Morgunblaðið - 22.01.1991, Side 34

Morgunblaðið - 22.01.1991, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1991 Honda * 91 Civic 3ja dyra 16 ventla . Verð frá 767 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. (0 VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 'S'DEXION JT K r IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moeeans! Hjálparsamtök kaþólsku kirkjunnar: Caritas á Islandi Nú um jólin hafa sennilega all- margir íslendingar fengið kort með jólamerki Caritas á umslaginu. En hvað er Caritas? Caritas er latneskt orð og þýðir kærleikur en það er einnig heiti á alþjóðlegum hjálparsamtökum kaþólsku kirkjunnar. Þau voru sett á laggirnar eftir síðari heimsstyij- öld í því augnamiði að liðsinna þeim þúsundum manna, -sem þá áttu um sárt að binda. Síðan hefur samtökunum vaxið fiskur um hrygg og sinna þau nú hvers kon- ar líknar- og þró’Unarstörfum um víða veröld. Sjálfstæðar deildir starfa í 140 löndum um allan heim en hafa nána samvinnu sín á milli, svo og við aðrar hjálparstofnanir. Alþjóðasamtökin nefnast Caritas Internationalis. Til íslands Þann 7. nóvember 1988 kom forseti Caritas Internationalis, Alexandre do Nascimento, kardínáli, frá Ángóla, hingað til lands, og hvatti til þess að stofnuð yrði Caritas-deild á íslandi. Það var gert þann 25. febrúar 1989. íslandsdeildin er nú skráður aðili að alþjóðasamtökum Caritas og hefur hlotið viðurkenningu dóms- málaráðuneytisins sem líknarfélag. Reynt er að halda kostnaði við starfsemina í lágmarki. Allt starf Caritas á íslandi er unnið í sjálf- boðavinnu. Deildin tók þegar til starfa .og gekkst fyrir fjársöfnun á löngu- föstu 1989. Alls söfnuðust kr. 253.137. Því fé var varið til að styrkja átak í menntun kvenna í héraðinu Jalapa í Guatemala. Að þessu verkefni var unnið í sam- vinnu við Caritas í Danmörku og Guatemala, sem hefur umsjón með framkvæmdum. Aðstoð við munaðarlausa í Uganda Síðastliðið haust barst Caritas hjálparbeiðni frá msgr. Cyprian Lwanga, fulltrúa biskupsins í Kampala í Úganda, sem leitaði eftir aðstoð fyrir alnæmissjúk börn þar í landi. í Afríku er alnæmi orðið að gífurlegri farsótt. Tölur Alþjóðaheilbrigðisráðsins eru ein- ungis tilgátur, sem byggja á athug- unum heimamanna. I Austur- og Suður-Afríku er reiknað með, að um það bil 6% íbúa hafi smitast en í Úganda mun fleiri. Þannig er talið að í höfuðborginni Kampaia séu 25% fullorðinna smitaðir en 5-15% á landsbyggðinni. Hvergi í Afríku er vandinn meiri. Florence Barlow starfar í Kamp- ala fyrir kvennasamtökin „UWESO“. Þau starfa nú fyrir munaðarleysingja í 20 bæjarfélög- um. Barlow telur að munaðarleys- ingjar á aldrinum 5-10 ára í Úg- anda séu ekki færri en 20.000. Biskupsdæmið í Kampala hefur fyrir þremur munaðarleysingja- heimilum að sjá og ber ábyrgð á meira en 1.000 börnum, sem sum hver eru sýkt af alnæmi. A síðastliðnu ári safnaði Caritas á Islandi fé til hjálpar þessum börn- um. Nú þegar hafa verið sendar rúmlega 500.000 kr., sem var var- ið til viðgerða á þaki barnaheimilis- ins, til að kaupa nauðsynleg kennslugögn og vistir. Aðventusöfnun Margir hafa nú þegar lagt Carit- Vöruþróun Lykill ad bættri samkeppnisstödu fyrirtækja Ráðstefna Hagræðingarfélags íslands Hótel Sögu, Skála Þriðjudaginn 29.janúar 1991 kl. 08.00 • 12.00 Fjallað verður um aðferðir við árangursrlka vöruþróun og nokkrum dæmum úr fyrirtækjum lýst. Páll Kr. Pálsson. Iðntæknistofnun. Kristján Þorsteinsson. Eimskip hf. Sigurður Bogason, Lifrarsamband Vestm. óskar Mariusson. Málning hf. Kari Friðriksson, Iðntaeknistofnun. Þórður Valdimarsson, Iðnlánasjóður. Sigurður Guömundsson, Ylelningar hf. Gair Gunnlaugsson. Marel hf. Ráðstefnustjórl: Lýður Frlðjónsson. Vffllfell hf. Nánari upplýsingar og skráning í síma 68 7000 Skattframtöl fyrir einstaklinga Farið er yfir helstu atriði skattalaganna sem varða skatta- mál einstaklinga, útreikning á tekju- og eignaskatti, rétt til endurgreiðslna, svo sem vaxta- og barnabóta. Gerð eru raunhæf skattaframtöl og kennt er að fylla út allar skýrslur sem einstaklingum er gert að skila með framtali. Innritun stendur yfir. