Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991
23
4
KENNSLA
HOLA lengua Espaniola
12 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur
og lengra komna. Áhersla lögð á talmál.
Taltímar fyrir lengra komna með málfræði-
undirstöðu.
Innritun fer fram í skólanum, Langholtsvegi
111,2. hæð laugard. 12. janúar kl. 11.00-14.00
og dagana 14. til 18. janúar milli kl. 15.00-
19.00. Einnig verður boðið uppá spænskunám
í bréfaskóla með áherslu á hagnýta spænsku.
Greiðslukortaþjónusta.
HOLA lengua Espaniola - lifandi tunga.
Langholtsvegi 111, sími 91-685824.
Stýrimannaskólinn í
Reykjavík
30 rúmlesta réttindanám
Innritun - vornámskeið
Innritun á vornámskeið stendur yfir á skrif-
stofu Stýrimannaskólans alla virka daga frá
kl. 8.30-14.00. Sími 13194. -
Öllum er heimil þátttaka.
Námskeiðið hefst mánudaginn 14. janúar nk.
kl. 18.00. Kennt er þrjú kvöld í viku, mánud.,
miðvikud. og fimmtud. frá kl. 18.00-21.00.
Kennslugreinar: Siglingafræði, stöðugleiki og
sjóhæfni skipa, siglingareglur og siglinga-
tæki, fjarskipti, skyndihjálp, veðurfræði, vél-
fræði og umhirða véla í smábátum. Nemend-
ur frá 10 klst. leiðbeiningar í slysavörnum
og meðferð björgunartækja, einnig verklegar
æfingar í eldvörnum og slökkvistörfum í
Slysavarnaskóla sjómanna.
Kennslumagn 125-130 kennslustundir. '
Allar nánari upplýsingar í síma 13194.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík.
Innritun íalmenna flokka
(tómstundanám)
Verklegar greinar: Fatasaumur. Skrautskrift.
Postulínsmálun. Bókband. Myndbandagerð
(vídeo). Hlutateikning. Módelteikning.
Bóklegar greinar: íslenska (stafsetning og
málfræði). íslenska fyrir útlendinga (byrj-
enda- og framhaldsnámskeið). Danska.
Norska. Sænska. Enska. Þýska. Franska.
ít alska. ítalskar bókmenntir. Spænska.
Spænskar bókmenntir. Latína. Gríska. Portú-
galska. Hebreska. Tékkneska. Rússneska.
Kínverska, Byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Danska, norska, sænska fyrir börn 7-10 ára,
til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem
kunna eitthvað fyrir í málunum.
Ný námskeið
Ferðaspænska: Áhersla lögð á hagnýtan
orðaforða fyrir ferðamenn. Undirstöðukunn-
átta í spænsku nauðsynleg.
Málun: Framhaldsnámskeið - litafræði og
málun.
í almennum flokkum er kennt einu sinni eða
tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustund-
ir í senn í 11 vikur.
Kennsla fer fram í Miðbæjaskóla, Gerðu-
bergi og Árbæjarskóla. Kennslugjald fer eftir
stundafjölda og greiðist við innritun.
Kennsla hefst 28. janúar. Innritun fer fram
í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 17.
og 18. janúar ki. 17-20.
Innritun í prófadeild
(öldungadeild)
Grunnskólastig
Aðfararnám - ígildi 8. og 9. bekkjar grunn-
skóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið þess-
um áfanga eða vilja rifja upp.
Fornám - ígildi 10. bekkjar grunnskóla. For-
áfangi framhaldsskólastigs. Kennslugreinar:
íslenska, danska, enska og stærðfræði.
Framhaldsskólastig
Sjúkraliðabraut - forskóli sjúkraliða.
Viðskiptabraut - 2ja vetra nám sem lýkur
með verslunarprófi.
Menntakjarni - þrír áfangar kjarnagreina,
íslenska, danska, enska, stærðfræði. Auk
þess þýska, félagsfræði, efnafræði, eðlis-
fræði o.fl.*
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjald
miðast við kennsiustundafjölda og greiðist
fyrirfram í upphafi annar eða mánaðarlega.
Kennsla hefst 21. janúar nk.
Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum,
Fríkirkjuvegi 1, dagana 14. og 15. janúar kl.
