Morgunblaðið - 22.01.1991, Page 32
32
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1991
Hastingsmótið:
Yfírburðasigur Bareevs
___________Skák______________
Margeir Pétursson
BAREEV frá Sovétríkjunum jók
enn forystu sína í síðustu umferð-
um alþjóðlega skákmótsins í Hast-
ings. Hann sigraði með 10 'h vinn-
ingi af 14 mögulegum, tveimur
og hálfum vinningi á undan Eng-
lendingnum Murray Chandler
sem varð næstur. Helgi Olafsson
vann enska stórmeistarann King
í siðustu umferð og lenti í sjötta
sæti með sex vinninga. Atta stór-
meistarar kepptu á mótinu og
tefldu þeir tvöfalda umferð.
Hastingsmótið er elsta alþjóð-
lega skákþing sem enn er háð
reglulega. Það hefur verið haldið
um hver áramót síðan 1920,
nema hvað það féll niður stríðs-
árin fimm.
Þessi glæsilegi sigur Bareevs
þýðir að hann hækkar enn á stig-
um, en mótið var í 14. styrkleika-
flokki FIDE með meðalstigin 2.576.
Það kom mjög á óvart um áramót-
in er hann reyndist vera í fimmta
sæti á heimslistanum, hafði hækkað
úr 2.605 í 2.650. Þar sem Hastings-
mótið hófst fyrir áramótin miðast
hækkun hans við gömlu stigin og
verður því ennþá meiri en ella, eða
30 stig.
Bareev, sem er 24 ára gamall,
hefur um nokkurt árabil verið mjög
öflugur skákmaður, en stórmeistari
varð hann ekki fyrr en 1989. Hann
vann sér rétt til þátttöku á ungling-
amótum fyrir Sovétríkin en olli yfir-
leitt vonbrigðum, nema hvað hann
varð heimsmeistari í flokki 16 ára
og yngri árið 1982.
Hann hefur oft virst nokkuð
óstyrkur á mótum utan Sovétríkj-
anna, á móti í Næstved í Dan-
mörku 1988, hafði hann t.d. unnið
fimm skákir í röð, en tapaði þá
illa fyrir Bent Larsen og virtist
brotna niður við það, þurfti meira
að segja að gefast upp eftip aðeins
ijórtán leiki síðar á mótinu.
Bareev hefur aðallega slegið í
gegn á mótum stórmeistarasam-
bandsins. í desember 1988 varð
hann efstur á úrtökumótinu í
Belgrad ásamt sjö öðrum, þótt
taugarnar brygðust í mikilvægri
skák gegn Mikhail Gurevich í lok-
in. Á lokaúrtökumótinu í Moskvu
í sumar tók hann snemma foryst-
una og endaði í efsta sæti ásamt
íjórum öðrum, en aftur tapaði hann
fyrir Gurevich í næstsíðustu um-
ferð. Haldi Bareev þeim stigum
sem hann hefur nú áunnið sér er
hann kominn í hóp fimm langstiga-
hæstu skákmanna heims. Hinir eru
landar hans Kasparov, Karpov,
Gelfand og Ivanchuk. Eins og
dæmin hafa sannað eru.þó slíkar
ágiskanir áður en listar FIDE birt-
ast mjög hæpnar.
Eins og í Næstved forðum var
Bent Larsen unga Rússanum
skeinuhættur á mótinu, Daninn
fékk einn og hálfan vinning úr
tveimur skákum sínum gegn hon-
um.
Lokastaðan:
af 14
1. Bareev, Sovétr. 10'A v.
mögulegum
2. Chandler, Englandi 8 v.
3. Speelman, Englandi 7 'A v. 4-5.
Larsen, Danmörku og Sax, Ung-
verjalandi 7 v.
6. Helgi Ólafsson 6 v.
7. King, Englandi 5'A v.
8. Kosten, Englandi 4 'h v.
Bareev vann alls níu skákir á
mótinu sem er óvenjulega hátt
hlutfall. Þar af voru fjórar með
Leningrad-afbrigðinu gegn Nim-
zoindverskri vörn, sem þó er allt
annað en hátt skrifað í fræðunum.
