Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1991
—. :i i—i/.l .."ririi !ii " i—.1 i;,..I/
21
s
FYRI
PERSAFLOA
9 Scud-flaugar
skotnar níður
í Saudi-Arabíu
Riyadh, Dhahran. Reuter.
ÍRAKAR skutu 10 Scud-eldflRugum á Riyadh, höfuðborg,
Saudi- Arabíu, og Dhahran í fyrrinótt. Níu þeirra var grand-
að af bandarískum Patriot-gagnflaugum áður en þær hæfðu
skotmark sitt en sú tíunda var látin afskiptalaus þar sem
hún stefndi fjarri skotmarki sínu og féll í hafið á Persaf-
lóa. Hermt er að flaugunum 10 hafi verið skotið frá Kúveit.
Engin meiðsl urðu á fólki í eld-
flaugaárásinni að sögn fulltrúa
ijölþjóðahersins í Saudi Arabíu.
Oljóst var þó hvort einhveijir hefðu
hlotið meiðsl er eldflaugabraki
rigndi yfir Riyadh er Patriot-flug-
skeytin grönduðu Seud-flaugun-
um. Fréttamenn sáu hins vegar
smágíg skammt frá flugvelli Riy-
adh en talið var í gær að hann
hefði myndast annað hvort er brak
úr Scud-flaug hefði fallið til jarðar
eða af Patriot-flaug sem hefði bilað
og hrapað til jarðar.
Sex flaugum var skotið á Riyadh
og var þeim öllum grandað á flugi
með Patriot-gagnflaugum. Sömu
örlög hlutu þijár Scud-eldflaugar
sem skotið var á Dhahran seint á
sunnudagskvöld og árla í gær-
morgun. Scud-flaugum var einnig
skotið á borgina árla morguns sl.
föstudag en þær voru sömuleiðis
skotnar niður með Patriot-flug-
skeytum sem reynst hafa full-
komnlega í átökunum við Persaf-
ióa.
Fylgjast mátti með eldflauga-
árásinni á Riyadh í beinni útsend-
ingu nokkurra sjónvarpsstöðva
sem voru með kvikmyndatökuvélar
sínar á þökum hótela í borginni.
Sást þegar Patriot-flugskeytunum
var skotið upp og nokkrum sekúnd-
um síðar kváðu miklar sprengingar
við og eldhnettir mynduðust á
himni er þær hæfðu Scud-flaug-
arnar.
Á laugardag skutu írakar fimm
skammdrægum sovétsmíðuðum
Frog-vígvallarflugskeytum að
stöðvum landgöngusveita banda-
ríska flotans í austanverðri Saudi-
Arabíu en þær féllu til jarðar í
eyðimörkinni fjarri skotmarkinu
og sakaði því engan. Bandarískar
A-6 og A-10 þotur eyðilögðu síðan
Frog-skotpallana.
Scud-B-eldflougin er upprunin í Sovéfríkiunum, en reynsla af
henni hefur verið misiöfn. írakor hofo verið óónægðostir
meö skammdrægni flougorinnar og hofa þeir fengist við
ýmsar endurbætur til þess oð hún fljúgi lengra. Drægni
nennor er nú um 650 km, en vor unphaflega um 280
km. hó hofa þeir gert tilraunir meo svipoða eldflaug,
sem flogið getur 900 km. Scud-B tlýgur með um
‘ p nraðo og erflugtiminn fró skotpöllum
írako í Suður- og Vestur-írak til Ryadh og
Tel Aviv svipaður eða um 5 til 6 minútur.
Sýrland
Jórd
ama
Potriot-flugskeytin eru notuð við loftvornir, bæði gegn flugvélum og eldflaugum
Hvert skeyti er um fjögurra metra langt, flughraðinn er þrefoldur hljóðhroði, en
drægnin um 50 km. Hóþróað tölvukerfi stýrir vopnakerfinu og hefur ó sínum
snærum tvær rotsjór og ótto skotpalla, en é hverjum skotpalli eru fjögur skeyti.
3
Sálfræðihemaður
gegn Iraksstjórn
New York. Reuter.
AUK stríðsaðgerða bandamanna stunda Bandaríkjamenn mikinn
sálfræðilegan hernað gegn stjórnvöldum í írak. Felst hann meðal
annars í útvárpssendingum til Iraks og áætlunum um að smygla
eða koma með öðrum hætti útvarpstækjum í hendur almennings
í landinu. Yar sagt frá þessu í bandaríska blaðinu New York
Times á laugardag.
í fréttinni sagði, að CIA, banda-
ríska leyniþjónustan, tæki þátt í
þessum tilraunum en megintilgang-
ur þeirra er að sýna Saddam Huss-
ein í öðru ljósi en íraskur almenn-
ingur á að venjast, draga úr bar-
áttumóði hermanna og gefa villandi
hugmyndir um hernaðaráætlanir
bandamannahersins. Þá er einnig
reynt að aðstoða andspyrnumenn í
Kúveit og grafa undan ríkisstjórn
Saddams.
Auk útvarpssendinganna hefur
hljóð- og myndsnældum verið dreift
yfir írak en þar er lögð áhersla á
hernaðarlega 'yfirburði banda-
mannahersins og á grimmdarverk
og spillingu Saddam-stjórnarinnar.
Þá segir í New York Times, að áróð-
urinn beinist ekki síst að íröskum
hermönnum í Kúveit. Þar hefur
verið dreift flugmiðum og skorað á
þá að hlaupast undan merkjum eða
gefast upp.
MEÐ BLÖNDUÐU GRÆNMETI
Fituinnihald a&eins 6%
LETTOSTAR , þrír góðir á léttu nótunum
MUNDU EFTIR OSTINUM