Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991,
Harkalegar aðgerð-
ir ræddar á Alþingi
Utandagskrárumræða um ofbeldisaðgerðir sovésks herliðs
Hvað ætla íslendingar að gera til að mótmæla og sporna við of-
beldisaðgerðum sovéska hersins í Lettlandi, Litháen og Eistlandi?
Fjölmargar tillögur voru reifaðar við utandagskrárumræður í Sam-
einuðu þingi i gær. Það var Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) sem
fór fram á þessa umræðu vegna atburðanna í Rigu í Lettlandi.
Hjörleifur Guttormsson harm-
aði að nú þyrfti enn að ræða voveif-
. lega atburði í Eystrasaltsríkjunum,
' fyrir réttri viku hefði Alþingi ályktað
vegna atburða í Litháen og m.a.
hvatt til þess að ofbeldi yrði ekki
beitt. Ákall Alþingis hefði enga
áheyrn hlotið. Nú hefði „hrammur
Moskvu" hitt Lettland fyrir. Valda-
taka væri yfírvofandi og í Eistandi
magnaðist spennan. Öll Eystrasalts-
ríkin ættu augljóslega á hættu árás-
ir sovéskra sveita og handbenda
þeirra. Markmiðið væri að knésetja
sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða og
koma þar upp auðsveipum lepp-
stjórnum. Aðferðirnar væru gamal-
kunnar; lygar og prettir, ofbeldi.
Islendingar hlytu að rísa einróma
gegn slíkum aðferðum. Hjörleifur
beindi fyrirspurnum til ríkisstjórnar
um til hvaða aðgerða hefði verið
gripið og til hverra aðgerða myndi
verða gripið. Þessi mál þyldu sannar-
lega enga bið.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra greindi frá því að ut-
anríkisráðuneytið hefði nú þegar
mótmælt ofbeldinu harðlega í gegn-
um sendiráðið í Moskvu. Island hefði
beitt sér fyrir því að Norðurlöndin
fengju málefni Eystrasaltsríkjanna
rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna en það erindi hefði enn ekki
verið afgreitt þar. Steingrímur upp-
lýsti að vænst væri utanríkisráð-
herra, Jóns Baldvins Hannibalssonar
í nótt og yrðu þessi mál rædd á
fundi ríkisstjórnarinnar í dag. For-
sætisráðherra lagði áherslu á að allt
yrði gert sem talið væri að gæti
orðið þessum löndum að liði.
Jón Sigurðsson starfandi ut-
anríkisráðherra sagði tíðindin að
austan vekja ugg um að lýðræðis-
öflin væru að verða undir. Jón taldi
atburðina benda til að valdhafar
eystra hefðu „enn ekki lært og enn
ekki gleymt". Allar friðelskandi lýð-
ræðisþjóðir yrðu að bregðast við.
Jón Sigurðsson taldi tímasetningu
„hinna skelfilegu ofbeldisaðgerða í
Rigu“ vera athyglisverða. Þær hefðu
átt sér stað aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að opinber gestur,
utanríkisráðherra íslands, hefði
kvatt borgina.
Jón greindi frá því að hann hefði
kallað sendiherra Sovétríkjanna á
sinn fund í morgun og lýst þungum
áhyggjum vegna ástandsins og mót-
mælt óréttmætum og hrottalegum
aðgerðum í Rigu. Jón upplýsti enn-
fremur að sendiherrar Norðurland-
anna í Sovétríkjunum hefðu átt í
gærmorgun fund með aðstoðarut-
anríkisráðherra rússneska lýðveldis-
ins og þar hefði komið fram mikill
áhugi á upplýsingaskiptum milli lýð-
veldisins og Norðurlandanna um
málefni Eystrasaltsríkjanna. Fram
kom að yfirvöld í Rússlandi teldu
mikilvægt að önnur ríki létu ofbeldis-
.. aðgerðir sovéska hersins ekki af-
skiptalausar.
Jón Sigurðsson minnti á för Jóns
Baldvins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra til Eystrasaltsríkjanna og
vænti þess fastlega að hann myndi
gera þinginu grein fyrir henni.
