Morgunblaðið - 12.01.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 12.01.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 35 HANDKNATTLEIKUR Ísland-Sviss 22:17 íþróttamiðstöðin í Alcobendas, Spánarmðtið í handknattleik, föstudaginn 11. janúar 1991. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 3:2, 6:2, 7:3, 9:5, 9:9 10:9, 10:10, 12:10, 15:13, 16:14, 16:16, 20:16, 20:17, 22:17. ísland: Valdimar Grímsson 8, Sigurður Bjamason 4, Konráð Olavson 3/3, Jakob Sigurðsson 2, Geir Sveinsson 2, Júlíus Jón- asson 2, Stefán Kristjánsson 1, Birgir Sig- urðsson, Gunnar Gunnarsson, Patrekur Jó- hannesson, Einar Sigurðsson, Kristján Ara- son. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13 (þar af 6, er boltinn fór aftur til mót- heija), Hrafn Margeirsson. Utan vallar: 4 mínútur Mörk Sviss: Rellstar 6, Ebi 6/3, Peronino 2, Luggen 1, Bar 1, Schumacher 1. Varin skot: Dobler 7/1 (þar af 2/1, er boltinn fór aftur til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: Um 300. Dómarar: Amigo og Berridi frá Spáni. ÍpfámR FOLX ■ ÓLAFUR Árnason, sem lék sjö leiki með ÍBV í sumar, hefur ákveð- ið að leika með Víkingum í 1. deild- inni í knattspyrnu í sumar. Hann er 25 ára miðvallarleikmaður og lék sjö leiki með ÍBV í fyrra. Auk þess var hann einn af bestu mönnum liðsins í 2. deildinni 1989. ■ ELLEN Sighvatsson hjá Skíðafélagi Reykjavíkur hafði samband við blaðið og sagði að í tilefni þess að skíðasvæðið í Bláfjöll- um verður opnað í dag verður SR með samæfingu í göngu kl. 13-15 í dag og á morgun, sunnudag. Lagt verður af stað frá skíðaleigunni í Bláfjöllum. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis. ■ ÞAÐ verður líklega erfíðleikum bundið að fá úrslit í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik. Þar eru lið frá ísrael í hópi þeirra bestu en leikjurn þeirra hefur öllum verið frestað þartil lausn finnst á Persaf- lóadeilunni. Valdimar hélt uppteknum hætti Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Madríd VALDIMAR Grímsson hélt upp- teknum hætti frá Spánarleikn- um í fyrrakvöld og kom íslend- ingum á bragðið gegn Sviss- lendingum með tveimur mörk- um eftir hraðaupphlaup. Alls gerði hann átta mörk og er markahæsti maður mótsins en íslendingar sigruðu örugglega í leiknum, 22:17. Patrekur Jó- hannesson kom aftur inn í vörnina, sem styrktist mikið við það, en sóknarleikurinn var frekar bitlaus. Íslendingar hafa alltaf átt í mestu erfíðleikum með Svisslendinga, sem vilja gjarnan hanga á boltanum og leika langar en árangursríkar sóknir. En sviss- neska liðið var vængbrotið að þessu^ sinni. Martín Rubin-, sem gerði átta mörk gegn Spáni í fyrrakvöld og er lang- besti maður liðsins, er meiddur í baki og lék ekki með. Þrátt fyrir þetta tókst íslendingum ekki að tryggja sér sigurinn fyrr en á síðustu mínútunum. íslendingar byijuðu mjög vel, en vantaði herslumuninn til að ná markinu, sem hefði gert út af við Svisslendinga. Þeir nýttu sér hins vegar mistök íslendinga undir lok fyrri hálfleiks og unnu upp fjögurra marka forskot. Eftir það var leikur- in í járnum, en íslendingar höfðu ávallt undirtökin og tóku hraustlega við sér síðustu 10 mínúturnar. Guðmundur Hrafnkelsson