Morgunblaðið - 22.01.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1991
15
andi skil. Reifar Jón S. rök sín fyr-
ir því að bráðabirgðalögin hafi brot-
ið í bága við eignarréttarákvæði 67.
gr. stjórnarskrár. Þykir mér meiri
veigur í þeim röksemdum Jóns S.
en þeirri sem rætt er um hér á
undan því vissulega kann að orka
tvímælis að samningsbundin laun
séu tekin af fólki með lagasetningu.
Ég tel í sjálfu sér ekki efni til á
þessum vettvangi að auka við um-
ræðuna að þessu leyti enda and-
stæðum sjónarmiðum gerð ágæt
skil í grein Jóns Sveinssonar.
Agreiningur um þetta er og til
meðferðar í bæjarþingi Reykjavíkur
og verður úr honum skorið á þeim
vettvangi.
íslenskir dómstólar hafa hinsveg-
ar verið tregir til þess að fallast á
að lög bijóti í bága við stjórnar-
skrána. Ágreiningur hefur einkum
risið út af 67. gr. og hafa dómstól-
ar yfirleitt túlkað það ákvæði frjáls-
lega. Er einkum athyglisvert að
skoða sjónarmið dómstóla þegar
deilt hefur verið um lögmæti skatt-
lagningar. Þegar virtar eru þessar
úrlausnir dómstóla og áralög notk-
un bráðabirgðalaga á framkvæmd
kjarasamninga (sem of langt mál
er að rekja hér í smáatriðum) er
tæpast hægt með lögfræðilegri
sannfæringu að fullyrða óhikað um
að bráðabirgðalögin bijóti gegn 67.
gr. stjórnarskrárinnar. Með öðrum
orðum að fullyrða að forseti, ríkis-
stjórn og nú Álþingi hafi staðið að
stjórnarskrárbroti. Það er a.m.k.
fullkomlega óvíst hvort lögin stang-
ast á við 67. gr. stjórnarskrár. Af-
dráttarlausar fullyrðingar um
stjórnarskrárbrot að þessu leyti, í
pólitísku umróti síðustu vikna og
mánaða, sem ekki styðjast við ótví-
ræðar úrlaúsnir dómstóla, bera með
sér, að mínu áliti, að þær séu sett-
ar fram í pólitísku skyni, öðru frem-
ur.
Hlutlaus umfjöllun eða pólitísk
Jón S. Gunnlaugsson telur að rök
sín gegn gildi bráðabirgðalaganna
séu einvörðungu lögfræðileg en eigi
pólitísk. Mér virðast þau hinsvegar
öðrum þræði pólitísk enda vert að
minnast þess að hliðstæð rök hafa
einkum heyrst hjá forráðamönnum
Sjálfstæðisflokksins í hinni
pólitísku umræðú undanfarnar vik-
ur.
Jón S. Gunnlaugsson telur hlut-
RAFSTODVAR
í stærðunum 2,0 kw,
6,0 kwog 35 kw
fyrirliggjandi
Höfum einnig
fyrirliggjandi:
Steypuhrærivélar.
Rafmagnstalíur.
Flísasagir.
Loftþjöppur.
Verkstæðiskrana.
SALA-SALA-SALA-SALA
LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIG’A
Fallar hf.
DALVEG116, FÍFUHVAMMI,
KÓPAVOGI, SÍM AR 641020 OG
42322
lausa umfjöllun mína yfirlætislega
enda sé hlutleysi mitt í raun „ . . . að
telja misgjörðir stjórnmálamanna
ávallt standast án tillits til laga, að
því er virðist af þeirri ástæðu einni
að þeim hafi verið fengið ríkisvald
í hendur. . .“ Þá fullyrðir Jón S.
Gunnlaugsson að „ ... hlutleysið
felst í því að ekki skuli beita al-
mennum lagareglum um stjórnar-
framkvæmdina". Hér eru stór orð
sögð. Jón S. Gunnlaugsson fullyrðir
hér að undirritaður sé vísvitandi að
veija misgerðir stjórnmálamanna.
Þannig gefur hann í skyn að þar
sem ljóst sé að bráðabirgðalögin
bijóti í bága við stjórnarskrána (að
hans áliti) sé hlutlaus umfjöllun
undirritaðs um lögin í raun blessun
yfir lögbrot stjórnmálamanna og
þjónkun við ráðandi valdhafa. Slíkir
leigupennar séu lítilsigldir og ekki
á vetur setjandi.
Röksemdarfærsla sem þessi er
ekki lögfræðileg, heldur meira í ætt
við ábyrgðarlausa pólitíska umræðu
eins og hún er, því miður, í alltof Höfundurer
ríkum mæli hér á 'landi. Fagleg hæstaréttarlögmaður.
50%
afsldttur
af gjafavörum
til mdnaðamóta
Bankastræti 4 - Símar 25656 og 16690
Laugavegi 53 - Símar 20266
skoðanaskipti um lögfræðileg álita-
efni eiga að vera láus við þvílíkan
málflutning enda dæmir hann sig
sjálfur. Fijáls skoðanaskipti eiga
að fara þannig fram að mönnum
sé fijálst að skiptast á andstæðum
skoðunum án þess að fá bágt fyrir
enda er málfrelsið talið til_ hinna
dýrmætustu mannréttinda. í þessu
felst m.a. að.Jón S. Gunnlaugsson
hefur fullan rétt á að láta skoðanir
sínar í ljós. En hann verður einnig
að láta sér lynda að ég hafi aðrar
skoðanir en hann á því hvort lög-
fræðileg umijöllun um bráðabirgða-
lögin hafi um of verið böðuð
pólitísku ljósi og án þess að bera
mér á brýn að mér hafi gengið
annað og verra til • en heiðarleg
skoðanaskipti með skrifum mínum.
Ég vænti þess sannarlega að
ákvæði stjórnarskrárinnar um mál-
frelsi sé honum ekki síður kapps-
mál en ákvæði stjórnarskrárinnar
um verndun eignaréttinda.
V
'
NAT
HREIN OG TÆR
ÚRA LANDSINS
Ein helsta auölind |Djóöarinnar
um alla framtíð.
Til að nýta þessa auðlindþarf umhverfi okkar allt að vera óspillt og
ýtrasta hreinlætis að vera gœtt ói vinnustöðum.
Við eigum mikið í húfi íslendingar, hvernig þessi mál þróast, þar sem
afkoma okkar byggist á gæðum lands og sjávar. Engum blandast
hugur um að hrein og tœr náttúra landsins og fyrirtœki búin
samkvœmt ýtrustu hreinlœtis- og mengunarvarnakröfum eru bestu
vopnin, þegar att er kappi við aðra framleiðendur á heimsmörkuðum
Á þessu sviði eru mörg verkefni og stór sem bíða úrlausnar
sveitarstjórna og atvinnurekenda, en efalaust hafa fáir gert sér grein
fyrir því, að unnt er að leysa þau með langtíma fjármögnun.
í lögum Iðnlánasjóðs eru ákvœði, sem heimila honum að lána íþessa
mikilvœgu uppbyggingu.
GÆTUM LANDSINS - GERUM HREINT.
IÐNLÁNASJÓÐUR
ÁRMÚLA 13a, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00
.1