Stjórnmálasamband
Þorsteinn Pálsson (S- Sl) Minnti
á nauðsyn samstöðu og stuðnings
við baráttu Eystrasaltsríkjanna gegn
aðgerðum „friðarverðlaunahafa
Nóbels, Gorbastjovs". Þorsteinn
rakti nokkrar hugmyndir um nauð-
synlegar aðgerðir. Hæst bæri ósk
Landsbergis forseta Litháens um að
íslenska ríkisstjómin taki þetta mál
upp á vettvangi öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Ræðumaður vildi að
ríkisstjórnin gengi fram með öllu
meiri snerpp en hún hefði gert fram
til þessa. í öðru lagi hefðu verið
ræddar hugmyndir um að hætta við-
skiptaviðræðum. I þriðja lagi hefði
verið minnt á að fyrirskipa mætti
fækkun starfsmanna í sovéska
sendiráðinu. í fjórða lagi hefði verið
rætt um að kalla íslenska sendiher-
rann í Moskvu heim „til skrafs og
ráðagerða". Þorsteinn fagnaði heim-
sókn utanríkisráðherra til Eystra-
saltsríkjanna og þeirri yfirlýsingu
sem borist hefði um að ríkisstjórnin
íhugi nú að stofna til stjórnmálasam-
bands við Eystrasaltsríkin.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
hvatti til þess að ísland mótmælti
harðlega og þau mótmæli sem frá
hefði verið greint væru einungis
„fyrsta litla skrefið". íslendingar
yrðu að beita áhrifum sínum sér-
staklega á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna.
Menningarsamningur Islands
og Sovétríkjanna
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra taldi nú tíma- til að skoða
nákvæmlega hvað við gætum gert
til að sýna hug okkar — ekki aðeins
í orði heldur líka í verki. Svavar
taldi að öll atriði sem fyrr hefðu
verið nefnd í umræðum ættu að
skoðast mikið nánar og fleiri atriði
ættu að koma inn í myndina. Svavar
nefndi sérstaklega menningarsamn-
ing íslands og Sovétríkjanna frá
1961. Óhjákvæmilegt væri að at-
huga í Ijósi síðustu viðburða með
hvaða hætti væri unnt að segja þess-
um samningi upp. í slíkum efnum
taldi hann nauðsynlegt að hafa sam-
stöðu og samvinnu við hinar Norður-
landaþjóðirnar. Svavar hvatti til þess
að við stilltum saman strengi með
öðrum þjóðum bæði á Norðurlöndum
og hjá Sameinuðu'þjóðunum.
Jíílíus Sólnes umhverfismálaráð-
herra taldi að grípa yrði til harka-
legra aðgerða og það hlytum við að
gera í samvinnu við aðrar Norður-
landaþjóðir. Júlíus taldi að ýmis
norræn samvinnuverkefni hlytu að
verða tekin til gagngerrar endur-
skoðunar, en að sjálfsögðu mætti
ekki grípa til aðgerða méð þeim
hætti að það bitnaði á því fólki sem
mest þörf væri á að hjálpa. En auð-
vitað kæmi samvinna við einhverjar
leppstjórnir' ekki til greina. Frekar
yrði sjónum beint til útlagastjórna
ef slíkar yrðu myndaðar.
Stefán Valgeirsson (SFJ-NE)
taldi að Rauði herinn hefði í raun
og veru tekið völdin og auðsætt
væri að ieppstjórnum yrði komið á
fót. Stefán treysti ríkisstjórninni til
að reyna eftir megni að ýta við Sam-
einuðu þjóðunum og öryggisráðinu.
Jóhann Einvarðsson (F-Rn) og
formaður utanríkismálanefndar tók
undir að heimsókn Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
væri hin gagnlegasta og boðaði að
fundur yrði í utanríkismálanefnd
jafnskjótt og utanríkisráðherra
kæmi heim. Þar yrði rætt um þær
tillögur sem fram hefðu komið, m.a.
um formlegt stjórnmálasamband við
Eystrasaltsríkin. Hann lagði áherslu
á mikilvægi þess að samstaða héld-
ist um aðgerðir.
