Morgunblaðið - 23.01.1991, Qupperneq 16
16
ieeí 3AUHAI .82 flUijACHmYGiM (JIG/.',iVAUíyAGlt
MORGUNBLAÐIÐ MlDVlkuDAGL'K 23. JANÚAR 1991
Golden Globe-verðlaunin:
Tvídrangar valin besta drani-
atíska sjónvarpsþáttaröðin
Góð kynning fyrir Propaganda Film, segir Sigurjón Sighvatsson
SJONVARPSÞÁTTARÖÐIN
Tvídrangar hlaut þrjár viðurkenn-
ingar við afhendingu Golden
Globe verðlaunanna í Los Angeles
á laugardaginn. Twin Peaks var
valin besta dramatíska sjónvarps-
þáttaröðin. Kyle Mac Lachlin var
valinn besti aðalleikarinn í þátta-
röð af þessu tagi og Piper Laurie
var valin besta leikkonan í auka-
hlutverki. Sigurjón Sighvatsson
hjá Propaganda Film sem átt hef-
ur stóran þátt í gerð þáttaraðar-
innar segist ánægður með verð-
iaUnin, þau séu góð kynning fyrir
fyrirtækið, en bendir jafnframt á
að Tvídrangar hafi fallið í skugg-
ann af hefðbundnari bandarískum
Samningur sérfræðinga og ríkisins:
Meiri hækkanir en
lengri gildistími
SAMNINGUR sá sem Tryggingastofnun gerði við sérfræðilækna utan
sjukrahúsa 13. janúar um greiðslur stofnunarinnar fyrir læknisverk
felur í sér meiri hækkanir á árinu en fyrra samkomulag sem gert
var 24. desember og Tryggingaráð neitaði að staðfesta. Engu að síður
segir Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar Tryggingastofn-
unar, að síðara samkomulagið sé hugsanlega heldur hagstæðara fyr-
ir ríkið þar sem samningstíminn hafi verið lengdur um eitt ár og í
stað þess að hækkanir komi strax til framkvæmda sé hluta þeirra
dreift- á yfirstandandi ár.
í samkomulaginu frá 24. desemb-
er var gert ráð fyrir að greiðslur
fyrir viðtöl án annarra aðgerða
hækki um 2 einingar að hámarki
frá og með 1. janúar en hver eining
er 116 krónur. í nýja samningnum
er hækkunin 1/2 eining 1. janúar,
1 eining 1. maí og 1 1/2 eining 1.
september eða samtals þijár eining-
ar. Helgi sagði að þetta þýddi að í
heildina hækki greiðslur ríkisins um
13 milljónir kr. til 1. september en
hækkunin hefði orðið 32 milljónir á
sama tímabili samkvæmt eldri
samningi. „Heildarkostnaðaraukn-
ing fyrir fyrstu tvö árin er um 90
milljónir eða 45 milljónir að meðal-
tali á ári,“ sagði Helgi.
„Útgjöld ríkisins eru svipúð hvort
sem miðað er við eldra samkomulag
eða þann samning sem gerður var
13. janúar. Gildistími síðari samn-
ingsins er einu ári lengri eða til
þriggja ára og því spuming hvemig
samningar hefðu tekist eftir tvö ár
miðað við uppsögn eldri samnings.
Hækkanir samkvæmt báðum samn-
ingunum á þessum tveimur ámm
em svipaðar. Tryggingastofnun
sparar eitthvað í vaxtakostnaði
vegna þeirra hækkana sem frestað
er í síðari samningnum," sagði
Helgi.
Hann sagði að óánægja fjármála-
ráðuneytisins með fyrra samkomu-
lag hafi snúist um að það kynni að
bijóta þjóðarsáttina. „Við höfum
farið ofan í saumana á kostnaði
ákveðinna hópa sérfræðilækna og
það er ljóst að þessar hækkanir eru
eingöngu til greiðslu á kostnaðar-
hækkunum þeirra. Nú eru allir
sannfærðir um að síðari samningur-
inn er ekki brot á þjóðarsáttinni,"
sagði Helgi.
sjónvarpsþáttaröðum og nefnir
sem dæmi Staupastein.
„Þessi verðlaun eru fremur til
þeirra David Lynch og Mark Frost
sem unnið hafa að sköpun þáttanna
en Propaganda Film sem er verktaki
og sér um framkvæmdir," sagði Sig-
uijón við Morgunblaðið í gær.
„Við erum auðvitað ánægðir með
að fá þessi verðlaun. Sérstaklega
vegna þess að okkur hefur stundum
fundist meiri áhersla lögð á hefð-
bundnari sjónvarpsþætti, eins og til
dæmis Staupastein, og margir eru
þeirrar skoðunar að Tvídrangar
hefðu átt að fá fleiri verðlaun, til
dæmis Emmy verðiaun, en þættirnir
hafa fengið. Verðlaunin sýna því líka
að Foreign Press Association er
víðsýnni en ýmsir aðrir. Annars er
hér ekki um beinan áþreifanlegan
árangur að ræða. Þó verðlaunin séu
að vísu áframhaldandi viðurkenning
á góðri vinnu og geti okkur góðs
orðs eins og fleiri viðurkenningar
sem við höfum verið að fá. Til dæm-
is var Propaganda Film að fá verð-
laun fyrir bestu kapalmyndina á
síðasta ári. Sú mynd fékk reyndar
fern verðlaun. Tveir aðalleikararnir
fengu verðlaun og myndin fékk
tæknileg verðlaun.