I síðustu umferðinni var Tony
Kosten alveg ráðalaus gegn því:
Hvítt: Evgeny Bareev
Svart,: Tony Kosten
Nimzoindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 -
Bb4 4. Bg5 - c5 5. d5 - d6 6.
e3 — Bxc3+ 7. bxc3 — De7
Þessi leikaðferð er nýlega orðin
vinsæl, þó h6 og Bh4 sé venjulega
skotið inn fyrst. Upphafsmaður
•hennar er Romanishin, en Karpov
hefur einnig notað hann. í Hast-
ings beitti Sax gamla afbrigðinu,
7. — h6 8. Bh4 — e5 gegn Bare-
ev, en eftir 9. f3 — g5 10. Bg3 —
e4 11. h4 — g4 12. h5! náði Rúss-
inn hættulegum færum á kóngs-
vængnum.
8. Rf3 - Rbd7 9. Rd2 - h6 10.
Bh4 - Re5?!
Þeir Helgi og Chandler hrókuðu
báðir í þessari stöðu og máttu vel
við una, þótt Bareev ynni skákirn-
ar um síðir. Eftir 10. — 0-0 11.
Be2 - Re5 12. Bxf6 - Dxf6! 13.
f4 - Rg6 14. Re4 - De7 15. dxe6
- f5! 16. Rg3 - Bxe6 17. Dd3?!
- Had8 fékk Chandler betri stöðu,
en fórnaði síðan manni í tóma vit-
leysu og tapaði.
Bareev-endurbætti þetta gegn
Helga með 12. dxe6!?, en eftir 12.
- Dxe6! 13. 0-0 - He8 14. Bg3
- Bd7 15. Dc2 - Bc6 16. Hadl
— Had8 virtíð, svarta staðan þó
mjög heilbrigð.
Nú verður Kosten að taka á sig
tvípeð á f-línunni og þótt kóngstil-
færsla hans til c7 í framhaldinu
eigi oft vel við í lokaðri stöðu, nær
Bareev að opna taflið í tæka tíð.
11. Bxf6 - gxf6 12. f4 - Rg6
13. Kf2 - f5?
Svo sem framhaldið leiðir í ljós
hefði munað miklu að spara tíma
og leika 13. — Kd8!? strax.
14. g3 — Kd8 15. dxe6! — fxe6
16. Bg2 - Kc7 17. Hbl - Rf8
Svarta staðan er líklega orðin
óteflandi, hann þarf að ljúka liðs-
skipaninni með Bd7-c6, en 17. —
Hb8 gengur ekki vegna 18. Da4
- a6 19. Da5+ - b6 20. Hxb6! -
Hxb6 il. Hbl.
18. e4 — fxe4 19. Rxe4 — Rd7
20. De2 - Rb6
21. Rxd6! - Dxd6 22. Hhdl -
Rd5 23. cxd5 - He8 24. Dh5
og svartur gafst upp, því eftir 24.
— Bd7 25. dxe6 stendur peðið á
b7 í uppnámi ofan á aðrar hörm-
ungar. 24. — He7 25. dxe6 —
Dxe6 26. Dxc5+ er einnig von-
laust með öllu.
Helgi Ólafsson er tæplega sáttur
við árangurinn, en hann heldur nú
til Wijk aan Zee í Hollandi þar sem
hann teflir á öðru rótgrónu móti.
Öruggur sigur í síðustu umferð er
ávallt gott veganesti á næsta mót
og eftir mistök hins 27 ára gamla
enska stónneistara Daniel King í
byijuninni vann Helgi auðveldlega:
Hvítt: Daniel King
Svart: Helgi Ólafsson
Enski leikurinn
1. c4 — c5 2. g3 — g6 3. Bg2 —
Bg7 4. Rc3 - Rc6 5. Rf3 - e6
6. 0-0 - Rge7 7. d3 - 0-0 8. Bf4
Þetta afbrigði hefur ekki þótt
sérlega vænlegt á hvítt, eftir að
Bobby Fischer vann Petrosjan með
svörtu í keppninni Sovétríkin-heim-
urinn 1970. Hvítur lék þá 8. Bd2,
en forskrift Fischers reynist einnig
vel gegn þessum leik.
8. - d5! 9. Hbl - b6 10. a3 -
Bb7 11. Da4? - d4 12. Rb5
Hvítur er á algerum villigötum
og varð hér að leika hinu ömurlega
12. Rdl til að forðast mannstap.
Hann treystir á að geta svarað 12.
