Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Lettar
beittir ofbeldi
Boris Pugo, harðlínumaður
innan KGB og fyrrum
leiðtogi kommúnistaflokksins í
Lettlandi, var skipaður _ inn-
anríkisráðherra Sovétríkjanna
2. desember síðastliðinn, þegar
Mikhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, rak Vadim Bak-
atín úr ráðherraembættinu. Þá
skipaði Gorbatsjov einnig Boris
Gromov, einn frægasta hers-
höfðingja Sovétríkjanna, sem
var síðastur sovéskra herfor-
.ingja til að yfirgefa Afganistan,
áðstoðarráðherra í ínnanríkis-
ráðuneytinu. Þessum tveimur
mönnum fól Gorbatsjov síðan
að beija á sjálfstæðissinnum í
lýðveldum Sovétríkjanna. Sér-
þjálfaðar sveitir þeirra, OMON
eða „svörtu húfurnar", áttu í
skotbardaga í Riga, höfuðborg
Lettlands, á sunnudagskvöld,
þar sem að minnsta kosti fjórir
féllu og 10 særðust. Lettar ótt-
ast að næsta skref sovéska inn-
anríkisráðuneytisins og Rauða
hersins verði að steypa stjórn-
inni í Lettlandi og setja
Moskvuholla fulltrúa í hennar
stað.
Hafi einhver efast eftir at-
burðina í Litháen fyrir rúmri
viku um að Gorbatsjov og fé-
lagar hans í Kreml ætluðu
markvisst að beita valdi gegn
andstæðingum sínum í lýðveld-
unum, hlýtur sá vafi að hafa
rokið út í veður og vind, þegar
fréttirnar bárust frá Lettlandi.
Þar er hermönnum einnig beitt
til að brjóta sjálfstæðisviljann
á bak aftur. Fyrir Boris Pugo
hlyti að vera persónulega erfitt
að rökstyðja nauðsyn valdbeit-
ingar almennt, ef hann léti
ekki einnig fyrrum undirsáta
sína í Lettlandi finna fyrir
hramminum. Aðstæður eru
hentugri fyrir hann þar en í
öðrum Eystrasaltslöndum, af
því að þar eru fleiri Rússar en
í hinum löndunum tveimur.
Hrifsi menn Gorbatsjovs völdin
f Lettlandi yrði auðveldara að
ógna Eistlendingum og Lit-
háum.
Á þingi Lettlands var í gær
samþykkt að stofna sjálfsvarn-
arsveitir lýðveldisins. Hlutverk
þeirra er að verja og vernda
líf, réttindi og frelsi íbúa Lett-
lands, þjóðfélagið og ríkis-
stjórnina í landinu. Verði staðið
skipulega að því að fram-
kvæma þessa samþykkt eru
Lettar að stofna her til að halda
uppi vörnum gegn Rauða hern-
um og hermönnum KGB. And-
spyrna af þessu tagi gegn
Kremlveijum kynni að draga
dilk á eftir sér um öll Sovétrík-
in.
Allir fijálshuga menn for-
dæma þvingunaraðgerðir
manna Gorbatsjovs í Eystra-
saltsríkjunum og annars staðar
í Sovétríkjunum. Nota verður
öll tiltæk pólitísk og efnahags-
leg ráð til að knýja Kremlveija
frá valdbeitingu og kúgun á
almennum borgurum. Mótmæli
mágnast innan Sovétríkjanna
sjálfra. Þúsundir manna söfn-
uðust saman við Kremlarmúra
á sunnudag. Færi Gorbatsjov,
Pugo og Gromov sig meira upp
á skaptið kann Moskva að
verða næst í borgaröðinni:
Austur-Berlín, Búdapest, Prag,
Vilnius, Riga . . .
Stjórnmála-
samband
Þegar Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra
ræddi við Vytautas Landsberg-
is, forseta Litháens, í Vilnius á
laugardag ítrekaði Landsbergis
enn óskina um að íslendingar
tækju upp stjórnmálasamband
við Litháa. Þessi ósk hefði ekki
átt að koma utanríkisráðherra
á óvart. Hér á landi hefur henni
verið hreyft oftar en einu sinni
og Sjálfstæðisflokkurinn flutti
tillögu um málið á þingi. Ríkis-
stjórnin hefur hins vegar ekki
viljað stíga þetta sjálfsagða
skref.
För Jóns Baldvins Hanni-
balssonar verður að bera ein-
hvern áþreifanlegan árangur
fyrir Eystrasaltsþjóðirnar. Þeg-
ar utanríkisráðherra ræðst í
leiðangur af þessu tagi má
hann ekki verða til þess að
vekja falskar vonir hjá við-
mælendum sínum.