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Caritas á íslandi hefur safnað fé til munaðarlausra barna í Úganda. gs á íslandi lið. Konur í Kvenfélagi Kristskirkju komu saman vikulega frá því síðastliðið haust og unnu muni, sem seldir voru á basar til ágóða fyrir hjálparstarfið. Þá voru einnig seld jólamerki. Ákveðið er, að allt það fé sem kann að safnast fram til 1. febrúar 1991, gangi til alnæmissjúkra munaðarleysingja í Úganda. Kostnaður við hjúkrun þeirra er um kr. 1.800 á mánuði . fyrir hvert barn. Caritas þakkar öll þau framlög sem þegar hafa borist og þá ómef- anlegu vinnu sem innt hefur verið af höndum. Caritas á íslandi býður þér að leggja þitt af mörkum til að veita munaðarlausum börnum í Úganda aðstoð. Styrktarfélagar Caritas á íslandi leitar eftir styrktarfélögum, sem reiðubúnir væru til að aðstoða hjálparstarfið með árlegu framlagi. Árgjald fyrir skráða styrktarfélaga er kr. 1.000 og má greiða með gíróseðli til Caritas, Holtsbúð 87, 210 Garðabæ, á reikning nr. 19 600-2. (Úr fréttatilkynningu) Opið bréf til Rut- ar Magnússon eftir Ágústu Agústsdóttur Kæra Rut. Ég frétti í dag, að þú hafir tek- ið að þér að dæma um frammi- stöðu ungra söngvara í samkeppni norrænna listamanna af yngri kyn- slóð. Ekki undraði mig það í sjálfu sér, svo áhrifamikil sem þú ert í tónlistarlífinu hér. En ég gat ekki að því gert, að mér kom í hug eftirfarandi: Fyrir margt löngu sótti ég til þín nokkra söngtíma. Það voru ánægjuleg kynnn En ég man hvað ég varð hissa, þegar þú sagðir mér, að þú mætir það svo að ég kynni þegar öll undirstöðuatriði sönglistarinnar. Undir niðri vissi ég, að það var langur vegur frá að svo væri. Ég tók mig því upp og hélt til Þýskalands að læra söng hjá prófessor Hanne-Lore Kuhse frá Berlín. Sú mæta kennslukona sagði mér réttilega, að ég kynni lítið að syngja, þótt nóg væri rödd- in. Alltaf verð ég þakklát þessari merku listakonu fyrir hreinskilnina og fyrir það, hvað hún hefur kennt mér margt síðan þetta var. Eftir að frú Kuhse lauk glæsilegum ferli sem aðalsópran Ríkisóperunnar í Berlín hefur hún kennt efnilegum neméndum hvaðanæva úr heimin- um, verið tónlistarráðgjafi Wagner-óperuhússins í Bayreuth og, síðast en ekki síst, setið í dóm- nefndum fjölmargra söngvakeppna víða um heim. Næst bar fundum okkar saman, Rut, þegar þú varst eitt sinn próf- dómari í Nýja tónlistarskólanum, þar sem ég kenndi þá nokkrum söngnemendum. Þá varð ég hlessa, er þú felldir Guðbjörn Guðbjörns- son tenórsöngvara á svokölluðu sjöundastigs prófi, að ég taldi mjög ómaklega. Hann hafði hins vegar að sínu leyti vit á að flýta sér í söngnám hjá frú Kuhse og syngur nú sem kunnugt er við óperuna í Kiel. Ég leyfi mér einnig að rilja það upp, að við samá tækifæri tjáð- ir þú mér mikla hrifningu þvína á öðrum nemanda, ónafngreindum, og hældir honum á hvert reipi. Var ég þér í því efni mjög ósammála Ágústa Ágústsdóttir „En ég man hvað ég varð hissa, þegar þú sagðir mér, að þú mæt- ir það svo að ég kynni þegar öll undirstöðu- atriði sönglistarinnar.“ og mun hafa viðrað þá skoðun mína við þig, ,að héldi þessi nem- andi áfram í sama fari yrði rödd hans líklega hljóðnuð áður en langt um liði. Því miður hafði ég á réttu að standa. Mikið vatn er til sjávar runnið, síðan allt þeta var. Ég vona, kæra Rut, að þú finnir til ríkrar ábyrgð- ar, er því fylgir að leiðbeina hinum ungu og fella yfir þeim dóma, sem kunna að hafa áhrif á feril þeirra og hversu þeim tekst að vinna úr hæfileikum sínum. Þess vegna treysti ég því, að þú aflir þér stöð- ugt aukinnar þekkingar á söng, svo að þér fari fram í mati þínu á söng og söngvurum og getir lært að dæma um söngtækni og túlkun af skynsamlegu viti. Með bestu kveðjum. Holti, 14. desember 1990. JiöCundiirer.söjigkQna■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.