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði m.a. að Alþingi
og íslendingar yrðu að vera tilbúnir
til að taka að sér sérstakt forystu-
hlutverk í mótmælum á alþjóðavett-
vangi. Nauðsynlegt væri að nota
tímann til að taka ákvarðanir um
aðgerðir. Fjármálaráðherra reifaði
nokkrar hugmyndir. Sendiherrar
Norðurlanda hjá Sameinuðu þjóðun-
um ættu strax að beita sér hjá full-
trúum allra þjóða sem sætu ættu í
öryggisráðinu fyrir því að málið yrði
tekið til umfjöllunar. Utanríkisráð-
herrar Norðurlanda ættu að óska
eftir fundi með utanríkisráðherra
Sovétríkjanna og mótmæla við hann
ofbeldinu. íslendingar ættu að óska
eftir því að þing Evrópuráðsins kæmi
saman til aukafundar og þangað
yrði fulltrúum þinga Eystrasaltsríkj-
anna boðið.
Ólafur Ragnar lagði einnig til að
forsetar Alþingis ræddu það við kol-
lega sína á Norðurlöndum að þing-
mannahópar frá öllum Norðurlönd-
um færu til allra Eystrasaltsríkjanna
og yrðu þar gestir í þinghúsunum
meðan þess þyrfti. Ræðumaður tók
undir með flokksbróður sínum og
samráðherra að rætt yrði um að slíta
samningum og samskiptum við Sov-
étríkin. Að endingu ítrekaði Ólafur
Ragnar þá tillögu að Alþingi beini
þeim tilmælum til þjóðarinnar að
sýna samstöðu með nokkurrra
mínútna þögn og allsheijar vinnu-
stöðvun um allt Island.
Hræsni
Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) taldi
að umræðan hefði einkennst af nok-
kurri hræsni þótt sjálfstæði þessara
þjóða hefði verið viðurkennt, þá
hefðu íslendingar sem færu til þess-
ara landa — þar með talinn utanrík-
isráðherra — sótt um vegabréfsárit-
un til yfirvalda í Moskvu.
Jón Sigurðsson starfandi ut-
anríkisráðherra lagði áherslu á
nauðsyn samstöðu um aðgerðir.
Hann taldi ísland hafa gegnt
ákveðnu foiystuhlutverki. Jón hvatti
til þess að Islendingar beittu sér á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Evr-
ópuráðsins, Ráðstefnunnar um ör-
yggi og samstarf í Evrópu (RÖSE)
og Atlantshafsbandalagsins
(NATO). Einnig myndi utanríkis-
ráðuneytið beita sér fyrir þessu
máli í milliríkjasamskiptum. Hann
reifaði einnig tillögur formanna sósí-
al/demókratískra flokka á Norðurl-
öndum, um að efnt yrði til alþjóða
ráðstefnu um málefni Eystrasalts-
ríkjanna.
Þorsteinn Pálsson (S-Sl) vonaði
að flestum þeirra tillagna sem rædd-
ar hefðu verið yrði hrundið í fram-
kvæmd, sérstaklega þeim að málið
yrði tekið fyrir í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna. — Og svo einnig að
tekið yrði upp formlegt stjórnmála-
samband við Eystrasaltsríkin.
Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al)
hafði síðasta orðið. Hann hvatti m.a.
til þess að strax yrði hafist handa,
hver stund gæti reynst dýrmæt. ís-
lendingar yrðu að grípa til aðgerða
bæði í samvinnu við aðra og ein-
hliða. Það yrði að vera ljóst að ís-
lendingar væru reiðubúnir að leggja
nokkuð á sig til að liðsinna Eystra-
saltsríkjunum.
Menn verða að vera reiðubúnir að
fóma fjárhagslegum hagsmunum
> ___
— segir Olafur Ragnar Grímsson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra telur ekki tíma-
bært að útfæra hugmyndir um
viðurkenningu á ríkisstjórnum
eða huganlegum útlagastjórnum
Eystrasaltsríkjanna. Mestu máli
skipti að safna liði til stuðnings
Eystasaltsþjóðunum.
