Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991_' " " Verður Þýskaland fátækara! eftir Eyjólf Konráð Jónsson Um helgina hitti ég kunningja minn. Hann byijaði strax að tala um pólitík. Eins og venjulega reyn- ir hann að snúa á mig og Eykonsk- una sem hann nefnir svo. Hvernig ætlarðu að lækka skatta, bæta kjörin og auka framkvæmdir allt í senn — og hann glotti. Eg ætla að bæta kjörin með því að auka framkvæmdir og lækka skatta, ekki síst neysluskatta. Hann þagði og vorkenndi mér sýnilega. Eg spurði hann lymskulega: Hvernig ætlar þú að bæta kjörin og auka framkvæmdir, hvort tveggja hljót- um við að verða að gera á næstu misserum og árum, varla .með því að auka skattheimtu, flytja enn meira af aflafé fólks og fyrirtækja frá þeim til ríkisins til „eignar og ábúðar“. Við vorum sammála og fórum að rabba. Talið barst að Þýskalandi og við vorum á einu málu um að austur- hlutinn yrði endurreistur á örfáum árum með fullkomnustu verksmiðj- um og fyrirtækjum sem heimurinn hefði litið, allt saman tölvustýrt og sjálfvirkt þannig að japönsku verksmiðjurnar nokkurra áratuga gamlar væru eins og hreint rusl. En eiga þeir nóga peninga? sagði vinurinn, ætli þeir séu nógu ríkir til að byggja upp nýtt efnahags- stórveldi á augabragði? Jú, líklega geta þeir það, þeir byggðu Vestrið upp á ótrúlega skönrmum tíma. Þar var þó allt í rúst og nánast engir peningar. Marshallfé jú, en það var dropi í hafið. Einhvern veginn bjuggu þeir bara til pen- inga, varla hefur þó nægt að prenta seðla, líklega hafa þeir búið til verðmæti. Eru peningar þá bara ávísanir á verðmæti þegar allt kemur til alls? Eru peningarnir sem Vestur-Þjóðveijar nú dæla í Au- strið bara ávísanir á verksmiðjurn- Á boðstólum verða fleiri titlar en nokkru sinni fyrr og með allt að 95% afslætti. BÓKAPAKKAR: Við vekjum sérstaka at- hygli á girnilegum bóka- pökkum fyrir unga og aldna, á aldeilis hlægilcgu verði. RITVERKATILBOÐ: Við bjóðum einnig nokkur úrvalsritverk á sérstöku kynningar- verði. NU ER TÆKIFÆRIÐ: Byggðu upp heimilisbókasafn. notaöu nýársbónusinn okkar til þess. siflmcnnini PVSnW - . 17. janúar til 2. febrúar Opið laugardaga kl. 10 til 18 mánudaga til föstudaga kl. 9 til 18 og sunnudaga kl. 11 til 16 Úrvalið eykst með ári hverju Nú er tækifærið til þess að leggja grunn að góðu heimilisbókasafni. Hinn árlegi bókamarkaður okkar hefst í dag, Fimmtudag, í forlagsverslun okkar að Síðumúla 11. EITTHVAÐ ÓVÆNT Á HVERJUM DEGI: Til þess að hleypa auknu lífi í tilver- una munum við, meðan á útsölunni stendur, vera daglega með ein- hverjar uppákomur, þar scm t.d. verða boðin 10 ein- tök af cinhverjum okkar eftirsóknarverðustu verka á mjög svo góðu vcrði. ÚTLITSGÖLLUÐ ÖNDVEGISVERK: Einnig bjóðum við nokkur af öndvegis- vdrkum okkar með útlitsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. ÖRN OG $ ÖRLYGUR Síðumúla 11 - Sími 84K66 ■S9A1CQ 00 UVNHV HDOVMUVMVMQ8 - SOATHQ 00 UVNUV UnaVMUVWVMflC • S0A1HQ 00 UVNHV UnOVMUVWVMQC Eyjólfur Konráð Jónsson ar, verkmenninguna og viðskipta- máttinn í Vestrinu? Og ef svo er þurfa þeir þá í rauninni nokkra peninga til að skapa auðlegð í austurhlutanum, byijar ekki auð- legðin að verða þar til um leið og þeir ryðja fyrstu kumböldunum til hliðar til að byggja nútíma mann- virki? Og svona lét hann dæluna ganga. Líklega er ómaksins vert að láta hugann stundum reika svona því að alveg er ljóst að sú ofstjórnar- og ofsköttunarstefna sem rekin hefur verið er gengin sér til húðar og er gagnslaus til annars en við- miðunar þegar ný stefna verður mörkuð í vor þar sem flest verður gert öfugt í efnahags-, peninga- og atvinnumálum við það sem nú er. Varla leikur á því efi að mikið er hægt að læra af Þjóðveijum í þessu efni. Því er þetta rabb nú sett á blað. Gjarnan má lika minna á söguna sem Erhard faðir þýska undursins segir sjálfur af því þegar allir „ráðgjafar“ lögðust gegn því að hann færi inn á nýjar og áður óþekktar leiðir til fijálsræðis í efnahags- og fjármálum. Hann fór ekki að þeirra ráðum. Þó var hann hagfræðingur. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.