Morgunblaðið - 23.01.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 23.01.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1991 15 an Sameinuðu þjóðanna um aðgerð- ir til þess að knýja Saddam Húss- ein íraksforseta til þess að hætta hernámi sínu á Kúvæt. Sameinuðu þjóðirnar mega ekki láta eitt aðild- arríki komast upp með það að nema annað aðildarríki herskildi, innlima það, og fara með ofbeldi, líkams- meiðingum og manndrápum að sak- lausu fólki eins og írakar hafa gert í Kúvæt. Sagan sýnir að andvara- leysi og undanlátssemi gagnvart yfirgangi og útþenslustefnu ofbeld- ishneigðra einræðisherra hefur leitt ógæfu yfir heiminn. Innrásin í Kúvæt er ekki ein- göngu alvarleg vegna þess að hún felur í sér brot gegn mannréttindum Kúvætbúa og fullveldi sjálfstæðs ríkis, heldur einnig af því að hún felur í sér brot gegn meginreglum þjóðarréttar um samskipti siðaðra þjóða. Fáar þjóðir eiga meira undir því en einmitt íslendingar, að þær reglur séu virtar og þar með tilveru- réttur smáþjóða. Þótt ísland sé sem betur fer fjarri þeirryfoðalegu víga- slóð sem nú stendur frá botni Persa- flóa til Miðjarðarhafsbotns, þá ættu íslendingar að skilja allra þjóða best að „ef sundur skipt er lögun- um, þá mun og sundur skipt friðin- um“. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðlierra. ■ NÆSTI rabbfundur Náttúru- fræðistofu Kópavogs og Náttúru- verndarfélags Suðvesturlands verður haldinn í húsakynnum Nátt- úrufræðistofunnar á Digranes- vegi 12, Kópavogi, fimmtudaginn 24. janúar og hefst hann 'kl. 21.00. Að þessu sinni verður fjallað um hvernig tijágróður fer að því að veijast Vetri konungi, enn fremur er lýst hvernig megi greina hinar ýmsu tegundir tijáa og runna um þetta leyti árs. Asgeir Svanbergs- son, starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, mun spjalla um þetta efni. En tijágróður er hægt að skoða þó landið sé snævi hulið. í tengslum við rabbfundinn verður gengið um svæði skógræktarfélags- ins á laugardaginn 26. janúar. Far- ið verður frá aðalinngangi Skóg- ræktarinnar kl. 13.30. Asgeir Svan- bergsson mun rifja upp það sem ijallað var um á fundinum og að- stoða þátttakendur við eigin athug- anir. Bretland: Uppboð á útsending- arrétti sjónvarps St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á ÞESSU ári verður útsendingarréttur bresku sjónvarpsstöðv- anna ITV seldur hæstbjóðanda. Tilboðsfresturinn rennur út 31. janúar nþ. í Bretlandi er sjónvarp sent út á 4 rásum. BBC, sem rekin er á ríkisframlagi einvörðungu, sendir út á tveim rásum. Hinar tvær rásirnar eru reknar fyrir auglýsingatekjur eingöngu. Rás fjögur er sjálfstætt fyrirtæki. En á þriðju rásinni standa 15 staðbundin sjónvarpsfyrirtæki að útsendingum og sérstakt fyrir- tæki sér um morgunsjónvarp. íslenskum sjónvarpsáhorfendum eru þessi fyrirtæki kunn. Meðal þeirra era Ánglia, Granada, Tha- mes, Yorkshire og Scottish svo nokkur séu nefnd. Sameiginlega eru þessi fyrirtæki nefnd ITV. Samvinna er mikil með þeim og um 75% allrar dagskrár á þriðju rásinni eru sameiginleg. Hinn hlutann skipuleggur hver stöð fyrir sig á sínu svæði. Útsendingarréttur allra bre- skra sjónvarpsstöðva er tíma- bundinn. Síðar á þessum áratug þarf að endurnýja útsendingar- rétt BBC og ekki er ljóst, hvað stjórnvöld vilja gera við hann. En útsendingarrétti ITV var síðast úthlutað árið 1982 og nær til 1. janúar árið 1993. Þá var réttinum úthlutað að uppfylltum ákveðnum gæðakröfum. Nú var ákveðið að halda upp- boð á útsendingarréttinum og verður að bjóða sérstaklega í hvert þessara 15 svæða og rekst- ur morgunsjónvarpsins. Réttur- inn verður að líkindum til 10 ára í þetta skipti. Eftir þrýsting frá sjónvarpsfyrirtækjunum var ákveðið, að það væri ekki sjálf- gefið, að hæstbjóðandi fengi út- sendingarréttinn, heldur þyrfti hann að uppfylla ákveðnar gæð- akröfur. Eftir að hafa skilað tilboðunum inn fá fyrirtækin frest fram í apríl til að fullvinna þau, en í þeim á að koma fram, hvað þau hyggjast greiða yfirvöldum ár- lega í 10 ár fyrir útsendingarrétt- inn, hvernig þau ætli sér að afla tekna og hvernig þau vilji ti-yggja gæði efnisins. Sérstakt sjón- varpsráð fjallar um umsóknirnar og ákveður á haustdögum, hveij- ir fá réttinn á