I, nmæli utanríkisráðherra í
Litháen verða tæplega túlkuð
á annan veg en þann að hann
hafi skipt um skoðun og vilji
taka upp stjórnmálasamband
við Landsbergis og félaga hans.
Því verður ekki trúað fyrr en
á það reynir, að innan ríkis-
stjórnarinnar og stuðnings-
flokka hennar á Alþingi sé ekki
stuðningur við að viðurkenna
Litháen og síðan önnur Eystra-
saltsríki með þessum hætti.
OFBELDIS VERK RAUÐA HERSINSIEYSTRAS ALTSRIKJ
r,,.
Lettneskir lögreglumenn á verði við innanríkisráðuneytið í Rigu. Myndin er tekin af tröppum Ridzene-b;
Hannibalsson og föruneyti á sunnudag tveimur klukkustundum áður en skothríðin hófst. Um kvöldið sáust
varpsmyndum verjast svarthúfusveitunum. í
Skothríð hófst skömmu
brottför Jóns Baldvins fi
ornað sér við götuelda.
Hótel ráðherrans
næsta hús við inn-
anríkisráðuneytið
Tallinn, Eistlandi, frá Pétri Gunnarssyni,
blaðamanni Morgunblaðsins.
VIÐ íslenskir blaðamenn á ferð
um Eystrasaltsríkin með Joni
Baldvin Hannibalssyni utanríkis-
ráðherra vorum rétt búnir að
matast og koma okkur fyrir á
hóteli í Tallinn eftir um þriggja
tíma akstur frá Rigu þegar eistn-
eska sjónvarpið tók að sýna
myndir af árás svarthúfusveit-
anna á hús innanríkisráðuneytis
Lettlands í Rigu. Innanríkisráðu-
neytið blasir við þegar gengið
er út af Ridzene-hótelinu sem
ráðherrann og föruneyti hans,
þar á meðal við Morgunblaðs-
menn, höfðum gist meðan á dvöl
okkar stóð í Rigu og þegið máls-
verð í boði stjórnvalda síðdegis
þennan sama dag. A sjónvarps-
skjánum sáum við lögreglumenn-
ina, sem við höfðurn myndað á
verði fyrir framan ráðuneytið,
munda byssur sinar og leita
skjóls fyrir skothríðinni sem
buldi á húsinu.
Fyrstu viðbrögð við þessum
myndum voru að hugsa til þess
hvort einnig hefði verið ráðist til
atlögu gegn óvopnuðum mannfjöld-
anum innan vígirðinganna sem
slegið hefur verið upp umhverfis
hjarta Rigu, en auðvitað fannst
okkur það súrt, komnir á staðinn
til að flytja fréttir af atburðum og
ástandi í landinu, að vera ekki í
Rigu, 'a. Ridzene-hótelinu, innan við
100 metra frá þeim stað þar sem
þessir atburðir voru að gerast. Síðar
kom í ljós að á hótelinu hafði Gorb-
anov Lettlandsforseti verið þegar
skothnðin hófst og meðan hún stóð
yfir. Óráðlegt þótti þó að fara strax
aftur til Rigu, enda höfðu borist
fregnir af því að svarthúfusveitirnar
hefðu jafnframt lokað leiðum að
borginni. Fljótlega komu fréttir af
mannfallinu, lettneskur kvik-
myndatökumaður drepinn með
tveimur dum-dum kúlum úr byssum
svarthúfanna, þrír aðrir fréttamenn
særðir, tveir lögreglumenn fallnir
og ungur Letti. Sagt var að her-
menn færu um götur og misþyrmdu
fólki.
Enda þótt baltneskir stjórnar-
erindrekar virtust álíta að ekki yrði
látið til skarar skríða meðan á heim-
sókn Jóns Baldvins stæði hafði
Arnór Hannibalsson prófessor,
bróðir Jóns Baldvins og fylgdar-
maður á ferðinni hér, skömmu áður
fullyrt við mig að annaðhvort yrði
látið til skarar skríða á sunnudag
eða mánudag og er það ekki í fyrsta
skipti sem hann hefur reynst öðrum
sannspárri um þróun mála í Sov-
étríkjunum enda á hann einkavini
í hópi þeirra manna sem staðið
hafa hvað fremst í frelsisbaráttu
Eystrasaltsþjóða.
Úr lettneska utanríkisráðuneyt-
inu fengust þær upplýsingar að
skorað væri á alla lögreglumenn
landsins að stefna til borgarinnar
til að beijast við árásarliðið en síðar
datt á logn. Eistneska útvarpið