— a6? með 13. Rd6 og 12. — e5
með 13. Rxe5!, en sér ekki geysi-
öflugan millileik svarts. Eftir það
kemst hann ekki hjá mannstapi:
12. — g5!! 13. Rxg5 — e5 14. Re4
- exf4 15. Rbd6 - Bc8 16. b4 -
f5 17. Rxc8 — Hxc8 18. Rg5 —
Dd6 19. bxc5 — bxc5 20. Hb5 —
fxg3 21. hxg3 - Bh6 22. Rf3 -
Kh8 23. Da6 - Hg8 24. Khl -
f4 25. g4 - De6 26. Rh2 - f3
27. Bxf3 - Bf4 28. Hgl - Dh6
29. Hg2 - Bd6 30. Kgl - Re5
31. Db7 — Hcf8 og nú loksins
gafst hvítur upp.
ATVINNUA UGL YSINGAR
Afgreiðslustörf
Starfskraft vantar í kvenverslun hálfan eða
allan daginn. Æskilegur aldur 25-55 ára.
Umsækjendur sendi nafn og símanúmer og
aðrar upplýsingar á auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 24. jan., merktar: „Krefjandi - 6824“.
Sunnuhlíð
Hjúkrunarheimlli aldradra í Kópavogi
Kópavogsbraut 1, sími 604100
Hjúkrunarfræðingar
Lausar stöður, nætur- og kvöldvaktir.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
604163 kl. 12.00-13.00 alla virka daga.
Hjúkrunarforstjóri.
RÍKISSPÍTALAR
Starfsmannastjóri
Staða starfsmannastjóra Ríkisspítala er laus
til umsóknar.
Starfsmannastjóri hefur með höndum stjórn
starfsmannahalds og launadeildar Ríkisspítala.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af
stjórnunarstörfum. Umsækjandi þarf að hafa
háskólapróf er nýtist í starfinu og reynslu
af starfsmannamálum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra
stjórnunarsviðs Ríkisspítala fyrir 12. febrúar
1991, sem gefur nánari upplýsingar.
Reykjavík, 20. janúar 1991.
Organistar
Organista vantar í hið nýja Þorlákshafnar-
prestakall.
Upplýsingar gefur Gunnar Markússon í
símum 98-33638 og 98-33990.
Sóknarnefndir.
FJÓRPUNOSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Læknaritarar
Framreiðslumaður
Hótel Valaskjálf óskar að ráða yfirþjón.
Umsækjandi verður að vera duglegur, geta
unnið sjálfstætt og á óreglulegum tíma.
Starfið felst í innkaupum fyrir bari, skipu-
lagningu, stjórnun starfsmanna og venju-
bundinni afgreiðslu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi meistararéttindi.
Áhersla er lögð á frumkvæði, létta lund,
þjónustulipurð, snyrtimennsku og fágaða
framkomu. Krefjandi, en lærdómsríkt og gef-
andi starf í vaxandi fyrirtæki.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. febrúar nk. til
framkvæmdastjóra sem jafnframt gefur allar
frekari upplýsingar.
Lausar eru stöður læknaritara, læknafulltrúa
I og læknafulltrúa II frá 1. febrúar nk.
Upplýsingar veita Ingi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, og Vignir Sveinsson, skrif-
stofustjóri.
Skriflegar umsóknir sendist Inga Björnssyni
fyrir 26. janúar nk.
Staða varðstjóra
í lögregluliði Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu og Ólafsvíkurkaupstaðar, með aðsetur
í Grundarfirði, er laus til umsóknar. Laun
samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 1991.
Starfið veitist frá 1. mars 1991.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist undirrituðum.
Sýslumaður Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu,
bæjarfógetinn í Ólafsvík.
Stykkishólmi, 15. janúar 1991.
Jón Magnússon.
HótelValaskjálf,
Egilsstöðum, s. 97-11500.
Félagsmálastjóri
Staða félagsmálastjóra á Höfn í Hornarfirði
er auglýst laus til umsóknar.
Félagsmálastjóra er ætlað að hafa umsjón
með félagsmálum bæjarfélagsins, þ.m.t.
húsnæðismálum. Félagsmálastjóri mun taka
við störfum félagsmálafulltrúa, sem hingað
til hefur verið 1/2 staða, en ætlunin er að
hið nýja starf verði heil staða.
Umsókn ásamt greinargóðum upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist undirrituð-
um sem gefur frekari upplýsingar í síma
97-81222.
Umsóknarfrestur rennur út 31. jan. 1991.
Bæjarstjóri Hafnar,
Sturlaugur Þorsteinsson.
. i