hveiju svæði. Vitað er um að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, sem ekki eru nú í sjónvarpsrekstri, er ætla að bjóða í útsendingarréttinn. Fjöldamörg önnur hafa verið orð- uð við tilboð. En nú er öllum fyrirtækjum innan Evrópubanda- lagsins (EB) heimilt að eiga bre- skar sjónvarpsstöðvar að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækjum utan EB er heimilt að eiga 20% í bresk- um sjónvarpsfyrirtækjum. Talið er að alþjóðlegar samsteypur eins og Time-Warner, bandaríska fjöl- miðlafyrirtækið, muni sækja inn á þennan markað. Sum ITV-fyrirtækin eru ugg- andi um sinn hag vegna sam- dráttar í auglýsingum á síðasta ári, annað árið í-röð, og minnk- andi hagnaðar. í útvarpslögum frá' síðasta ári er heimilað að bjóða út útsendingar á fimmtu rásinni, sem mun auka sam- keppni um auglýsingar. En þrátt fyrir þetta eru sjónvarpsfyrirtæk- in álitleg ijárfesting, því búist er við, að þau geti skilað ijármagn- seigendum 20% árlegum hagnaði á þessum áratug. En um léið og nýju leyfin taka gildi árið 1993 verða sjónvarpsfyrirtækin skráð hlutafélög á almennum markaði, sem þau hafa ekki verið fram að þessu. V estmannaeyjar: Slökkviliðinu gefin dæla Vestmannaeyjum. Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja færði Slökkviliði Vestmannaeyja slökkvidælu, sem einkum er ætluð til notkunar á sjó, að gjöf fyrir skömmu. Elías Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, tók við dælunni sem Jóhanh Frið- finnsson, framkvæmdasljóri Bátaábyrgðarfélagsins, afhenti. Elías sagðí að dælan kæmi að góðum notum ef bregðast þyrfti skjótt við vegna bruna á sjó. Dælan vegur ekki nema um 40 kíló en er samt mjög öflug. Hún getur náð upp 20 kílóa þrýstingi og getur dælt allt að^.500 lítrum á mínútu í yfir 20 metra hæð. Dælan er knúin af-Htilli díselvél þannig að auðvelt er að ferðast með hana. Elías sagðist hafa augastað á notkun á bátum Hjálparsveitar skáta og Björgunarfélagsins sem væru mjög gangmiklir og gætu verið fljótir á vettvang ef eldur kæmi upp í bát nærri Eyjum. Þá væri hægt að hendast með dæluna um borð í annan hvorn bátinn og hefja slökkvistarf mun fyrr en áður hefði verið möguleiki á. Grímur Kennarabraut • Macintosh © <%> Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. Sórsniöin námskeiö fyrir kennaral <%> % Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu & HÁSKÓLI ENDURMENNTUNARNEFND OG HEIMSPEKIDFILD NÁMSKEID í ÍTÖLSKU 4. - 28. febrúar. Byrjendanámskeid 60 kennslustundir. Fullbókaö. Framhald I 30 kennslustundir, 2 kvöld í viku og annan hvern laugardag. Veró 8.500,- Framhald II 30 kennslustundir, 2 kvöld í viku og annan hvern laugardag. Verð 8.500,- Leiðbeinandi: Lucia Pantaleo, sendikennari frá Mondo Italiano. Skráning í síma 694940. Frekari upplýsingar í síma 694923-24. ISLANDS LAXALON - FiSXELHSSTOS Til sölu eru eignir þrotabús Laxalóns hf. Helstu eignir búsins eru: 1. Fiskeldisstöðin Fiskalón í landi Þóroddsstaða í Ölfushreppi, 2. Fiskeldisstöðin við Laxalón í Grafarholtslandi, Reykjavík. 3. Jörðin Hvammur í Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. Hefur verið nýtt sem útivistarsvæði, golf og veiði. 4. Jörðin Hvammsvík í Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. Aðstaða á jörðinni og í sjónum hefur verið nýtt til fiskeldis í kvíum. Jörðin hefur einnig verið notuð til útivistar. 5. Lax og regnbogasilungur í ýmsum stærðum. 6. Tveir bátar, annar 8-10 tonna sérútbúinn vegna fiskeldis og hinn 18 feta plastbátur. 7. Sjókvíar, ýmis tæki til fiskeldis, bifreiðar, dráttar- vélar og ýmislegt annað lausafé. Eignirnar verða seldar í einu lagi eða í hlutum. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Tilboðum í eignirnar skal skilað til Jóhannesar Sig- urðssonar, hdl., bústjóra þrotabúsins, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar um eignirnar. LÖGMANNASTOFA Ásgeir Björnssonar, hdl., og Jóhannesar Sigurðssonar, hdl., Laugavegi 178, Reykjavík. Sími: 624999. Telefax: 624599 I MITSUBISHI MOTORS m HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 □ Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aflstýri og veltistýrishjól □ Framdrif Verð frá kr. 722.880.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.