Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991
Aldarminninff:
Próf. Finnbogi
Rútur Þorvaldsson
í dag eru 100 ár síðan hann
skaust úr hlýju umhverfi inn í þenn-
an hryssingslega heim. Foreldrarnir
sem hlut áttu að máli voru Magda-
lena Jónasdóttir og Þorvaldur Jak-
obsson prestur í Sauðlauksdal, en
þar ólst Finnbogi upp. Hann var
alla ævi barn sinnar sveitar. Þeir
telja það vestur í Patreksfirðinum
að þaðan hafi komið meira mann-
val en annars staðar. Ekki veit ég
hvort þessi staðhæfing á rétt á sér,
en mér finnst viðkynning við Finn-
boga Rút styðja hana eindregið.
En eitt er víst að í föðurgarði lærði
prestssonurinn í Sauðlauksdal fag-
urt mál, laust við skrúðmælgi,
magnþrungið og fágað svo af bar.
Er þetta eitt ekki lítið veganesti
fyrir ungan mann sem leggur út á
námsbrautina. Að vestán lá leiðin
suður og þaðan áfram til Kaup-
mannahafnar til að stunda verk-
fræðinám.
Fyrir meir en sjö áratugum geis-
aði hryllileg styijöld í Evrópu. Þeg-
ar þeim ósköpum lauk tóku aðrar
hörmungar við. Fór þá sem þytur
um ungu kynslóðina, að þetta mætti
ekki henda aftur; nú reið á að skapa
betra og fegurra mannlíf. Um þess-
ar mundir dvaldist héðan allstór
hópur ungra menntamanna í Kaup-
mannahöfn, námsmenn, skáld og
aðrir andans menn. Þessi hópur var
allsundurleitur, en margir glæsileg-
ir hæfileikar voru þar á meðal.
Sumir voru gefendur, aðrir þiggj-
endur. Líklega hefur landið ekki
fyrr eða síðar haft efnilegra liði á
að skipa. Menn voru gagnteknir af
þeim frelsishugsjónum sem fóru um
löndin. Lífsþrótturinn braust út af
fullu afli; nýir tímar voru í nánd.
Fullveldið varð veruleiki. Skáldin
ortu um frelsið, hamingjuna, ofs-
ann, stjörnurnar og norðurljósin.
Ljóðrænan var þar í hásæti. Þá
fluttu menn kvæðin af krafti og
sannfæringu. Hinni_aldagömlu lág-
kúru var kastað fyrir borð en í stað
hennar komu stórir framtíðar-
draumar. Menn strengdu þess heit
að duga fóstuijörðinni vel og
drengilega.
Einn þeirra sem bast þessum
glaðværa og bjartsýna hópi vináttu
var Finnbogi Rútur, en að loknu
námi hélt hann heim en þá tók starf-
ið við og verður sú langa runa við-
fangsefna hans ekki rakin hér en
lengi starfaði hann sem verkfræð-
ingur á vegum hafnargerða lands-
ins. Voru honum oft falin erfið verk-
efni sem þurfti dirfsku og hæfni til
að leysa en um þær mundir hvíldu
allar ákvarðanir öllu þyngra á ein-
staklingnum, sem fjallaði um þær,
en nú á tímum. Hann vandaði sitt
verk vel og það var mál manna að
garðarnir hans stæðu heilir að
morgni eftir æðisgengna brimnótt.
Hans strengur slitnaði aldrei þótt
hvessti.
Þijátíu og fimm ára að aldri
kvæntist Finnbogi konu sem var
við hjúkrunarnám samtíða honum
í Kaupmannahöfn, Sigríði Eiríks-
dóttur frá Miðdal í Mosfellssveit.
Sigríður var mikilhæf kona og
starfaði mikið utan heimilisins. Var
oddviti hjúkrunarkvenna um
margra áratuga skeið, forniaður
samtaka hjúkrunarkvenna á Norð-
urlöndum, fulltrúi á alþjóðlegum
ráðstefnum um líknar- og friðarmál
og lengi má telja. Hlaut hún ýmis
æðstu helðúrsmerki fyrir störf sín.
Meðan hún var erlendis áð sinna
þessum hugðarefnum sínum, var
Finnbogi eins og miður sín, sat
hann þá tíðum á • skrifstofu sinni
og dundaði við fræðistörfin.
Þegar æðsta staða á sviði hafnar-
gerða losnaði þótti mörgum Finn-
bogi eiga það starf skilið. En hér
var tekið tillit til annarra strauma
en hafstrauma, svo annar var val-
inn. Urðu honuín þetta vonbrigði
og sagði hann starfi sínu lausu.
Svo gerðist það, að heimsstyrj-
öldin síðari verður til þess að valda
þáttaskilum. Fram til þess tíma
höfðu allir íslenskir verkfræðingar
sótt menntun sína til erlendra há-
skóla en nú lokuðust þær leiðir að
mestu. Varð þá að ráði að hefja
kennslu í verkfræðigreinum við
Háskóla íslands. Var Alexander
Jóhannesson þáverandi rektor mjög
fýsandi þess. Leitaði hann til Finn-
boga um að taka að sér að verða
forstöðumaður hinnar nýju deildar.
Árið 1945 var hann svo skipaður
prófessor í raunvísindum við Há-
skólann.
Það er trú mín, að síðár verði
það talinn merkisatburður í sögu
Háskólans og raunar þjóðarinnar
allrar, er Finnbogi Rútur einn
suddafenginn haustdag steig í
kennarastólinn, því það voru -fyrstu
skrefin sem tekin voru til að flytja
æðri menntun á sviði raunvísinda
(annarra en læknavísinda) inn í
landið. Á þeim áratugum sem liðnir
eru hefur hinn mjói vísir dafnað
ótrúléga vel, en þar hafa fleiri kom-
ið við sögu og á fleiri sviðum en
nokkurn óraði fyrir.
