeirra bar þess vott með þeim hlýja
blæ sem andaði móti-manni er kom-
ið var þar inn.
I dag er mér efst í huga þakk-
læti fyrir þann tíma sem ég fékk
að njóta samvista við hann.
Eggert Gunnarsson var sonur
hjónanna Gunnars Marels Jónsson-
ar skipasmíðameistara og Sigur-
laugar Pálsdóttur húsmóður á Vest-
mannabraut 1 í Vestmannaeyjum.
Þau eru nú bæði látin. Eggert var
giftur Jónu Ólafsdóttur frá
Olafshúsum í Vestmanriaeyjum.
Þau áttu sex börn: Ólaf, Svövu,
Guðfinnu, Gunnar, Sigurlaugu og
Óskar og eru þau öll á lífi.
Á stundum sem þessum þegar
dauðinn heggur miskunnarlaust og
án fyrirvara skarð í jafn samheldna
fjölskyldu og hans þá ríkir sorg og
sársauki í hugum aðstandenda og
falleg orð hjálpa lítið til að lina
þann harm sem inni býr.
Ég bið Guð að hugga ykkur öll
og styrkja í þessari raun og megi
Eggert Gunnarsson lifa sterkur í
minningu ykkar og okkar allra sem
áttum hann að.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sigurlaugur Þorsteinsson
Yestmannaeyjar;
íbúum fjölg-
aði um 100
Vestmannaeyjum.
Ibúar í Vestmannaeyjum voru
4.913 1. desember sl., sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofunnar. Hafði íbúum í Eyjum
þá fjölgað um 100 frá 1. desemb-
er 1989 eða um 2,2%, sem er
með því mesta á landinu.
Á síðasta ári fluttu 332 til Eyja
en 299 fluttu á brott. 93 börn
fæddust á sama tíma en 26 manns
létust og gerir þetta fjölgun um
100 ibúa.
Konur í Eyjum eru mun færri
en karlar. 2.567 karlar búa þar
en 2.346 konur þannig að á þriðja
hundrað karlmenn ættu að vera
þar til skiptanna.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar var íbúafjölgun á
landinu mést á höfuðborgarsvæð-
inu en næstar komu Vestmanna-
eyjar.