Siguijón segir að verðlaunin hafi
komið á óvart og bendir á að hvorki
David Lynch né Mark Frost hafi
verið viðstaddir afhendingu viður-
kenninganna. í samtalinu kom fram
að verið væri að undirbúa tvo sjón-
varpsþætti hjá Propaganda Film,
Hotelroom sem David Mamet leik-
stýrir og annan sem fjallar um
krakka en sá þáttur hefur ekki hlot-
ið endanlegt heiti.
Borðfáni með skjaldarmerki Skarðsættarinnar.
Skjaldarmerki Skarðs-
ættarinnar í fimm aldir
Miðhúsum, Reykhólasveit.
SKARÐSÆTTIN á skjaldarmerki sem verið hefur táknmerki
ættarinnar frá því á 15. öld, á dögum Björns hirðstjóra á Skarði
á Skarðsströnd. Merkið hefur nú hefur verið málað eftir uppruna-
lega skjaldarmerkinu og prentað á borðfána. Sama ættin hefur
búið á Skarði óslitið frá landnámsöld og eru það núverandi ábú-
endur á Skarði, Ingibjörg Kristinsdóttir og Jón G. Jónsson sem
gefa út merkið. Ætlunin er að mála það á stóran fána sem geyma
á í Skarðskirkju og draga að hún við hátíðleg tækifæri.
Einn ríkasti Islendur á 15. öld arinnar.
var Bjöm ríki Þorleifsson, hirð-
stjóri á Skarði á Skarðsströnd í
Dalasýslu (1408-1467). Bjöm var
kvæntur Olöfu ríku Loftsdóttur
ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði
(1400-1479). Danakonungur sló
Björn hirðstjóra til riddara og lét
hann hafa skjaldarmerki það sem
síðan hefur verið táknmerki ætt-
Bjöm féll á Rifi árið 1467 í
þardaga við Englendinga sem þar
voru að versla í banni konungs.
Englendingar létu höggva líkama
Björns í stykki og sendu Ólöfu
konu hans. Hún mælti þau fleygu
orð: „Ekki skal gráta Bjöm bónda
heldur safna liði.“
Sveinn
Félagslegar íbúðir:
Greiðslubyrði 6 til 59 þúsund á
mánuði eftir fiokkun íbúðanna
GREIÐSLUBYRÐI íbúa í þriggja
herbergja félagslegri íbúð getur
verið allt frá 5.000 krónum á
mánuði upp í 56.000 krónur, eft-
ir því hvort íbúðin er almenn
kaupleiguíbúð, félagsleg kaup-
Morgunblaðið/KGA
Rúnar Guðmundsson yfirkokkur og Matthildur Kristjánsdóttir nemi
með fullt trog af þorramat.
Þorramatur í Naustinu
ÞORRINN hefst á föstudaginn og að venju mun veitingahúsið Naus-
tið bjóða upp á þorramat. Reyndar var þaö Naustið sem endurvakti
þorramatinn fljótlega eftir stofnun 1953.
Matreiðslumenn Naustsins eru
þegar byrjaðir að bjóða upp á þorra-
matinn. A boðstólum em 19 teg-
undir af mat auk meðlætis. Má þar
nefna hefðbudnar tegundir eins og
lundabagga, bringukolla, hrúts-
punga, blóðmör, lifrarpylsu, hákarl,
svið, hangikjöt og fleira. Súran
hval er ekki lengur hægt að fá en
boðið er upp á síldarrétti í staðinn.
Maturinn er borinn fram í trogum
leiguíbúð eða félagsleg eignar-
íbúð. Greiðslubyrðin í fjögurra
herbergja íbúð er 6.000 til 59.000
krónur á mánuði, eftir flokkun
íbúðarinnar. Þetta kemur fram
i skýrslu húsnæðisnefndar
Reykjavíkur til borgarráðs sem
rædd var á fundi borgarstjórnar
á fimmtudag. Fram kom að fé-
lagsmálaráðherra gerði athuga-
semdir við útreikningana og fór
húsnæðisnefnd til fundar við ráð-
herra þar sem sæst var á að í
sameiningu yrði staðið að út-
reikningum á greiðslubyrði í fé-
lagslega íbúðakerfinu.