Finnbogi var lágvaxinn og þrek-
inn, aflraunamaður á yngri árum,
kenndi ungum mönnum sund þar
vestra, hagmæltur og sagði frá
manna best. Hann var virðulegur í
fr-amgöngu og kunni vel að vera
með tignum mönnum. Skapgerð
hans var sem ofin úr tveim þáttum,
hins vammlausa sveitamanns og
heimsmannsins. Þegar hann talaði
hlustuðu allir.
Þegar ég minnist kennslustund-
anna hans, kemur fram lítið atvik,
sem raunar er afar ómerkilegt svo
það hefði átt að gleymast á andar-
takinu. Við syijaðir og þreyttir nem-
endur hans sátum bognir yfír teikni-
borðunum, rýnandi í einhver illleys-
anleg verkefni. Við snerum andlit-
um móti gluggum en að baki okkar
var Finnbogi sem gekk teiknistof-
una fram og aftur. Þar var dauða-
kyrrð eins og er þegar djúpt er
hugsað. Finnbogi gekk ákveðnum
skrefum fram og aftur en við hvert
stig heyrðist hljóð eins og tíst í
öðrum skónum. Þótt við snerum
baki að honum vissum við vel hvar
hann var hveiju sinni. Allt í einu
heyrðum við djúpa rödd sem sagði:
„Ég er búinn að borga þá.“ Það var
mál manna á þeim tímum að óborg-
aðir skór létu í sér heyra, þetta er
líklega gamalt tungutak frá þeim
tíma er menn lögðu af sauðskinns-
skóna eða steinbítsroðsskóna og
keyptu sér danska skó, oft með
afborgúnum eða upp á krit.
Góður kennari var hann og gæddi
kennsluna með lifandi ævintýrum.
í augum okkar nemendanna var
hann alltaf verkfræðingurinn en
hinir kennararnir.
Hann var mikill sjálfstæðismaður
í einlægasta skilningi þess orðs og
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI 76677
tók sárt til þess þegar hann fann
að frelsishugsjónir stúdentanna í
Kaupmannahöfn höfðu dofnað í
hugum ráðamanna þjóðarinnar.
Hann barðist fyrir eflingu 'og við-
gangi Háskólans og þó einkum á
því sviði sem hugur hans stóð til
og flutti mál sitt af reisn og var
einlægur í sinni trú á gildi æðri
menntunar hér, ekki aðeins hennar
vegna, heldur í víðari merkingu sem
eins þáttar í eilífri frelsisbaráttu
þjóðarinnar. Hefi ég sterkan grun
um að stóru draumarnir frá Hafnar-
árunum hafi enst honum alla ævi.
Þegar hann gat að lokum litið yfir
ævistarf sitt, mátti hann sjá að það
var harla gott.
Þegar hann, sjötíu og tveggja ára
gamall maðurinn, lét úr höfn yfir
hafið í hinsta sinn, fórum við nem-
endur hans niður að ströndinni til
að veifa til hans, ekki aðeins af því
að þar fór ógleymanlegur persónu-
leiki, heldur vegná þess að þar fór
góður drengur.
Nú hefur hann setið um hríð i
efri sölum þar sem vakið er á
inorgnana með lúðraþyt og bjöllu-
hljóm til tíða og göfugra hugsana.
Nú á þessu aldarafmæli ætla ég
að hann taki sér frí frá öllu sælu-
þrefi og skundi til jarðarinnar. Þar
kemur hann við á Aragötunni en
þaðan er stutt leið yfir í hús verk-
fræðideildarinnar, þar sem nú eru
langir gangar og stórar kennslu-
stofur með mörgum tugum nem-
enda. Á veggjum þar eru teikningar
af mannvirkjum sem urðu til á
teikniborði Finnboga; að sjálfsögðu
til prýði. Þá má ekki gleyma raun-
vísindadeild Háskólans, sem er eins-
konar framhald verkfræðideildar-
innar, þar sem rnargir fást við að
leysa ýmis tæknileg vandamál. Og
Ijúf verður honum gangan á spegil-
sléttum gólfum í sölum"Bessastaða.
Ef nú á kyrrlátri vetrarnóttu heyr-
ist þar taktfast fótatak og pínulítið
tíst fylgir hverju skrefi, þá er víst
að þar er Finnbogi Rútur á ferð.
Olafur Pálsson
MÝTT SÍMANÚbAEK
AUGIÝSINGADEILDA^
csnn
Hinn eini
sanni tónn
Félagsheimili - Útisamkomur
Kirkjur - Kvikmyndahús
Diskótek - Hljómsveitir
Vinnustaðir
Með BOSE magnara- og
hátalarakerfinu eru
möguleikarnir öendanlegir.
Hafið samband við sölumenn
í síma: 691500 - TÆKNIDEILD
«
Heimilistæki hf
Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00
l/úð e/imtcSveáyaxÉegju í SamuHgjunc
Duni dúkarúllur
kalla fram réttu stemmninguna
við veisluborðið.
Fallegir litir sem fara vel við
borðbúnaðinn geta skapað þetta litla
sem þarf til að veislan verði fullkomin.
Duni dúkarúllurnar eru 50m á lengd
og l,25m á breidd og passa því á öll borð.
Og þú þarft ekki að þvo dúkinn á eftir.
Fannir hf. - Krókhálsi 3
Sími 672511
ISLENSUAUGIÝSINCASTOFA