í utandagskrárumræðum 14.
janúar síðastliðinn setti Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
m.a. fram þá hugmynd að ísland
yrði gististaður fyrir útlagastjórnir
frá Eystrasaltsríkjunum ef þær
yrðu settar á laggirnar. Morgun-
blaðið innti fjármálaráðherra í gær
eftir því hvort hann vildi ekki ljá
því stuðning að taka upp stjórn-
málasamband og viðurkenna form-
lega þær ríkisstjórnir sem við hugs-
anlega myndum skjóta skjólshúsi
yfir í framtíðinni. Ólafur Ragnar
Grímsson taldi ekki rétt á þeirri
stundu vetja kröftum og tíma til
að útfæra slíkar hugmyndir. í þeim
hugleiðíngum fælist ákveðin upp-
gjöf gagnvart því ógnarvaldi sem
væri að btjóta lýðræðið á bak aftur
í Eystrasaltsríkjunum. Því hefði
hann sett fram ýmsar aðrar hug-
myndir til að koma í veg fyrir þá
þróun að til þess kæmi að það
þyrfti að setja á fót útlagastjórnir.
Kjarninn í þeim tillögum væri sá
að mynda breiða alþjóðlega sam-
stöðu til að sporna gegn þessari
þróun. Þótt nauðsynlegt væri að
Islendingar gengju vasklega fram,
þá megnuðu þeir ekki mikið einir.
Því væri nú brýnt að við hefðum
samvinnu við hin Norðurlöndin um
að þessi mál yrðu tekin til meðferð-
ar m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og Evrópuráðsins. Nú yrði að
safna liði til stuðings þessum þjóð-
um. En vangaveltur um útlaga-
stjórnir væru ekki tímabærar, aðrar
en þær að segja að við værum til-
búnir að bjóða ísland sem gististað
slíkra stjórna.
Ólafur Ragnar og fleiri hafa haft
á orði að íslendingar yrðu að vera
reiðubúnir til að sýna í verki að
þeir væru reiðubúnir að kosta
nokkru til í stuðningi sínum við
Eystrasaltsríkin. Aðspurður sagði
fjármálaráðherra að enn sem komið
væri hefði ekki verið reynt að meta
hvað slíkar fórnir kostuðu í pening-
um talið. Aðalatriðið væri að ná
fram samstöðu allra um að fram-
kvæma ákveðnar hugmyndir og
ekki væri rétt að fara út í ýtarlega
umræðu um hvetja fyrir sig. Fját'-
málaráðherra ítrekaði þó að menn
yrðu að vera tilbúnir að fórna ein-
hvetjum fjárhagslegum hagsmun-
urn eða leggja fram einhveija fjár-
muni málstað Eystrasaltsríkjanna
til stuðnings.
Virkjun sjávarfalla
verði rannsökuð
Þing-menn Vesturlands einhuga
v
PEVSUDEHJHN
er f lutt á Laugaveg 84,
sími 10756.
IITSALA
FRIÐJÓN Þórðarson (S-Vl)
mælti í gær í sameinuðu þingi
fyrir þingsályktunartillögu um:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta rannsaka á
hvern hátt hagnýta megi orku
sjávarfalla til styrktar þjóðarbú-
inu í framtíðinni."
Allir þingmenn Vesturlandskjör-
dæmis eru meðflutningsmenn með
Friðjóni, Alexander Stefánsson
(F-Vl), Eiður Guðnason (A-VI), Ingi
Björn Albertsson (S-Vl), Skúli Alex-
andersson (Ab-Vl) og Danfríður
Skarphéðinsdóttir (SK-Vl). Friðjón
sagði m.a. að þótt íslendingar eigi
enn langt í land með að fullvirkja
orku fallvatna ogjarðvarma, sé það
deginum ljósara að þeir verði að
hafa augun opin fyrir nýjum leiðum
ef þeim eigi að takast að halda
þeim lífskjörum sem þeir nú njóti.
Flutningsmenn þingsályktunar-
tillögunnar beina sjónum sínum að
þeirri „orkulind sem lítill gaumur
hefur verið gefinn, en, þar er firna-
orka sú er býr í straumum og sjáv-
arföllum við strendur landsins."
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(SK-Vl) tók undir málflutning Frið-
jóns og rakti einnig tilögur þing-
manna Kvennalistans um vænlega
framtíðarkosti í orku- og atvinnu-
málum. Hún minnti sérstaklega á
tillögur um vinnslu á vetni.
Að tillögu framsögumanns var
málinu vísað til atvinnumálanefnd-
ar og síðari umræðu.