varði oft ágætlega. Vörnin var þétt og var þáttur Patreks mikill, en hann og Geir, sem gaf mótheijunum aldr- ei frið, unnu vel saman eins og áður. Valdimar og Jakob hleyptu mótheijunum ekki framhjá sér, Jú- líus stöðvaði oft vel, en Kristján Arason er langt því frá að vera góður í vinstri öxlinni og hlífði sér, sem kom Rellstar stundum til góða. Sóknarleikurinn var einhæfur. Valdimar Grímsson gerði átta mörk gegn Sviss og er markahæstur á Spánarmótinu. Fimm markanna komu eftir hrað- aupphlaup og hornin voru happa- dijúg, en skytturnar áttu í erfiðleik- um. Það er sama vandamálið og að undanförnu, en svo hafa meiðsl Kristjáns mikið að segja og Júlíus missti úr dýrmætan tíma um jólin, sem hefur komið honum í koll hérna. SPÁNARMÓTIÐ ÍSLAND - SVISS......22:17 JÚGÓSLAVÍA- SPÁNN B.29:19 Fj. leikja U T Stig Stig SPÁNNA ’ 2 2 0 58: 43 4 JÚGÓSLAVÍA 2 2 0 55: 42 4 j'SLAND 3 2 1 73: 65 4 SVISS 2 0 2 39: 49 0 SPÁNNB 3 0 3 62: 88 0 , ,Margt jákvætt við leikinn - sagði Þorbergur Aðalsteinsson Það er gott að fá ekki nema 17 mörk á sig og ég er sérstaklega ánægður með síðustu mínúturnar. Það var margt mjög jákvætt í leiknum og þetta var góður sigur, en það er ofboðslega erfítt að leika gegn liði, sem er með boltann 70% af tímanum, hnoðar og hnoðar og kemst upp með það. Svisslendingar eru á svipuðu róli og við, ekki langt á eftir, og verða örugglega f baráttu um sigur í B- keppninni,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, þjálfari íslenska liðsins. En það er komin þreyta í liðið hjá okkur enda hefur álagið verið mikið að undanförnu. Leikurinn gegn Spán- KNATTSPYRNA veijum verður erfíður og við reynum hvað við getum, en þeir tapa ekki mörgum leikjum á heimavelli." Kristján Arason „Við megum ekki ofmetnast þrátt fýrir sigurinn. Rubin er hálft liðið og því áttum við að sigra með mun meiri mun.“ Patrekur Jóhannesson „Ég er ánægður með frammistöð- una og vörnina almennt. Það var er- fítt að leika gegn þessu liði, en reynd- ar eru þetta allt erfíðir leikir. Ég reyni bara að gera mitt besta og það er mjög gott að spila við hliðina á Geir, því hann kennir mér mikið og segir mér til. Spánveijarnir verða erfíðir, en við megum ekki bera virð- ingu fyrir þeim og verðum að fara í leikinn með því hugarfari að sigra." Jakob SigurAsson „Ég er ekki ánægður — við áttum að sigra með mun meiri mun. Við erum of stirðir í sókninni, en vörnin er að koma. Það voru ljósir punktar í þessu og aðalatriðið er að halda uppbygginguni áfram.“ Islandsmótið innanhúss hafið * Islandsmótið í innanhússknatt- spyrnu hófst í Laugardalshöll í gær með keppni í meistaraflokki kvenna og er myndin úr leik Sindra og Stokkseyrar. í dag heldur keppni kvennanna áfram og lýkur með úrslitaleik kl. 15.11. Keppni í 2. deild karla hefst kl. 9.00 fyrir há- degi í dag og síðasti leikur deildar- innar hefst kl. 19.54. 