Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991
27
Þórður Þórðarson tekur við heiðursskjali úr hendi Magnúsar
Oddssonar formanns ÍA. Á myndinni er einnig eiginkona Þórð-
ar, Ester Teitsdóttir.
AKRANES
Þórður heiðursfélagi ÍA
órður Þórðarson knattspyrnu-
kappi varð 60 ára 26. nóv
ember s.l. Af því tilefni var hann
gerður að heiðursfélaga Iþrótta-
bandalags Akraness.
Þórður var einn helsti marka-
skorari landsins á gullaldarárum
knattspyrnunnar á Akranesi og
skoraði 103 mörk í 139 leikjum
með ÍA. Þá lék hann alla leiki
íslenzka landsliðsins frá 1951 til
1958, alls 18 leiki og skoraði í
þeim 9 mörk. Flestir leikmanna
gullaldarliðsins voru þjóðsagna-
persónur á sínum tíma en fræg-
astir voru án efa Þórður og
Ríkharður Jónnsson. Ríkharður
er einnig heiðursfélagi ÍA.
Eftir að Þórður hætti sjálfur
að iðka knattspyrnu hefuri hann
stutt dyggilega við bakið á knatt-
spyrnumönnum á Akranesi. Tveir
synir Þórðar fetuðu í fótspor hans
og hafa leikið með ÍA og landslið-
inu, þeir Teitur og Ólafur.
UPPGJÖF
Rosselini og Lynch
segja skilið
David Lynch og Isabella Rosselini.
Eittum
talað
asta par
kvikmynda
heimsins,
David Lynch
og Isabella
Rosselini
hafa slitið
sambandi
sínu, en það
hefur staðið
í fimm ár og
áttu vinir og
vandamenn
fremur von á
dagsetningu
brúðkaups
heldur en
samvistar-
slitum.
Lynch er
kunnur fyrir
kvikmyndir
þær sem
hann hefur
leikstýrt
síðustu árin,
en flestar eða allar hafa vakið
verulega athygli fyrir óvenjuleg
efnistök leikstjórans. Isabella hef-
ur leikið stór hlutverk í tveimur
þeirra, “Blue velvet“ og “Wild at
heart“ sem er trúlega umtalaðasta
kvikmynd Lynch.
Ónafngreindur vinur þeirra
Lynch og Rosselini segir að skiln-
aðurinn hafi komið sér á óvart,
en þó bæri að líta á það, að fimm
ára samband væri all langur tími
þegar annar aðilinn væri búsettur
í Los Angeles (Lynch), en hinn í
New York (Rosselini).
Slíkur viðskilnaður hlyti að
naga sambönd fólks og væri ekki
til að byggja þau upp til langend-
ingar.
UPPLÝSINGAR: SIMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
m eb hann
WfWffl