17-20. Nánari fyrirspurnum verður svarað í
símum 12992 og 14106. Skrifstofa Náms-
flokkanna er opin virka daga kl. 10-18.
ÝMISLEGT
Viltu syngja með?
Hjallakórinn í Kópavogi er að undirbúa tón-
leika sem halda á í mars.
Kórinn auglýsir eftir áhugasömu og hressu
söngfólki í allar raddir.
Kunnátta í nótnalestri er ekki skilyrði.
Spennandi verkefni. Æfingar eru á miðviku-
dagskvöldum kl. 20.30 í húsnæði Digranes-
skólans í Kópavogi.
Hafið samband nú þegar við söngstjóra, sími
26444, eða viðformann kórsins, sími46211.
Ritgerðar-
samkeppni
Skilafrestur ritgerðarsamkeppni meðal fram-
haldsskólanema, sem efnt var til vegna 60
ára afmælis Landspítalans, hefur verið fram-
lengdur um 10 daga, til 30. janúar 1991.
Ritgerðarefni:
1. Börn á sjúkrahúsi 1930-1990.
2. Hvers vegna bar brýna nauðsyn til að
reisa Landspítala?
3. Hlutverk Landspítala að 25 árum liðnum.
4. Ástæður þess að ég vil starfa á sjúkra-
húsi?
5. Smásaga - sem gerist á sjúkrahúsi.
Ritgerðunum skal skila vélrituðum eða í
tölvuútskrift undir dulnefni, en nafn höfundar
fylgja í lokuðu umslagi. Æskileg lengd 4-8
síður (A4).
Utanáskrift:
Landspítalinn v/ritgerðasamkeppni,
b.t. Árna Björnssonar, yfirlæknis,
pósthólf 473,
121 Reykjavík.
Vegleg peninga- og bókaverðlaun eru í boði,
eins og fram hefur komið á veggspjöldum,
er fest hafa verið upp í framhaldsskólum.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
íslenski billjardklúbburinn
Stofnfundur
Billjardunnendur! Nú gefst ykkur tækifæri til
að gerast meðlimir í Billjardklúbbi íslands,
sem veitirykkur 50% afslátt ásamt uppbygg-
ingu með erlend mót í huga.
Meðlimir hafa sér daga og lokaða tíma.
Byggjum upp alvöru billjardfélag.
Stofnfundur verður haldinn þriðjudaginn 15.
janúar kl. 20.00 í Ingólfsbilljard, Hverfisgötu.
Láttu þig ekki vanta.
Billjardunnendur.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir
næsta kjörtímabil.
Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 19. grein-
ar í lögum félagsins.
Tillögum, áasmt meðmælum hundrað full-
gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu
félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl.
11 fyrir hádegi þriðjudaginn 22. janúar 1991.
Kjörstjórn Iðju.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum
í að byggja aðveitustöðvarhús við Þorláks-
höfn. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofum
Rafmagnsveitna ríkisins við Dufþaksbraut
12, Hvolsvelli, og Laugavegi 118, Reykjavík,
frá og með mánudeginum 14. janúar 1991
gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins í Reykjavík fyrir kl. 14.00 þriðju-
daginn 29. janúar 1991 og verða þau opnuð
í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Tilboðin séu ílokuðu umslagi, merkt: „RARIK
91001, aðvéitustöð við Þorlákshöfn".
Reykjavík,* 12. janúar 1991.
Rafmagnsveitur ríkisins.
FÉLAGSSTARF
Þorrablót
Hið árlega þorrablót sjálfstaeðisfélaganna I Kópavogi verður haldið
26. janúar nk. í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1. Húsið opnað kl.
19.30. Miðar verða seldir laugardaginn 19. janúar í Hamraborg 1
milli kl. 13.00 og 15.00.
Stjórnin.
Stjórnarf undur Baldurs
Laugardaginn 12. janúar verður opinn stjórnarfundur Baldurs FUS
á Austurströnd 3. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18.00. •
Félagar fjölmennið. Óvænt <uppákoma á eftir.
Stjórnin.
Akranes
Bæjarmálefni
Fundur um bæjar-
málefni verður hald-
inn i Sjálfstæðishús-
inu sunnudaginn
13. janúarkl. 10.30.
Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
mæta á fundinn.
Ailir velkomnir.
Stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna á 'Akranesi.