1. deild karla fer svo fram á morgun. Keppni hefst kl. 9.00 með leik Stjörnunnar og Þórs frá Akureyri. Siðan rekur hver leikurinn annan þar til úrslita- keppnin hefst kl. 18.12. Undanúr- slit hefjast kl. 19.44 og úrslitaleik- urinn ki. 20.50. Verðlaunaafhend- ing fer fram að honum loknum. Lfldega 24 lið í HM á Islandi ’95 Skipulagsnefnd alþjóða handknatt- leikssambandsins leggurtil að HM pilta 1993 verði haldin hérá landi JÓN Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleiks- sambands íslands, segir skipulags- og framkvæmda- nefndir alþjóða handknatt- leikssambandsins hafa ákveðið að leggja til að 24 þjóðirtaki þátt í heimsmeist- arakeppninni 1995, en hún fer fram hér á landi. Þá ætlar skipulagsnefndin að leggja til að heimsmeistarakeppni pilta 1993 verði haldin hér á landi. Hingað til hafa 16 þjóðir tekið þátt í úrslitakeppni HM og svo verður einnig í Svíþjóð 1993, en breytingin, ef af henni verður, tekur gildi fyrir HM á íslandi. Tillaga nefndanna tveggja verður lögð fram á þingi IHF sem fram fer jafnhliða Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári. Verði tillagan um fjölgun ( úr- slitakeppni HM samþykkt leggst B-keppnin svokallaða af, en álfu- keppni fer fram í hverri heims- álfu, og gildir Evrópukeppni landsliða, sem komið verður á, sem forkeppni í Evrópu. Minnst þijár þjóðir verða frá hverri álfu (Evrópu, Ameríku, Afríku og Asíu) í jokakeppninni, ekki tvær eins og íslendingar höfðu lagt til, og mest gætu því orðið 15 Evr- ópuþjóðir i keppninní ef reiknað er með að aðeins þijár verði frá hverri hinna. Þrátt fyrir að liðum fjölgi verður umfang keppninnar ekki meira, þar sem fyrst verður leikið í íjórum sex liða riðlum og síðán taka sextán lið þátt í útslátt- arkeppni, eins og tíðkast í heims- meistarakeppninni í knattspymu, þannig að liðum fækkar jafnt og þétt. Allmörg ár em síðan Jón Er- lendsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri HSÍ, kom fram með tillögur í þessum dúr. Fulltrúar HSIhafi barist fyrir þeim undan- farin ár, og nú virðist yfírgnæf- andi líkur á að þær verði fljótlega að vemleika. HM pilta á íslandi 1993? • Jón Hjaltalín segir skipulags- nefnd IHF ætla að leggja til að heimsmeistarakeppni pilta, 20 ára og yngri, sem fram fer 1993, verði haldin hér á landi. Portúgal og Þýskaland sóttu einnig um að halda keppnina. Á leik Norður- landaúrvalsins og heimsliðsins í Osló í vikunni hitti Jón Otto Sehwartz, sem nýlega tók við for- mennsku í nefndinni af Svíanum Kurt Wadmark, og fékk þá þessar upplýsingar. Tillaga nefndarinn- ara verður lögt fyrir IHF-þing í október í haust, og þá verður ákveðið hvar keppnin fer fram. Þjátfari Júlíus- aróánægður Júlíus Jónasson átti að leika með Asnieres í 1. umferð frönsku bikarkeppninnar í kvöld, en ákvað í gærkvöldi að taka landsliðið fram- yfir. Hann tilkynnti þjálfara franska liðsins þetta í síma eftir leikinn gegn Svisslendingum. „Hann tók þessu ekki vel,“ sagði Júlíus við Morgunblaðið hér í Madríd. „Hann sagði að HSÍ hefði 1 verið í sambandi í vikunni, en það hefði verið alltof seint. Ef það hefði verið haft samband í byijun des- ember hefði verið hægt að fresta bikarleiknum." Júlíus sagði að þrír leikmenn Asnieres væru frá vegna meiðsla og því gæti liðið lent í erfíðleikum í kvöld. „Ég get lent í érfíðleikum vegna þessa, en ég vona að þjálfarinn og stjórnin skilji vandamálið, sem ég er í. Eins eru leikmennimir eitthvað pirraðir, en landsliðið verður af hafa forgang og því tók ég þessa ákvörðun.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.