Reykjavíkurborg fékk heimild til
að kaupa 40 almennar kaupleigu-
íbúðir á síðasta ári. íbúðirnar hafa
verið auglýstar til sölu og auglýst
hefur verið eftir umsóknum með
kaupleigukjömm. Davíð Oddsson
borgarstjóri sagði í umræðum um
þetta mál í borgarstjórn á fimmtu-
dag, að að nauðsynlegt hafi þótt
að kanna greiðslubyrði vegna þess-
ara íbúða, þar sem fyrirsjáanlega
gæti svo háttað til, að íbúar í tveim-
ur nákvæmlega eins íbúðum bæm
af þeim mjög mismunandi kostnað.
Borgarstjóri kvað ekki óeðlilegt að
telja að íbúar sem bæm saman
þannig mismunandi greiðslubyrði
teldu sér mismunað. Þessi athugun
hefði verið gerð í þeim tilgangi að
greina þetta vandamál svo að hægt
væri að bregðast við því fyrirfram
í stað þess að standa frammi fyrir
orðnum hlut síðar.
Í skýrslu húsnæðisnefndar eru
meðal annars tekin dæmi af þrenns
konar íbúðum í Veghúsum 31. Allar
íbúðirnar eru með bílskýlum og
snjóbræðslukerfi. Fjögurra her-
bergja íbúð kostar 8,9 milljónir
króna, þriggja herbergja 8,4 millj-
ónir og tveggja herbergja 6,8 millj-
ónir.
í niðurstöðunum kemur fram að
mánaðarleg greiðslubyrði þriggja
herbergja íbúðarinnar er minnst ef
hún er félagsleg eignaríbúð, eða
5.000 krónur 1. árið, síðan 16.000
krónur. Sé hún félagsleg kaupleigu-
íbúð era þrír möguleikar. Fyrst er
kaup, án undangenginnar leigu.
Mánaðarleg greiðsla 1. árið er
11.000 krónur, 2.-15. ár 19.000 og
16.-43. ár 12.000 krónur. Annar
möguleikinn er leiga með kauprétti
og er leigan 39.000 krónur á mán-
uði. Sé kaupréttur nýttur er mánað-
arleg greiðsla 1. árið 29.000 krón-
ur, 2.-5. ár 37.000 krónur, 6.-15.
ár 19.000 krónur og 16.-43. ár
12.000 krónur. Loks er kaup á
leigurétti, mánaðarleiga 33.000
krónur.
Sé íbúðin lmenn kaupleiguíbúð
eru einnig þrír möguleikar. Kaup
án undangenginnar leigu, mánaðar-
greiðsla 1. árið 27.000 krónur,
2.-15. ár 31.000 krónur og 16.-43.
ár 22.000 krónur. Leiga með kaup-
rétti kostar 56.000 krónur á mán-
uði og sé kaupréttur nýttur er mán-
aðargreiðsla 1. árið 48.000 krónur,
2.-5. ár 51.000 krónur, 6.-15. ár
31.000 og 16.-43 ár 22.000 krón-
ur. Loks er kaup á leigurétti, mán-
aðarleiga 42.000 krónur.
Sé íbúðin búsetaíbúð er mánaðar-
leiga frá 32.000 krónum upp í
47.000.
Á sama hátt er mismunandi
greiðslubyrði fyrir tveggja og fjög-
urra herbergja íbúðirnar. Fyrir fjög-
urra h'erbergja íbúð þarf að greiða
frá 6.000 krónum á mánuði, 1. árið,
sé hún félagsleg eignaríbúð upp í
59.000 krónur í mánaðarleigu, sé
hún leigð sem kaupleiguíbúð.
Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull-
trúi Nýs vettvangs gagnrýndi þessa
skýrslu og frásagnir fjölmiðla af
henni og taldi villandi. Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalags sagði ljóst, að ef þessaar
tölur væru réttar, þá væri ekki um
að ræða þann okurleigumarkað sem
rætt hefur verið um, heldur væri
um að ræða að þetta búsnæðiskerfi
sprengdi upp leiguverð og bæri þá
að afnema það strax. Hann sagði
brýnt að vita hið sanna um þessi
mál, og vísaði til athugasemda fé-
lagsmálaráðherra um útreikning-
ana.
Hilmar Guðlaugsson borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokks og formaður
húsnæðisnefndar greindi frá for-
sendum útreikninganna og jafn-
framt frá fundi með félagsmálaráð-
herra þar sem fram kom í hveiju
ráðuneytið og húsnæðisnefnd not-
uðu mismunandi forsendur. Hilmar
sagði þann mun ekki vera mikinii,
reyndar mismunandi hvort mánað-
arleg greiðslubyrði hækkaði eða
lækkaði eftir því hvor aðferðin
væri notuð. Hann sagði meðal ann-
ars að með reikningsaðférð ráðu-
neytisins hækkaði mánaðarleiga
fyrír fjögurra herbergja kaupleigu-
íbúð og væri ekki 59.000 krónur,
heldur 64.000.
Hilmar greindi frá því að sam-
komulag varð um að félagsmála-
ráðuneyti og húsnæðisnefnd reyndu
að komast að sameiginlegri niður-
stöðu um greiðslubyrðina.